Færsluflokkur: Bloggar

Þegar Zinedine Zidane skallaði Marco Materazzi

ZidaneEftirminnilegasta atvikið úr heimsmeistarakeppninni í Knattspyrnu er í margra hugum þegar Zinedine Zidane skallaði Marco Materazzi í úrslitaleik HM 2006.

Því hefur aldrei verið uppljóstað hvað Marco sagði nákvæmlega við Zinedine þótt mikið væri um málið fjallað.

Marco hefur látið hafa eftirfarandi eftir sér um atvikið.

“Þetta var sú tegund móðgana sem þú heyrir oft og virðast renna úr jörðinni"

“Ég kallaði Zidane ekki hryðjuverkamann og nefndi alls ekki móðir hans"

“Zidane leit á mig með miklu yfirlæti...og það er satt að ég skaut á hann til baka með móðgun"

“Ég er ófróður, ég veit ekki einu sinni hvað íslamskur hryðjuverkamaður er, eini hryðjuverkamaðurinn sem ég þekki er hún (bendir á 10 mánaða gamla dóttur sína)

"Móðir Zidane bar ekki á góma; mæður eru mér heilagar",

“Ég togað í peisu hans í nokkrar sekúndur."

“Hann snéri sér að mér með fyrirlitningu og renndi augunum upp og niður með miklu yfirlæti".

“Hann sagði; ef þig langar í peisuna getur þú fengið hana seinna."

“Það er satt að ég skaut til baka með móðgun."

BBC Radio Five Live fékk varalesarann Jessicu Rees til að lesa af vörum Marcos.

Hún túlkaði móðgunarorðin á þessa lund; "Þú ert sonur hryðjuverkahóru"

Tíuféttir BBC fengu einnig sérfræðing til að lesa af vörum Materazzi. Hann sagði að fyrstu orð Materazzi hafi verið "Nei" og síðan "slappaðu af".  

Síðan ásakar hann Zidane um að vera "lygari" og segir síðan  "ég vona að fjölskylda  þín fái slæman dauðdaga". Þess ber að geta að móðir Zidane hafði þennan sama dag verið flutt mjög veik á sjúkrahús. Þessu fylgdi Marco eftir með "Go fuck yourself."

Mikið var spáð og spekúlerað í fjölmiðlum hvað hefði farið þeim köppum á milli áður en Zidane skallar Materazzi. Fjölmargar tilgátur voru settar fram, m.a. þessi.

Eftir að  Materazzi togaði í peisu Zidane býðst Zidane háðslega til að gefa honum peisuna sem minjagrip eftir leikinn.  Ítalinn svarar að Zidane sé best að geyma hana handa systur sinni sem væri hryðjuverkahóra.

Sumir segja að fyrr í leiknum hafi Materazzi snúið upp á geirvörtur Zidane þegar hann hélt honum aftan frá. Ef það er satt fá móðgunarorðin um systur Zidane mun klúrari merkingu.


mbl.is Vissu ekki allir að Zidane væri geðbilaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama segir ástandið....

"The situation in Gaza is unsustainable" . Í flestum fréttamiðlum heims þóttu þessi orð Obama um ástandið á Gaza merkilegust og best til þess fallin að vera fyrirsögn fréttarinnar af viðræðum hans við  Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í Hvíta húsinu í gærdag. Obama segir ástandið á Gaza vera "unsustainable" sem nútíma orðabækur þýða "ósjálfbært".

Obama endurómar þannig orð margra þeirra þjóðþinga og þjóðarleiðtoga sem fordæmt hafa herkví  Ísraelsmanna um Gazaströnd þegar hann segir að ástandið geti ekki haldið áfram, sé óviðunandi og geti ekki leitt til neinna lausna. En það er einmitt merking orðsins "unsustainable" í þessu samhengi.

Á þau er ekki einu sinni minnst í þessari frétt á mbl.is.


mbl.is Obama heitir Palestínu aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Cleggeronband

miliband_clegg_cameronÞað er talið langlíklegast að næsti formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi verði David Milliband fyrrverandi utanríkisráðherra. 

David hefur fengið flestar stuðningsyfirlýsingar úr þingmannhópi flokksins og hann er þekktastur meðal bresks almennings af þeim fimm sem sækjast eftir embættinu.

David hefur einnig það með sér að hann er lang- líkastur hinum flokksforingjunum þeim David Cameron og Nick Clegg í útliti.

Reyndar er Ed yngri bróðir hans ekki langt frá ímyndarstaðlinum eins og hann gerist þessa dagana. - Ed Balls er of gamall og of þungur og Diane Abbott afar langt frá þeim öllum hvað útlitskröfurnar snertir.


mbl.is Fimm í formannskjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er hann svona óhamingjusamur?

Þegar að börn fá ekki það sem þau vilja reyna þau oft foreldra sína með því að grenja og láta illa. Sum jafnvel reyna að skálda upp einhverjar sögur til að réttlæta hegðun sína. Góðir foreldrar eru fljótir að átta sig "heimtufrekjunni" og ef þeir bregðast rétt við eru börnin einnig fljót að venja sig af þessu. Í uppeldinu er þetta nauðsynlegt stig til að  börn læri sjálfsaga og tillitssemi.

Það er frekar sjaldgæft að þessi bernskubrek fylgi fólki óheft yfir á fullorðinsárin, en kemur þó fyrir. Þegar það gerist einkennist framkoma fólks af frekju og yfirgangssemi. Ef að viðkomandi nær að koma sér fyrir flokkspólitík þar sem fólki ber skylda til að sýna hollustu við flokkinn,  túlka margir þennan ágalla sem festu og röggsemi. -

Fullorðið fólk sem ekki fær það sem það vill og er haldið þeim persónugalla að geta ekki látið neitt á móti sér, er yfirleitt líka óhamingjusamt. Ekki bara vegna mótlætisins sem það verður að þola heldur einnig vegna þess að jafnvel þótt það fái vilja sínum framgengt, finnur það fyrir sama tómleikanum inni í sér og áður.

Þegar að pólitíkusar í pontu alþingis reyna að ná sér niðri á andstæðingi sínum með fölskum áburði sem síðan er rækilega hrakinn en þeir þráast samt við með barnslegri heimtufrekju er það merki um slíkt tómarúm í sálinni.


mbl.is Vænd um spillingu og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maldað í móinn

Skýrar yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur og Más Guðmundssonar í dag hafa væntanlega komist til skila til þeirra bloggara sem vændu hana um að hafa logið að þjóð og þingi.

Að auki hafa Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands,og  Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu komið fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis og staðfest að forsætisráðherra hafi engin vilyrði eða loforð gefið varðandi laun seðlabankastjóra.

Einhverjir reyna samt að malda í móinn og segja ekki öll kurl enn komin til grafar í þessu máli því að ljóst sé að Jóhanna hafi brotið stjórnsýslulög með ráðningu Más. -  Þær ásakanir eiga eftir að magnast, sjáiði  bara til.

Þær ásakanir eru í raun alvarlegri en þær fyrri. Spekin bak við þær er sú trú að sókn sé besta vörnin, aldrei að játa að hafa haft rangt fyrir sér og best sé að breiða yfir gamalt bull með nýju.


mbl.is „Ræddi ekki launamálin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illskeytt en misheppnuð tilraun til að koma höggi á Jóhönnu

Fimmtudaginn 6. Maí varpaði Sigurður Kári Kristjánsson eftirfarandi spurningum til Forsætisráðherra  í þinginu; 

„Samkvæmt heimildum sem fjölmiðlar hafa aflað sér mun loforðið um launahækkunina til seðlabankastjórans hafa verið gefið í forsætisráðuneytinu. Hæstv. forsætisráðherra hefur reyndar verið á harðahlaupum undan þessu máli og virðist ætla að reyna að koma því yfir á einhverja aðra. En engum dylst að tilraunir hennar eigin fulltrúa í bankaráðinu til að hækka laun seðlabankastjóra eru lagðar fram á ábyrgð forsætisráðherra.

Nú vil ég spyrja hæstv. forsætisráðherra eftirfarandi spurninga og fer fram á skýr svör við þeim:

1. Hvenær var þetta loforð gefið? Hver gaf loforðið og hver hafði frumkvæði að því að það var gefið? Í umboði hvers var loforðið gefið og hverjir höfðu vitneskju um það?

2. Ég bið hæstv. forsætisráðherra að upplýsa líka um eftirfarandi: Hafði formaður bankaráðs Seðlabankans samráð við hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra áður en þessi tillaga var lögð fram í bankaráðinu?“

Jóhanna svaraði:

„Svarið við síðustu spurningunni er nei, það var ekki haft samráð við forsætisráðherra eða fjármálaráðherra um þetta mál. Ég hef gefið alveg skýr svör í þessu máli. Það hafa engin loforð eða fyrirheit verið gefin enda ekki á mínu færi að gefa slík loforð. Laun seðlabankastjóra fara eftir lögum og ákvæðum um Seðlabankann og ekki síst niðurstöðu kjararáðs. Ég sé ekki eftir niðurstöðu kjararáðs að það sé eitthvert svigrúm til þess að beita ákvæðum sem eru í seðlabankalögunum í þessu efni til að hækka launin.

Það er tvennt sem liggur fyrir: Að seðlabankastjóri sjálfur hefur sagt að hann mundi ekki taka við slíkri launahækkun þó að hún væri í boði og að formaður bankaráðs hefur sagt að líklega verði niðurstaðan sú að þessi hugmynd og tillagan sem liggur fyrir bankaráðinu verði dregin til baka. Það hafa engar ákvarðanir verið teknar í forsætisráðuneytinu enda ekki á færi þess né ráðherra um að gefa slík loforð. Það fer eftir lögum um Seðlabanka og niðurstöðu kjararáðs. Niðurstaða kjararáðs liggur fyrir og ég sé ekki annað en að í það stefni að eftir henni verði farið vegna þess að auðvitað á að fara eftir niðurstöðu kjararáðs í þessu efni.“

Nú hefur úrdráttur úr tölvupósti frá Seðlabankastjóra til Forsætisráðherra verið birtur þar sem hann vitnar í samtöl sem hann átti við Forsætisráðherra um starfið.

Athyglisvert er að engar vísbendingar eru um að Forsætisráðherra hafi svarað þessum tölvupósti heldur hafi hún vísað þessu máli í formlega réttan farveg, þ.e. til bankaráðs.

Nú fullyrða sumir eða láta að því liggja að Jóhanna hafi sagt þingheimi ósatt þegar hún svaraði fyrirspurnum Sigurðar Kára. Þeir leiða að því líkur að Jóhanna hafi möndlað til um launin við Má og síðan gefið grænt ljós á að hækka launin við formann bankaráðs seðlabankans.

Af því sem nú liggur fyrir er samt ekkert sem bendir beint eða óbeint til þess að Jóhanna hafi sagt ósatt.

Jafnvel þótt hún hafi rætt við Má um starfið er hvergi staf að finna um einhver loforð eða fyrirheit að hennar hálfu um hækkun launa. 

Aðdróttanir pólitískra andstæðinga hennar um hið gagnstæða geta því í besta falli verið vafasamar vangaveltur en í versta falli fremur illskeytt en um leið misheppnuð tilraun til að koma höggi á Jóhönnu.


mbl.is Már og Jóhanna ræddu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullinskokkur Bjarkar

gulllinskokkurFyrir utan að vera frábær tónlistarfrömuður og skapandi hefur Björk ætíð verið tískuíkon, sérstaklega meðal hinna sérlunduðu sem ekki versla endilega í Top Shop.

Búningar hennar eru oft á tíðum svo frumlegir að þeir sýnast fáránlegir í augum meðal Jónsins og jónunnar.

- Björk hefur lítið látið að sér kveða síðasta misseri og því er það gott  að heimspressan veiti henni aftur athygli.

Gott fyrir hana og gott fyrir Ísland því hún er enn lang-verðmætasta vörumerki (brand) landsins.

Útþynnt Bjarkar-tónlist er einmitt sú tónlist sem mest ber á um þessar mundir á Evrópskum poppvinsældalistum.

Áfram björk og allir hennar gullnu skokkar.


mbl.is Annað Svanaævintýri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magadansmeyjar og Robert Plant

robert-plantÞessa dagana stendur yfir listavaka hér í Bath. Reyndar eru þær tvær, því alþjóðleg tónlistarhátíð fer saman með jaðarhátíð (Fringe festival) þar sem ýmsir viðburðir eiga sér stað á hverjum degi.

Í gærkveldi fór ég t.d. á sýningu þar sem tvær magadansmeyjar sýndu og kynntu mismunandi magadansa undir frábærum hljóðfæraleik hljómsveitar frá Sýrlandi.

Það var margt um manninn á sýningunni og meðal gesta var íslandsvinurinn Robert Plant fyrrum söngvari hinna sálugu Led Zeppelin sem kom til Íslands á listahátíð 1970 . Sveitin var þá að verða og átti síðan eftir að vera um mörg ókomin ár, vinsælasta hljómsveit veraldar.

Karlinn lítur vel út enda aðeins 62 ára. Hann er kannski ekki sama sexgoðið og hann var en við því er ekki heldur hægt að búast.

Ég tók manninn vitanlega tali og það kjaftaði á honum hver tuska og hann var hinn alþýðulegasti.

RobertPlantÞað fyrsta sem hann sagði þegar ég sagðist vera frá Íslandi og hafa séð hann fyrir 40 árum í Laugadalshöll í Reykjavík var; "I was in the room".

"Hvað áttu við" spurði ég. "

"Jú fyrir nokkrum árum kom ég í hljómleikaferð til Íslands og hitti þá forseta landsins. Og þetta var það sem hann sagði þegar hann hitti mig; "I was in the room". "

Róberti fannst þetta greinilega bráðfyndið og hló lengi að og klappaði sér á læri.

"Já ég missti af þér þegar þú komst í annað sinn. En ég gleymi aldrei þessum tónleikum 1970" sagði ég.

"Fuck off" kvað við í Roberti. "Ég er miklu betri núna en ég var. En ég skil rómantíkina í kringum allt þá. Við vorum ungir og allt það.  En tónlistarlega er ég þúsund sinnum betri núna en ég var þá".

Talið barst nokkuð fljótlega að Immigrant song  og hvernig Íslendingar eru hrifnir að því vegna þess að það sé augljóslega um Ísland.

"Ég var vitaskuld undir miklum áhrifum frá Íslandi þegar ég samdi texta lagsins " sagði Robert. "En í raun var ég að yrkja um Keltana sem komu til Íslands löngu áður en víkingarnir komu þangað."

Þetta hafði ég aldrei heyrt áður og þótti fróðleg skýring.

Róbert kvaðst vera að gefa út nýja plötu fljótlega og hann mundi kynna hana fyrst og fremst í Bandaríkjunum.

"Ég vinn eiginlega aðeins með Bandaríkjamönnum. Það er enginn eftir í Bretlandi sem hefur áhuga á að kafa djúpt í tónlist.  Alla vega ekki í þetta  Mississippi delta sound sem ég er svo hrifinn af. Kannski kem ég líka til Íslands til að kynna plötuna."

Áður en varði bar að unga konu sem hélt á krakka. Róbert kynnti hana sem konuna sína og krakkann sem barnið sitt.

Þetta var skemmtileg viðkynning sem endaði snögglega þegar krakkinn fór að gráta. Hann hafði góð lungu og háa rödd eins og faðirinn.


Logn og blíða, sumarsól

Ég var að lesa langtíma veðurspá sem veðurfræðingar í Bretlandi hafa sett fram. Þeir segja líkur á miklum hita í allt sumar um alla norðvestur Evrópu. Greinilegt að áhrifin eru þegar farin að teygja sig upp til Íslands miðað við þessar spár veðurstofunnar.

Sól og blíða er mér að skapi og þess vegna hlakka ég til að koma heim í sumar til að njóta hins góða og tempraða íslenska sumarveðurs. Alla vega held ég að 30 stiga hiti eins og hinir bresku veðurspámenn segja að verði algengur meðalhiti á Bretlandi í sumar, sé of heitt fyrir mig.


mbl.is Sumar og sól í kortunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morðin í Cumbríu

Smátt og smátt koma fram meiri upplýsingar um atburðina í Cumbríu sem áttu sér stað í gær þegar  12 íbúar þessa friðsæla héraðs voru skotnir til bana af 52 ára fráskildum leigubílstjóra Derrick Bird að nafni.  Að auki særði hann 11 aðra áður en hann framdi sjálfsvíg.  

Ekkert skýrir samt enn hvers vegna þessi vinalegi faðir og afi vopnaður riffli og haglabyssu byrjað að haga sér eins og sérsveitarmaður sem misst hefur vitið. Hugsanlega geta fjölskyldudeilur út af erfðaskrá haft eitthvað með málið að gera. Komið hefru fram að meðal hinna látnu séu David Bird tvíburabróðir Derricks og lögfræðingurinn Kevin Commons.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband