Er kolkrabbakuklarinn Páll raunverulega áll!

Kaupsýslumenn viða að úr heiminum, keppast nú um að gera kauptilboð í Pál kolkrabbakuklara, hina heimsfrægu knattspyrnuvéfrétt sem spáði og kannski réði, úrslitunum í nýafstaðinni heimsmeistarakeppni.

Þótt vafi leiki á aldri og uppruna Páls og að möguleiki sé á að fleiri en einn kolkrabbi hafi stundað knattspyrnukukl í sædýrasafninu í Oberhausen í Þýskalandi, hefur gripið um sig, einkum á Spáni, einskonar kolkrabbamanía, ekki ólík þeirri sem gekk yfir Ísland þegar að selja átti uppstoppaðan Geirfugl á uppboði í útlöndum fyrir margt löngu sem Íslendingar urðu hreint og beint að eignast og sem þeir og gerðu eftir landsöfnun mikla.

Þar sem þessi vafi leikur nú á uppruna Páls, má fastlega búast við að fleiri þjóðir en Ítalir geri á næstunni til hans tilkall. Englendingar gætu t.d. heimtað að fá hann til baka miðað við gömlu söguna af uppruna hans, einkum til að hjálpa  Beckham sem líklega verður næsti þjálfari landsliðsins, til að velja í hópinn.  Englendingar vilja nefnilega alls ekki að Posh geri það fyrir hann.

E.t.v. væri fræðilegur möguleiki fyrir okkur Íslendinga að blanda okkur í forræðisdeiluna á þeirri forsendu að skyggni og forspáreiginleikar séu algengastir í heiminum á Íslandi, hvort sem er á meðal fólks eða dýra. 

Hvergi sé algengara að fólk hafi starfsheitið "miðill" og "spákona" en hér um slóðir eins og sjá má í símaskrám landsins. Þá eru íslenskir kettir og hundar þekktir fyrir að vita miklu lengra en nef þeirra nær. 

Um það vitna fjölmargar reynslusögur sem þið ágætu lesendur eru hvattir til að bæta við í athugasemdum ykkar.

Ef að það gengur ekki getum við haldið því fram til vara að Páll sé raunverulega íslenskur áll í dulargrefi eins og títt er um marga Íslendinga sem um þessar mundir reyna að villa á sér heimildir á erlendri grundu með því að þykjast vera fátæklingar þegar þeir eiga margar matarholur í bönkum út um víða veröld. 

Ef við verðum aftur eins heppin, eins og þegar við fengum Keikó manstu,  getum við sko sparað okkur ýmislegt.

T.d. óþarfa karp í nefndum um hvort kaup og sala hlutabréfa í orkufyrirtækjum landsmanna til skúffufyrirtækja í Svíþjóð eru lögleg iðja eða ekki.

Það er nefnilega haft fyrr víst að Palli sé algjörlega ópólitískur og litblindur í þokkabót.

 


mbl.is Páll sest í helgan stein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt að stinga upp á landssöfnun til að kaupa Pál rétt eins og þegar við keyptum hann Geira í den. Snerist hins vegar hugur þegar ég var fræddur um að Páll lifir víst ekki nema í mesta lagi í þrjú ár. Hann verður því farinn til kolkrabbahimna fyrir næsta HM, jafnvel fyrir næsta EM. Sniðugra þá að safna frekar fyrir nýju spádýri. Kannski Loftur Altice geti fengið einhverja af strengjabrúðunum sínum á ritstjórn blog.is til að fara í málið?

Grefill (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 04:43

2 identicon

Kolkrabbinn er náttlega geðveikur eins og aðrir miðlar... nú eða glæpakolkrabbi ;)

Fyndið að fólk telji virkilega að hann hafi spáð einhverju ... ha

doctore (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband