Maldað í móinn

Skýrar yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur og Más Guðmundssonar í dag hafa væntanlega komist til skila til þeirra bloggara sem vændu hana um að hafa logið að þjóð og þingi.

Að auki hafa Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands,og  Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu komið fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis og staðfest að forsætisráðherra hafi engin vilyrði eða loforð gefið varðandi laun seðlabankastjóra.

Einhverjir reyna samt að malda í móinn og segja ekki öll kurl enn komin til grafar í þessu máli því að ljóst sé að Jóhanna hafi brotið stjórnsýslulög með ráðningu Más. -  Þær ásakanir eiga eftir að magnast, sjáiði  bara til.

Þær ásakanir eru í raun alvarlegri en þær fyrri. Spekin bak við þær er sú trú að sókn sé besta vörnin, aldrei að játa að hafa haft rangt fyrir sér og best sé að breiða yfir gamalt bull með nýju.


mbl.is „Ræddi ekki launamálin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Sjálfstæðisflokkurinn er að ganga af sér dauðum, hafa ekkert til málanna að leggja en að reina að fela skítinn,

Sigurður Helgason, 6.6.2010 kl. 20:20

2 Smámynd: Brattur

Er það ekki gömul saga og ný að ef menn segja sömu lýgina nógu oft þá fer fólk að trúa henni... Sjálfstæðisfólk er upp til hópa andlaust í málflutningi sínum... enda ekki annað hægt... það er ekki af neinu að státa nema því að hafa komið þjóðinni á hausinn...

Brattur, 6.6.2010 kl. 22:32

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta er svo mæta vonlaust útspil hjá DO og félögum. Þess væri óskandi að þetta áróðursgagn Sjálfstæðisflokksins færi endanlega á hliðina.

Brynjar Jóhannsson, 7.6.2010 kl. 00:20

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svikarar B og S eru að grafa sína eigin gröf og verði þeim að góðu!

Nú förum við að taka þetta svika-lið í karphúsið!

Þeir geta ekkert án almennings og gott fyrir þá að átta sig á þeirri staðreynd að almenningur heldur þjóðfélaginu uppi!

Og hvar er þá raunverulega valdið? Ekki hjá þjófum og svikurum B og S klíkunnar sem bara stelur, lýgur og tefur fyrir uppbyggingunni á því sem þeir brutu niður! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2010 kl. 01:12

5 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Orðræðan hefur verið byggð á sandi á stundun síðan hrunið varð. Ályktanir á hæpnum forsendum verða stundum að "stóra sannleik" hjá bloggurum. Þetta hafa allir flokkar fengið að kenna á, og fólk þeim tengt.

Af einhverjum ástæðum er mér alveg skítsama þó idol vinstri manna fái á sig skít, og að hægri menn fari að gera sínar ályktanir að "stóra sannleik". Á meðan að bloggarar á borð við Láru Hönnu fá að vaða uppi með sínar upphrópanir og skítkast og slíkt er borðreitt sem "stóri sannleikur" græt ég ekki svona upphlaup gegn Jóhönnu, byggt á sannarlega hæpnum forsendum, matreitt í skítadreifara DO.

Sigurjón Sveinsson, 7.6.2010 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband