Lýðskrumarinn

david-cameron-pic-getty-230428788Mesta list lýðskrumarans er að gefa aldrei til kynna hvar hann í raun og veru stendur. Hann reynir því eftir bestu getu að leyna raunverulegum áformum sínum og stefnu ef hann yfirleitt hefur hana umfram að púkka undir eigin rass.

Lýðskrumarinn höfðar í málflutningi sínum til fordóma, vanþekkingar, tilfinninga, ótta og vona almennings, til að auka pólitísk áhrif sín og völd. Dæmigerður lýðskrumari bryddar aldrei upp á neinu nýju sjálfur. Hann býður eftir að kröfur almennings eða flokksins verða ljósar, og stekkur þá á vagninn sem vinsælastur er,  eftir að hann er kominn af stað. Þessi hér heitir David Cameron og er leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi.

Þegar að fólk segist óttast hitnun jarðarinnar, fær hann sér reiðhjól og lætur einkabílstjórann sinn aka bílnum sínum á eftir sér.

david-cameron-bike-stolen-again-image-2-248637709Þegar að fólk sá s.l. vor að fjölmargir þingmenn höfðu svindlað aukagreiðslur út úr sjóðum ríkisins lagði hann til að þingmönnum yrði fækkað.

Árslaun breskra þingmanna eru 62-3 þúsund pund. Það er svipað og miðstjórnendur í meðal stórum fyrirtækjum fá.

Sjálfur er David vellauðugur og þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum.

Bretar urðu fyrir miklu áfalli í vor þegar í ljós kom að þingmenn landsins fengu miklar greiðslur fram yfir laun sín. Einnig kom í ljós að nokkuð margir þingmenn höfðu misnotað almenningsjóði með að biðja þingið um að borga fyrir hina ólíklegustu hluti fyrir sig. Þingmenn og konur úr öllum flokkum urðu uppvís að þessu. Þarna eygði David tækifæri. Þessi ræða hans sem fréttin fjallar um eru viðbrögð hans við kröfu almennings um heiðarlegri stjórnmálamenn.

Íhaldsflokkur Davids skorar hærra í dag í skoðanakönnunum en hann hefur gert til fjölda ára. Öllum er ljóst að jálkurinn Brown getur ekki unnið kosningarnar sem eru á næsta leiti. En marga hryllir samt við að fá David Cameron yfir sig. Líklega verður gerð enn ein aðförin að Brown fljótlega, og nýr foringi Verkalýðsflokksins fundinn. Mín spá er að það verði Jack Straw. Ef aðförin að Brown tekst ekki mun David verða næsti forsætisráðherra Bretlands.


mbl.is Þing og ráðherrar spari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann er alveg klárt handbendi bankaelítunnar og City of London, New World Order hugsjónamaður.  Menn eiga ekki von á góðu með hann. Hann á að verða svona Obama breta. Eða allavega er það draumurinn. Óskilgetið afkvæmi Bankaelítunnar, semer í þann mund að gleypa allt sem er með dyggri aðstoð AGS, eins og hér.

Vissir þú að Alistair Darling er og var Govenor fyrir AGS þegar hryðjuverkalög og frysting eigna var sett á Íslendinga?  Aktaði hann á vegum fjármálaráðuneytisins eða AGS og City of London? Er óeðlilegt að spyrja sig slíkrar spurningar.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2009 kl. 01:46

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Áhrif Breta á AGS eru augljós. Brown staðfesti það við breska þingið snemma í vetur að ASG mundi ekki veita Íslandi fyrirgreiðslu nema að Ísland gengi frá láninu sem Bretar veittu þeim til að ganga frá Icesave. Þetta er til á myndbandi. Darling þarf ekki annað en að lyfta símanum og hringja í kunningja sína hjá bankanum til að leggja línurnar, flóknara er það ekki.

Cameron er nú ekki beint líkur Obama og Bretar gera að því grín þegar hann hefur reynt að herma eitthvað eftir honum. Auk þess held ég að Obama sé ekkert um hann gefið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.9.2009 kl. 02:01

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gaman að lesa eftir þig alltaf Gísli!  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 9.9.2009 kl. 08:21

4 identicon

Á Íslandi er til svona maður eins og David Cameron. Sá heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og er formaður Framsóknarflokksins.

Benedikt (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 14:59

5 identicon

Vel skrifud faersla sem ég er sammála.  Jón Steinar, ég hef ordid fyrir miklum vonbrigdum med Obama.  Hann hefur svikid margt af thví sem hann lofadi.  Hann virdist einnig algerlega í vasanum á Gydingaríkinu Ísrael.  Búinn ad missa allt álit á Obama.

Indigó (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband