Listamaðurinn Adolf Hitler

hitler-art-1Það berast alltaf af og til fréttir af því að málverk eftir Adolf Hitler hafi selst fyrir mjög háar upphæðir á uppboðum hér og hvar um heiminn. Framboðið er talsvert, enda málaði maðurinn meira en 2000 myndir yfir ævina sem að flestra mati var alltof löng. Þær voru mjög vinsælar í Þýskalandi, eftir að hann komst til valda. Bók með myndum eftir hann sem ætlað var að liggja frammi á sófaborðum á heimilum þriðja ríkisins, var prentuð í milljónum eintaka.

Hitler vann fyrir sér um tíma sem málari. Hann bjó þá í Vín ungur að árum og vonaðist til að geta lagt fyrir sig málaralistina. Faðir hans var þeim áformum andvígur og að auki var umsókn hans um að sækja lista-akademían í Vín hafnað tvívegis.  það varð til þess að Hitler gaf upp á bátinn alla drauma um að verða málari, en kallaði sig stundum "misskyldan listamann".

Spurningin er hvort það sé í raun tilhlíðlegt og siðferðilega eðlilegt að borga tugi milljóna fyrir lélega mynd eftir mann sem var svo stórtækur fjöldamorðingi að það þurfti að finna ný orð yfir ódæðin eins og helför og þjóðarmorð. Það er eitthvað óhugnanlegt við að fólk sækist eftir að eiga handverk manns sem lét myrða ellefu milljón mans.

Listagagnrýnendur eru sammála um að myndir Hitlers frá listrænu sjónarmiði séu ekki upp á marga fiska, þótt hann hafi óneitanlega kunnað að herma eftir vinsælum þýskum og austurískum póstkortum á þriðja tug síðustu aldar.

En hvað er það sem fær fólk til að kasta milljónum á þennan vafasama glæ? Jú, einmitt þetta óhugnanlega hlutverk Hitlers sögu tuttugustu aldarinnar. Og hverskonar siðferði gefur það til kynna?

En hvar setur fólk þessi verk svo upp?

Inn í stofu þar sem það getur sýnt vinum sínum og kunningjum dásemdina til að prísa og kankast út af? Eða í borðstofunni þar sem viðastaddir geta minnst sveltandi fanganna í útrýmingarbúðum Nasista á meðan þeir gæða sér á kræsingunum. Verði þeim að góðu..Sick


mbl.is Myndir Hitlers fóru á 42 þúsund evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil Hitler!

Ingiberg Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 00:12

2 identicon

Megi bratwürster-pylsan standa í þeim!

Góður pistill.

Öndin trítilóða (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 00:24

3 Smámynd: Brattur

Ég er hissa á því að þessar myndir skulu ekki allar hafa verið brendar á báli...

Brattur, 6.9.2009 kl. 09:23

4 identicon

Ertu að tala um Dolla Prakkara?

lalli (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 12:03

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 Ég sé að það vefst fyrir fólki hvað það á að segja við þessu og segir því bara eitthvað í gríni. En þetta er óþægileg spurning á margan hátt. Eiginlega er ég sammála Bratti að það ætti að brenna þetta drasl, allavega að koma á einhvern hátt í veg fyrir að fólk geti auðgast á því. Í þýskalandi eru t.d. lög um að bannað er að efna til sýninga á nasista-munum sem á einn eða annan hátt hygla forsvarsmönnum hans eða stefnunni sjálfri.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.9.2009 kl. 12:53

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sumir staðir og munir eru fyrst og fremst áhugaverðir vegna þeirrar sögu sem að baki býr, og gildir þá einu hvort það er til minningar um hamingju eða hrylling.

Auswitch er "vinsæll" ferðamannastaður, einnig magnaðir grafreitirnir í Verdun, þar sem einhver tilgangslausustu fjöldamorð veraldarsögunnar voru framin í nafni hernaðar Frakka og ÞJóðverja.

Að koma til Verdun er eftirminnilegt og vekur til alvarlegrar umhugsunar.

Á Place de la Concorde í París fer maður til þess að vera þar til íhugunar á þeim stað þar sem fallöxin brytjaði menn niður.

Ég get vel ímyndað mér að verðmætasti munurinn á mínu heimili sé öskubakki sem Baldur Ásgeirsson gaf föður mínum í afmælisgjöf eftir stríðið. Baldur var ljúfur heimilisvinur foreldra minna um áraraðir.

Heinrich Himmler stóð fyrir því 1938 að Baldur og annar ungur maður færu til Dachau til að nema mótasmíði fyrir leirlistaverk, en Himmler var mikill áhugamaður um þá listgrein.

Í Dachau skildi múrveggur að Íslendingana og Gyðingana sem hjuggu grjót í þrælkunarbúðum.

Öskubakki Baldurs er magnaður því hann er afar stór, kringlóttur, um 20 sm þvermál og á brún hans er merki SS-sveitanna, hauskúpa með krosslögðum leggjum, þó án SS-stafanna.

Öskubakkinn er dagleg áminning um það að ekkert heimili getur verið óhult fyrir illskunni í heiminum.

Ef ég ætti völ á því að vera viðstaddur tvo atburði í heimssögunni, myndi ég velja tvo gerólíka viðburði, sem táknuðu ítrustu andstæður góðs og ills, - annars vegar flutning Fjallræðu Krists og hins vegar flutning áhrifamestu ræðu Hitlers á mögnuðustu útisamkomu Nasista í Nurnberg.

Ómar Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 16:06

7 Smámynd: Hannes

Ég væri alveg til í að hengja upp mynd eftir Hitler í stofunni og yrði stoltur af henni.

Það er til nóg af sérvitringum sem safna ótrúlegustu hlutum. 

Hannes, 7.9.2009 kl. 00:26

8 identicon

Allt tal um að  brenna myndir hans á báli er tilgangslaust hjal. 

jonas (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 23:58

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Auðvitað er það tilgangslaust hjal Jónas. Fólk er enn heillað af kallinum sem kom og sá og tapaði svo glórunni, allt á 12 árum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.9.2009 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband