Gamalt morð

Í kistu á ég gamalt morð.article-0-05ACC928000005DC-336_468x311_popup

þar myrti ég gleðikonu og grínista

sem bæði voru gamanleikarar

og skemmtilegasta fólk.

Nú liggur það allt í tætlum

ofaní kistunni,

því um daginn tók ég morðið upp

og áður en varði leystist það.

Það var líka illa bundið

og orðið voðalega gamalt.

Þetta varð svo fréttamatur

um kvöldmatarleitið daginn eftir,

því það er ekki á hverjum degi

sem gömul morð leysast.


Af hverju girðir hún bara ekki niðrum sig og málið er dautt?

0f654420-67c3-4177-adaa-47055daaf899

Af hverju girðir hún bara ekki niðrum sig og málið er dautt?

Margir spurðu þessarar spurningar og enn fleiri hugsuðu hana þegar sá kvittur komst upp að Caster Semenya, 18 ára stúlka frá suður Afríku sem vann óvænt 800 metra hlaupið (1:55.45.) á heimsmeistaramótinu í frjálsum í Berlín fyrir nokkrum dögum, væri ekki stúlka heldur karlmaður. 

En því miður er málið ekki svona einfalt. Kyn ræðst víst ekki lengur af gerð kynfæra fremur en kynhneigð.  Til að greina kyn hennar (ég læt hana njóta vafans og kalla hana "hana") svo ekki verði um villst verður hún að ganga í gegnum margar læknaskoðanir og rannsóknir.

ThipeTsholofeloSumar þeirra eru ansi flóknar.  Að þeim verða að koma hol-líffærasérfræðingur, kvenlæknir, sálfræðingur, litninga og erfða-sérfræðingur og innkirtlafræðingur og  vaka og hormónafræðingur.

Gullpeninginn sem hún vann fékk hún að taka með sér á skilorði. Ef hún greinist sem kvenmaður fær hún að halda honum. Niðurstöður í hinum margþátta rannsóknum sem hún verður að gangast undir er ekki að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur.

Ég læt hér að fylgja niðurlag greinar á ensku af taragana.com. sem fjallar um málið.

About 1 percent of people are born with some kind of sexual ambiguity, sometimes referred to as intersexuality. These people may have the physical characteristics of both genders, a chromosomal disorder, or simply have ambiguous features. People who have both male and female organs are hermaphrodites.

Until 1999, the International Olympic Committee analyzed chromosomes from saliva samples to confirm the gender of female competitors and prevent men from masquerading as women. Other sports organizations have called the tests unreliable. The tests were scrapped before the 2000 Sydney Games.

The most common cause of sexual ambiguity is congenital adrenal hyperplasia, an endocrine disorder where the adrenal glands produce abnormally high levels of hormones.

In women, this means a masculine appearance. They may have female sexual organs, but the ovaries may be unable to produce estrogen, preventing the growth of breasts or pubic hair.

There are also several rare chromosomal disorders where women may have some male characteristics. Women with Turner syndrome, which affects about 1 in 2,000 babies, typically have broad chests and very small breasts. Their ovaries do not develop normally and they cannot ovulate.

About 1 in 1,000 women are also born with three X chromosomes. They tend to be exceptionally tall, with long legs and slender torsos. They usually have female sexual organs and are fertile.

A handful of athletes have typically dropped out or been thrown out of the Olympics for failing gender tests over the years. But no evidence supports the idea that such competitors have an unfair athletic advantage.


Óþekkt vera (alien) föst í rottugildru

Þá er komið að því.  Hér getur að sjá óþekkta veru sem hugsanlega er ekki jarðnesk. Veran fannst í Mexico 2007 þar sem hún sat föst og lífvana í rottugildru.  Þetta myndband sem virðist ófalsað er tekið þegar að vísindamenn eru við rannsóknir sínar á henni.

Veran er svo lítil að sumir segja aðum barn (alien) sé að ræða. En sem fyrr, sjón er sögu ríkari.


Saving Icesave

icesaveÞá er þessum þætti sýndar-veruleikasjónvarpsþáttarins frá Alþingi Íslendinga lokið. Saving Icesave hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið en nú er ekki hægt að teygja lopann lengur, enda nóg komið að margra mati.  

Samt var fullt af fólki hélt að þarna væri um alvöru alvöru að ræða, þ.e. raunverulegan raunveruleika. Það mætti jafnvel til að mótmæla niðrá Austurvöll. Ég er að velta fyrir mér hvað það fólk geri nú þegar það fattar að þetta var allt í plati.

Annars sýna fyrstu viðbrögð þess fyrst og fremst hvað leikurinn í þættinum  var virkilega góður. Sérstaklega á endasprettinum, í kosningunni sjálfri,  þegar Framsóknarflokkurinn sem greinilega er að reyna auka vinsældir sínar í þessu leikriti, sagði "nei, nei, nei".  Vá..slíkan ofurleik hefur maður ekki séð lengi. - Sumir sem enn eru ekki búnir að fatta að þetta var og er bara sjónarspil ætla örugglega að kjósa þá næst.

icesave-a_scalesÉg sá reyndar handritið að þessum farsa fyrir tæpu ári. Það var skrifað af fyrrverandi ríkisstjórn . Það var líka með; " við lofum að borga" sem endi á málinu og þeim endi  hefur ekki verið breytt þrátt fyrir mikið stagl og streð. - En það var nú líka fyrirsjáanlegt. Þegar einu sinni er búið að taka ákvörðun um hvernig plottið gengur upp er ekki hægt að breyta því. En það var flott flétta að þykjast ætla að breyta því. Hélt manni við skjáinn ansi lengi.


Sláðu blettinn til að losna við streituna

Það er fátt sem lyktar betur en nýslegið gras. Um þetta getur fjöldi Íslendinga vitnað, ekki hvað síst þeir sem alist hafa upp í sveitum landsins. Borgarbúar vita þetta líka því jafnvel þótt sumir heykist á því um stund að slá blettinn, líður þeim alltaf betur eftir að verkinu er lokið. 

Hamingjan er heyskapur

CIMG0018Nýjar rannsóknir benda til þess að heyskapur og blettasláttur geti hamlað streitu. Í ljós hefur komið að efni sem losnar þegar gras er slegið gerir fólk glaðara og hægir á elliglöpum. Vísindamennirnir sem stóðu að þessum rannsóknum segja að efnið virki beint á heilann og hafi einkum áhrif á minnis og tilfinningastöðvar hans staðsettar á svæðum sem nefnd hafa verið Amygdala og Hippocampus.

Eftir sjö ára rannsóknir hefur tekist að búa til ilmvatn sem lyktar eins og nýsleginn blettur og verður sett á markaðinn fljótlega undir nafninu “eau de mow”.

Frekari upplýsingar um þessa "nýju" uppgötvun hér.


Michael Jackson bloggar hér!

mjb4Ég veit ekki af hverju Michael Jackson kaus að senda mér þetta skeyti og biðja mig um að þýða það og birta það hér á blogginu.

Kannski er það vegna þess að hann veit að ég er svo frjálslyndur. Það er næstum sama hvaða vitleysa er í gangi, ég lep það upp og birti eitthvað um það hér á blogginu, svo fremi sem mér finnst fyrirsögnin geta verið flott.  

Eða kannski er það vegna þess að ég var aldrei yfir mig hrifinn af Jackó þótt mér fyndist hann góður sjómaður og nú er hann að gera lokatilraunina til að vinna mig á sitt band.

Alla vega ætla ég að verða við bón hans í þetta sinn og birta skeytið frá honum sem er það fyrsta sem hann hefur sent frá sér, eftir því sem ég best veit, eftir að hann lést.

Kæru vinir.Bandit

pillar_22690_lgAllar fréttir um að ég sé enn í tölu lifenda eru stórlega ýktar. Það er alveg rétt sem fram hefur komið í fréttum að ég sofnaði og hef ekki vaknað aftur.

Ástæðan fyrir að ég sendi þetta skeyti er að mig langar að koma sérstökum skilaboðum til ykkar.

En fyrst langar til að koma því á framfæri við alla íslenska aðdáendur mína og bara alla Íslendinga að gefast ekki upp þótt móti blási. Ég vil að þeir viti að þeir eiga alla mína samúð á þessum síðustu og erfiðustu tímum.  Ég veit nefnilega af eigin reynslu hvað það er þegar manni finnst útlitið vera heldur dökkt. Ég hef fundið fyrir því á eigin skinni get ég sagt ykkur. Og hvernig það er að vera smáður af fólki sem ekkert þekkir mann. Ég var líka, eins og þið, neyddur til að borga háar upphæðir fyrir hluti sem ég átti enga sök á. Og ég veit svo sannarlega hvað það er að vera blankur en þykjast eiga peninga, eftir að hafa verið rændur af einhverjum fjármálaspekingum. Ég tala því af reynslu.

Þá eru það skilaboðin sem mér fannst að ég yrði að senda ykkur eftir að ég heyrði hversu hræðilegt útlitið hjá ykkur er eftir bankahrunið og allt það.

Þannig er að ég fann snemma fyrir því að mér líkaði ekki við andlitið á mér. Ég gekkst því undir all-margar lýtaaðgerðir.Blush  En það var alveg sama hversu mikið mér var breytt, ég var aldrei alveg ánægður með útlitið. Á endanum endaði ég uppi með ónýtt nef framan í mér og mér var sagt af lýtalækninum mínum að ef hann hreyfði meira við því mundi það detta alveg af.Sick

Nú veit ég að útlitið hjá mörgum ykkar á Íslandi er svart, eins og það var hjá mér og meira að segja svo slæmt hjá sumum ykkar að þið eruð að hugsa um að flýja land.

Það finnst mér óheillaráð. Útlitið er nefnilega ekki allt. Ég reyndi að flýja mitt útlit og endaði uppi næstum neflaus. 

Þið verðið að sætta ykkur við það sem þið eruð og vera ánægð með það sem Guð hefur gefið ykkur.

Vona svo að þið séuð dugleg við að hlusta á lögin mín og núna er mér alveg sama þótt þið halið þeim niður ólöglega. 

Bestu kveðjur

Michael Jackson Bandit

 


Tannburstaskeggið í miðnefsgrófinni

Hitlers skeggFrægasta og jafnframt óvinsælasta skegg veraldar er án efa það sem prýddi efri vör Hitlers. Til eru heimildir sem segja að Hitler, sem áður var með langt og endasnúið keisara-yfirvararskegg, hafi  þurft að skera það svo hann gæti sett upp gasgrímu, þegar hann barðist í fyrri heimstyrjöldinni.

Tannburstaskeggið, eins og þessi tegund skeggs er jafnan nefnd, sé það ekki af öðrum kostum kennt við Hitler eða Charly Chaplin sem notaði það sem hluta af gervi flækingsins sem hann var svo frægur fyrir að leika, varð afar vinsælt meðal verkamanna í Evrópu upp úr 1920. Það varð einskonar mótvægi við stórkallalegt keisara-skegg yfirstéttanna sem voru vel vaxborin og gátu skagað talvert út fyrir ásjónu viðkomandi. 

 sir_charles_chaplinsChaplin sagðist hafa upphaflega notað tannburstaskeggið vegna þess hversu kómískt það liti út á flækingum og væri auk þess nógu lítið til að andlitsgeiflur hans skiluðu sér á hvíta tjaldinu. Að sjálfsögðu notaði hann einnig skeggið í gervi einvaldsins í kvikmyndinni The Great Dictator sem hann gerði árið 1940.

Í Kína þótti tannburstaskeggið vera einkennandi fyrir japanska karlmenn, einkum í seinni heimstyrjöldinni.

Fáir fást til að bera slíkt skegg í dag, enda kom Hitler á það miklu óorði með því einu að bera það. Sá orðstýr virðist samt ekki aftra einvaldinum Robert Mugabe í Simbabve, því hann ber tannburstaskegg sem skorið er nákvæmlega til að passa ofaní miðnefsgrófina á honum.

robert-mugabe-2Miðnefsgróf er sem sagt lóðrétta dældin í efri vör beint undir miðju nefi á flestum mönnum. Hún var reyndar kölluð "efrivararrenna" í bók um líffæraheiti eftir Jóns Steffensen sem kom út árið 1956. Einhver lagði einnig til að hún yrði kölluð miðsnesisgróf en miðnefsgróf er best að mínu mati. 


Öðruvísi Hitler

beta012

Hér koma nokkrar gamlar ljósmyndir af "foringjanum" sem sýna hann í allt öðru ljósi en heimurinn á að venjast.

Margir hafa haldið því fram að Hitler hafi verið klikkaður, en vissu þeir að hann var svona kostulegur.

 

 

 

 

 

beta029

 

 

 

 

 

 

 

beta031

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

beta058


Risabolinn Chilli

BigCowHann heitir Chilli og hann er stundum kallaður "góðlyndi risinn" sem er eins gott fyrir Töru Nirula, stúlkuna sem sér um hann og sést hér á meðfylgjandi mynd.  Chilli hefur orð á sér fyrir að vera ljúflingur og hvers manns eftirlæti.

Eigendur Chilli hafa haft samband við heimsmetabókina sem nú metur gögnin um það hvort nautið er mögulega það stærsta í Bretlandi.

Þetta svarthvíta frísneska ungnaut vegur meira en eitt tonn og er sex fet og sex tommur á hæð sem er einni tommu hærra en hæsta naut Bretlands er skráð í dag.

Þrátt fyrir stærð sína, hefur Chilli aldrei verið alinn á neinu nema venjulegu grasi og sælgæti endrum og eins.

bigcowBNS_468x341Tuddinn er næstum jafn hár og hann er langur sýndi þess snemma merki að hann mundi verða stór, en hann var skilinn eftir á tröppunum á  Ferne dýraskjólinu í Chard, Somerset, aðeins sex daga gamall ásamt systur sinni sem aldrei hefur stækkað neitt umfram aðrar kýr. 

bigcowBNS_468x334Núna, níu árum seinna er Chilli enn að stækka og trúlega fer hann langt yfir núverandi hæðarmet kusa í Bretlandi og jafnvel í heiminum en það á bolinn  Fiorino sem býr á Ítalíu og er sex fet og átta tommur á hæð.

Stærð Chilli varð fyrst áþreifanleg þegar einhver tók eftir því að hann passaði ekki lengur í básinn sem honum var ætlaður í fjósinu.

(Það minnir nokkuð á ástæðuna fyrir því að aldrei var farið út í að splæsa gen íslenska kúakynsins við það norska, því þótt það mundi eflaust auka mjólkurframleiðslu þess íslenska, mundi um leið þurfa að stækka alla bása í íslenskum fjósum og af því hljótast mikill kostnaður)


Mundir þú vilja lúmskan rass?

Þegar ég sá þessa auglýsingu á netinu, vissi ég að ég gat ekki látið hjá líða að segja ykkur frá henni. Fyrirtækið  The Pond Inc. hefur hafið framleiðslu á vöru sem það kallar  "Subtle Butt", eða "lúmskur rass" sem hefur þá eiginleika að geta komið í veg fyrir að prump lykti illa.  

Það þekkja flestir hið vandræðalega andrúmsloft sem getur skapast þegar einhverjum, að ekki sé talað um þegar það kemur fyrir þig sjálfan, verður á að leysa vind svo mikill fnykur verður af.

Nú er þetta vandmál úr sögunni með tilkomu Carbon-innleggsins frá The Pond Inc. sem líma má innan í nærbuxur eða vefja utan um g-strengi. Þegar að þú rekur við, dregur þessi carbon-rassbót í sig allan óþefinn. Nú getur þú sem sagt borðað hvað sem er án þess að eiga það á hættu að verða þér til skammar og öðrum til óþæginda vegna óþefsins af fretunum frá þér.

PS. Tilvalin tækifærisgjöf eða bara leið til að segja við maka þinn; "ég elska þig".

En sjón er sögu ríkari. Hér kemur auglýsingin.

 

 


Hvítur fíll

white_elephantÞegar talað er um "hvítan fíl" í enskumælandi löndum er venjulega átt við einhverja verðmæta eign sem ekki er hægt að losa sig við og kostar mikið að viðhalda og eiga í samanburði við notagildi hennar.

Ég gæti gert þessa stuttu grein hundleiðinlega með því að telja upp nokkur dæmi um slíka "hvíta fíla" á Íslandi og víða annarsstaðar í heiminum. Þess í stað læt ég nægja að fjalla aðeins um hugtakið sem slíkt.

Líklega má rekja orðtiltækið til hvítu fílanna sem einræðisherrar suðaustur Asíulanda, eins og  Tælands, Laos, Burma og Kambódíu sóttsut mikið eftir að eiga.  Hvíti fíllinn sem í dag er frekar sjaldgæf skepna er yfirleitt ekki hvítur, heldur ljósbrúnn á litinn. Augnahár og tær eru einnig ljós á lit.

Hann var til forna tákn velgengni, friðar og gæfu alls konungsríkisins. Vegna þeirra helgi sem lögð var á hvíta fílinn má ekki beita honum til nokkurrar vinnu en hann er hins vegar nokkuð dýr að ala og halda.

Hvíta fíla mátti fyrrum sjá í þjóðfánum Los og Tælands og herstjórnin í Burma tilkynnti árið 2002 að tveir alhvítir (Albínóar) fílar hefðu fundist og átti sá fundur eflaust að tryggja henni aukið fylgi meðal alþýðunnar.

Ríkisstjórn Tælands veitir heiðursorður hins hvíta fíls. Sagt er að nýlega hafi starfsmanni Buckingham hallar verið tilkynnt að heiðra ætti hann með "hvítum fíl". Hann hafði samband við dýragarðinn í London til að athuga hvort þeir gætu hýst hann en andaði svo léttar þegar honum var sagt að um væri að ræða orðu sem hann gæti hengt utan á sig þegar hann vildi.

799px-RoyalWhiteElephantSú helgi sem lögð var á hvíta fílinn í fyrrgreindum löndum kemur upphaflega frá Hindúatrú en berst frá henni yfir í Búddatrú. Í ritum Búdda-trúarinnar segir frá draumi sem Maja móður Siddharta (eiginafn Gautama Búdda) dreymdi nóttina fyrir fæðingu hans. Í draumnum færði hvítur fíll henni lótus blóm að gjöf sem er tákn visku og hreinleika í Hindúasið sem voru ríkjandi trúarbrögð á því svæði sem Búdda fæddist. Meðal hindúa er hvíti fíllinn nefndur Airavata og sagður konungur allra fíla. Hann er einnig reiðskjótti Indra himnadrottins.


My daddy's famous

Kimberly_21Bkelly-osbourneBretar hafa löngum haft á orð á sér fyrir að vera höfðingjasleikjur og aðals-undirlægjur. Eitthvað virtist aðdáun þeirra og ást á eðalbornum (fyrir utan á konungsfjölskyldunni sjálfri, vitanlega) dvína á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þegar popp og rokkstjörnur landsins voru sem flestar.  Þar áður voru öll blöð voru full af slúðri um lávarða og lafðir.

En nú hefur stigið fram ný kynslóð fyrir almúgann að dýrka, af einskonar eðalbornu lágstéttarfólki.

Í Bretlandi er gefin út fjöldi slúðurblaða sem hafa það eina hlutverk að stela því sem alvörublöð skrifa um kvikmynda, popp og tískustjörnur.

Að auki birta þau myndir af fólki sem langar mikið til að vera frægt og hangir á klúbbunum öll kvöld í von um að verða boðið í partý af einhverjum öðrum vonabí frægum. 

Þetta lið hringir sjálft í papparassana til að láta þá vita þegar einhver þriðju-blaðsíðu stelpan eða rokkstrákur í jeggings sem mætt hafa á staðinn gera sig líkleg til að láta sig hverfa, enda áhrifin af kókinu fljót að dvína og óvarlegt að taka áhættuna á því að láta nappa sig á klósettinu við að bæta á sig. Papparassarnir sem sjá um að mynda hyskið á leiðinni út úr klúbbnum og fá svo greitt 150 pund fyrir hverja nothæfa mynd.

Af þessum sökum hefur skapast mikil þörf fyrir fólk sem getur fyllt raðir b,c, og d lista liðsins, sem síðan er notað til að skreyta síður slúðurblaðana. Að verða frægur, sama fyrir hvað, er breski draumurinn. 

1peaches%20geldof%20wears%20a%20vestHluti af þessu fólki er þekkt undir skammstöfuninni MDF's, sem stendur fyrir; My daddy´s famous. Þeir sem tilheyra hópnum eru eins og skammstöfunin gefur til kynna, börn frægs fólks í Bretlandi.

 Krakkarnir hafa í raun ekkert til að bera sjálf þótt þeim sé auðvitað borgað fyrir að reyna sig við ýmsa iðju eins og að koma fram í partýum, stunda sýningarstörf eða dilla sér í diskóbúri og þykjast vera JD.

Það segir sig sjálft að dætur fræga fólsksins eru miklu eftirsóttari en synir þeirra. Stúlkur eins og Kelly Osbourne, dóttir Ozzy Osbourne, Peaches Geldof dóttir Bob Geldof, Lizzie Jagger, dóttir Mick Jagger og Jerry Hall, Kmberly Stewart, dóttir Rod Stewart og Alönu Hamilton sýningarstúlku, Coco Sumner, dóttir Sting, Ploce söngvara og einnig Calum Best sonur knattspyrnugoðsins George Best, eru meðal MDEffanna sem hafa af því talsverðar tekjur að sækja boð og partý snobbaðra plebba sem eiga nógu mikið af peningum til að greiða þeim 5000 pund fyrir að heiðra samkomuna í ca. 10 mín.


Hugsar fólk í hringi þegar það villist af leið?

WalkinginCircles6Því hefur lengi verið haldið fram að fólk gangi í hringi ef það villist. Nú hefur tekist að sanna með vísindalegum aðferðum að þetta er rétt. Sjá Hér. 

Miðað við meðhöndlun stjórnmálamanna á erfiðum málefnum, eins og t.d. Icesave samningunum, sýnist mér allt benda til þess að sama eigi við þegar fólk tapar áttum vitsmunalega og tilfinningalega. Þá byrjar það að hugsa í hringi og kemst ekkert áfram. 

Nú hafa stjórnmálamenn hringlað með Icesave samninginn í nokkrar vikur, án þess að gera á honum nokkrar teljandi breytingar. Eftir alla umfjöllunina í nefndum þingsins, stendur þingheimur í sömu sporum og þegar samningurinn var fyrst kynntur fyrir þinginu.  

Ástæðan er vitaskuld að strax í upphafi villtust stjórnvöld af leið, þegar þau samþykktu að undirgangast þessar ábyrgðir. Af þeirri villuleið hefur aldrei verið horfið og þess vegna er niðurstaðan þetta hringsól.


Eplið og aldingarðurinn í Kasakstan

appleBreskir vísindamenn við Oxford háskóla segjast hafa rakið litninga í eplum til eplatrjáa-lundar í Kasakstan. Í fyrirsögn fréttarinnar sem slegið er upp á forsíðu The Daily Telegrph í dag, segir; "Eplið rakið til "aldingarðsins Eden"."

Þótt að ótölulegur fjöldi listaverka sýni að ávöxturinn sem óx á tré skilningsins í miðjum Eden garðinum hafi verið epli og aragrúi sagna staðfesti að það var epli sem Eva tældi Adam til að bíta í að undirlagi höggormsins, er ekki minnst einu orði á epli í sögu Biblíunnar um "syndafallið". Aðeins er talað um "ávöxt".

Ástæða þessa er líka lega að orðið "epli" er talið komið af forn-indóevrópsku orði, abel. Sennilega er eplið fyrsti ávöxturinn sem maðurinn ræktaði og á mörgum tungumálum hefur heiti þess verið notað um ávexti almennt.

En bresku vísindamennirnir hafa komist að því að allar hinar þúsundir tegunda munn-epla sem til eru í heiminum megi rekja til einnar eplategundar; malus sieversiisem vex í hlíðum Tian Shan fjallgarðsins á landamærum Kína og Kasakstan. Þaðan telja þeir að fræ eplisins hafi upphaflega borist með björnum og breiðst síðan út um heiminn. Áður var talið að munn-eplið hefði þróast frá villi-eplum Malus communis.

Stjórnvöld í Kasakstan haf nú friðað fjallshlíðarnar þar sem aðeins örfáir eplatrjáa-lundir hafa varðveist eftir að Sovétríkin sem áður réðu landinu, létu eyða stærstum hluta þeirra í röð misheppnaðra tilrauna til að nýta landið undir landbúnað. 

Svo skemmtilega vill til að nafn fyrrum höfuðborgar Kasakstan er Almaty sem einmitt þýðir "Eplafaðir".


Lífið er yndislegt

The naked IcelandersTveggja mánaða dvöl á Íslandi senn á enda runnin og ég held heim til Bath í dag enda komið hífandi rok og farið að kólna í veðri.

Dvölin hefur verið afar ánægjuleg í flesta staði, enda hafa fólk og veðurguðir gert allt til að gera hana sem ánægjulegasta fyrir mig.

Nú get ég kannski  svarað spurningunni sem dundi á mér allan síðastliðin vetur af einhverju viti og af eigin reynslu, þ.e: hvernig er ástandið á Íslandi?

Ástandið á Íslandi er nokkuð gott miðað við efni og ástæður. Fólk hefur það gott, alla vega flestir. Nokkrir hyggja samt á útrás, en í þetta sinn verður það útrás meðal-Jónsins, ekki auðjöfranna. 

Þeim sem tókst að bjarga einhverjum af miljörðunum sínum úr hruninu eru hvort eð er flestir farnir frá landinu. Þeir sem eftir eru og einhvers meiga sín, leita nú leiða til að næla sér í bónusa og yfirborguð embætti við að stýra þrotabúum og innheimta gamlar skuldir. -

icelandgAlþýða manna tekur þessu með stakri ró. Það er eins og hún viti að það þýðir ekki lengur að mótmæla, þýðir ekki lengur að rífa kjaft, Þýðir ekki að treysta á pólitíkusana,  þýðir ekkert annað en að taka því sem að höndum ber eins og um náttúrhamfarir sé að ræða.-

Það er nefnilega komið í ljós að allt þetta sem fólki misbauð, t.d. sjálftaka lána úr sjóðum almennings sem aldrei verða borguð aftur, verða öll fyrirgefin, því öll voru þau veitt með löglegum hætti. Þess vegna munu engir verða sóttir til saka eða refsað á annan hátt en að þeir verða litnir hornauga á götum fyrst um sinn, ef þeir annað borð láta nokkuð sjá sig á þeim slóðum.

Vöruverð hækkar jafnt og þétt á landinu, kaupmáttur alþýðunnar minkar, vextir eru háir svo þeir sem eiga einhverja peninga í sjóðum græða áfram, ofurveðsett hús og heimili munu fyrr en varir verða seld á nauðungaruppboðum og yfirleitt er allt við það sama og fyrir hrun, þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari og lífið er yndislegt. 


Íslenska þjóðin er allra manna gagn

Straumur_Burars___jpg_280x800_q95Ef eitthvað er að marka fréttaflutning blaða (og ég tek það fram að mér hefur fundist hann afar misvísandi upp á síðkastið, svo ekki sé meira sagt) fara starfsmenn Straums sem nú er í eigu og umsjá ríkisins fram á miklar (milljarða)  bónus greiðslur fyrir að innheimta fyrir fyrirtækið það sem skuldunautar þess skulda því.

(Fjármálaeftirlitið beitti neyðarlögunum á Straum Burðarás þann 9.Mars 2009 til að bjarga tugmilljarða innistæðum sem Íbúðalánsjóður og lífeyrissjóðirnir áttu í bankanum og yfirtók rekstur hans, vegna þessa féllu hlutabréf í félaginu niður um 98,83% þann sama dag í Kauphöll Íslands)

Það verður aldrei sagt um okkur Íslendinga að við kunnum ekki að gera gott úr hlutunum. Þegar ríkið er búið að ausa út peningum til að halda fyrirtækinu á floti, reyna starfsmenn þess að kúga meiri peninga út úr eigendunum með bellibrögðum sem almenningur var að vona að heyrði fortíðinni til.  - 

Fyrst fólk hefur geð í sér til að setja fram slíkar kröfur eftir allt sem á undan er gengið, trúir maður því ekki lengur að einarður brotavilji hafi ekki verið til staðar hjá fólkinu sem fór og fer enn með fjárreiður þjóðarinnar.

Meðhöndlun Icesave samninganna sem var pólitísk refskák frá upphafi sem allir flokkar komu að, hrossakaups-tilraunir skilgetinna afkvæma búsáhaldabyltingarinnar og nú, fréttir af vina og ættingja fyrirgreiðslu skilanefnda bankanna í bland við vafasama meðhöndlun FME á því sem eftir er af eigum þjóðarinnar, sýnir svo ekki verður um villst að þeir sem tækifæri fá til, fara með þjóðina sem allra manna gagn.


Keppni um bestu þýðinguna á "brain drain".

brain_drainMér stendur ekki ógn af atgervisflótta frá landinu enda margir sem hafa eða eru að fara meðaljónar eins og ég sjálfur. En ég er drulluhræddur við orðið spekileki. Það er nýja orðið yfir atgervisflótta sem þykir ekki nógu fínt lengur til að nota í fyrirsagnir.

Kannski er ég svona hræddur við þetta orð af því að það er svo líkt orðinu spikleki sem er eitt það hræðilegasta sem miðaldra karlmaður getur lent í með sjálfan sig og með öðrum.

En fyrst farið var að gera tilraunir til að endurþýða enska hugtakið "brain drain"  á annað borð, hljóta margir aðrir möguleikar að koma til greina.

Til dæmis heilaniðurfall, gáfuráf, vitsog, menntaflutningar eða þekkingarþot.

Nú er um að gera lesendur góðir að hleypa sellunum á flug og koma með fleiri tillögur. MBL.IS hefur gefið boltann og hann er hjá ykkur.

Saman getum við svo valið bestu tillöguna sem við sendum svo til MBL.IS svo þeir þurfi ekki að notast lengur við orðskrípi eins og spekileki.


Löglegt að svelta konuna ef hún neitar bóndanum um kynlíf

Því er stundum haldið fram að innrásin í Afganistan hafi m.a. verið til þess að frelsa konur þar í landi undan ánauð og skelfilegu óréttlæti sem viðgekkst undir stjórn Talibana. Sé eitthvað til í því hefur innrásin að þessu leiti litlu breytt. 

Löggjöf sem heimilar giftum karlmönnum að svelta konur sínar ef þær neita að eiga við þá mök, hefur verið birt í lögbirtingablaði landsins og öðlast þannig gildi.

BBC fréttasíðan skýrir frá þessu í kvöld og þar kemur fram að þegar lögin voru kynnt fyrr á árinu hafi forseti landsins neyðst til að draga þau til baka vegna mótmæla. En nú hefur lagfrumvarpið  lítið breytt, verið hljóðlega gert að lögum.  

Herra Karzai, forseti landsins, er sakaður um að selt málstað kvenna landsins fyrir stuðning Shia múslíma í komandi forsetakosningum.

Lögin eru sérstaklega ætluð fjölskyldum Shia minnihlutans í landinu.

Kynferðislegar kröfur

Í upphaflega frumvarpinu var gert ráð fyrir að Shia konur væru skyldaðar til að hafa mök við menn sína minnst fjórum sinnum í viku og þannig var nauðgun þeirra gerð lögleg þar sem vilji þeirra til samræðis þurfti ekki að vera til staðar.

Afghan women march against a new marriage law in Kabul, April 2009
Fyrri útgáfa frumvarpsins olli kröfugöngum í Afganistan og  mótmælum víða um heim.

Þessi útfærsla á lögunum var fordæmd af leiðtogum vesturlanda þar sem hún þótti afturför til þeirra tíma er Talibanar réðu landinu.  

Nú er lítið breytt útgáfa af sama frumvarpi orðin að lögum með samþykki  Karzai forseta.

Forsetkosningar verða haldnar í landinu á fimmtudag og mannréttindahópar segja að tímasetning laganna sé ekki tilviljun.

Frumvarpið leifir eiginmanni að svelta konu sína ef hún neitar honum um samræði, konan verður að fá leifi bónda síns til að sækja vinnu utan heimils síns og feður og afar barna hafa einir umráðarétt yfir þeim.


"altzheimer" Hvað finnst þér?

rinn_Bertelsson__jpg_280x800_q95Ég hef verið að velta fyrir mér bréflegum samskiptum á milli þingfólks Borgarhreyfingarinnar síðustu daga. Það er deginum ljósara að það hentar ekki öllum að vera í pólitík. Það hentar til dæmis ekki fólki sem er í eðli sínu vammlaust og heiðarlegt. Um leið og heiðarlegt fólk fer að skipta sér að hefðbundinni pólitík fer allt handaskolum.

Það þarf að læra að tala illa um fólk og reyna að læra að fara með hálfkveðnar vísur, byrja að fela fyrir ákveðnu fólki ákveðna hluti og fullvissa sig um að aðrir heyri þá. Það þarf að læra að makka og snakka, rægja og sverta án þess að það sé hægt að rekja ósóman til þess og allt þetta tekur svo lítinn tíma að læra. Þess vegna gerir heiðarlega fólkið í vissan tíma þau mistök að halda sig að hálfu við heiðarleikann um leið og það tekur upp óheilindin.

Á þessu flaskaði góður kunningi minn ekki alls fyrir löngu. Hann ýtti á vitlausan takka og bréf með einhverju ómerkilegu blaðri fór út um allt. Hann sá þá strax að pólitíkin hentaði honum ekki og sagði af sér þingmennskustarfinu sem hann hafði álpast til að taka að sér. 

Tilraun Borgarahreyfingarinnar til að fara aðrar og heiðarlegri leiðir í pólitík sýnir og sannar svo að ekki verður um villst, að pólitík er ofurseld slæmum eiginleikum. Hún er í eðli sínu afl sem sundrar í stað þess að sameina og innan hennar gildir grimm samkeppni í stað samhjálpar. Hún þrífst á lygum og rógi í stað sannleika og þeirrar nauðsynjar að horfa til góðra eiginleika í fólki.

( Ef einhver velkist í vafa um að þetta sé sannleikur, ætti sá hinn sami að eiga ýtarlegt samtal við Árna Johnsen um þetta  :)

borgarhreyfinginÞað valdist gott fólk til að sitja í þessum fjórum sætum sem Borgarhreyfingin vann sér inn fyrir á þinginu í síðustu kosningum. Samt leið ekki á löngu þangað til að það gerði heiðarlega tilraun til að selja atkvæði sitt.  Pólitísk hrossakaup ganga illa fyrir opnum tjöldum, enda misstu margir álit á þingfólkinu fyrir að reyna þetta.

 Sumir misstu álit sitt á þeim fyrir það hvað þau voru vitlaus að reyna þetta yfir leitt, aðrir fyrir það að reyna þetta fyrir opnum tjöldum og hafa ekki vit á að fela þetta eins og aðrir flokkar gera þegar þeir díla um atkvæði sín. Þráinn einn þráaðist við og kallaði spaða spaða eins og þeir segja um sannleikselskendur í USA og eftir það urðu til einhverjir "þremenningar" og stefna þeirra var að koma þráa manninum einhvern veginn úr þingflokknum.

Næst kemur þetta ótrúlega bréf frá Margréti um að Þráinn væri hugsanlega með "altzheimer" á byrjunarstigi. Margrét heldur greinilega að Katrín sé læknir og spyr hana; Hvað finnst þér? Margréti finnst líka voða mikilvægt að sá sem stakk því að henni að Þráinn væri kannski með "altzheimer" væri vel inn í málum hreyfingarinnar, því hún tekur það sérstaklega fram í bréfinu. Þetta kann að hafa farið fram hjá mörgum sem lásu bréfið en hefur lykilþýðingu. Ef viðkomandi hefði ekki verið "inn í málum hreyfingarinnar" hefði hann ekki gert sér ljóst hversu viðbrögð Þráins og samskipti hans eftir hrossakaupstilraunina voru mikið svona "altzheimer" leg en ekki vegna þess að Þráinn vildi reyna að standa við orð sín og skoðannir.

Margrét gerir þarna sömu byrjandamistökin og allt heiðarlegt fólk sem vill verða pólitíkusar gerir. Hún ýtir á vitlausan takka á tölvunni sinni.

Þeir sem hafa áhuga á og nennu til að kynna sér ferlið í þessum bréfskriftum Þingfólks Borgarahreyfingarinnar geta lesið þau hér;

 

Takk Katrín fyrir að vera til. Eitt sem mig langar að ræða við þig. Ég hef miklar áhyggjur af Þráni og þar sem þú þekkir hann vel og þekkir e.t.v. betur inn á fjölskyldu hans eða forssögu en ég langar mig að bera þetta upp við þig. Kannski er það ímyndun að þú sért betur inn í hans málum en við en - það má alla vega reyna. Við höfðum áhyggjur af því snemma í sumar að hann væri að síga í eitthvert þunglyndi en svo virtist það brá af honum. Ég ræddi við sálfræðimenntaðan mann í dag sem er vel inni í málum hreyfingarinnar og hann grunar að Þráinn sé með altzheimer á byrjunarstigi. Hann tók það skýrt fram að þetta væri einungis kenning og auðvitað hefur hann ekki rannsakað Þráinn. Ég hafði ekki leitt hugann að slíku þótt mér fyndist þetta skýra margt. Hvað finnst þér? Kv., MT

Kæri Þráinn,

Þar sem ég fékk ekki tækifæri til að tala við þig í dag langar mig að skrifa þér nokkrar línur.

Ég veit ekki hvað þér barst til eyrna í dag en grunar að það sé ekki nákvæmlega það sem frá mér kom. Á föstudaginn skrifaði ég Katrínu tölvupóst. Þar trúði ég henni fyrir því að ég hefði áhyggjur af þér. Ástæða þess að ég sendi henni bréf er að ég hef oft, og ekki síst á síðustu vikum, skynjað mikla umhyggju hennar og væntumþykju í þinn garð og mér hefur fundist hún heil og heiðarleg manneskja. Þá hélt ég að hún þekkti þig ef til vill á annan hátt en við í þinghópnum og hefði til að mynda kynnst fjölskyldu þinni eða þekkt aðstæður þínar betur en ég. Af misgáningi fór bréfið víðar en ég hafði hugsað mér. Það skrifast á mig en ég bað viðkomandi aðila að leiða efni þess hjá sér enda greinilega aðeins ætlað Katrínu.

Ætlunin var alls ekki að væna þig um nokkurn skapaðan hlut en áhyggjur mínar voru raunverulegar. Ástæða þeirra er að ég hef illa getað áttað mig á ummælum þínum í garð okkar Þórs og Birgittu síðustu vikur. Ef til vill segir það meira um mig en þig. Ég er ekki vön að standa í deilum við nokkurn mann og hef aldrei fyrr upplifað það að einhver félagi minn eða vinur hafi ekki viljað ræða málin við mig. Í kringum mig og í fjölskyldunni minni er aðallega tvenns konar fólk, annars vegar fólk eins og ég sem skiptir skapi einu sinni á ári og hins vegar fólk sem er mjög örgeðja og sér rautt ef það reiðist en er svo runnin reiðin tuttugu mínútum síðar og skilur ekki hafaríið í kringum það. Slíkum samskiptum fylgir sá kostur að andrúmsloftið hreinsast mjög fljótt. Ég kann illa á langvarandi deilur og vona eiginlega að ég þurfi aldrei að læra á þær sem virðist þó ólíklegra með hverjum deginum sem líður er við höfum í huga það umhverfi sem við störfum nú í.

Mér þykir afskaplega vænt um þig Þráinn og met þig mikils. Það hefur verið mér dýrmætt að kynnast þér, mér finnst þú merkilegur maður og ég hef alltaf kunnað að meta verk þín. Mér finnst þú vera frumkvöðull á mörgum sviðum, ekki síst í hreinskiptinni umræðu og því að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Og svo ertu líka fyndinn.

Nú erum við öll að starfa í nýju og frekar andstyggilegu umhverfi og það er kannski ekkert skrítið að ýmislegt gangi á. Auk þess er Borgarahreyfingin að einhverju leyti hreyfing fólks sem ekki hefur fundið sig í öðrum hreyfingum. Við fordæmum hjarðeðli annarra hreyfinga en þyrftum kannski á örlitlu hjarðeðli að halda sjálf. Auk þess hriktir í öllum stoðum samfélagsins í þessu icesave máli og fólk í öllum flokkum að fara á límingunum.

Ég vona einlæglega að við getum unnið áfram saman, ekki bara við tvö heldur öll fjögur. Ég hef verið boðuð á sáttafund annað kvöld kl. 8 og mun mæta þar. Mér þykir ákaflega leitt ef ég hef sært þig og vil að þú vitir að það var ekki viljandi. Mér fannst gott að heyra í þér í dag þótt þú værir að skamma mig. Ég vona að þú komir á fundinn annað kvöld og að við getum komið samskiptum okkar í lag. Ef ekki þá vill ég alla vega að þú vitir að ég ber hag þinn fyrir brjósti og mér þætti betra að hafa þig í litla hópnum okkar en utan hans. Kjósir þú hins vegar að vinna ekki með okkur get ég alveg virt það við þig enda treysti ég þér til að vinna í anda hreyfingarinnar. Það mun ég líka reyna eftir fremsta megni.

Kveðja,

Margrét

 

Sæl Margrét.

Á sama hátt og tilraun Bjarna Harðarsonar til mannorðsmorðs á samflokksmanni sínum lenti fyrir klaufaskap í höndum annarra en atvinnurógurinn var ætlaður lenti þitt bréf víðar en hjá Katrínu.

Bjarni sá sóma sinn í að segja samstundis af sér þingmennsku þegar hann áttaði sig á því hvað hann hafði gert.

Hvort þú hefur einhverja sómatilfinningu veit ég ekki. Þetta bréf þitt vekur efasemdir um að þú þekkir greinarmun á réttu og röngu. Hitt veit ég að mér er annt um mannorð mitt og orðspor og hyggst ekki láta Gróu á Leiti koma á flot einhverjum grunsemdum um að ég sé ekki við góða heilsu andlega - eða líkamlega.

Ég hef gert stjórn Borgarahreyfingarinnar grein fyrir því að annaðhvort segi ég mig úr Borgarahreyfingunni eða stjórnin reki þig úr Borgarahreyfingunni og geri kröfu um að þú segir af þér þingmennsku. Ennfremur áskil ég mér allan rétt til að lögsækja þig fyrir róginn fyrir dómstólum ef mér og lögmönnum mínum þykir ástæða til þess, og grípa til allra aðgerða sem ég tel nauðsynlegar til að vernda orðspor mitt og mannorð fyrir hinum “góðviljaða” rógburði þínum.

Ég veit ekki hvort þú gerir þér grein fyrir því hversu alvarlegan hlut þú hefur gert þig seka um. Þó vona ég að þú áttir þig á því þótt þetta bréf þitt bendi ekki til þess.

Þráinn Bertelsson

 

Blessaður Herbert.

Eftirfarandi er sent þér (og, ef þér sýnist svo, stjórn Borgarahreyfingarinnar) til upplýsingar. Ég tek ekki þátt í þöggun, undirferli eða leynimakki, þótt stjórn Borgarahreyfingarinnar hafi ekki þótt taka því að senda mér rógsbréf Margrétar þannig að ég gæti borið hönd fyrir höfuð mér.
Bestu kveðjur,
Þráinn Bertelsson
Til stjórnar Borgarahreyfingarinnar.
Það bréf sem hér fer á eftir barst ykkur fyrir nokkru síðan - eða hinn 7. ágúst. Ekkert ykkar hreyfði legg né lið til þess að láta mig vita af þessu fáheyrða rógsbréfi fyrr en varaformaður BH Lilja Skaftadóttir sagði mér af tilveru þess í símtali frá Frakklandi nú fyrir skemmstu. Fyrir þann heiðarleika hefur Lilja mátt sæta aðkasti og því ætla ég ekki að nefna nafn þess stjórnarmanns sem lét stjórnast af heiðarleikanum og sendi mér samrit af rógsbréfinu.
Þessi þétta yfirhilming og tilraun til að þagga niður svívirðilegan verknað segir mér að þótt þið hin viljið skarta og skreyta ykkur með fjöðrum eins og “sannleika” og “hreinskilni” þá eru það orðin tóm - og þið eruð ekki þess verð einusinni að taka ykkur slík orð í munn.
Með yfirhilmingu eruð þið samsek rógberanum, Margréti Tryggvadóttur sem hugðist senda róginn varaþingmanni mínum Katrínu Snæhólm Baldursdóttur en slysaðist “a la Bjarni Harðarson” til að senda einnig á alla stjórn Borgarahreyfingarinnar. Bjarni Harðarson bjargaði þó leifunum af mannorði sínu með því að segja af sér þingmennsku um leið og það rann upp fyrir honum að hann hafði afhjúpað sjálfan sig.
Ég lít á þetta bréf sem tilraun til að draga úr trúverðugleika mínum sem opinber persóna, þingmaður og listamaður, með öðrum orðum sem tilraun til mannorðsmorðs - sem ég lít jafn alvarlegum augum og ef um væri að ræta tilræði gegn lífi og líkama. Að vísu er þessi tilraun ekki mjög sannfærandi, en það er ekki vegna þess að bréfritara hafi vantað illviljann heldur aðeins andlegt atgervi - til að mynda kann Margrét ekki einusinni að stafsetja rétt nafnið á þeim skelfilega sjúkdómi sem hún vill bera út að herji á mig.
Það leikur enginn vafi á því að sögn lögmanna minna að innihald, samning og sending þessa bréfs varðar við hegningarlög og áskil mér að sjálfsögðu allan rétt í því sambandi. 
Ég mun eftir helgi segja mig úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar með formlegri yfirlýsingu á Alþingi - þangað til og gagnvart ykkur verður þetta bréf að duga - því að eitt er að reyna að halda friðinn við venjulega lygara og svikara og hitt að reyna að sitja á sátts höfði við fólk sem svífst einskis til að reka rýting í bakið á mér - að ég tali nú ekki um það ómerkilega fólk sem kýs að hilma yfir tilræðismanninum í stað þess að standa með fórnarlambinu.
Bestu kveðjur,
Þráinn Bertelsson

Stjórnkerfið sjálft er ónýtt

napigleonÁ meðan vonast er til að þjóðin venjist ýldufnyknum sem leggur frá skilanefndum bankanna sem eru í óða önn að skipta milli vina sinna og kunningja því sem eftir er af hræjunum og tryggja að sama fólkið og slátraði kúnni fái í það minnsta greitt fyrir að farga hræinu, undirstrikar ríkistjórnin það í með skipunum sínum í nefndir, að hún er skilgetið afkvæmi úrkynjaðra stjórnarhátta og súr ávöxtur pólitísks sifjaspells.

Þingflokkarnir skipa enn og aftur í nefndirnar, afdankaða og hæfleikalausa stórnmálamenn og konur sem þeir vilja sjá fyrir bitlingum. Engum í plokkspólitík dettur í hug að ráða í stjórn seðlabankans fólk sem hefur vit á fjármálum, frekar en fólk í Þingvallanefnd sem hefur áhuga, jafnvel þekkingu,  á menningu og náttúru landsins.

Og það sem er verst er að allir sjá hversu ótrúlega spillt þessi flokkspólitíska hugsun er, líta jafnvel undan af blygðun,  þegar óforskammaðir flokksforingjar hygla sér og sínum á kostnað þjóðarinnar sem berst í bökkum við að borga óráðsíuna eftir þá og þessa vini þeirra.

Jú, bloggarar og fréttastofur eru fullir vanþóknunar, en neita samt að fordæma sjálft meinið sem er fullt af grút og viðurkenna að núverandi stjórnkerfi þar sem stjórnmálaflokkar fara með völdin er ónýtt og óbætanlegt.

Þeir sem vilja ekki að þetta haldi áfram, verða að rjúfa sig frá flokks-pólitíkinni og leita annarra leiða.  Stjórnarskipti hafa engin áhrif á grunneðli stjórnmála í dag. Að því leiti er sami rassinn undir þeim öllum.

Eina leiðin er að leggja niður flokkskerfið með öllu sem því tilheyrir. Þangað til að tekið verður upp óflokksbundið persónukjör munu krossvenslaðir flokksgosar halda áfram að sjúga merginn úr beinum þjóðarinnar og koma henni á kaldann klaka líkt og raunin er á í dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband