Logn og blíða, sumarsól

Ég var að lesa langtíma veðurspá sem veðurfræðingar í Bretlandi hafa sett fram. Þeir segja líkur á miklum hita í allt sumar um alla norðvestur Evrópu. Greinilegt að áhrifin eru þegar farin að teygja sig upp til Íslands miðað við þessar spár veðurstofunnar.

Sól og blíða er mér að skapi og þess vegna hlakka ég til að koma heim í sumar til að njóta hins góða og tempraða íslenska sumarveðurs. Alla vega held ég að 30 stiga hiti eins og hinir bresku veðurspámenn segja að verði algengur meðalhiti á Bretlandi í sumar, sé of heitt fyrir mig.


mbl.is Sumar og sól í kortunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband