Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías

Stundum eru tilviljanirnar svo undarlegar að það er ekki furða að það hvarfli að fólki að ekki sé um hreinar tilviljanir að ræða.

Einn af fyrstu íslendingunum sem tóku bahai trú var búfræðingurinn, rithöfundurinn og að marga mati, sérvitringurinn Jochum Eggertsson. Jochum var líka þekktur undir skáldanafninu Skuggi. Jochum var barnabarn Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds. Jochum arfleiddi bahai samfélagið á Íslandi að landareiginni Skógum í Þorskafirði, fæðingarstað Matthíasar og hefur þar verið ræktaður allmikill skógur.

Það sem fæstir vita er að Matthías Jochumsson var fyrsti Íslendingurinn sem heyrði um bahai trúna. Matthías sótti heimssýninguna í Chicago 1893 þar sem Bahai trúin var í fyrsta sinn kynnt á vesturlöndum. Kynninguna flutti Rev. Henry Jessup sem hafði verið trúboði í Sýrlandi. Ræða hans var síðan gefin út í bók sem innihélt samantektir af þeim ræðum sem haldnar voru á "Alheimsþingi Trúarbragða" eins og þessi hliðarráðastefna heimssýningarinnar var kölluð. Bók þessa er að finna í bókasafni Matthíasar. 

Fyrsta kynning á bahai trúnni hér á landi fór fram árið 1908. Það var Þórhallur Bjarnason biskup sem þá reit grein í Kirkjublaðið þar sem hann rekur helstu kenningar trúarinnar, fer lofsamlegum orðum um hana og talar um upphafsmann hennar sem hinn persneska Messías. Heimildir Þórhalls eru ókunnar, en vitað er að Matthías og Þórhallur voru mestu mátar.

Bahai samfélagið á Íslandi fékk fyrst vitneskju um þessa grein Þórhalls þegar að Kristján Eldjárn þáverandi Forseti, benti nokkrum bahaium á hana þar sem þeir voru í formlegri  heimsókn á Bessastöðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugrún Jónsdóttir

Frábært! Takk fyrir þetta

Hugrún Jónsdóttir, 8.5.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband