Góðar fréttir af svínaflensumálum

iphoto_1250617110604-1-0jpgHeilbrigðisyfirvöld búast við annarri öldu af svínainflúensu-tilfellum á norðurhveli jarðar þegar kólna tekur í veðri. Góðu fréttirnar eru að við því má bregðast. Nú hefur kínverska lyfjafyrirtækinu Sinovac tekist að þróa mótefni við flensunni sem aðeins þarf að bólusetja einu sinni með.
Tilraunir hófust með lyfið í síðasta júlí og var lokið 15. ágúst og þær staðfestu að ónæmi fyrir Á1N1 veirunni skapast með einum skammti af mótefninu. Efnið var prófað á 1.614 einstaklingum frá þriggja ára aldri og upp úr.
Einu merkjanlegu neikvæðu áhrifin af bólusetningunni voru tímabundinn sársauki á þeim stað sem nálinni hafði verið stungið.
Fyrirtækið vinnur nú hörðum höndum að því að koma lyfinu á markað og þegar eru komnar í gang tilraunir í Bretlandi og í þýskalandi til að sannprófa lyfið.

mbl.is Ekki vitað um alvarleg flensutilfelli hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband