Le petit homme

ShortyMjög margir af vinsælustu karl-fyrirmyndum 20. aldarinnar, allt frá fótboltaköppum eins og Diego Maradona til breiðfylkinga af karlleikurum frá Hollywood, voru eða eru afar smávaxnir.

Meðal þeirra eru; Tom Cruise (1.702 m) Danny DeVito (1.524 m) Dustin Hoffman ( 1.676 m) Dudley Moore ( 1.588 m) Al Pacino (1.664 m)

Þrátt fyrir frægð sína og vinsældir hafa þeir mátt þola marga háð-stunguna. Til dæmis er nafn kvikmyndarinnar "Get Shorty" er einmitt sótt í þessa klisju.

Þá voru mörg af stórmennum sögunnar, frekar rindilslega vaxnir og þurftu fyrir þær sakir að þola ýmsar rætnar glósur. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti er einn stysti þjóðarleiðtogi heimsins. Hann er right up there með Kim Jong-il frá N-Kóreu og Putin Rússlandsforseta.  

Nicolas hefur fengið sinn skammt af háði vegna þess hve stuttur hann er og hégómagirni hans sjálfs gefur fólki oft ærna ástæðu til að minnast á smæð hans.

Nicolas og Putin Rússlandsforseti taka sig ágætlega út saman, áþekkir á hæð og báðir ganga þeir með þá grillu, þrátt fyrir rindilsháttinn, að þeir séu ímynd karlmennskunnar. Kannski var það einmitt smæð þeirra sem var hvatinn að því að þeir sóttust eftir áhrifum og komust í efstu valdastöður heimalanda sinna. 

Alla vega virðast Íslendingar hafa gert sér grein fyrir að það fer ekki allt eftir stærðinni. Um það vitna orðariltækin.....margur er knár þótt hann sé smár.... og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi...og þekkiði ekki einhverja fleiri svona málshætti sem segja það sama????


mbl.is Stærðin sögð skipta máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Þótt ekki sé 20. aldar, verður að minnast á Napoleon og flækjuna sem af nafni hans er dregin:  Napóleonskomplexinn. (þegar fólk reynir að vera harðara í horn að taka til að yfirvinna smæð sína á einhverju sviði, ekki síst líkamssmæð.

Ég vil meina að það sama sé í gangi hjá smáhundum (væntanlega ekki meðvitað) Það eru þeir sem gjamma og glefsa og sýna árásarhneigð.  Hinir hávöxnu sýna þessum "dvergum" hver ráði og segja ekki "boffs"

Eygló, 8.9.2009 kl. 02:34

2 identicon

Í raun er það aðeins mýta að Napóleon hafi verið sérstaklega lágvaxinn.

Við krufningu 1821 mældist hann 5 fet og 7 þumlungar (bresk) eða um 170 cm, sem var a.m.k meðalhæð franskra karlmanna og líklega eitthvað rúmlega það á þeim tíma.

Hann var hinsvegar breiðleitur og sést yfirleitt hattlaus eða með lágan hatt á myndum með marskálkum sínum sem jafnan báru mjög háa hatta með allskyns fjaðurskrauti. Einnig var hann oft kallaður "le petit caporal", vegna alþýðlegs viðmóts sem hann sýndi gagnvart óbreyttum hermönnum, ekki vegna hæðar sinnar. Þar er líklega kominn uppruni mýtunnar.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 07:43

3 Smámynd: Eygló

Hans, þú ert búinn að eyðileggja ímynd mína af Napóleon og eftirlætis útskýringar mínar um komplexinn. Eftir þetta get ég ekki á mér heilli tekið. 

Eygló, 8.9.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband