Herra trúaður

Klerkar heimsins eru samir við sig, sama hvaðan þeir koma og hverrar trúar þeir eru. Þeir hefja sig upp í predikunarstólana yfir almúgann til að leiða hann í allan sannleikann og þykjast hafa til þess eitthvert umboð í krafti almættisins. Eins og verða vill afvegaleiða þeir marga, enda aðeins breyskir menn, þegar allt kemur til alls. 

Trúarskilningur klerka nær yfirleitt afar stutt, svona rétt ofaní eigin buddu.  Alla vega aldrei það langt að þeir sjái að í þeirra eigin trúarritum er staða (klerkastéttin)  þeirra yfirleitt fordæmd og ekki stafkrók þar að finna sem réttlætt gæti sjálftöku þeirra á guðlegu umboði til  túlkunar trúarinnar fyrir aðra eða einhverra embættisverka yfirleitt.

Í Malasíu keppa þeir í þessum ófögnuði um " Imam Muda" titilinn í nokkurskonar raunveruleika þáttum. Sigurvegarinn þetta árið heitir Muhammad Asyraf Mohd Ridzuan og hlýtur að launum stöðu sem bænakallari í einni af helstu moskum Kuala Lumpur. Þá fær hann frýja pílagrímsferð til Mekka, styrk til náms í Sádi Arabíu, nýjan bíl, fartölvu og eitthvað af reiðufé. Allt eru þetta fín verðlaun fyrir það að geta tónað kóraninn. -


mbl.is Krýndur „Ungur trúarleiðtogi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það trúin sem kallar.. eða er það iPhone, bíll og peningar...

Tók eftir því að JVJ er mjög svo hrifin af múslímum... vill að ríkissjónvarpið varpi svona rugli út í loftið...

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 15:38

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er sammála þér, Svanur.

Þær stofnanir sem hafa verið reistar í kringum trúarbrögðin, snúast um veraldleg völd þeirra sem eru þar í forsvari.

Kristur sagði "Mitt ríki er ekki af þessum heimi." (John 18:36)

Því miður hafa of fáir fylgjendur hans - hvað þá annarra trúarbragða - staldrað við og ígrundað hvað hann átti við.

Kolbrún Hilmars, 2.8.2010 kl. 16:40

3 identicon

Hvað átti hann við Kolbrún?

það er nokkuð ljóst að ef við gerum ráð fyrir því að hann hafi raunverulega verið til, þá var hann ekkert nema geggjaður dómsdagsspámaður...

Annars var biblíu ritstýrt af kaþólsku kirkjunni.. marklaus bók með öllu.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 18:03

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

DoctorE, ef þú vilt heyra mína túlkun, þá er hún sú að boðskapur Krists hafi beinst að því huglæga - eingöngu! Sem er andstæða þess hlutlæga, og/eða veraldlega; blóðsúthellingar, þrælkun, fordómar, stríð og valdabarátta. En auðvitað má hver og einn eiga sína túlkun.

Ef þú ert að vitna til Armageddon (með dómsdagsspámennskunni) þá segir í Revelation: "I am Alpha and Omega." Þessi orð eru höfð eftir Guði/Jahve, ekki Kristi, og er ekki verri vísbending en hver önnur um að hin veraldlega barátta um sálirnar hafi þá þegar verið hafin.

Athyglisvert þó að Ragnarök okkar ásatrúarforfeðra eru að mörgu leyti samhljóða Armageddon. :)

Kolbrún Hilmars, 2.8.2010 kl. 18:30

5 identicon

Þessi orð eru höfð eftir mönnum Kolbrún...

Það er ekki athyglivert að önnur trúarbrögð séu með dómsdagsspár, það er normið í trúarbrögðum að vera með slíkar ógnir, ógnir sem hægt er að sleppa undan ef þú gerir eins og klerkarnir í þinni trú segja.

Þú hefur verið plötuð herfilega Kolbrún... eins og allir aðrir sem eru ofurseldir íslam, kristni,gyðingdómi,hindú... blah blah

Þetta er allt pólitík... don't fall for it


DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 19:05

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gott og vel, DoctorE. Ég lít ekki svo á að ég hafi verið plötuð eitt né neitt, því þótt ég sé forvitin um trúarbrögðin þá virði ég rétt allra til þess að trúa því sem þeim þóknast - þér líka.

En ég vil samt bæta við einu enn: Hefði Kristur ekki komið til, þá væru vestrænir menn gyðingatrúar, þ.e. Gamla Testamentið væri enn hið eina sanna trúarrit.

NEMA einhverjir þeirra hefðu fallið fyrir boðskap Múhammeðs...

Kolbrún Hilmars, 2.8.2010 kl. 19:36

7 identicon

Gamla testamentið er hið sanna trúarrit samkvæmt kristnum, þeir vitna sí og æ í það ... án þess væri kristni ekki til... og ekki heldur Íslam.

Kristur kom aldrei til, rétt eins og íslam notaði GT til að búa til sína bók, þá notaði kristna frumkirkjan það líka.... það er svo erfitt að byrja með algerlega ný trúarbrögð frá grunni.

Auðvitað má fólk trúa því sem það sýnist, fólk getur td trúað tölvupóstum frá Nígeríu, sent aleigu sína til einhverra gúbba þar.... en við hin sem vitum betur verðum að gera hvað við getum svo fólk sé ekki haft að fíflum og féþúfu.

Að virða trúartbrögð er að vanvirða manneskjur.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 20:47

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

DoctorE, það væri ekkert islam til ef Múhammeð hefði ekki verið til. Á sama hátt og það væri engin kristni til ef Kristur hefði ekki verið til. En að viðurkenna tilveru þeirra er ekki það sama og að trúa á þá sem slíka því báðir sögðust aðeins fulltrúar æðri máttar, Guðs.

Stóra spurningin var, er og verður: Er Guð til?

Kolbrún Hilmars, 2.8.2010 kl. 20:56

9 identicon

Múhammeð var alveg örugglega til... hann var bara maður sem skapaði sínar sögur til að fá fólk til að berjast með sér... Sama má segja um kristna... en því miður fyrir þig þá eru öruggar heimildir um Jesú engar; Biblían sjálf talar einfaldlega gegn sjálfri sér... guðspjöllum ber alls ekki saman;
Ef við segðum að meintir skríbentar biblíu væru glæpamenn í yfirheyrslu hjá lögreglu... það ber sögum þeirra svo illa saman að þeir yrðu allir dæmdir í steininn.

Ron L Hubbard var líka til... hann bjó til Vísindakirkju með því einu að búa til fáránlegar geimverusögur þar sem Xenu er ~messías.

Kirkjan varð að finna stað fyrir Sússa... svona toppstöðu, hún tók sig til og gerði Jesú að dyraverðii fyrir guð gamla testamentis.. Jesú flaug til himna, Mummi fór á hesti...

Nei, guð er ekki til... Við lifum.. deyjum.. Game over.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 21:23

10 identicon

Er ég einn um að finnast kristilegi stjórnmálaflokkurinn hans Jesú.. úps hans JVJ sé hreint fáránlegur þegar hann vill fá svona "ungur trúarleiðtogi" á RÚV :)

http://krist.blog.is/blog/krist/#entry-1081885

doctore (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 12:38

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nei, við erum þrjú :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.8.2010 kl. 12:53

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

DoctorE,  þú hefur farið um víðan völl í umræðu okkar og ég átta mig ekki alveg á því hvar þú stendur gagnvart trúarbrögðunum.  Er það aðeins kaþólskan sem fer í taugarnar á þér - eða öll heimsins trúarbrögð?

Þú veist væntanlega að í mannréttindayfirlýsingu SÞ segir "Allir skulu frjálsir hugsana sinna, samvisku og trúar" osfrv skv. 18. greininni?

Ef þú hins vegar viðurkennir sem staðreynd að meirihluti mannkyns á sér hin ýmsu  trúarbrögð, en að þau eigi ekki erindi inn í stjórnsýslu ríkjanna (það sem ég kalla hið veraldlega en þú "mannanna orð")  þá höfum við a.m.k. fundið einn sameiginlegan punkt.   

Kolbrún Hilmars, 3.8.2010 kl. 15:45

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, allt er þegar þrennt er - er það ekki annars? 

Kolbrún Hilmars, 3.8.2010 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband