Færsluflokkur: Bloggar
16.7.2010 | 20:20
Valdalaus kolkrabbi
Palli Kolkrabbi fær greinilega engu að ráða orðið. Það er búið að bjóða honum í skemmtiferð í lífvarðafylgt til Spánar og hann er ekki einu sinni spurður hvort hann hafi áhuga á að fara. Þetta er nú einum of mikil forræðishyggja finnst mér. - En kannski eru Oberhausen sædýrasafnsstjórar bara hræddir um að upp komist um allt svindlið. Alla vega hefur ekki fengist skýring á því að hvers vegna hann var sagður af "þjálfara" sínum nokkra mánaða gamall og veiddur í ítölskum sjó, en átti samt að hafa spáð fyrir um úrslitin í síðasta Evrópumóti í knattspyrnu.
![]() |
Kolkrabbinn Páll ekki til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2010 | 20:38
Íslensk jarðvarmaþekking fjármögnuð af Kínverjum í Eþíópíu.
Í þessu viðtali við Össur kemur einnig fram að hann vonast til að geta farið í samstarf við Kínverja um þróun jarðvarmavirkjanna í Eþíópíu. Kínverjar hafa undafarin ár haslað sér völl í efnahagslífi Eþíópíu.
Þeir vinna þar olíu úr jörðu og selja þangað mikið af fatnaði og kínversku skrani í staðinn. Á næstu árum vilja Kínverjar fimmfalda viðskipti sín við þetta forna menningarríki í Afríku sem hefur haldið sjálfstæðu sínu frá örófi alda, þrátt fyrir að oft hafi verið að því sótt.
Ekki einkennilegt að á sama tíma og Íslendingar eru að hefja sölu á orkuauðlindum sínum til erlendra orkurisa, vilji þeir aðstoða mesta orkuneytanda heims, þ.e. Kína, til að sjúga orku út úr löndum sem búa við vanþróaðan efnahag.
Eins og alltaf áður þegar að þessari efnahagslegu nýlendustefnu er beitt í þróunarríkjunum, eru rökin þau sömu; að þetta sé gott fyrir efnahag þjóðarinnar. -
![]() |
Kína markaður fyrir fisk og ferðaþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2010 | 00:53
Íslendingar eru lélegir hirðar náttúrunnar
Lundinn á undir högg að sækja í stærstu lundabyggð heimsins, Vestmannaeyjum. Þegar best lét var fjöldi lunda í og við eyjarnar á sumrin talin vera milli 6 og 8 milljónir. Nú fer hann hríðlækkandi.
Lundin nærist nær eingöngu á loðnu, síld og sandsíli. Ljóst er að við höfum útrýmt bæði loðnu og síld af miðunum í kringum Vestmannaeyjar og ágangur fugla á sandsílastofninn er það mikill að hann dugar ekki til að fæða lundastofninn.
Afleiðingarnar eru að 80% af ungviðinu komist ekki á legg vegna ætisskorts. Þróunin lundastofnsins í Vestmannaeyjum er að taka á sig kunnuglega mynd sem þekkt er frá norður Noregi, Skotlandi og bresku eyjunum fyrir norðan og vestan Skotland þar sem varla sést orðið til Lunda.
Þessi þróun er því miður ekki aðeins bundin við Vestmannaeyjar á Íslandi, heldur allt Suðurland þar sem lundabyggðir á annað borð finnast. Nýlega var ég staddur við Dyrhólaey og sá þá á hálfri klukkusund aðeins til tveggja lunda þrátt fyrir ágætis flugveður.
Þegar að togarar okkar mokuðu upp loðnu og síld, hvarflaði ekki að fólki að það mundi í náinni framtíð hafa svona eyðandi áhrif á aðrar lífverur sem deila með okkur búsetu á þessu landi.
Það er sama hvernig litið er á málin, jafnvægi í náttúrunni er ekki aðeins eftirsóknarvert heldur nauðsynlegt. Því jafnvægi sem ríkti í lífríkinu við Vestmannaeyjar og laðaði að sér lunda í milljónatali, var gróflega og án fyrirhyggju raskað af okkur. Það gerir okkur Íslendinga að lélegum hirðum náttúrunnar.
![]() |
Lundastofn að hrynja í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.7.2010 | 10:32
Össur í klóm drekans
Það fer um mann aulahrollur í hvert sinn sem maður sér íslenskan stjórnmálamann reyna að koma sér í mjúkinn hjá valdamiklum erlendum ráðamönnum. - Það var aulahrollur sem seytlaðast eftir hryggsúlunni þegar Davíð Oddson smjaðraði fyrir Bush yngri í von um að hann mundi framlengja veru varnarliðsins í Keflavík að ekki sé minnst á Halldór Ásgrímsson og niðurlægjandi loforð hans fyrir Íslands hönd um að styðja blóðbaðið í Írak.
Nú reynir Össur Skarphéðinsson sama leikinn á hinum árbakkanum. Samkvæmt kínversku fréttastofunni hefur Össur lofað Kína stuðningi við stefnu þeirra um "eitt Kína" sem merkir m.a. að Ísland styður hvorki sjálfstæðisbaráttu Tibeta eða Taiwana.
Utanríkisráðherra Kína er hinn vestrænt menntaði Yang Jiechi sem hefur um langan tíma, fyrst sem vara utanreikisráðherra og síðan 2007 sem numero uno, unnið að því hörðum höndum að koma stórum hluta auðlinda fátækra eða vanþróaðra afrískra og suður amerískra ríkja undir yfirráð Kínverja. Kínverjar ráða orðið lögum og lofum í Afríku í krafti viðskiptahagsmuna og eru hinir nýju nýlenduherrar álfunnar. -
Aulahrollurinn breytist í óhugnað þegar ég heyri Yang Jiechi halda því fram að "mikið traust" ríki milli Íslands og Kína og "samvina landanna sé góð".
Það getur aðeins þýtt að hann telur sig hafa einhver efnahagsleg ítök á Íslandi og geti í krafti þeirra reitt sig á stuðning Íslands við óhæfuverkin heima og heiman.
![]() |
Össur í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2010 | 02:26
Er kolkrabbakuklarinn Páll raunverulega áll!
Kaupsýslumenn viða að úr heiminum, keppast nú um að gera kauptilboð í Pál kolkrabbakuklara, hina heimsfrægu knattspyrnuvéfrétt sem spáði og kannski réði, úrslitunum í nýafstaðinni heimsmeistarakeppni.
Þótt vafi leiki á aldri og uppruna Páls og að möguleiki sé á að fleiri en einn kolkrabbi hafi stundað knattspyrnukukl í sædýrasafninu í Oberhausen í Þýskalandi, hefur gripið um sig, einkum á Spáni, einskonar kolkrabbamanía, ekki ólík þeirri sem gekk yfir Ísland þegar að selja átti uppstoppaðan Geirfugl á uppboði í útlöndum fyrir margt löngu sem Íslendingar urðu hreint og beint að eignast og sem þeir og gerðu eftir landsöfnun mikla.
Þar sem þessi vafi leikur nú á uppruna Páls, má fastlega búast við að fleiri þjóðir en Ítalir geri á næstunni til hans tilkall. Englendingar gætu t.d. heimtað að fá hann til baka miðað við gömlu söguna af uppruna hans, einkum til að hjálpa Beckham sem líklega verður næsti þjálfari landsliðsins, til að velja í hópinn. Englendingar vilja nefnilega alls ekki að Posh geri það fyrir hann.
E.t.v. væri fræðilegur möguleiki fyrir okkur Íslendinga að blanda okkur í forræðisdeiluna á þeirri forsendu að skyggni og forspáreiginleikar séu algengastir í heiminum á Íslandi, hvort sem er á meðal fólks eða dýra.
Hvergi sé algengara að fólk hafi starfsheitið "miðill" og "spákona" en hér um slóðir eins og sjá má í símaskrám landsins. Þá eru íslenskir kettir og hundar þekktir fyrir að vita miklu lengra en nef þeirra nær.
Um það vitna fjölmargar reynslusögur sem þið ágætu lesendur eru hvattir til að bæta við í athugasemdum ykkar.
Ef að það gengur ekki getum við haldið því fram til vara að Páll sé raunverulega íslenskur áll í dulargrefi eins og títt er um marga Íslendinga sem um þessar mundir reyna að villa á sér heimildir á erlendri grundu með því að þykjast vera fátæklingar þegar þeir eiga margar matarholur í bönkum út um víða veröld.
Ef við verðum aftur eins heppin, eins og þegar við fengum Keikó manstu, getum við sko sparað okkur ýmislegt.
T.d. óþarfa karp í nefndum um hvort kaup og sala hlutabréfa í orkufyrirtækjum landsmanna til skúffufyrirtækja í Svíþjóð eru lögleg iðja eða ekki.
Það er nefnilega haft fyrr víst að Palli sé algjörlega ópólitískur og litblindur í þokkabót.
![]() |
Páll sest í helgan stein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2010 | 20:09
Þeim var ég verst...
Hvað gengur eiginlega að Íslendingum. Hvernig geta þeir farið svona með kjörsyni þjóðarinnar. Þvílík hneisa! Sá sem var næstur því að komast á auðmannalista Forbes og taka þar sæti eins og hinn háæruverðugi Rússlandsbruggari , er nú metinn á aðeins litlar 240 íslenskar millur.
Og þetta lítilræði vill þjóðin nú hafa af honum. Það mætti halda að hún hefði ákveðið að taka bókstaflega orðatiltækið, "Þeir sem guðirnir elska deyja ungir". Ungum atgerfismönnum skal óhikað fórnað til að friða Guð hinnar réttlátu reiði, hvað sem hann nú heitir.
Og svo á kannski að rífa af honum afmæligjöfina til konunnar! Það væri villimennska og ekkert annað. Aðeins villimenn gera ekki mun á hvort mjólkurkýrin sem stolið var úr næsta þorpi er sögð í eigu eiginmannsins eða eiginkonunnar.
Og svo þegar íslenska þjóðin fær tíma til þess að líta um öxl og lesa allar bækurnar eftir þessar hetjur, (Þær koma út um næstu jól), mun hún sjá mikið eftir því hversu vond hún var við athafnamennina sem hrifu alla þjóðina með sér í gullkálfsdansinn.
þá mun hún klökk með tár á hvarmi taka sér í munn hin fleygu orð Guðrúnar Ósvífursdóttur, "Þeim var ég verst er ég unni mest".
![]() |
Jón Ásgeir metur eignir sínar á 240 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.7.2010 | 11:05
Eitraði Loftur Altice fyrir Árna Johnsen?
Það hlýtur að teljast til tíðinda að hægt sé að auglýsa hér á blogginu eftir eitri til að granda fólki. Slíkt gerir samt Loftur Altice óáreittur, þar sem hann auglýsir á bloggi sínu eftir nógu sterku eitri til að geta drepið Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem hann er ósammála í Evrópumálum. Þannig tilheyrir Össur einhverju "liði" sem Loftur vill láta drepa.
Ef Loftur ætti heima í Úkraínu mundu fátæklega dulbúnar hótanir hans eflaust vera teknar alvarlega. Þar kom upp frægasta eiturbyrlunar mál seinni tíma og sem átti rætur sínar að rekja til pólitískra erja. Eitrað fyrir Viktori Jútsjenkó sem bauð sig fram til forseta Úkraínu ( 2004) , gegn sitjandi forseta sem studdi samstarf við Rússland á meðan Jútsjenkó vildi auka samstarf við Vesturlönd.
Loftur virðist vita það fyrir víst að venjulegt flugnaeitur komi ekki til að duga til verksins og vill finna eitthvað sterkara. Það bendir til þess að hann hafi gert tilraunir með flugnaeitur á mönnum og er þess vegna svona viss í sinni sök.
Spurningin er bara, á hverjum gerði Loftur tilraunir sínar?
Eins og fram kom í fréttum á sínum tíma, telur Árni Johnsen að sér hafi verið byrlað eitur. Því hafi verið blandað í fæðubótarefni sem hann tók inn. Þetta var bara fæðubótarefni sem er hrært út í mjólk eða vatn, í staðinn fyrir máltíð. Mér til láns notaði ég þetta mjög lítið, kannski í hlutfallinu þrisvar í staðinn fyrir þrjátíu og fimm sinnum. Svona er þetta þó maður búi ekki í Úkraínu. sagði Árni um atvikið. Eitrið var samt ekki nógu sterkt til að granda honum, en olli því að hendur hans þrútnuðu. Árni segir að hann viti hver kom eitrinu fyrir en hann hafi engar sannanir.
Ég fæ ekki betur séð en að Loftur hafi með auglýsingu sinni komið upp um sig. Það var augljóslega hann sem eitraði fyrir Árna Johnsen. Árni hefur löngum þótt hálfgert olnbogavarn í sjálfstæðisflokknum og kannski hefur Loftur ætlað að slá tvær flugur í einu höggi með því að eitra fyrir Árna. Loftur hefur viljað gera flokknum sínum greiða og losa hann við Árna og reyna í leiðinni að afla sér nokkurra atkvæða í formannsslaginn sem hann tók þátt í. -
En allt þetta mistókst reyndar eins og oft áður hjá Lofti. Lofti tókst ekki að granda Árna og Loftur varð ekki formaður Sjálfstæðisflokksins. - Spurningin er hvort honum takist að drepa Össur eða finna einhvern sem er tilbúin til þess?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
13.6.2010 | 20:58
Stígvéli sem framleiða rafmagn fyrir farsíma
Símafyrirtækið Orange hefur látið hanna og framleiða í samvinnu við framleiðendur Wellington stígvéla, stígvéli sem framleiða rafmagnsstraum þegar í þeim er gengið. Á stígvélunum er einnig búnaður til að hlaða farsímarafhlöður.
Aðferðin er tiltölulega einföld, núnings og líkamshitanum sem myndast við göngu, dans og þessháttar er breitt í straum.
Ætlunin er að kynna vöruna á Glastonbury tónlistarhátíðinni sem er fræg fyrir eðju og aurmyndun á hátíðarsvæðinu þegar að rignir. Slík stígvéli gætu eflaust líka komið sér vel á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Hin fræga stigvélagerð Wellington, sem allir Bretar verða að eiga a.m.k. eitt par par af þótt þeir noti þau sjaldan eða aldrei, eru kennd við Arthur Wellesley, 1. hertoga af Wellington. Hann lét fyrir margt löngu útbúa leðurbússur handa hermönnum sínum sem nefndar voru eftir honum en eiga fátt sameiginlegt með gúmmístígvélum nútímans annað enn nafnið.
Bretum finnst voða fínt að nefna fatnað og það sem honum tengist eftir fyrirfólki og kunnum herforingjum. Allir kannast t.d. við Winsor bindishnúta, kenndir við Edward konung VIII hertoga af Winsor og Cardigan peisuvesti sem upphaflega voru hannaðarfyrir hermenn í Kímstríðinu af James Brudenell, 7. jarli af Cardigan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2010 | 21:09
Síðasta detoxið
Þær eru margar enskumælandi kvikmyndirnar sem sýna jarðarfarir. Þegar presturinn kastar rekunum segir hann gjarnan "Ashes from to ashes, dust from, to dust".
Þar er lagt út frá þessu í GT; "Í sveita andlits þíns skalt þú neyta brauðs þíns, þangað til þú hverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ert þú tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!"
Íslenskir prestar vitna reyndar orðrétt í tilvitnunar.
Fréttin hér að neðan greinir frá uppfinningu sem gerir fólki kleift að verða að dufti svo til strax en skilur eftir málma og eyturefni. Sýnist þetta vera einskonar detox aðferð eftir dauðann.
![]() |
Umhverfisvænna að þurrfrysta lík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2010 | 23:33
Heiðarlegur alkóhólisti
Hér í borg (Bath), eins og í svo mörgum borgum Bretlands er talvert um útigangsfólk. Oft víkur það sér að vegfarendum og biður þá um peninga.
Algengasta betllínan er einhvern veginn á þennan veg; "Ég er heimilislaus og á ekki fyrir gistingu í athvarfinu í nótt. Geturðu séð af einhverri smámynnt handa mér."
Svarið er venjulega "því miður er ég ekki með neina smámynt á mér"
Í gærkveldi brá dálítið öðru við. Að mér vék sér maður og spurði kurteislega; "Má ég eiga við þig orð?"
Þegar ég jánkaði því kom þessi rulla sem ég hafði aldrei heyrt áður;
"Ég er heimilislaus og ég er alkóhólisti. Mig vantar 30 pens svo ég eigi fyrir næstu flösku. Viltu gefa mér þau?"
Ég gaf honum 50 pens, 30 svo hann gæti keypt sér flöskuna og 20 fyrir hreinskilnina ;=)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)