Færsluflokkur: Bloggar
29.8.2010 | 20:09
Bretar tapa alltaf fyrir Íslendingum
Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingar fá tækifæri til að lúskra á Bretum, alla vega ekki á löglegan hátt. En þegar það gerist notum við tækifærið út í ystu æsar. Utanríkisráðherra sakaði á dögunum Breta um að hafa gert ólöglega árás á Ísland. Þarna komum við loks höggi á þá fyrir það óréttlæti. Gunnar Nelson heldur uppi heiðri þjóðarinnar sem samanstendur af afkomendum manna og kvenna sem eitt sinn voru fræg fyrir að láta aldrei tækifæri úr hendi sleppa til að hefna sín á óvinum sínum. (Það kom okkur reyndar á kaldan klaka og undir Noregskonung, en það er önnur saga)
Annars líkar okkur sem þjóð, ágætlega við Breta sem þjóð.
Þrátt fyrir að þeir gerðu heiðarlega tilraun til að ná hér völdum á fimmtándu öld og settu meira að segja enskan biskup yfir okkur
og að þeir eru eina þjóðin sem hertekið hefur landið
og eru einnig eina þjóðin sem við höfum átt í stríði við (ef stríð má kalla) eru Bretar nokkuð vel þokkaðir á meðal okkar.
Ég held að það sé vegna þess að þeir hafa ætíð tapað þessum viðureignum við okkur.
Íslendingum líkar vel við þá sem þeir geta borið sigurorð af á einhvern hátt.
Alla vega tókst þeim ekki að ná hér varanlegum völdum og "enska öldin" leið undir lok þegar þeir fundu enn gjöfulli fiskimið úti fyrir Nýfundnalandi.
Hernám þeirra endaði líka þegar við kölluðum til stóra bróðir okkar í vestri, hvers lönd við höfðum numið og síðan gefið honum eftir,
og auðvitað töpuðu Bretar líka þorskastríðunum eins og frægt er.
Núna bætir Gunnar fyrir árásina sem þeir gerðu á okkur þegar þeir beittu á okkur hryðjuverkalögunum og gerðu skálkunum sem þá voru við stjórn bankanna ókleyft að flytja meira fjármagn úr sjóðum þeirra á Bretlandseyjum til Tortóla.
![]() |
Gunnar sigraði einn efnilegasta Bretann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2010 | 12:48
Hann er ekki 112 ára
Þessi mynd sannar að þessi maður ( Ahmed Muhamed Doreer) er ekki 112 ára.
Mér er alveg sama þótt hann borði kíló af Ginsengi á dag, ef hann væri 112 ára mundi hann ekki hafa rautt skegg.
Heyrðu, nema að hann liti það.
Svo er hann með skjannahvítar tennur eins og George Clooney.
Jú, þær gætu svo sem verið falskar.
Svo er hann óvenju sléttur í framan....Já þú meinar...lýtaaðgerðir
Hvernig kemst annars svona vitleysa í heimspressuna?
![]() |
112 ára maður giftist 17 ára stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.8.2010 | 18:12
Gott hjá Ásdísi Rán
Ásdís Rán er ein af þeim fáum einstaklingum á Íslandi sem um þessar mundir hefur eitthvað að selja sem útlendingum, og kannski Íslendingum líka, finnst verulega varið í og vilja kaupa. Leikstrákar sem lesa leikstrákablaðið, sýna með áhuga sínum á vöru Ásdísar að þeir kunna að meta hráa og ómengaða fegurð þar sem fegrunaraðgerðir, hvað þá fótósjopp er alls ekki brúkað, enda slíkt alger óþarfi í hennar tilfelli.
Fegurð er reyndar afstætt hugtak, en þegar svona margir strákar og kannski konur líka, út um víðan heim, verða sammála um að hér blasi hún við, í sinni nöktustu og tærustu mynd, þagna bæði efasemdaraddirnar og öfundarhvískrið sem jú verður að reikna með að alltaf sé til staðar. -
Ásdís Rán má eiga það að hún kemur til dyranna eins og hún er klædd (eða ekki klædd) og ég er viss um að sú einurð og heiðarleiki sem býr innra með henni er helmingurinn af fegurð hennar. Og jafnvel þótt svo sé ekki er það pottþétt að hún er kominn inn í rúnkminnið á milljónum karlmanna og til þess er leikurinn gerður.
![]() |
Playboy-forsíða Ásdísar Ránar vinsæl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.8.2010 | 17:13
Níu bloggsíðum lokað í kjölfar trúardeilna á blog.is
Svo virðist sem blog.is hafi loks tekist að þagga niður í Greflinum (Guðbergi Ísleifssyni) . Eins og bloggarar á þessum slóðum vita, var bloggsíðum hans lokað í kjölfarið á trúarrifrildi við Kristinn Theódórsson sem rekur trúarþrasvöll mikinn hér á blogginu.
Af blog.is var helst að skilja að Guðbergur væri tröllabloggari og því ekki húsum hæfur en skírskotaði þó að mestu til almennra notkunarreglna sem gilda á svæðinu.
Grefill undi lokununum illa og reyndi halda áfram bloggi í gegnum síðu félaga síns Kristjáns Sigurjónssonar. (Grefilinn sjálfur) Það endaði með að blog.is lokaði fyrir lánsíðuna og einnig einkasíðu Kristjáns, kiddi.blog.is. -
Guðbergur leitaði þá næst á náðir frænda síns, Steindórs Friðrikssonar sem aldrei hefur bloggað hér á blog.is og fékk hann til að opna síðuna ofbeldi.blog.is með það í huga að fjalla um Grefilsmálið.
Þeirri síðu var umsvifalaust lokað af blog.is.
Í þokkabót var svo lokað á ip tölu tölvu Guðbergs sem gerir honum ómögulegt að gera athugasemdir á blog.is úr henni.
Síðurnar sem blog.is hefur lokað vegna Grefils eru því nú orðnar níu, sex á kennitölu Guðbergs sjálfs, tvær á kennitölu félaga hans Kristjáns og eina á kennitölu frændans, Steindóri.
Guðbergur segir að persónulega hafi sér ekki borist viðvaranir eða neinar skýringar frá blog.is um ástæður fyrir lokuninni.
Bloggar | Breytt 10.8.2010 kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (90)
5.8.2010 | 11:18
Eitthvað svo óíslenskt
Það er ekki langt síðan að þorri íslendinga gat verið með nefið ofaní hvers manns koppi með því að hlusta á óviðkomandi símtöl í sveitasímunum. Það er samt eitthvað í íslenskri þjóðarsálinni sem fær mig til að finna fyrir aulahrolli í hvert sinn sem ég heyri að innlend yfirvöld beiti hlerunum til að rannsaka mál.
Einhvern veginn sé ég ekki íslenska krúnurakaða sérsveitarmenn sitja mánuðum saman yfir upptökutækinu, bíðandi eftir að eitthvað spennandi verði sagt.
Og ekki er betri myndin af einhverjum skrifstofublókum á borð við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, japlandi á kleinu með heyrnartól á eyrunum að hlusta á þá Jóni Þorstein Jónsson, Ragnar Z. Guðjónsson og Styrmi Þór Bragason fá leiðsögn hjá konum sínum í gegnum síma hvar kornflexið sé að finna í Krónunni.
![]() |
Hleranir í Exetermáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.8.2010 | 22:30
Ástæðurnar fyrir að sex bloggum Grefils var lokað
Þá er loks komið á hreint, alla vega frá sjónarhóli stjórnenda blog.is, hvers vegna lokað var einum sex bloggsíðum Grefils (Guðbergs). Að fengnu samþykki Guðbergs birti ég hér svar blog.is við fyrirspurn minni um ástæður lokunarinnar.
Sæll Svanur,
Vegna fyrirspurnar um lokanir blogga er rétt að eftirfarandi komi fram almenns eðlis:
Útgáfufélagið Árvakur á og rekur vefsvæðið blog.is. Á blog.is gilda fáir og einfaldir notkunarskilmálar sem notendur svæðisins gangast undir gegn því að fá ókeypis aðgang að svæðinu. Þessa skilmála er að finna hér: http://blog.is/forsida/disclaimer.htmlen að öðru leyti vísast til íslenskra laga, svo sem 25. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (http://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html) sem gilda á vefsvæðinu eins og annars staðar.
Eigandinn, Árvakur, áskilur sér vitanlega rétt til að sjá til þess að farið sé að lögum og eigin reglum á svæði fyrirtækisins. Notandi sem kýs að gera það ekki, þarf að finna sér annan vettvang fyrir blogg sitt. Umsjónarmenn blog.is er þó mannlegir og vilja gjarnan gefa mönnum kost á að bæta ráð sitt þegar um stöku afmörkuð tilvik er að ræða. Notandinn fær þá senda áminningu frá umsjónarmönnum blog.is um að halda sig innan marka. Í allnokkrum tilvikum er þó ákveðið að loka fyrirvaralaust á notanda. Það er gert þegar um margítrekuð brot er að ræða og ábendingar hafa ekkert að segja. Það er einnig gert þegar notandi misnotar vefsvæðið, til dæmis með atgangi sínum, framkomu gagnvart öðrum notendum, sífelldum tilhæfulausum fréttatengingum, ruslpóstsendingum eða að hann villi á sér heimildir, sé svokallað "tröll".
Rétt er að geta þess að notendur vefjarins blog.is eru rösklega 20 þúsund talsins. Í síðustu viku, sem var þó heldur róleg, voru birtar á vefnum nærri 2000 færslur og um 5500 athugasemdir. Ógerningur er fyrir umsjónarmenn að fylgjast með öllum bloggum og athugasemdum á vefsvæðinu og vart ástæða til. Ábendingar notenda um það sem miður fer eru okkur því mikilvægar. En notendur blog.is gera eðlilega ríkar kröfur til þess að þar geti farið fram heilbrigð skoðanaskipti og umræður, hvort sem þeir kjósa að taka þátt í umræðunni eða ekki.
Varðandi lokun á bloggarann Grefil (vinsamlegast fáðu samþykki hans ef þú hyggur á birtingu):
Ég tók um helgina ákvörðun um lokun á sex blogg Grefils, án samráðs við nokkurn mann eða félagasamtök(!), og sú ákvörðun stendur. Grefli sendi ég afrit af öllum hans bloggum um leið og tilkynnt var um lokunina og óskaði honum velfarnaðar á öðrum vettvangi. Um ástæður lokunarinnar vísast til þess sem segir almenns eðlis hér að framan. Rétt er, að ég hafði ekki áður sett mig í samband við Grefil og lokaði því fyrirvaralaust. Rangt er, að umsjónarmenn blog.is (þ.e. ég, aðrir umsjónarmenn eða einhverjir okkur tengdir) hafi sett skoðanir hans fyrir sig eða látið stjórnast af einhvers konar okkur óviðkomandi félagsskap. Á blog.is er sem betur fer að finna mikið litróf skoðana, sem kemur í sjálfu sér okkur umsjónarmönnunum ekkert við. Notkun vefsvæðisins kemur okkur hins vegar við, að þar sé farið að lögum og reglum og að þar sé að finna eftirsóknarverðan umræðuvettvang.
Með kveðju,
Soffía - blog.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
3.8.2010 | 14:50
Norðurljósin dansa í nótt
Ég skil ekki hversvegna verið er að "vara við" sólgosum, fyrst þau eru eining sögð skaðlaus með öllu. Nær væri að kætast yfir væntanlegri danssýningu norðurljósanna.
Ef að þessi flóðbylgja af hlöðnum efnisögnum hefur þegar skollið á jörðinni má gera ráð fyrir að mikið magn þeirra hringsóli nú í segulsviði jarðar og þeytist jafnframt á milli segulskautanna tveggja.
Eitthvað af þeim mun áreiðanlega rekast á lofthjúp jarðar og þá verður ljósasýningin aurora borealis og aurora australis (Norður og suðurljós) til.
Þar sem heiðskýrt verður í nótt á Íslandi má því búast við miklum dansi norðurljósanna, svo fremi auðvitað að það verði nógu dimmt til að hann verði sýnilegur.
![]() |
Varað við öflugu sólgosi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2010 | 14:57
Herra trúaður
Klerkar heimsins eru samir við sig, sama hvaðan þeir koma og hverrar trúar þeir eru. Þeir hefja sig upp í predikunarstólana yfir almúgann til að leiða hann í allan sannleikann og þykjast hafa til þess eitthvert umboð í krafti almættisins. Eins og verða vill afvegaleiða þeir marga, enda aðeins breyskir menn, þegar allt kemur til alls.
Trúarskilningur klerka nær yfirleitt afar stutt, svona rétt ofaní eigin buddu. Alla vega aldrei það langt að þeir sjái að í þeirra eigin trúarritum er staða (klerkastéttin) þeirra yfirleitt fordæmd og ekki stafkrók þar að finna sem réttlætt gæti sjálftöku þeirra á guðlegu umboði til túlkunar trúarinnar fyrir aðra eða einhverra embættisverka yfirleitt.
Í Malasíu keppa þeir í þessum ófögnuði um " Imam Muda" titilinn í nokkurskonar raunveruleika þáttum. Sigurvegarinn þetta árið heitir Muhammad Asyraf Mohd Ridzuan og hlýtur að launum stöðu sem bænakallari í einni af helstu moskum Kuala Lumpur. Þá fær hann frýja pílagrímsferð til Mekka, styrk til náms í Sádi Arabíu, nýjan bíl, fartölvu og eitthvað af reiðufé. Allt eru þetta fín verðlaun fyrir það að geta tónað kóraninn. -
![]() |
Krýndur Ungur trúarleiðtogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.8.2010 | 19:13
Óhóf og græðgi
Mér hefur ætíð blöskrað óhófið og græðgin sem birtist í því þegar alsnægtasamfélögin efna til kappáts og / eða kappdrykkju. Kannski er um að kenna myndum af börnum með útþanda maga af sulti, sem teknar voru í hungursneyðinni í Bíafra, sem brenndu sig inn í meðvitund mína og annarra ungra íslenskra skólabarna seint á sjöunda áratug síðustu aldar.
Öfgalandið Bandaríkin hefur jafnan verið framarlega þegar kemur að þessum ósiðum en líklega hafa flestar velmegunarþjóðir gert sig sekar um að hafa gortað sig af alsnægtum sínum á þennan hátt.
En þetta er fín auglýsing fyrir matvöruframleiðendur og fólk er alveg hætt að taka eitthvað nöldur um hvað sé siðuðu fólki sæmandi og hvað ekki, alvarlega. - Það er jú "so gaman aðessu."
Ég óska Einari Haraldssyni ekki til hamingju með titilinn.
![]() |
Íslandsmeistari í pylsuáti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.7.2010 | 18:51
Var ekki Snorri Þorgrímsson búinn að afgreiða þetta?
Alltaf er það jafn fróðlegt að fylgjast með kjánalegum birtingarmyndum hjátrúar og fáfræði í samfélögum sem eiga að teljast siðmenntuð og uppfrædd.- Fyrir rúmum þúsund árum þegar að "kristnitökuhraunið" vall sögðu heiðnir menn að goðin væru reið vegna þess að Íslendingar hugðust taka kristni. Snorri goði Þorgrímsson afgreiddi málið með einni setningu sem flestir Íslendingar kunna í dag; "Hverju reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?"
Árið eitt þúsund tókust menn á um trúarbrögð á Alþingi á Þingvöllum. Stefndi allt í voða því hvorki kristnir menn né heiðnir vildi gefa eftir. Þegar deilurnar stóðu sem hæst kom maður hlaupandi og sagði að jarðeldur væri kominn upp í Ölfusi og stefndi í að hraun rynni yfir bæ Þórodds goða. Heiðnir menn drógu þá ályktun að jarðeldurinn væri vitnisburður um reiði goðanna, þannig væru þau að koma fram hefnd fyrir yfirgang hinna kristnu. En þá mælti Snorri goði Þorgrímsson hin fleygu orð: "Hverju reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?" Snorri virðist því ekki aðeins telja jarðelda af öðrum toga en reiði guðs eða guða, heldur einnig að jörð sú sem hann standi á hafi ekki sprottið fram fullsköpuð við sköpun heimsins. Þetta viðhorf Snorra telst mjög óvenjulegt á miðöldum og Sigurður Þórarinsson hefur kallað orð hans við þetta tækifæri "fyrstu jarðfræðiathugunina".
Snorri goði var líklega á undan samtíð sinni hvað þetta varðar, og það leið langur tími þar til fræðilegar skýringar á náttúruhamförum voru almennt á dagskrá. Kristnin sigraði á Íslandi og heimsmynd kaþólsku kirkjunnar skaut föstum rótum í þjóðlífinu.
![]() |
Gosið endurspeglaði reiði Guðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.8.2010 kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)