Færsluflokkur: Bloggar

Grín og alvara renna saman í eitt

Það eru að renna tvær grímur á borgarbúa í Reykjavík. Einkum þá sem kusu Besta flokkinn. Þeir reyna að láta á engu bera, vona að enn sé of snemmt sé að dæma.  En hinn grímu og grandalausi Jón Gnarr hefur ruglað þá í ríminu.

Það er vegna þess að flestir gera mun á gríni og alvöru en Jón Gnarr ekki?  Hann er tvíhöfða þursinn  fyrir hverjum grín og alvara hafa runnið saman í eitt.  Aðalmálið er að allt sé fyndið, hvort sem það er sagt í gríni eða alvöru.

Á meðan að almenningur bíður þess sem verða vill, finna Jón Gnarr og félagar sig í einstæðri stöðu. Þeir geta nefnilega sagt hvað sem er án þess að þurfa að bera sérstaka pólitíska ábyrgð á því sem þeir láta út út sér. Þetta er óskastaða stjórnmálmannsins.


mbl.is Trúnaðarsamtöl á leynifundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

No Comment, ha ha....frábært og frumlegt

Mikið finnst mér allt hafa breyst við að Gnarr og co unnu kosningarnar. Það er eitthvað miklu léttara yfir öllu og öllum. Ég veit að hann gerði atlögu að þessu hefðbundna með frumlegum og semi-fáránlegum hugmyndum. En að hann gæti nálgast meirihluta myndun á þennan ofur frumlega hátt grunaði, að ég held, engan.

Þessi leynilegu leynifundir er einkar sérstakir. Þeir fara þannig fram að engin fær að vita neitt fyrr en allt er ákveðið hvernig það skuli vera. Þetta hefði sko engum nema Jóni getað dottið í hug.

Svo er Þetta fyrirkomulg svo hreinsandi fyrir andrúmsloftið enda.....eh andrúmsloftið afar gott á fundunum....enginn prumpar eða neitt....bara....hm, frábært.

Og svo þegar einhverjir bullukollar spyrja hvernig gangi, þá kemur þessi ótrúlega útpælda setning "No comment". Þvílík snilli.

Svo er Gnarr ekki að bíða neitt með að efna kosningaloforðin. Dagur er komin með diskinn um hvernig smákrimmar haga sér í La la landi. Algjörlega Awesome....

 


mbl.is „Víraðar“ viðræður í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver verða örlög MV Rachel Corrie

Fljótt mun kastljósum fjölmiðla verða beint að írska flutningaskipinu MV Rachel Corrie. Skipið, sem er nefnd eftir bandaríku andófskonunni Rachel Corrie sem varð undir jarðýtu ísraelska varnarliðsins á Gaza strönd árið 2003,  er um þessar undir undan ströndum Líbýu en siglir hraðbyri í átt til Gaza með matvæli og hjálpargögn.

Upphaflega var ætlunin að skipið hefði samflot með skipalestinni sem Ísraelsmenn stöðvuðu og færðu til hafnar fyrr í vikunni. En vegna tafa er skipið 48 klukkustundum á eftir áætlun.

Ísraelar hafa hótað jafnvel en harðari viðbrögðum reyni skipið að rjúfa herkví þeirra um Gazaströnd þrátt fyrir að fjöldi ríkistjórna vítt og breytt um heiminn hafi fordæmt aðgerðir þeirra um borð í Mavi Marmara þar sem níu manns létu lífið þegar Ísraelskir sjóliðar réðust um borð.

Írska ríkisstjórnin hefur í sérstakri yfirlýsingu krafist þess að skipið fái að fara ferða sinna óáreitt til Gaza og írski forsætisráðherrann Brian Cowen sagði að "ef að einhver okkar þegna hlýtur skaða af, munu afleiðingarnar verða mjög alvarlegar". Þá hefur utanríkisráðherra Írlands Micheál Martin einnig krafist þess að skipið verði látið í friði.

Um borð í Rachel Corrie eru fimm Írar og fimm Malasíumenn.

Vítt og breytt um heiminn ræða þing og ríkisstjórnir atburði síðustu daga utan fyrir ströndum Gaza. Viðbrögð flestra hafa verið á einn veg, fordæming á athæfi Ísraelsmanna. Spurningin sem brennur mest á vörum stjórnmálamanna er að fá úr því skorið hvort Ísraelsmenn hafi brotið alþjóðaleg hafréttarlög með árás sinni á  Mavi Marmara.

Fram að þessu eru yfirgnæfandi meirihluti þeirra hafréttarfræðinga sem um málið hafa fjallað sammála um að Ísraelsher hafi brotið alþjóðleg lög með árás sinni á skipið.


Byssumaður drepur fjölda í Bretlandi

Morgunfréttirnar hér í Bretlandi eru ekki góðar.

Í hinu fagra héraði Cumbríu gengur maður enn laus eftir að hafa skotið til dauða fjölda manns og sært enn fleiri. Nýjustu fréttir herma að ekki færri en 11 manns liggi í valnum.  Lögreglan í þessari friðsömu sveit hefur kallað á sérsveitir landsins sér til aðstoðar en maðurinn ók um á silfur lituðum Picasso frá bæ til bæjar í morgun og skaut á allt og alla og skildi eftir sig slóð fjölda látinna fórnarlamba og enn fleiri særðra. Sagt er að öll fórnarlömbin hafi verið skotin í andlitið.

Talið er að hann hafi nú yfirgefið bílinn og sé fótgangandi. Fólki á svæðinu er ráðlagt að halda sig innan dyra og fara ekki til vinnu sinnar.

Lögreglan heldur að hér sé á ferð maður að nafni Derrick Bird og hefur birt af honum mynd. Annað er ekki vitað um manninn á þessu stigi, en haldið er að hann sé leigubílstjóri.

ps.

Nýjustu fréttir herma nú að maðurinn sé fundinn, látinn í skógarjaðri með byssu við hlið sér.


mbl.is Morðingja leitað í Cumbriu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiður Smári áfram á bekknum?

Þetta fer að verða dálítið vandræðalegt með hann Eið Smára Guðjohnsen. Eiður en langþekktasti og eflaust enn besti knattspyrnumaður Íslands. En vandræðagangurinn á ferli hans eftir að hann fór fá Chelsea hefur ekki farið fram hjá neinum. - Á íþróttaþulum í bresku sjónvarpi í vetur eftir að hann kom til Spurs, er helst að heyra að þeim finnist Eiður sé komin af léttasta skeiði og hans besti tími sé liðinn.

Ég get ekki betur séð ( í þessi fáu skipti sem Eiður hefur fengið að spila) en að hann sé enn í fantaformi og skil ekki hvers vegna þjálfarar nota hann ekki meira. Ég veit að samkeppnin er hörð um allar stöður hjá þetta stórum félögum, en er þetta rétt að Eiður sé "over the hill"?


mbl.is Eiður áfram hjá Spurs að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúðrið um borð í Mavi Marmara

Þá byrjar fjölmiðladansinn fyrir alvöru. Ísraelsmenn vita að árásin var klúður en reyna samt hvað þeir geta til að réttlæta aðgerðir sínar.

En þeir gæta þess um vel leið, til að byrja með a.m.k. að engir fjölmiðlar komist í tæri við þá sem voru um borð í skipinu. Þannig verður það á meðan það versta blæs yfir.

Fjöldi þjóða hefur þegar fordæmt árásina á skipið en um borð voru að mestu leyti Tyrkir en einnig farþegar af öðrum þjóðernum eins og lesa má um hér.


mbl.is Árásin mistókst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskuleg hugmynd?

Íslenska ríkið (við) eigum 81% af Landsbankanum. Við höfum grætt 8,3 milljarða á honum fyrsta fjórðung ársins og talsvert í viðbót í formi skatta. Landsbankinn er góð mjólkurkú, engin vafi.

Nú þarf einhver snjall að reikna út hversu marga miljarða í viðbót Landsbankinn (við)  þarf að græða svo ekki þurfi að selja á nauðungarsölu ofan af fólki sem á sínum tíma fékk lán og getur ekki borgað vegna atvinnumissis eða stórkostlegra hækanna erlendra myntlána í kjölfar hrunsins.

Og svo þarf einhverja aðra eldklára manneskju til að útskýra fyrir mér hvers vegna það er alls ekki hægt að gefa fólki eftir skuldir (sem það í raun efndi ekki til)  en  hneppa það frekar í ævilangt skuldafangelsi ef það vill eiga þak yfir höfuðið.

Eru þessir aurar ekki okkar sameiginleg eign?

Og er hægt að nota þá í eitthvað þarfara?


mbl.is 8,3 milljarða hagnaður Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í plati, he he.

Af ummælum Dags og þeirra félaga Jóns og Óttars má ráða að stefna Besta flokksins og Samfylkingar eigi mikla samleið. Stefna samfylkingarinnar hefur verið birt og gefur því góðar vísbendingar um stefnu Besta flokksins þótt ekki hafi þeir viljað birta hann kjósendum fyrir kosningar. 

Jón vill t.d  feta gömlu leiðina og mynda meirhluta og meinti greinilega ekkert með þessu tali um að ekki væri endilega nauðsynlegt að mynda meirihluta til að fara með mál borgarinnar.   

Allt í plati, he he.

Það læðist að manni sá grunur að hér kunni að vera á ferðinni best útfærða og útsmognasta pólitíska gabb-flétta allra tíma á Íslandi. 

Fólk verður að vera ansi múlbundið við flokksvagnana til að sjá ekki að það eru bein tengsl á milli Búsáhaldabyltingar og kosningasigurs Besta flokksins í Reykjavík.

Búsáhaldabyltingin var ákall um grundvallarbreytingar á stjórnarháttum í íslensku samfélagi.  Stjórnmálamönnum var gefið tækifæri til að verða við því ákalli fyrir og eftir síðustu alþingiskosningar.

Þrátt fyrir raunhæfar ábendingar um ýmsar úrbætur eins og að koma á persónukjöri og efna til stjórnlagaþings, ákváðu valdhafar að hafa ákallið að engu.

Allt í plati, he he.

Fáránleg viðbrögð stjórnmálmanna við kröfum almennings urðu til þess að hann ákvað að svara í sömu minnt. Svar Búsáhaldabyltingarinnar var að mæta fáránleikanum með fáránleika og fann hann í  andófsframboði Besta flokksins.

Nú virðist sem Jón Gnarr hafi raunverulega alltaf verið að segja sannleikann þegar hann sagðist hafa stofnað Besta flokkinn til að fá völd og góð laun.

Allt í plati, he he.


mbl.is Opinberir leynifundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ef Spánn hefði unnið?

Lag sem er númer tvö á svið  í júró keppninni hefur aldrei unnið. Spánn var einmitt númer tvö. Svo kom Jimmy Jump, sem ég hélt til að byrja með að væri einn af fígúrunum sem fylgdu spánska söngvaranum.

Uppákoman verður til þess, í fyrsta sinn í júró sögunni að ég held, að lag er flutt tvisvar á meðan öll önnur heyrast aðeins einu sinni.

Hvað hefði gerst ef spánska lagið hefði unnið. Allt orðið vitlaust spái ég. Þeir fengu að flytja lagið sitt tvisvar og áttu þannig síðasta orðið.

Eins gott að þeir fengu bara jafn fá stig og venjulega.


mbl.is Smyglaði sér á sviðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stútaði Jón Gnarr fjórflokknum

Það var grátbroslegt að hlusta á formenn og oddvita þingflokkanna í beinni útsendingu á kosninganóttu. Afneitunin skein út úr öllu sem þeir sögðu. Afneitunin á að eitthvað hafði gerst íslenskum stjórnmálum sem gæti skipt verulegu máli fyrir framtíð landsins.

Jú, Jóhanna talaði reyndar um að hún sæi eitthvað skrifað á vegginn, eða "upphaf endalokana fyrir fjórflokkinn" sem gæti jú alveg verið satt.  Birgitta var greinilega með á nótunum þegar hún útskýrði fyrir hinum að ástæðan fyrir því að Jón Gnarr segði lítið og léti ekkert uppi um ætlanir sínar væri af því hann talaði eins og þeir sjálfir. Þeir urðu hálf kindarlegir við að heyra það.

Framsóknardrengurinn og  Sjálfstæðisstrákurinn og Vinstri grænn stukku beint ofaní skotgrafirnar um leið og þeir fengu tækifæri til og byrjuðu að haga sér nákvæmlega eins og fólk er að gagnrýna þá fyrir  með stuðningi sínum við Jón Gnarr. Niðurstöður kosninganna á Akureyri og í Reykjavík virkuðu á þá eins og pirrandi sísuðandi húsfluga sem ekki fer í burtu þótt þeir veifi af og til hendinni í áttina að henni. Þeir neita að taka hana alvarlega og kannski geta þeir það ekki.

Allir foringjarnir nema kannski Birgitta virðast ekki vera búnir að fatta hvað er að gerast í íslenskri pólitík. Fái sjónamið þeirra að ráða,  er borin von um að nokkuð komi til með að breytast í bráð meðal fjórflokkanna.

Bæði Framsókn, Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir tala jafnvel um um sigra hér og hvar á landinu. Þeir bera sig vel.

 Fólk á Akureyri og í Reykjavík hefur hafnað flokksræðinu. Næsta verkefni andófsfólksins er að breiða Gnarrisman út um landið svo hann finni sér leið inn í landspólitíkina. Stjórnmálaflokkarnir verða að fatta að þeir eru steingervingar, tímaskekkja sem á að leggja niður í núverandi mynd.

Einhverjir þeirra hugsa sem svo að stjórnlagaþing og breytt kosningalög sem leyfi einverja útgáfu af persónukjöri muni virka eins og snuð upp í almenning. Þeim má ekki verða kápan úr því klæðinu, sérstaklega af því að ætlunin er að handstýra stjórnlagaþinginu með dyggum flokkshestum og í breyttum kosningalögum er áfram gert ráð fyrir flokka og lista vali.

Eini möguleikinn fyrir Ísland til að rétta fljótt úr kútnum fljótt og vel, er að losa sig algjörlega við áhrif fjórflokksins. Hann er krabbameinið sem þarf að fjarlægja svo þjóðarlíkamanum geti batnað. - Gott fólk sem vill leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins ættu að koma til liðs við Jón Gnarr í öðrum sveitarfélögum og undirbúa framboð á landsvísu í næstu alþingiskosningum sem gætu orðið mun fyrr en fólk almennt grunar.


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband