Eplið og aldingarðurinn í Kasakstan

appleBreskir vísindamenn við Oxford háskóla segjast hafa rakið litninga í eplum til eplatrjáa-lundar í Kasakstan. Í fyrirsögn fréttarinnar sem slegið er upp á forsíðu The Daily Telegrph í dag, segir; "Eplið rakið til "aldingarðsins Eden"."

Þótt að ótölulegur fjöldi listaverka sýni að ávöxturinn sem óx á tré skilningsins í miðjum Eden garðinum hafi verið epli og aragrúi sagna staðfesti að það var epli sem Eva tældi Adam til að bíta í að undirlagi höggormsins, er ekki minnst einu orði á epli í sögu Biblíunnar um "syndafallið". Aðeins er talað um "ávöxt".

Ástæða þessa er líka lega að orðið "epli" er talið komið af forn-indóevrópsku orði, abel. Sennilega er eplið fyrsti ávöxturinn sem maðurinn ræktaði og á mörgum tungumálum hefur heiti þess verið notað um ávexti almennt.

En bresku vísindamennirnir hafa komist að því að allar hinar þúsundir tegunda munn-epla sem til eru í heiminum megi rekja til einnar eplategundar; malus sieversiisem vex í hlíðum Tian Shan fjallgarðsins á landamærum Kína og Kasakstan. Þaðan telja þeir að fræ eplisins hafi upphaflega borist með björnum og breiðst síðan út um heiminn. Áður var talið að munn-eplið hefði þróast frá villi-eplum Malus communis.

Stjórnvöld í Kasakstan haf nú friðað fjallshlíðarnar þar sem aðeins örfáir eplatrjáa-lundir hafa varðveist eftir að Sovétríkin sem áður réðu landinu, létu eyða stærstum hluta þeirra í röð misheppnaðra tilrauna til að nýta landið undir landbúnað. 

Svo skemmtilega vill til að nafn fyrrum höfuðborgar Kasakstan er Almaty sem einmitt þýðir "Eplafaðir".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Mjög sniðugt, ég missti af þessari frétt. Saga ræktaðra plantna og dýra getur oft verið mjög margslungin. Það er minnst á það í fréttinni að eplatrjáaafbrigði æxlast auðveldlega. Það var haldið að afbrigðin væru af mismunandi rót en eins og þú rekur virðast þau öll vera af sama meiði.

Bókin sem vitnað er virkar mjög spennandi og fréttin hin læsilegasta 

http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/asia/kazakhstan/6068161/Struggle-to-save-the-apples-Asian-birthplace.html

Takk kærlega!

Arnar Pálsson, 25.8.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband