My daddy's famous

Kimberly_21Bkelly-osbourneBretar hafa löngum haft á orð á sér fyrir að vera höfðingjasleikjur og aðals-undirlægjur. Eitthvað virtist aðdáun þeirra og ást á eðalbornum (fyrir utan á konungsfjölskyldunni sjálfri, vitanlega) dvína á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þegar popp og rokkstjörnur landsins voru sem flestar.  Þar áður voru öll blöð voru full af slúðri um lávarða og lafðir.

En nú hefur stigið fram ný kynslóð fyrir almúgann að dýrka, af einskonar eðalbornu lágstéttarfólki.

Í Bretlandi er gefin út fjöldi slúðurblaða sem hafa það eina hlutverk að stela því sem alvörublöð skrifa um kvikmynda, popp og tískustjörnur.

Að auki birta þau myndir af fólki sem langar mikið til að vera frægt og hangir á klúbbunum öll kvöld í von um að verða boðið í partý af einhverjum öðrum vonabí frægum. 

Þetta lið hringir sjálft í papparassana til að láta þá vita þegar einhver þriðju-blaðsíðu stelpan eða rokkstrákur í jeggings sem mætt hafa á staðinn gera sig líkleg til að láta sig hverfa, enda áhrifin af kókinu fljót að dvína og óvarlegt að taka áhættuna á því að láta nappa sig á klósettinu við að bæta á sig. Papparassarnir sem sjá um að mynda hyskið á leiðinni út úr klúbbnum og fá svo greitt 150 pund fyrir hverja nothæfa mynd.

Af þessum sökum hefur skapast mikil þörf fyrir fólk sem getur fyllt raðir b,c, og d lista liðsins, sem síðan er notað til að skreyta síður slúðurblaðana. Að verða frægur, sama fyrir hvað, er breski draumurinn. 

1peaches%20geldof%20wears%20a%20vestHluti af þessu fólki er þekkt undir skammstöfuninni MDF's, sem stendur fyrir; My daddy´s famous. Þeir sem tilheyra hópnum eru eins og skammstöfunin gefur til kynna, börn frægs fólks í Bretlandi.

 Krakkarnir hafa í raun ekkert til að bera sjálf þótt þeim sé auðvitað borgað fyrir að reyna sig við ýmsa iðju eins og að koma fram í partýum, stunda sýningarstörf eða dilla sér í diskóbúri og þykjast vera JD.

Það segir sig sjálft að dætur fræga fólsksins eru miklu eftirsóttari en synir þeirra. Stúlkur eins og Kelly Osbourne, dóttir Ozzy Osbourne, Peaches Geldof dóttir Bob Geldof, Lizzie Jagger, dóttir Mick Jagger og Jerry Hall, Kmberly Stewart, dóttir Rod Stewart og Alönu Hamilton sýningarstúlku, Coco Sumner, dóttir Sting, Ploce söngvara og einnig Calum Best sonur knattspyrnugoðsins George Best, eru meðal MDEffanna sem hafa af því talsverðar tekjur að sækja boð og partý snobbaðra plebba sem eiga nógu mikið af peningum til að greiða þeim 5000 pund fyrir að heiðra samkomuna í ca. 10 mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband