Íslensk jarðvarmaþekking fjármögnuð af Kínverjum í Eþíópíu.

Í þessu viðtali við Össur kemur einnig fram að hann vonast til að geta farið í samstarf við Kínverja um þróun jarðvarmavirkjanna í Eþíópíu. Kínverjar hafa undafarin ár haslað sér völl í efnahagslífi Eþíópíu.

Þeir vinna þar olíu úr jörðu og selja þangað mikið af fatnaði og kínversku skrani í staðinn. Á næstu árum vilja Kínverjar fimmfalda viðskipti sín við þetta forna menningarríki í Afríku sem hefur haldið sjálfstæðu sínu frá örófi alda, þrátt fyrir að oft hafi verið að því sótt.

Ekki einkennilegt að á sama tíma og Íslendingar eru að hefja sölu á orkuauðlindum sínum til erlendra orkurisa,  vilji þeir aðstoða mesta orkuneytanda heims, þ.e. Kína, til að sjúga orku út úr löndum sem búa við vanþróaðan efnahag.

Eins og alltaf áður þegar að þessari efnahagslegu nýlendustefnu er beitt í þróunarríkjunum, eru rökin þau sömu; að þetta sé gott fyrir efnahag þjóðarinnar. -


mbl.is Kína markaður fyrir fisk og ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Satt er það Svanur að Kína er stórt og fjölmennt, en ég held nú að þér skjátlist þegar þú heldur því fram að Kínverjar séu mestu orkuneytendur jarðar. Ekki trúi ég að þú hafir gleymt Bandaríkjunum, eða er þetta aðeins þín bjargfasta "trú"?

Jónatan Karlsson, 14.7.2010 kl. 21:24

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Jónatan.

USA á enn metið hvað olíuneyslu varðar, en þegar kemur að kolavinnslu og brennslu, rafmagnsframleiðslu og notkun er Kína í fyrsta sæti eins og sjá má á þessum lista.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.7.2010 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband