Kona til að kúga konur

ghaffari-bita20071209111708156Hversu margar harðlínu kvensur getur Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sem er slóttugur pólitíkus, fundið til að gegna embætti menntamálaráðherra? Sú sem hann útnefndi áður var hafnað af þinginu en  hann er greinilega staðráðin í að fá konu til að halda uppi stefnu misréttis og kúgunar gegn konum í Íran.

Írönsk stjórnvöld hafa  lengi verið gagnrýnd fyrir að vera skeytingarlaus um réttindi kvenna. Það er ekki langt síðan að þau létu hengja konur fyrir það eitt að kenna börnum sínum að lesa, þegar þeim hafði verið neitað um að ganga í skóla rétttrúaðra múslíma. - Nú ætlar Ahmadinejadn en að freista þess að slá vopnin úr höndum gagnrýnenda sinna og fá konu þ.e.  Fatemeh Alia til að stjórna kúgun kvenna í Íran.


mbl.is Ahmadinejad útnefnir aðra konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Rétt athugað. Gerist í fleiri löndum.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.9.2009 kl. 01:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Það er þekkt staðreynd að klerkarnir telja konur yfir höfuð ekki hæfar til stjórnunarstarfa. Klerkastéttin hefur það í hendi sér að samþykkja konuna eða hafna henni.

Það væri því ekki skynsamleg byrjun til að brjóta niður þá múra að skipa eldheita femínista í ráðherraembætti, heldur konur sem klerkarnir telja ekki ógna veldi sínu. Svona til að brjóta ísinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband