Börnin neydd til að tyggja og gleypa smokka

New_guinea_namedÞetta er kort af næst stærstu eyju í heimi, á henni eru stærstu ókönnuðu svæðin í heiminum og þar er að finna fjölbreyttustu náttúru sem um getur.

Landið  sker sig úr frá öðrum þjóðlöndum jarðarinnar þar sem menningin verður einsleitari með hverju ári sem líður.

Á Nýju-Gíneu er að finna 1000 tungumál, 12.000 mismunandi menningarsamfélög, afar fjölbreytt landslag og plöntu og dýralíf. Fjallstopparnir eru snævi þaktir allt árið í kring, enda var hlegið af Hollendingnum sem fyrstur sagði frá því árið 1623 að til væru jöklar í hitabeltinu.

r91557_273468Nýlega var sýnd fræðslumynd um Nýju-Gíneu á BBC þar sem sjá mátti ómannfælnar risarottur narta í laufblöð,(komst í heimspressuna)  fossa sem féllu út úr hellum og ár sem runnu inn í þykkan regnskóg sem virtist ósnertur af manna höndum með öllu. Það var auðvelt að ímynda sér að þarna væri í það minnsta kosti eitt land á jarðríki sem mennirnir hefðu ekki eyðilagt með græðgi sinni, mengað árnar með kvikasilfri og spillt dýralífinu.

En sannleikurinn er að það er sótt að Nýju-Gíneu og íbúunum sem nú telja 7.1 millj. úr öllum áttum. Hitnun jarðar veldur því að jöklarnir eru að bráðna, skógarhögg gengur nær skógunum en nokkru sinni fyrr og andi nýlenduþjóðanna svífur yfir vötnunum.

Landið skiptist í tvö ríki. Vestur Papúa er vestri hluti eyjarinnar sem áður var nýlenda Hollendinga, en þar ræður Indónesía.

Eystri hluti hennar Papúa í Nýju Gíneu fékk sjálfstæði frá Ástralíu  (og Bretlandi) 1975 þótt drottningin sé þar enn þjóðhöfðinginn.huge.70.351695 

Eins og segir í fréttinni hér að neðan herja farsóttir á innfædda um þessar mundir, sérstaklega í Papúa á Nýju Gíneu. En það hafa aðrar plágur, öllu alvarlegri, herjað á þá íbúa Papúa sem minnst mega sín, þ.e. börnin. Því miður hefur farið lítið fyrir þeim í fréttum fjölmiðla heimsins.

Mannréttindavakt SÞ hefur nýlega látið semja sérstaka skýrslu um þessa plágu sem grafið hefur um sig einkum á meðal lögreglu landsins. Í henni er fullyrt að Lögreglan í Nýju Gíneu stundi að fangelsa börn, berja þau, nauðga þeim og pynda þau.

Mannréttindavaktin hefur farið þess á leit við stjórnvöld að þau grípi þegar til aðgerða til að stöðva miskunnarlaust ofbeldi gegn börnum í vörslu lögreglunnar.

Í skýrslunni er að finna heimildir um börn bæði stúlkur og drengi, sem hafa verið skotin, sparkað í, og barin með; byssuskeftum. járnrörum, trékylfum, hnefum og gúmíslöngubútum. Sum þeirra voru neydd til að tyggja og gleypa smokka.

Vitni lýsa í skýrslunni nauðgunum á börnum á lögreglustöðum, í bifreiðum, svefnskálum og annarsstaðar. Þau eru einnig fangelsuð til langs tíma og neitað um læknishjálp eða aðstoð.

Mannréttindavaktin hefur einnig skorað á stjórnvöld Ástalíu sem veita allmiklu fé í þróunarhjálp til landsins, að beita sér fyrir að stjórnvöld í Nýju-Gíneu  taki á þessum óhugnanlegu málum.


mbl.is Neyðarástand á Papúa Nýju-Gíneu vegna farsótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hræðilegt alveg, kallar á spurninguna: Hvar er Guddi eiginlega, hvað er hann að vesenast með að gæla við sjálfgerða fíkla og fyllibyttur í stað þess að vera þar sem hans er virkilega þörf.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 08:56

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

merkileg "eyja" en átakanleg lesning

Jón Snæbjörnsson, 11.9.2009 kl. 10:23

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

DrE. Það er ákveðin friðþæging í því fyrir þig að steyta hnefann að Guði þegar það sem miður hefur farið er rætt.

Nú trúir þú ekki á Guð og ættir því að beina kröftum þínum að lausnunum í staðinn fyrir að vera hausinn límdan við það sem þú telur óra eina.

Þessar áminningar þínar minna mjög á viðbrögð barns sem hefur orðið fyrir vonbrigðum með pabba sinn eða finnst það hafa verið hafnað af honum. Allt sem það þráir er að faðirinn taki það í arma sína og huggi það og sannfæri það um að hann elski það.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.9.2009 kl. 11:18

4 identicon

Ég er ekki að steyta hnefann að guði, guð er ekki til.. ég er að nota þetta tækifæri til að benda á þá staðreynd.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 13:31

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

DoctorE. Hvorki tilvist sýkla eða sú staðreynd að til er óuppfrætt og/eða  illa innrætt fólk í heiminum mælir gegn tilvist Guðs.

Það sem þú ert að segja er að aðeins í heimi þar sem eins dauði er ekki annars brauð, er Guð mögulegur. Ef heimurinn væri án þjáningar og þrenginga væri Guð hugsanlegur. Hvernig mundi slíkur heimur líta út? Hann væri mekanískur, án lífsafls og þar af leiðandi staðnaður og dauður.

Guð skapaði alheim þar sem tækifæri er fyrir manninn til vaxtar og þroska með því að sigrast á erfiðleikum og löstum.

Og það er eina viðhorfið sem er uppbyggilegt í þessari umræðu hvort sem þu trúir á Guð eða ekki.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.9.2009 kl. 14:19

6 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

sæll Svanur

ég kem seint inn í umræðuna en ég get ekki orða bundist þegar menn fara að blanda guði í mál sem er bein afleiðing af nýlendustefnu vesturlanda.

Mjög gott framtak að benda á þessa eyju sem er fullkomlega gleymt á vesturlöndum því það þjónar ekki hagsmunum þeirra að fjalla um þá kúgun og mannréttindabrot sem þar fara fram.

ég hef aðeins lesið mannréttinda skýrslur um  Indonesisku hlið eyjarinnar og það er sérlega fallegur lestur.  Þarna vinna t.d. vestræn námufyrirtæki að gullvinnslu í skjóli ofbeldis Indónesiskra stjórnvalda. Þessu fylgir gríðarleg  mengun á neysluvatni með tilheyrandi hörmungum fyrir íbúa og eyðilengingu á einstöku vistkerfi eyjarinnar. 

DoctorE, þú ættir frekar að benda á Bandaríkin, Evrópusambandið og Ástralíu og spyrja hvort mannréttinda-ást þeirra sé  bara til staðar þegar það hentar þeim pólitískt.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 12.9.2009 kl. 17:43

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka þér þetta innlegg Benedikt. Hugmyndin með þessum pistli var einmitt að vekja athygli á að ekki er ætíð allt sem sýnist í paradísunum sem við vesturlandabúar eru svo gjarnir á að ímynda okkur að sé enn til og að þær séu enn óhultar fyrir ....ja okkur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.9.2009 kl. 18:09

8 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Takk fyrir góðan pistil og að vekja athygli á hörmulegri stöðu fólks á   Nýju-Gíneu

Það veitir ekki af því að bloggarar taki þetta að sér, því fjölmilðlar virðast ekki hafa áhuga.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 12.9.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband