Hvað ef Spánn hefði unnið?

Lag sem er númer tvö á svið  í júró keppninni hefur aldrei unnið. Spánn var einmitt númer tvö. Svo kom Jimmy Jump, sem ég hélt til að byrja með að væri einn af fígúrunum sem fylgdu spánska söngvaranum.

Uppákoman verður til þess, í fyrsta sinn í júró sögunni að ég held, að lag er flutt tvisvar á meðan öll önnur heyrast aðeins einu sinni.

Hvað hefði gerst ef spánska lagið hefði unnið. Allt orðið vitlaust spái ég. Þeir fengu að flytja lagið sitt tvisvar og áttu þannig síðasta orðið.

Eins gott að þeir fengu bara jafn fá stig og venjulega.


mbl.is Smyglaði sér á sviðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pæling.

Páll Óskar (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 22:59

2 identicon

Spánverjar hafa unnið tvisvar. Þeir unnu árið 1968 og 1969. :)

Dagrún (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 23:07

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á upphafsárum keppninnar fékk Ítalía að fara með sitt lag aftur vegna útsendingatruflana.  Það lag vann ekki.  Annað merkilegt við það lag er að það tók heilar 5 mínútur í flutningi og varð til þess að fyrst voru settar skorður á lengd laga.

Þetta hef ég eftir Sigmari í beinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2010 kl. 05:38

4 identicon

Hverju er ekki drullusama?!

HDN (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband