Hugsar fólk í hringi þegar það villist af leið?

WalkinginCircles6Því hefur lengi verið haldið fram að fólk gangi í hringi ef það villist. Nú hefur tekist að sanna með vísindalegum aðferðum að þetta er rétt. Sjá Hér. 

Miðað við meðhöndlun stjórnmálamanna á erfiðum málefnum, eins og t.d. Icesave samningunum, sýnist mér allt benda til þess að sama eigi við þegar fólk tapar áttum vitsmunalega og tilfinningalega. Þá byrjar það að hugsa í hringi og kemst ekkert áfram. 

Nú hafa stjórnmálamenn hringlað með Icesave samninginn í nokkrar vikur, án þess að gera á honum nokkrar teljandi breytingar. Eftir alla umfjöllunina í nefndum þingsins, stendur þingheimur í sömu sporum og þegar samningurinn var fyrst kynntur fyrir þinginu.  

Ástæðan er vitaskuld að strax í upphafi villtust stjórnvöld af leið, þegar þau samþykktu að undirgangast þessar ábyrgðir. Af þeirri villuleið hefur aldrei verið horfið og þess vegna er niðurstaðan þetta hringsól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Móralli er sem sagt:

Ekki láta eðlisávísun ráða því að þú lendir alltaf á byrjunnarreit (sem er skárra en að ráfa bara eitthvað).

Taktu frekar með þér áttavita eða GPS tæki.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:18

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ef það væri til póltískur áttaviti ?

Finnur Bárðarson, 22.8.2009 kl. 16:47

3 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Mikið til í þessu hjá þér Svanur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 22.8.2009 kl. 23:55

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Jamm, Gísli Svanur. Er búið að fjalla um Icesave-samninginn í mörgum nefndum alþingis? Hefur eitthvað farið framhjá mér?

Gústaf Níelsson, 23.8.2009 kl. 02:19

5 Smámynd: Jón Sveinsson

Stjórnin er eins og bakkabræður sem moka í botnlausa tunnu.

Jón Sveinsson, 23.8.2009 kl. 03:52

6 Smámynd: Brattur

En fyrst þarf maður að átta sig á því að maður sé villtur. Svo getur maður reynt að ná áttum.

Brattur, 23.8.2009 kl. 11:59

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Gústaf; kannski ekki "mörgum" nefndum, eins og þú segir. En ef þær eru fleiri en ein er ekki hægt annað en a tala um þær í fleirtölu eins og ég geri. Fjárlaganefnd og Utanríkismálanefnd eru alla vega tvær, Efnahags og skattanefnd sú þriðja.

Þakka öllum athugasemdirnar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.8.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband