Hvítur fíll

white_elephantÞegar talað er um "hvítan fíl" í enskumælandi löndum er venjulega átt við einhverja verðmæta eign sem ekki er hægt að losa sig við og kostar mikið að viðhalda og eiga í samanburði við notagildi hennar.

Ég gæti gert þessa stuttu grein hundleiðinlega með því að telja upp nokkur dæmi um slíka "hvíta fíla" á Íslandi og víða annarsstaðar í heiminum. Þess í stað læt ég nægja að fjalla aðeins um hugtakið sem slíkt.

Líklega má rekja orðtiltækið til hvítu fílanna sem einræðisherrar suðaustur Asíulanda, eins og  Tælands, Laos, Burma og Kambódíu sóttsut mikið eftir að eiga.  Hvíti fíllinn sem í dag er frekar sjaldgæf skepna er yfirleitt ekki hvítur, heldur ljósbrúnn á litinn. Augnahár og tær eru einnig ljós á lit.

Hann var til forna tákn velgengni, friðar og gæfu alls konungsríkisins. Vegna þeirra helgi sem lögð var á hvíta fílinn má ekki beita honum til nokkurrar vinnu en hann er hins vegar nokkuð dýr að ala og halda.

Hvíta fíla mátti fyrrum sjá í þjóðfánum Los og Tælands og herstjórnin í Burma tilkynnti árið 2002 að tveir alhvítir (Albínóar) fílar hefðu fundist og átti sá fundur eflaust að tryggja henni aukið fylgi meðal alþýðunnar.

Ríkisstjórn Tælands veitir heiðursorður hins hvíta fíls. Sagt er að nýlega hafi starfsmanni Buckingham hallar verið tilkynnt að heiðra ætti hann með "hvítum fíl". Hann hafði samband við dýragarðinn í London til að athuga hvort þeir gætu hýst hann en andaði svo léttar þegar honum var sagt að um væri að ræða orðu sem hann gæti hengt utan á sig þegar hann vildi.

799px-RoyalWhiteElephantSú helgi sem lögð var á hvíta fílinn í fyrrgreindum löndum kemur upphaflega frá Hindúatrú en berst frá henni yfir í Búddatrú. Í ritum Búdda-trúarinnar segir frá draumi sem Maja móður Siddharta (eiginafn Gautama Búdda) dreymdi nóttina fyrir fæðingu hans. Í draumnum færði hvítur fíll henni lótus blóm að gjöf sem er tákn visku og hreinleika í Hindúasið sem voru ríkjandi trúarbrögð á því svæði sem Búdda fæddist. Meðal hindúa er hvíti fíllinn nefndur Airavata og sagður konungur allra fíla. Hann er einnig reiðskjótti Indra himnadrottins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir ahugavert faerslu. Vid vorum med stytti af hvitu fil heima hja mer, en eg fata ekki alveg hvegnig thath var taknrikur.

Magga (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband