Er hægt að stöðva bloggróg?

image01418Eins og mál hafa þróast er bloggið eini fjölmiðillinn sem almenningur á svo til óheftan aðgang að til að tjá sig á almannafæri. Sumir eru smeykir við að standa með fullu nafni og kennitölu að baki skoðana sinna á þessum vettvangi og skrifa því undir dulnefni, minnugir þess að reynslan sýnir að það geti verið viturlegt að fara leynt, sérstaklega þar sem þröngur hópur valdhafa er í aðstöðu til að beita sér óvægilega gegn fólki sem ekki er þeim þóknanlegt í málflutningi sínum.

Auðvitað býr  þessi óheftanalegi miðill við vissa annmarka og neikvæðu hliðar hans eru flestum augljósar. Það er til dæmis ekki hægt að stöðva þá sem eru ákveðnir í að misnota hann til að koma höggi á þá sem þeim er illa við og slúður og missagnir vaða uppi.

Baktal og rógur, sem reyndar er viðamikill hluti af efni flestra nútíma fjölmiðla og það sem gjarnan er réttilega flokkað undir slúður, er viðtekin og sjálfsagður fylgifiskur nútíma fjölmiðla-menningar. -

Þeir sem kjósa að lifa lífi sínu "í sviðsljósinu" verða fyrir fjölmörgum slíkum slúður-árásum af hendi fjölmiðla og þeir sem ekki hafa nægilegan harðan skráp til að standa slíkt af sér eiga í raun ekkert erindi í inn í þá ljónagryfju sem fylgir því að vera "opinber" persóna.

bigstockphoto_Two_Rats_2253199Nýlega hafa nafnlausir bloggarar legið undi ámæli frá stjórnmálamanni og þekktum peningamanni fyrir að hafa vegið að þeim og mannorði þeirra með athugasemdum við bloggfærslur og/eða í sjálfum pistlunum.  - Þessum opinberu persónum finnst skiljanlega súrt í broti að vita ekki deili á þeim sem óhróðrinum dreifa og finnst þess vegna þeir ekki geta borið almennilega hönd yfir höfuð sér. Það þýðir; kært viðkomandi fyrir róg.

Vitandi að það er ekkert sem getur stöðvað aðgang almennings að internetinu og að fólk tjái sig á því eins og því einu sýnist, verða opinberar persónur að gera sér grein fyrir því að orðstír þeirra er algerlega komin undir heiðarleika og jafnvel traustverðugleika almennings. Það hlýtur að vekja þeim ugg í brjósti, vitandi um alla breyskleika sína eins og mannlegt er. 

cover1Þess vegna er ekki undarlegt þótt einhverjir reyni að snúa málum sér í hag þegar tækifæri býðst, með því að ásaka bloggara um að vera orsök vandræða sinna og segja þá t.d. ábyrga fyrir óvinsældum sínum og því vantrausti sem fólk hefur fengið á þeim. Þetta má t.d. heimfæra upp á fyrrverandi viðskiptamálráðherra.

Hann lýsti því yfir að hann hafi verið ofsóttur af nafnlausum bloggurum sem eyðilagt hafi fyrir honum orðstír hans. Þótt að ég sé persónulega á því að það hafi ekki verið úr háum söðli að detta fyrir þennan ákveðna einstakling, finnst mér hann allrar samúðar verður. Slæmt hátterni á aldrei að verðlauna og verður að fordæma. 

En jafnframt verður að minna hann og aðra sem tekist hafa á hendur stjórn þjóðarskútunnar, að niðrí lest mala rotturnar og þær eru jafn miklir ferðlangar á þessari sjóferð og þeir sjálfir og eiga jafn mikið, ef ekki meira, undir því að þeir geti staðið af sér ágjöfina upp á þilfarinu, svo líkingin sé pínd til hins ýtrasta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Mögnuð lokasetning í þessum pistli, og víst er að að sumum þilfarsfarþegum þykir leitt að geta ekki spúlað kjallarann með rottueitri.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.9.2009 kl. 16:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kvitta undir þetta. Önnur samlíking væri að þessir menn vildu banna bíla af því að nokkrir bílstjórar væru slæmir og dónalegir í umferðinni. Sérstaklega þeir, sem illa sést á númerin hjá. (þau eru þar þó)  Nú eða banna brennivín af því að svo margir fara illa með það. Það var prófað.

Þessi rógur um Björgvin var á einhverjum afkima, sem ég hef aldrei heyrt nefndan og sýnist mér það vera smáauglýsingavefur en ekki blogg. Get ekki séð einhverja skipulega rógsherferð þar.  Enginn hafði hugmynd um þetta fyrr en hann blés það upp og öllum er nokk sama hvort eða hvort ekki hann er fyllibytta eða flagari.

Þeir sem sökuðu hann um peninga misferli voru nú undir nafni að ég best veit. Það var um alla pressuna.

Auðvitað er þetta ekkert annað en spuni til að undirbúa jarðveginn fyrir málfrelsishöft eina ferðina enn.

Maður fer að flytja til Kína bráðum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 16:34

3 Smámynd: AK-72

Ég er eiginlega sammála því sem Jón Steinar segir þarna. Það er eingöngu verið að undirbúa jarðveginn til að hefta málfrelsið og koma böndum á umræðu sem ógnar hinu "gamla Íslandi" spillingar og óréttlætis.

En það er eitt sem menn gleyma, að netið er í sér dáldið lifandi vera og þrjósk sem slík. Netið mun ávallt fnna sér leiðir til að halda áfram umræðu um það sem valdið vill ekki að sé talað um.

AK-72, 7.9.2009 kl. 19:26

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég hélt að kafteinninn væri yfirleitt síðastur frá borði, en nú eru það rotturnar sem virðast vera farnar að hafa áhrif á hvert skipið stefnir.

Góð grein!

Sammála athugasemdum 1-3.

Hrannar Baldursson, 7.9.2009 kl. 19:50

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Viva la rottur!

Villi Asgeirsson, 7.9.2009 kl. 21:16

6 Smámynd: Dúa

Hann talaði um spjallsvæðið á barnaland.is en ekki blogg

Dúa, 7.9.2009 kl. 21:50

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hló þegar ég sá fyrstu myndina, af kisunni sem blandar sér í hóp Sléttuhunda 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.9.2009 kl. 00:35

8 Smámynd: Kama Sutra

Takk fyrir góðan pistil.

Og tek undir með Jónu - frábær mynd af "laumukettinum".

Kama Sutra, 8.9.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband