13.9.2009 | 14:03
Átta ára stúlka finnst hengd í svefnherberginu sínu
Bretar eru í miklum vandræðum með uppeldi og meðhöndlun barna sinna. Skelfilegar fréttir berast nú eina ferðina enn af börnum í öng.
Yfirvöld hafa brugðist við fjölgun barnaníð-tilfella á afar umdeildan hátt. Þau ætla að fara fram á að allir sem koma á einn eða annan hátt í snertingu (miðað er við tvisvar sinnum í mánuði) við börn og eða einstaklinga sem eitthvað hafa minni getu, verða að framvísa vottorði um að þeir séu ekki á skrá yfir barnaníðinga eða hafi ekki verið sakaðir um slíkt. Allt að 20.000 manns í Bretlandi munu ekki geta framvísað slíku vottorði.
Og enn fjölgar fréttum af misnotkun og gróflegri vanrækslu foreldra á börnum sínum.
Í fréttunum í dag er sagt frá átta ára stúlku sem fannst hengd í svefnherbergi sínu á heimili sínu s.l. laugardagskvöld í Nottinhamshire. Lögreglan er enn að rannsaka málið og verst allra frétta enn sem komið er og engin hefur enn verið handtekin vegna málsins. Fimm ára bróðir hennar var tekinn í vörslu barnaverndaryfirvalda.
13.9.2009 | 01:04
Frá fjölmennri hreyfingu til fámenns stjórnmálaflokks
þegar að búsáhaldabyltingin stóð sem hæst og hugurinn á Austurvelli var sem mestur, myndaðist eins og í draumi fögur hugsjón um að það mætti ef til vill nota þessa orku sem fór í pottaglamrið til að búa til Nýtt Ísland. Þegar boðað var til kosninga eftir að þáverandi stjórnarliðar höfðu gefist upp fyrir herópinu "Vanhæf ríkisstjórn" komu þeir framtaksömustu sér saman um að koma einhverjum röddum úr hópi hinna hrópandi borgara á þing. Slagorðið varð "þjóðin á þing".
Lauslega skipulagðri kosningaherferð var hrundið af stað þar sem markmiðið var að fá sem flesta til að trúa því að nokkrar háværar raddir inn á þingi gætu áorkað því að koma þurfandi heimilum landsins til aðstoðar og kallað fram umbætur í stjórnskipan með kröfu um stjórnlagaþing. Nægilega margir trúðu á þessa hugsjón til að fá fjóra þingmenn kjörna. - Um leið og þing hófst og sýnt varð að málin sem fyrir lágu mundu verða einhver þau erfiðustu sem nokkurt íslenskt þing hefur þurft að takast á við, kom í ljós hversu illa undirbúin þessi litli þingflokkur háværra radda út í samfélaginu var.
Örvænting þeirra og ákafi varð til þess að þau reyndu gamalkunnugar brellur úr pólitíkinni, þ.e. að reyna að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Þrír af fjórum þingmönnum reyndu sem sagt fyrir sér í hefðbundnum hrossakaupum en varð fljótlega ljóst að þau höfðu gert mistök og báðust afsökunar. En það var of seint, skaðinn varð skeður.
Einn þingmaðurinn yfirgaf þinghópinn og restin missti traust fjölmargra sem höfðu kosið þau í von um að þau mundu verða upphaf nýrra hátta og siða á alþingi.
Upp frá þessu varð ljóst að sá tiltölulega þröngi hópur sem unnið hafði hörðum höndum að því að koma röddunum á þing, var að springa í frumeindir sínar. Formaðurinn sagði af sér og fjöldi góðra en vonsvikinna manna fylgdi frumkvæði hans. Að auki æxluðust mál þannig að þingmennirnir áttu erfitt með, enda önnum kafnir, að hafa gott jarðsamband við þá sem enn vildu starfa sem "bakland" þeirra.
Þingmaðurinn sem yfirgaf þingmannahópinn snéri baki við öllu saman og fór/fer sína leið sem engin veit hver er. Slitrurnar af "hreyfingunni" ákvað að kalla saman landsfund og reyna að koma einhverju skikki á málin. Á þeim fundi tókust á tvær megin fylkingar.
Önnur fylgdi þingmönnunum að máli og vildi fyrst og fremst að hreyfingin héldi áfram að vera hreyfing, lausbundin og stefnulítil þar sem samviska og persóna þingmannanna réðu hvað þau hrópuðu á hinu háa alþingi. Hin hópurinn vildi umfram allt gera hreyfinguna að einskonar stjórnmálaflokki þar sem þingmenn væru fyrst og fremst málpípur vel grundvallaðra stefnumála sem samþykkt væru af sem flestum meðlimum hreyfingarinnar.
Skemmst er frá því að segja að þeir sem vildu gera hreyfinguna að stjórnmálaflokki urðu ofan á. Færri en 100 manns greiddu um þetta atkvæði. Eftir að ljóst varð að þingmennirnir þrír sem þó sóttu fundinn fengu ekki fylgi við sínar tillögur, gengu þeir skjótt af fundi og tóku ekki þátt í dagskráliðum hans eftir það. Á þeim mátti skilja að óvíst væri hvort þeir mundu í framtíðinni kenna sig við þennan nýja stjórnmálaflokk.
Af þessu stutta yfirliti þar sem hlaupið er á hundavaði yfir gang mála frá aðdraganda að stofnun Borgarahreyfingarinnar fram á daginn í dag, verður samt greinilega séð hversu hrikalega mörg mistök hafa verið gerð á tiltölulega stuttum tíma. -
Það er algjört vafamál hvort sá kjarni sem mögulega kann að vera viljugur til að starfa í þessum nýja stjórnmálaflokki, hefur nokkuð af þeirri hugsjón eða áherslumálum í stefnuskrá sinni sem fengu þúsundir Íslendinga til að gefa hreyfingunni atkvæði sitt fyrir nokkrum mánuðum.
Til eru lærð rit um hvernig stofna megi, skipuleggja og stjórna nýjum stjórnmálaöflum. Segja má að hver einasta af grunvallarreglum slíkrar hugsjónavinnu, hafi verið brotinn í hinni stuttu sögu Borgarahreyfingarinnar.
Eina vonin fyrir Borgarhreyfinguna var hið óvenjulega ákvæði stefnuskrár hennar að ef svo færi að ljóst yrði að markmiðum hennar yrði ekki náð, eða svo vel færi að þau næðust, mundi hreyfingin leggja sig og þingflokk sinn niður.
Tilefnið til að efna þetta ákvæði var ærið og tækifærið var nýliðinn landsfundur. Þá hefði kjarninn í hreyfingunni og þingmenn getað a.m.k. staðið við eitthvað af því sem lagt var upp með. En í staðinn er gerð tilraun til að halda áfram, ég leyfi mér að fullyrða, vonlausri baráttu til að mynda stjórnmálaflokk sem sprottinn er upp úr missætti, sundrungu, brotnum loforðum og vantrausti þeirra sem ákafast börðu pottana á Austurvelli fyrir nokkrum mánuðum.
Þessi tilraun mun skilja eftir sig blendnar tilfinningar í okkar litla samfélagi. Sem Íslendingur sem að mestu fylgdist með málum úr fjarlægð, þótti mér mikilsvert að sjá að til var fólk í landinu sem tilbúið var að leggja á sig ómælda vinnu til að berjast fyrir hugsjónum sem flestir vildu gjarnan sjá verða að veruleika en trúðu bara ekki að hægt væri að koma í kring. Það versta sem getur gerst er að þeir sem vildu breytingar, kölluðu sig hása eftir nýju Íslandi og lögðu allt að veði, missi trúna á að Raddir fólksins fái í raun nokkru breytt. Staðreyndin er nefnilega sú, að þeir sem eru svo vitlausir að halda að þeir geti breytt heiminum, eru þeir einu sem gera það.
12.9.2009 | 18:42
Rétt ákvörðun af röngum ástæðum
Magnús Árni ætlar að segja sig úr Seðlabankaráðinu. Ekki vegna þess að honum hafi orðið á mistök eða eitthvað þess háttar. Nei, hann gerir það vegna þess að Mogginn gerði störf hans tortryggileg, opinberlega! -
Nú þarf bara að finna annan flokks-ling til að taka stöðuna sem losnar. Vandamálið verður enn til staðar því það er fólgið í þessum vinnubrögðum að skipa í þetta starf á pólitískum forsendum.
![]() |
Fer fram á lausn frá störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2009 | 10:15
Hallur og vinur hans Magnús Árni
Hér kemur enn eitt dæmið um skaðsemi þess að taka þátt í flokkapólitík. Hér er greinilega ungur ákafur maður á ferð sem langar að ná miklum frama eins fljótt og hægt er. Í Sjálfstæðisflokknum voru of margir gæðingar fyrir svo hann skiptir um flokk, því hann veit að eini möguleikinn til að komast til áhrifa er að komast inn í valdastofnanir þjóðfélagsins í gegnum flokkakerfið. - Nú hefur hann loks komist í stöðu sem er honum og hans vinum gagnleg. En, einhverjir hafa komist að því hvað hann er að bralla. Eins og með alla þessa vatnsgreiddu framagosa, mun hann stíga á stokk og segjast ekki hafa gert neitt ólöglegt.
Þá hafa velviljaðir flokksbræður hans og "vinir" þegar riðið á vaðið og bent á að hann hafi nú ekki gert neitt ólöglegt og þótt hann hafi kannski unnið gegn anda laga Seðlabankans, hafi hann ekki unnið gegn hagsmunum almennings. Þannig er gefið í skyn að stefna Seðlabankans sé í raun gegn hagsmunum almennings og drengurinn hafi bara verið að redda málum. Snilld!! - En svo er tekið fram til vonar og vara að pilturinn hafi verið stutt í Framsókn og mjög "aktívur" þar áður í Sjálfstæðisflokknum.
Þannig taka framsóknarmenn eins og Hallur Magnússon á þessu máli eins og sjá má á bloggsíðu Þorsteins Ingimarssonar hér.
Málið er enn ein sönnun þess að flokkspólitíkin er siðferðilega gjaldþrota. Innan hennar rúmast ekki siðfræði sem grundvallast á hugsunum og gjörðum sem byggja á sannleika, heldur aðeins hvernig hægt er að mylja sem mest undir sig og sína með því að notfæra sér veikt regluverk þjóðarinnar eða þjóðanna.
![]() |
Gegn markmiðum Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.9.2009 | 02:11
Það má komast af á milljarði....er það ekki annars?
Kúlulán...nei..blessaður vertu, fullkomlega löglegt. Að afskrifa kúlulán til að kaupa hlut í bönkum sem nú eru orðnir verðlausir...hva,,, það var bara gert fyrir starfsmenn og pólitíkusa...Innherjaviðskipti...nei nei..blessaður... áttu sér aldrei stað...Flutningur milljarða úr íslenskum bönkum korter fyrir hrun...Ha, og hvað er ólöglegt við það?.....kennitölur og skúffufyrirtæki til að fá lan, lána örðum, taka vexti, borga arð og og og ....það eru nú bara viðskipti góurinn.
Þessum fréttum og fullyrðingum og viðbrögðum við þeim er ausið daglega yfir þjóðina og fæstir nenna orðið að fylgjast með hver svínaði hvar og hve margir milljarðar voru í spilinu. - Flestir eru jafnframt fullvissir um að það mun enginn svara til saka fyrir nokkuð sem viðkom því sem við köllum "hrunið".
Allir vatnsgreiddu kallarnir sem hingað til hafa fengist til að tala segja það sama. Allt var löglegt. Og það sem kann að hafa orkað tvímælis, voru mistök. Allir voru að gera sitt besta. Lögin voru bara ekki nógu skýr. Og svo vissi enginn að þessi fylking, löglegra, vel meinandi, dálítið óupplýstra manna og kvenna stefndi fyrir björg.
En það kaldhæðnilegasta við þetta allt er, að þrátt fyrir hrunið, þrátt fyrir gjaldþrot banka og fyrirtækja, voru allir þeir sem töpuðu mestu svo ríkir að þeir eru enn vell-auðugir. Það þarf nefnilega ekki nema ja... segjum milljarð, til að hafa það ágætt, næstum sama hvar er í heiminum. Og hver var svo aumur að hann kom a.m.k. ekki milljarði undan?
![]() |
Áætlar að 60-70 hrunmál komi til rannsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2009 | 18:52
Jennifer Aniston og barnsleysið
Jennifer er ein af þessum konum sem alltaf eru í fréttum út af engu. Eitt sinn var hún stöðugt að væla yfir því að hún ætti ekki börn og hversu mikið hana langaði til þess.
Á meðan hún var með Pitt, birtust vikulega af henni myndir með spádómum um að líklega væri fröken Aniston ófrísk.
Svo í næsta blaði eftir að hún hafði neitað öllu saman, veltu skríbentarnir fyrir sér hvers vegna hún væri það ekki. Þess á milli kepptist Jennifer við að segja heiminum frá hversu heitt hún þráði að eignast barn. Og enn er hún barnslaus.
Er þarna ekki komin loksins, alla vega hluti af ástæðunni?
Það er þekkt staðreynd að þröngar nærbuxur geta valdið ófrjósemi hjá körlum. Ef Jennefer t.d. krefst þess af karlmönnunum sem hún sefur hjá, að þeir klæðist þröngum nærbuxum, er það ekki til að hjálpa upp á sakirnar.
![]() |
Þröngar nærbuxur takk! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.9.2009 | 16:12
Góðar fréttir af svínaflensumálum

![]() |
Ekki vitað um alvarleg flensutilfelli hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009 | 23:39
Börnin neydd til að tyggja og gleypa smokka
Þetta er kort af næst stærstu eyju í heimi, á henni eru stærstu ókönnuðu svæðin í heiminum og þar er að finna fjölbreyttustu náttúru sem um getur.
Landið sker sig úr frá öðrum þjóðlöndum jarðarinnar þar sem menningin verður einsleitari með hverju ári sem líður.
Á Nýju-Gíneu er að finna 1000 tungumál, 12.000 mismunandi menningarsamfélög, afar fjölbreytt landslag og plöntu og dýralíf. Fjallstopparnir eru snævi þaktir allt árið í kring, enda var hlegið af Hollendingnum sem fyrstur sagði frá því árið 1623 að til væru jöklar í hitabeltinu.
Nýlega var sýnd fræðslumynd um Nýju-Gíneu á BBC þar sem sjá mátti ómannfælnar risarottur narta í laufblöð,(komst í heimspressuna) fossa sem féllu út úr hellum og ár sem runnu inn í þykkan regnskóg sem virtist ósnertur af manna höndum með öllu. Það var auðvelt að ímynda sér að þarna væri í það minnsta kosti eitt land á jarðríki sem mennirnir hefðu ekki eyðilagt með græðgi sinni, mengað árnar með kvikasilfri og spillt dýralífinu.
En sannleikurinn er að það er sótt að Nýju-Gíneu og íbúunum sem nú telja 7.1 millj. úr öllum áttum. Hitnun jarðar veldur því að jöklarnir eru að bráðna, skógarhögg gengur nær skógunum en nokkru sinni fyrr og andi nýlenduþjóðanna svífur yfir vötnunum.
Landið skiptist í tvö ríki. Vestur Papúa er vestri hluti eyjarinnar sem áður var nýlenda Hollendinga, en þar ræður Indónesía.
Eystri hluti hennar Papúa í Nýju Gíneu fékk sjálfstæði frá Ástralíu (og Bretlandi) 1975 þótt drottningin sé þar enn þjóðhöfðinginn.
Eins og segir í fréttinni hér að neðan herja farsóttir á innfædda um þessar mundir, sérstaklega í Papúa á Nýju Gíneu. En það hafa aðrar plágur, öllu alvarlegri, herjað á þá íbúa Papúa sem minnst mega sín, þ.e. börnin. Því miður hefur farið lítið fyrir þeim í fréttum fjölmiðla heimsins.
Mannréttindavakt SÞ hefur nýlega látið semja sérstaka skýrslu um þessa plágu sem grafið hefur um sig einkum á meðal lögreglu landsins. Í henni er fullyrt að Lögreglan í Nýju Gíneu stundi að fangelsa börn, berja þau, nauðga þeim og pynda þau.
Mannréttindavaktin hefur farið þess á leit við stjórnvöld að þau grípi þegar til aðgerða til að stöðva miskunnarlaust ofbeldi gegn börnum í vörslu lögreglunnar.
Í skýrslunni er að finna heimildir um börn bæði stúlkur og drengi, sem hafa verið skotin, sparkað í, og barin með; byssuskeftum. járnrörum, trékylfum, hnefum og gúmíslöngubútum. Sum þeirra voru neydd til að tyggja og gleypa smokka.
Vitni lýsa í skýrslunni nauðgunum á börnum á lögreglustöðum, í bifreiðum, svefnskálum og annarsstaðar. Þau eru einnig fangelsuð til langs tíma og neitað um læknishjálp eða aðstoð.
Mannréttindavaktin hefur einnig skorað á stjórnvöld Ástalíu sem veita allmiklu fé í þróunarhjálp til landsins, að beita sér fyrir að stjórnvöld í Nýju-Gíneu taki á þessum óhugnanlegu málum.
![]() |
Neyðarástand á Papúa Nýju-Gíneu vegna farsótta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 11.9.2009 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.9.2009 | 03:27
Japanir taka af lífi gamalmenni á áttræðis aldri.
Eftir að hafa borðað morgunmat á jóladag árið 2006 var þremur öldruðum japönskum föngum og miðaldra fyrrum leigubílstjóra tilkynnt að þeir yrðu hengdir eftir klukkustund. Þeim var skipað að hreinsa klefa sína, biðja bænir sínar og skrifa erfðaskrár sínar.
Einn þeirra, Fujinami Yoshio, 75 ára fangi á dauðdeildinni skrifaði á snepil sem hann sendi til stuðningsfólks síns, áður en honum var ekið að gálganum í hjólastól; "Ég get ekki gengið sjálfur, ég er veikur, samt getið þið fengið ykkur til að drepa slíkan mann. Ég ætti að vera sá síðasti."
Japanir hafa löngum haft orð á sér fyrir að vera ólinir við sakamenn. Í Japan enda 99% af málum sem koma fyrir dóm með sakfellingu hins ákærða. Þá er einnig til þess tekið að stærsti hluti ákærðra játar á sig glæpinn.
Í Japan er dauðarefsing enn við lýði og nýtur mikils fylgis meðal almennings en 102 fangar bíða nú aftöku á dauðadeildum ríkisins. Margir þeirra eru háaldraðir og hafa verið geymdir í einangrun í tugi ára.
Aðstaða þeirra er svo skelfileg að Amnesty International (AI) hefur nýlega sent frá sér greinagerð þar sem fullyrt er að margir þeirra séu þegar orðnir geðveikir af vistinni. AI fer fram á að öllum aftökum í landinu verði frestað og gengið verði úr skugga um geðheilsu fanganna þar sem alþjóðleg lög kveða á um að ekki megi taka af lífi geðveika einstaklinga. Þá geri japönsk lög ráð fyrir hinu sama.
Talsmaður IA telur að meðferð fanganna á dauðdeildunum einkennist af "þögn,einangrun og algeru tilvistarleysi".
Fangar eru látnir vita af aftöku sinni með mjög skömmum fyrirvara. Þeir fá aðeins að hreyfa sig þrisvar í viku en verða þess á milli að sitja kyrrir í klefum sínum. Samskipti við aðra fanga eru engin. Af þessum sökum þjást þeir af geðsjúkdómum og ímyndunum.
Frá 1. janúar 2006 til 1. Janúar 2009 hafa 32 fangar verið teknir af lífi Japan. 17 þeirra voru eldri en 60 ára. Fimm voru á áttræðisaldri.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
10.9.2009 | 00:28
Þefurinn af þrotabúinu trekkir
Hinar alþjóðlegu auðhyggjugammar eru fljótir að renna á blóðlyktina. Ísland er í sárum og fréttir berast af fljótfærum og áköfum pólitíkusum suður með sjó sem gerst hafa sölumenn náttúru-auðlinda landsins og láta þær fyrir lítið. Þeir vilja sjálfsagt láta hylla sig sem bjargvætti en sagan mun bölva þeim.
Þar er ekki tjaldað til einnar nætur, heldur munu afkomendur kaupendana njóta þessara hagstæðu viðskipta í nokkrar kynslóðir. Vatn og jarðvarmi er til lengra tíma litið besta fjárfesting sem hægt er að hugsa sér hér i heimi. Betra en olía sem fyrr eða síðar mun þverra, betra en gullið sem glóir en gefur ekki frá sér hita.
Þessi "hópur Japana" sem segir frá í þessari frétt, verður ekki sá síðasti sem kemur til með að hafa áhuga á orkuútsölunni á Íslandi. Því fyrir utan að mega nýta orkuna í jörðinni, búa orkufyrirtækin yfir þekkingu sem hægt er að selja háu verði út um allan heim. - Þetta vita fullt af hópum frá Japan og Kanada og Noregi og jafnvel Rússlandi sem eru í þann mund að stökkva upp í flugvél til Íslands með milljarð af einhverju í tösku.
Og bráðum verður líka til stór sjóður á vegum snjallra íslenskra peningamanna frá íslensku lífeyrissjóðunum sem ætlar að "fjárfesta" í íslensku atvinnulífi. Þeir ætla að blása lifi í glæðurnar á útbrunnum eldum fyrirtækjanna sem fóru illa í hruninu.
Þeir hafa ekki nefnt neinar upphæðir enn, því þær skipta ekki máli vegna þess að lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþeganna sem eiga sjóðina hafa þegar verið skertar. Þannig verður til áður ónýtt fjármagn sem þarf að nýta.
Lengi lifi "Nýja Ísland".
![]() |
Vilja fjárfesta fyrir milljarð dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2009 | 17:08
Gvöð nei, ég vissi ekkert!!
Hún er eiginkona fyrrverandi Bankastjórans. Hún seldi bréf sem hún átti í bankanum fyrir 55 millur , rétt fyrir hrun. Það þarf ekki mikið ímyndunar afl til að geta sér til um hver vörn hennar verður.
Nei, þetta voru sko ekki innherjaviðskipti. Hún vissi ekkert um í hvert stefndi með SPRON. Þótt maðurinn hennar hafi verið bankastjóri þá var aldrei talað um mál bankans inn á heimilinu eða annarsstaðar í hennar áheyrn.
Nei bíðið nú aldeilis hæg. Hmm. Það var hann sem vissi ekkert. Sjálfur stjórinn hafði ekki hugmynd um hvernig bankinn var staddur. Allir aðrir stjórar voru ansi glúrnir við að koma sínu fé úr bönkunum í öruggt skjól. Ekki hann. Hann sat eftir með sárt ennið, nema hvað hann , eða hún fékk þessar skitnu 55 millur.
Ég veit ekki hvort er verra að játa á sig þau afglöp að hafa ekki fylgst með gangi mála og ekkert vitað að bankinn riðaði á barmi gjaldþrots, eða að hafa hvíslað að konu sinni; þetta er allt að far í kalda kol, seljum eins mikið og við getum. -
Já, það er líka komið í ljós að þótt hún hafi selt bréfin voru þau sameiginlegar eigur þeirra hjóna; "Ég vil líka taka fram að mjög lítill hluti af sameiginlegri eign okkar hjóna í SPRON var seldur á þessum tíma eða 7% enda höfðum við miklar væntingar um framtíð SPRON og héldum eftir 93% af stofnfjárbréfaeign okkar í sparisjóðnum." segir Guðmundur.
Svo er saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra greinilega beintengdur inn í hausinn á Guðmundi, því hann hefur staðfest að hann viti að Guðmundur vissi ekkert.
Kemur nokkuð til greina að skila aftur peningunum til Davíðs Heiðars sem Guðmundur bar ábyrgð á að töpuðust? He he...Nééé.
![]() |
Guðmundur: Bjó ekki yfir upplýsingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2009 | 11:36
Þá hlógu allir í helvíti
Ísland og íslendingar er óðum að missa sakleysi sitt. Vígin falla eitt af öðru fyrir því sem hjörtun þrá, peningum.
Við höfum lengi óhreinkað sál og orðstý landsins með að nota hreina orku þess til að framleiða ál, m.a. fyrir hergögn, orðið rík þegar ófriður geisar og verðið hækka og snúið okkur undan í ólund þegar friðsamt var, því þá lækkaði álverðið aftur.
Bein þátttaka landsins í styrjöldum þótti eitt sinn fjarlægur möguleiki. Svo gerðist Ísland aðili að árásarstyrjöld í von um að geta mjólkað Bandaríkjaher dálítið lengur, en það reyndist á endanum vafurloginn einn. Samt tókum við þátt í flytja hergögnin, sendum Herdísi hermann til að herja og leyfðum flugvélum á leið að sprengja Íraka að millilenda hér.
Nú höldum við áfram að kanna þennan dimma veg sem stríð og átök heimsins eru og spreytum okkur á hergagnagerð. Þetta eru sérstakir bílar fyrir norska herinn til að nota í austurlöndum. Loksins fannst iðnaður sem er landi og þjóð sæmandi, og arðvænlegur líka. Miklar vonir bundnar við að fleiri vopnaskakarar bíti á krókinn. Enn er það náttúra Íslands sem er dreginn upp úr svaðinu með að nota hana til að prófa stríðs-djásnin. Nei, þetta eru ekki morðtól, kunna sumir að segja. Þá hlógu allir í helvíti.
Auglýsing frá Arctic Trucs sem birtist m.a. á þessari hergagnasölusíðu.
Arctic Trucks offer a range of modifications for 4x4 light wheeled vehicles for special missions as Medevac, patrolling, MP, law enforcement, liaison, escort, EOD services, dog transport and so forth. Arctic Trucks modifications enhance extreme off-road mobility for military organizations, humanitarian aid, rescue organizations and companies who must be able to operate in complex environments under the most rigorous conditions. One of the 4x4 modification is the High Mobility Multi Purpose G290 light wheeled vehicle. The G290 is one of the world's most sold vehicle for military purposes in its class. The rigid chassis and drive line allows large wheels to be fitted, thus improving the mobility greatly. The basic construction of the G-class, combined with accessibility of spare parts world wide, makes the G-class superb as a platform for military purposes. The High Mobility editions are combat proven in many operations and over many years with excellent results.
![]() |
Íslendingar selja norska hernum sérútbúna jeppa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2009 | 00:50
Lýðskrumarinn
Mesta list lýðskrumarans er að gefa aldrei til kynna hvar hann í raun og veru stendur. Hann reynir því eftir bestu getu að leyna raunverulegum áformum sínum og stefnu ef hann yfirleitt hefur hana umfram að púkka undir eigin rass.
Lýðskrumarinn höfðar í málflutningi sínum til fordóma, vanþekkingar, tilfinninga, ótta og vona almennings, til að auka pólitísk áhrif sín og völd. Dæmigerður lýðskrumari bryddar aldrei upp á neinu nýju sjálfur. Hann býður eftir að kröfur almennings eða flokksins verða ljósar, og stekkur þá á vagninn sem vinsælastur er, eftir að hann er kominn af stað. Þessi hér heitir David Cameron og er leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi.
Þegar að fólk segist óttast hitnun jarðarinnar, fær hann sér reiðhjól og lætur einkabílstjórann sinn aka bílnum sínum á eftir sér.
Þegar að fólk sá s.l. vor að fjölmargir þingmenn höfðu svindlað aukagreiðslur út úr sjóðum ríkisins lagði hann til að þingmönnum yrði fækkað.
Árslaun breskra þingmanna eru 62-3 þúsund pund. Það er svipað og miðstjórnendur í meðal stórum fyrirtækjum fá.
Sjálfur er David vellauðugur og þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum.
Bretar urðu fyrir miklu áfalli í vor þegar í ljós kom að þingmenn landsins fengu miklar greiðslur fram yfir laun sín. Einnig kom í ljós að nokkuð margir þingmenn höfðu misnotað almenningsjóði með að biðja þingið um að borga fyrir hina ólíklegustu hluti fyrir sig. Þingmenn og konur úr öllum flokkum urðu uppvís að þessu. Þarna eygði David tækifæri. Þessi ræða hans sem fréttin fjallar um eru viðbrögð hans við kröfu almennings um heiðarlegri stjórnmálamenn.
Íhaldsflokkur Davids skorar hærra í dag í skoðanakönnunum en hann hefur gert til fjölda ára. Öllum er ljóst að jálkurinn Brown getur ekki unnið kosningarnar sem eru á næsta leiti. En marga hryllir samt við að fá David Cameron yfir sig. Líklega verður gerð enn ein aðförin að Brown fljótlega, og nýr foringi Verkalýðsflokksins fundinn. Mín spá er að það verði Jack Straw. Ef aðförin að Brown tekst ekki mun David verða næsti forsætisráðherra Bretlands.
![]() |
Þing og ráðherrar spari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.9.2009 | 19:09
He he he..Kongó
Það er fróðlegt að bera saman viðbrögð fólks og fjölmiðla við þessari frétt af norsku málaliðunum í Kongó og fréttinni þegar að Lockerbie tilræðismanninum var sleppt. Þær virðast í fljótu bragði vera alls óskildar en eru samt tengdar á ákveðin hátt.
Í Kongó var verið að dæma tvo málaliða til dauða fyrir morð og njósnir. Af því landið heitir Kongó þar sem siðgæðið er ekki upp á marga fiska, er þetta allt sagt einhver sýndarmennska og lítt dulbúnar tilraunir til að kúga fé út úr norsku ríkistjórninni. Einhver lögmaður var svo vitlaus að setja allt of háa upphæð í lausnargjaldskröfuna, eða sem nam tekjum Norðmanna af olíuauðlindum sínum og varð aðhlátursefni fyrir bragðið.
Hins vegar þótti það ekkert fyndið þegar ljóst varð að líbýska leyniþjónustumanninum sem grandaði farþegum þotunnar fyrir ofan Lockerbie í Skotlandi, var skilað heim í staðinn fyrir réttindi BP til að vinna gas og olíu í Líbýu.
Eins og við vitum, hafa Bretar sett heimsstaðalinn í hvað er spilling og hvað ekki. Þar á bæ þykir ekki mikið að fórna réttlæti ættingja og aðstandenda fórnarlamba Lockerbie morðanna, fyrir aðgang að olíu. Líbýa var tilbúin að greiða umtalvert lausnargjald fyrir sinn mann og Bretar tilbúnir að horfa fram hjá rétti sinna þegna.
Er nokkur furða að Kongóbúar hugsi sem svo; svona gerast kaupin á eyrinni.
![]() |
Norðmenn dæmdir til dauða í Kongó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2009 | 01:19
Le petit homme
Mjög margir af vinsælustu karl-fyrirmyndum 20. aldarinnar, allt frá fótboltaköppum eins og Diego Maradona til breiðfylkinga af karlleikurum frá Hollywood, voru eða eru afar smávaxnir.
Meðal þeirra eru; Tom Cruise (1.702 m) Danny DeVito (1.524 m) Dustin Hoffman ( 1.676 m) Dudley Moore ( 1.588 m) Al Pacino (1.664 m)
Þrátt fyrir frægð sína og vinsældir hafa þeir mátt þola marga háð-stunguna. Til dæmis er nafn kvikmyndarinnar "Get Shorty" er einmitt sótt í þessa klisju.
Þá voru mörg af stórmennum sögunnar, frekar rindilslega vaxnir og þurftu fyrir þær sakir að þola ýmsar rætnar glósur. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti er einn stysti þjóðarleiðtogi heimsins. Hann er right up there með Kim Jong-il frá N-Kóreu og Putin Rússlandsforseta.
Nicolas hefur fengið sinn skammt af háði vegna þess hve stuttur hann er og hégómagirni hans sjálfs gefur fólki oft ærna ástæðu til að minnast á smæð hans.
Nicolas og Putin Rússlandsforseti taka sig ágætlega út saman, áþekkir á hæð og báðir ganga þeir með þá grillu, þrátt fyrir rindilsháttinn, að þeir séu ímynd karlmennskunnar. Kannski var það einmitt smæð þeirra sem var hvatinn að því að þeir sóttust eftir áhrifum og komust í efstu valdastöður heimalanda sinna.
Alla vega virðast Íslendingar hafa gert sér grein fyrir að það fer ekki allt eftir stærðinni. Um það vitna orðariltækin.....margur er knár þótt hann sé smár.... og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi...og þekkiði ekki einhverja fleiri svona málshætti sem segja það sama????
![]() |
Stærðin sögð skipta máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2009 | 11:54
Er hægt að stöðva bloggróg?
Eins og mál hafa þróast er bloggið eini fjölmiðillinn sem almenningur á svo til óheftan aðgang að til að tjá sig á almannafæri. Sumir eru smeykir við að standa með fullu nafni og kennitölu að baki skoðana sinna á þessum vettvangi og skrifa því undir dulnefni, minnugir þess að reynslan sýnir að það geti verið viturlegt að fara leynt, sérstaklega þar sem þröngur hópur valdhafa er í aðstöðu til að beita sér óvægilega gegn fólki sem ekki er þeim þóknanlegt í málflutningi sínum.
Auðvitað býr þessi óheftanalegi miðill við vissa annmarka og neikvæðu hliðar hans eru flestum augljósar. Það er til dæmis ekki hægt að stöðva þá sem eru ákveðnir í að misnota hann til að koma höggi á þá sem þeim er illa við og slúður og missagnir vaða uppi.
Baktal og rógur, sem reyndar er viðamikill hluti af efni flestra nútíma fjölmiðla og það sem gjarnan er réttilega flokkað undir slúður, er viðtekin og sjálfsagður fylgifiskur nútíma fjölmiðla-menningar. -
Þeir sem kjósa að lifa lífi sínu "í sviðsljósinu" verða fyrir fjölmörgum slíkum slúður-árásum af hendi fjölmiðla og þeir sem ekki hafa nægilegan harðan skráp til að standa slíkt af sér eiga í raun ekkert erindi í inn í þá ljónagryfju sem fylgir því að vera "opinber" persóna.
Nýlega hafa nafnlausir bloggarar legið undi ámæli frá stjórnmálamanni og þekktum peningamanni fyrir að hafa vegið að þeim og mannorði þeirra með athugasemdum við bloggfærslur og/eða í sjálfum pistlunum. - Þessum opinberu persónum finnst skiljanlega súrt í broti að vita ekki deili á þeim sem óhróðrinum dreifa og finnst þess vegna þeir ekki geta borið almennilega hönd yfir höfuð sér. Það þýðir; kært viðkomandi fyrir róg.
Vitandi að það er ekkert sem getur stöðvað aðgang almennings að internetinu og að fólk tjái sig á því eins og því einu sýnist, verða opinberar persónur að gera sér grein fyrir því að orðstír þeirra er algerlega komin undir heiðarleika og jafnvel traustverðugleika almennings. Það hlýtur að vekja þeim ugg í brjósti, vitandi um alla breyskleika sína eins og mannlegt er.
Þess vegna er ekki undarlegt þótt einhverjir reyni að snúa málum sér í hag þegar tækifæri býðst, með því að ásaka bloggara um að vera orsök vandræða sinna og segja þá t.d. ábyrga fyrir óvinsældum sínum og því vantrausti sem fólk hefur fengið á þeim. Þetta má t.d. heimfæra upp á fyrrverandi viðskiptamálráðherra.
Hann lýsti því yfir að hann hafi verið ofsóttur af nafnlausum bloggurum sem eyðilagt hafi fyrir honum orðstír hans. Þótt að ég sé persónulega á því að það hafi ekki verið úr háum söðli að detta fyrir þennan ákveðna einstakling, finnst mér hann allrar samúðar verður. Slæmt hátterni á aldrei að verðlauna og verður að fordæma.
En jafnframt verður að minna hann og aðra sem tekist hafa á hendur stjórn þjóðarskútunnar, að niðrí lest mala rotturnar og þær eru jafn miklir ferðlangar á þessari sjóferð og þeir sjálfir og eiga jafn mikið, ef ekki meira, undir því að þeir geti staðið af sér ágjöfina upp á þilfarinu, svo líkingin sé pínd til hins ýtrasta.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.9.2009 | 00:27
Kona til að kúga konur
Hversu margar harðlínu kvensur getur Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sem er slóttugur pólitíkus, fundið til að gegna embætti menntamálaráðherra? Sú sem hann útnefndi áður var hafnað af þinginu en hann er greinilega staðráðin í að fá konu til að halda uppi stefnu misréttis og kúgunar gegn konum í Íran.
Írönsk stjórnvöld hafa lengi verið gagnrýnd fyrir að vera skeytingarlaus um réttindi kvenna. Það er ekki langt síðan að þau létu hengja konur fyrir það eitt að kenna börnum sínum að lesa, þegar þeim hafði verið neitað um að ganga í skóla rétttrúaðra múslíma. - Nú ætlar Ahmadinejadn en að freista þess að slá vopnin úr höndum gagnrýnenda sinna og fá konu þ.e. Fatemeh Alia til að stjórna kúgun kvenna í Íran.
![]() |
Ahmadinejad útnefnir aðra konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2009 | 23:52
Listamaðurinn Adolf Hitler
Það berast alltaf af og til fréttir af því að málverk eftir Adolf Hitler hafi selst fyrir mjög háar upphæðir á uppboðum hér og hvar um heiminn. Framboðið er talsvert, enda málaði maðurinn meira en 2000 myndir yfir ævina sem að flestra mati var alltof löng. Þær voru mjög vinsælar í Þýskalandi, eftir að hann komst til valda. Bók með myndum eftir hann sem ætlað var að liggja frammi á sófaborðum á heimilum þriðja ríkisins, var prentuð í milljónum eintaka.
Hitler vann fyrir sér um tíma sem málari. Hann bjó þá í Vín ungur að árum og vonaðist til að geta lagt fyrir sig málaralistina. Faðir hans var þeim áformum andvígur og að auki var umsókn hans um að sækja lista-akademían í Vín hafnað tvívegis. það varð til þess að Hitler gaf upp á bátinn alla drauma um að verða málari, en kallaði sig stundum "misskyldan listamann".
Spurningin er hvort það sé í raun tilhlíðlegt og siðferðilega eðlilegt að borga tugi milljóna fyrir lélega mynd eftir mann sem var svo stórtækur fjöldamorðingi að það þurfti að finna ný orð yfir ódæðin eins og helför og þjóðarmorð. Það er eitthvað óhugnanlegt við að fólk sækist eftir að eiga handverk manns sem lét myrða ellefu milljón mans.
Listagagnrýnendur eru sammála um að myndir Hitlers frá listrænu sjónarmiði séu ekki upp á marga fiska, þótt hann hafi óneitanlega kunnað að herma eftir vinsælum þýskum og austurískum póstkortum á þriðja tug síðustu aldar.
En hvað er það sem fær fólk til að kasta milljónum á þennan vafasama glæ? Jú, einmitt þetta óhugnanlega hlutverk Hitlers sögu tuttugustu aldarinnar. Og hverskonar siðferði gefur það til kynna?
En hvar setur fólk þessi verk svo upp?
Inn í stofu þar sem það getur sýnt vinum sínum og kunningjum dásemdina til að prísa og kankast út af? Eða í borðstofunni þar sem viðastaddir geta minnst sveltandi fanganna í útrýmingarbúðum Nasista á meðan þeir gæða sér á kræsingunum. Verði þeim að góðu..
![]() |
Myndir Hitlers fóru á 42 þúsund evrur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.9.2009 | 12:48
Að fella tár á tímans hvarm
Það hefur oft verið sagt um Íslendinga að þeir séu frekar lokaðir tilfinningalega og beri jafnan áhyggjur sínar og sorgir ekki á torg. Satt að segja hélt ég að þetta hefði breyst mikið á síðustu árum, ekki hvað síst meðal karlmanna. En þessi frétt undirstrikar hversu sterk þessi tilfinningabæling er í þjóðarsálinni. Það þykir með öðrum orðum fréttnæmt að einhver felli tár yfir meitlaðri kynningu á döprum örlögum lands og þjóðar eins og auglýsingastiklan um kvikmynd Helga Felixsonar Guð Blessi Ísland er.
Vá, einhver fór að gráta!!!!
Það hefði ekki verið fréttamatur ef einhver hefði bölvað, jafnvel þótt hann hefði gert það upphátt. Enn að fella tár yfir einhverju svona, að gráta yfir kvikmynd....það er eitthvað svo.. svo..yfirdrifið, svo...svo ókarlmannlegt....svo..svo óíslenskt. - Að gráta örlög sín og meðbræða sinna eru fullkomlega eðlileg viðbrögð. Mætið ófeimin með snýtuklútana ykkar í bíó því Guð blessi Ísland er "þriggja klúta mynd" fyrir eðlilegt fólk.
![]() |
Tárfelldi yfir stiklu úr Guð blessi Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2009 | 01:39
Fornir manngerðir hellar, undraverð listaverk
Dag einn í apríl mánuði árið 1819 fór Kaptein Smith á tígursdýraveiðar. Hann komst skjótt á slóð dýrs sem hann rakti að þröngri gjá. Inn af gjánni fann hann hellisop sem var vel byrgt af þykkum gróðrinum.
Hellirinn var manngerður þótt hann hefði greinilega í langan tíma eingöngu hýst leðurblökur og rottur.
Kapteinn Smith, var breskur hermaður og þjónaði í Midras hernum á Indlandi. Hann litaðist um og varð ljóst að hann hafði rekist á mjög sérstakar minjar. Hann var staddur skammt fyrir utan þorpið Ajinṭhā í Aurangabad héraði Maharashtra-svæðinu. Hann krotaði nafnið sitt með blýanti á hellisvegginn þar sem það er enn sjáanlegt þótt máð sé.
Þegar farið var að kanna hellinn betur kom í ljós að hér var ekki aðeins um einn helli að ræða, heldur heilt þorp sem höggvið var út úr hráu berginu. Segja má að byggingarnar séu ein samfelld höggmynd með forgarði, hofum, turni, samkomusal, og hýbýlum sem eitt sinn hýsti a.m.k. 200 manns.
Hvarvetna getur að líta listilegar skreytingar, höggmyndir og málverk og allir veggfletir eru útflúraðir með tilvitnunum úr hinum fornu Veda-ritum skrifaðar á sanskrít. Talið er að það hafi tekið 7000 hagleiksmenn 150 ár að meitla í burtu 200.000 tonn af hörðu graníti til að ljúka þessu mikla verki.
Þetta mikla listaverk er nefnt AJANTA HELLARNIR.
Gerð hellana hófst fyrir meira en 2000 árum. Haldið er að Búdda munkar hafi leitað skjóls í gjánni á monsún tímabilinu og byrjað að höggva hellana út úr berginu og skreyta þá með trúarlegum táknum til að stytta sér stundir á meðan rigningin varði. Eftir því sem hellarnir stækkuðu hefur viðdvöl þeirra orðið lengri uns þeir urðu að varanlegu heimili þeirra og klaustri.
Munkarnir voru miklir hagleiksmenn. Um það vitna haglega meitlaðar súlur, bekki, helgimyndir, greinar og stokkar. Jafnvel húsgögnin voru höggvin út úr steininum sem í raun má segja að hafi verið ein gríðarlega stór blokk úr hamrinum.
Skrautskriftin og máverkin voru máluð með náttúrulitum og það hlýtur að hafa verið vandasamt að framkvæma þar sem lítið sem ekkert sólarljós er að hafa við hellana. Mest af vinnunni hefur því farið fram við ljós frá olíulömpum.
Hvers vegna munkarnir yfirgáfu staðinn á sjöundu öld er enn ráðgáta. Kannski voru þeir að flýja ofsóknirnar á hendur Búddistum sem skóku Indland á þessum tíma. Eða ef til vill varð einangrunin þeim ofviða því erfitt er að lifa á ölmusu úr alfaraleið. Eftir að þeir fóru óx gróðurinn smá saman yfir hellaopin og öll ummerki um þessa merku byggð hurfu sjónum manna í rúm 1500 ár.
Sumt bendir til að íbúar Ajanta hafi flutt sig um set til Ellora sem er nær fjölfarinni verslunarleið. Ellora er staður sem að vissu leiti er áþekkur Ajanta því þar er einnig að finna skreytta úthöggna hella. Þar hefst byggð um sama leiti og hún leggst af í Ajanta.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 03:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)