6.9.2010 | 15:07
Minni en sá minnsti?
![]() |
Minnsti maður heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2010 | 04:30
Allt í besta lagi
Af fréttum í ágúst mánuði mátti draga þá ályktun að miklu meiri fjöldi hefði sagt sig úr þjóðkirkjunni. Sagt var frá löngum biðröðum og svo miklu álagi að starfsmenn önnuðu ekki að skrá allar úrsagnirnar.
Eitthvað hefur þetta verið orðum aukið, því aðeins rúmlega þrjú þúsund manns sögðu sig úr Þjóðkirkjunni. - Þetta segir okkur að jafnvel þeim sem þóttu ásakanirnar á hendur Ólafi Skúlasyni fyrrverandi biskupi, og frammistaða núverandi biskups Karls Sigurbjörnssonar í því máli, engan vegin ásættanleg, telja mikill meirihluti þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni það ekki nægjanlega ástæðu til að yfirgefa hana.
Spurningin sem situr eftir, er hvað þarf mikið af innviðum kirkjustarfsins og trausti almennings á kirkjunni að bresta til að það yfirgefi hana. Það er greinilega ekki nóg að margheiðraður leiðtogi hennar hafi reynst vera kynferðisafbrotamaður og að núverandi biskup hafi bæði í mæltu máli og riti, gert mikil mistök þegar hann reyndi að hylma yfir malið og fara með rangfærslur til þess að varpa efasemdum a framburð þeirra sem ásökuðu herra Ólaf.
Þetta hljóta að vera skilaboð til kirkjunnar þegna um að allt sé í besta lagi innan kirkjunnar og það sem úrskeiðis hafi farið sé vel hægt að leiðrétta með einhverjum hætti.
![]() |
Mikil fækkun í þjóðkirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2010 | 13:29
Kynlíf í geimnum
Stephen Hawking og fleiri virtir vísindamenn hafa bent á það í bókum sínum að framtíð mankyns geti oltið á því hversu vel því tekst að lifa í aðstæðum þar sem þyngdaraflsins gætir lítið eða ekki. Fyrst og fremst hafa þeir í huga langar geimferðir.
Líklegt er að mannkynið þurfi fyrr eða síðar að leggja á sig slíkar geimferðir til að leggja undir sig nýjar plánetur og gera þær að heimili sínu. Ferðirnar eru svo langar að mannkyninu mun reynast nauðsynlegt að viðhalda sér með einhver konar tímgun á meðan á þeim stendur.
Þrátt fyrir að vísindamenn hafi bent á þetta, hefur enn verið lítið fjallað um þennan þátt geimferða og enn minna reynt til að rannsaka hann. Þá liggja nánast engar upplýsingar fyrir um áhrif langvarandi þyngdarleysis á fóstur.
Nokkrar umræður um þetta spennandi rannsóknarefni fóru í gang 1989 eftir að gabb-skýrslu sem gengur undir heitinu "skjal 12-571-3570" var dreift um heiminn. Margir trúðu skjalinu sem fjallaði um kynlífs tilraunir sem NASA var sögð hafa staðið fyrir í geimnum.
Samkvæmt skjalinu áttu þátttakendur í tilraununum að hafa reynt mismunandi samræðis-stellingar í þyngdarleysi. Tíu þeirra voru útlistaðar sérstakalega og sex þeirra voru taldar raunhæfar, en þær notuðu ákveðin hjálpargöng eins og belti og uppblásinn göng.
Þá fengu þessar sérstöku kynlífspælingar byr undir báða vængi þegar að hjónin Mark C. Lee og Jan Davis, bæði þrautþjálfaðir bandarískir geimfarar, flugu út í geiminn í rannsóknarerindum. Þau hafa samt aldrei staðfest að um kynlífsrannsóknir hafi verið að ræða.
Þá má eining geta þess að í fyrstu kynblönduðu geimferðinni sem farin var á vegum Sovétríkjanna sálugu árið 1982, lék sterkur grunur um að Svetlana Savitskaya sem einnig var fyrsta konan sem fór í "geimgöngu" hafi átt vingott við karl geimfarana sem tóku þátt í ferðinni og þannig í geimnum orðið fyrstu meðlimir 100 km.( 62 mílu) klúbbsins svo kallaða. Svipaður orðrómur komst aftur á kreik árið 1990 þegar að Elena Kondakova og Valery Polyakov, rússneskir geimfarar dvöldu samtímis um hríð í rússnesku geimstöðinni MIR.
Samkvæmt bestu heimildum hafa kynlífrannsóknir í geimnum aldrei farið fram. Miðað við hugsanlegt mikilvægi slíkrar þekkingar, er það með ólíkindum. Kannski hugsa menn sem svo að nægur tími sé til stefnu eða að óþarfi sé að rannsaka hluti sem sjái um sig sjálfir.
3.9.2010 | 00:44
Marsbúa cha cha cha
Ögmundur hefur hitt marsbúana. Hann hefur lært að að drekka súkkulaði, borga gamlar skuldir og slappa af í baði.
Greinilega ekki allir búnir að gleyma gömlu loforðunum.
Loks er hann kominn í tandurhreina vinstristjórn. Einhverjir af með-ráðherrunum tóku eflaust þátt í keflavíkurgöngunum á sínum tíma, aðrir hafa örugglega blístrað Nallann 1.Maí. Nú er komið að því að standa við stóru orðin.
Valdið til að láta reyna á þjóðarvilja í þessu máli, er óskorað, eins og er. Nú skal nota tækifærið og koma þessu gamla barrátumáli í framkvæmd.
![]() |
Íhugi þjóðaratkvæði um NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.9.2010 | 13:09
Hvað veit Stephen Hawking?
Stephen Hawking segir ljóst að Guð skapaði ekki heiminn, sé eftir honum rétt haft í þessari frétt. Mér sýnist hann samt aðeins vera að fást við þá tegund af Guði sem sagður er hafa valið jörðina sem heimili fyrir mannkynið og skapað allt í röð og reglu fra upphafi. -
Hugmyndir fólks um Guð eru mjög mismunandi og til eru hugmyndir sem ná langt út fyrir þá skilgreiningu sem Hawking virðist taka mið af í þessari nýju bók sinni. Til dæmis gefur Hawking sér að tilvist þyngdarafls geri skapara óþarfan og að "sjálfsurð" sé því möguleiki. Væntanlega hefur Hawking verið ljóst að þyngdaraflið var til, þegar hann lýsti því yfir í fyrri bók sinni að Guð væri ekki ósamrýmanlegur vísindalega skoðuðum heimi. Hvernig sem því er varið verður næsta spurning þá; hvaðan kom þyngdaraflið?
![]() |
Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2010 | 01:47
Skítlegt eðli
Það er stórfurðulegt og um leið upplýsandi að lesa sum bloggin við þessa frétt. Þingkona lætur eitthvað gróft flakka í gríni. Hún kemst að því að það var hljóðritað og heldur að það geti komið sér í koll. Hún biðst innilega afsökunar opinberlega og allir pólitísku bloggararnir setja upp flokksgleraugun til að ámæla henni eða hrósa, eftir því hvaða lit gleraugun þeirra bera.
Er það staðreyndi að fólk sé orðið það ringlað að það getur ekki hugsað sér að horfa á neitt nema í gegnum þessi gleraugu?
Hreppapólitíkin hér áður fyrr þótti oft rætinn og skensið flaug á milli pólitíkusana, oft í bundnu máli, og oft á nokkuð gróft. Það heyrir sem betur fer fortíðinni til að mestu.
Enda kunna fæstir stjórnmálamenn nú til dags að setja saman stöku, hvað þá annað.-
Í seinni tíð hafa menn að mestu varað sig á að segja ekki neitt ljótt opinberlega. Það er orðið svo sjaldgæft að fólk man enn eftir því þegar að einhver þingmaður sagði um annan að hann hefði skítlegt eðli.....sem er næstum því að segja honum að hoppa upp í rassgatið á sér...eða þannig.
![]() |
Ég biðst innilega afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2010 | 13:34
Óvissa og pirringur
Fyrirsögnin á fréttinni er "Óvissa meðal ráðherra". En óvissan teygir sig miklu lengra, til þjóðarinnar allrar. Óvissa og pirringur eru aðaleinkenni íslensks samfélags í dag.
Jóhanna Sig. og ríkisstjórn hennar finnst greinilega nóg komið af þessum látalátum með "fagráðherra" í ríkisstjórn. Það var spunabragð af þessum útnefningum á sínum tíma og nú er ljóst að gripið var til þeirra úrræða til að lægja óánægjuöldur almennings með pólitískar stöðuveitingar til fólks sem ekkert hefur til bruns að bera annað en að hafa unnið dyggilega fyrir flokkinn í einhvern tíma. Það er ljóst að um sýndaleik var að ræða.
Eins er með nýju lögin um fjármögnun stjórnmálaflokka. Þar var greinilega aldrei meiningin að breyta neinu í grundvallaratriðum. Í þeim er tryggt að fólk geti áfram keypt sér áhrif og stöður innan flokkanna.
Það var heldur aldrei meiningin að kalla saman stjórnlagaþing sem gæti starfað án beinna áhrifa stjórnmálaflokkanna.
Grímurnar falla ein af öðrum af samtryggingarkerfi fjórflokksins og ríkisstjórn Jóhönnu. Samtímis renna á almenning tvær grímur. Óvissa kemur í stað bjartsýni, pirringur í stað umburðalyndis.
![]() |
Óvissa meðal ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2010 | 10:10
Rannsókn fyrir opnum tjöldum
Sem fyrr er mér umhugsað um það hvers vegna rannsókn þessa máls fer nú fram fyrir svo til opnum tjöldum. Óttast menn ekkert að sá grunaði verði dæmdur fyrirfram af almenningi? Ef að rannsóknin væri á lokastigum og sekt hans þætti nægilega sönnuð til að gefa út ákæru, mundi þurfa að greina frá helstu þáttum ákærunnar. En nú virðist málið afar snúið, ýmsir möguleikar í stöðunnni og yfirheyrslur yfir sakborningi tæpast hafðar. Þá er algjörlega ósvarað spurningum um sakhæfi. - Fólk gæti alveg spurt sig, hver verður staða þessa unga manns ef hann reynist saklaus eða ósakhæfur?
![]() |
Myndir frá Vogum skoðaðar í morðrannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2010 | 01:34
Kórkódílatár Tony Blair.
Það er erfitt að ímynda sér Tony Blair hryggan. Sérstaklega út af ákvörðunum sem hann tók og var svo sannfærður um að "hann væri að gera rétt". Mikill meiri hluti bresku þjóðarinnar var á öðru máli. Það skipti Blair engu. Hann vildi stríð og í stríð fór hann. Margt bendir til að hann hafi haldið að honum tækist að réttlæta ákvörðun sína eftir að búið var að hengja Saddam Hussein. Það tókst honum ekki. Allt fór í kalda kol í Írak og ekki sér enn fyrir endann á ósköpunum, jafnvel þótt breskir og bandarískir hermenn séu á leiðinni heim.
Spunameistarar Blair, sem stóðu sig vel þegar hann var enn við völd, vita að ekkert gengur eins vel í Breta eins og að sjá menn sem hafa hreykt sér hátt, brjóta odd af oflæti sínu. Þeir mega heldur ekki sýnist kaldir gagnvart örlögum þeirra sem þeir hafa fórnað.
Þegar að Blair var yfirheyrður af rannsóknanefndinni sem fer nú yfir stríðsreksturinn, var til þess tekið hversu iðrunarlaus hann var. Úr þessu reynir hann að bæta í þessari bók sinni og smyr þykkt á. - Blair er sorgmæddur yfir því að fólk hefur dáið í stríðinu sem hann trúði á. Hann er sorgmæddur, en hann iðrast einskis. Hann hefur enn rétt fyrir sér.
![]() |
Hryggur vegna fórnarlamba í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.8.2010 | 12:50
Sterki leiðtoginn
Jón Gnarr er að reyna að hætta að reykja. Andstæðingar hans gera mikið úr því að hann viðurkennir, af þeim sökum, að vera pirraður út í sjálfstæðismenn. Þeir eiga bágt með að skilja hvernig maður í pólitískri ábyrgðarstöðu getur leyft sér að tjá sig á heiðarlegan hátt um sjálfan sig. Þeir segja það merki um veikleika og vanhæfni. Þeir eru vanir því að pólitíkusar afneiti statt og stöðugt breyskleikum sínum og kenni öðrum um ef eitthvað bjátar á. Þeir eru vanir hinum sterka leiðtoga, sem aldrei viðurkennir mistök.
Persónulega finnst mér Jón Gnarr maður meiri fyrir að viðurkenna að nikótínleysið hafi áhrif á hann. Styrkleiki hans sem leiðtogi felst í heiðarleika hans, ekki hversu góður hann er í að hylma yfir galla sína.
![]() |
Pirringur vegna nikóktínfíknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2010 | 05:15
Að snúa vörn í sókn
Þorsteinn Pálsson var ráðherra dóms og kirkjumála. Ólafur Skúlason kom að máli við hann til að ræða stöðu sína. Hvað sagði Þorsteinn við hann. Hver var "staða" Ólafs í augum Þorsteins?
Sjálfsagt sagði Þorsteinn við hann eitthvað álíka og allir aðrir. Fyrst var að fullvissa hann um dyggan stuðning ráðuneytisins, segja honum að hann hefði ekkert að óttast, að það myndi verða tekið á málunum, ef það færi þá eitthvað lengra.
Ólafur var fullkomlega öruggur og í góðri stöðu. Það stóðu allir með honum. Hann hafði greiðan aðgang að valdamönnum landsins, þar á meðal dóms og kirkjuráðherranum. Hann var í svo góðri stöðu að hann gat leyft sér að kæra konurnar fyrir að vera að ljúga þessu upp á sig. Því miður var málinu vísað frá eða það látið niður falla. Hver ákvað það?
![]() |
Átti nokkra fundi 1996 með Ólafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2010 | 16:40
Hver lekur?
Spurningin sem vaknar við lestur þessarar fréttar, og reyndar einnig þeirrar sem birtist fyrr í dag um málið, er hvers vegna þessar upplýsingar leka svona glatt í fjölmiðlana. Auðvitað eru fjölmiðlar gráðugir í að komast í fréttir tengdar þessu máli, en hver lekur og hvers vegna? -
Er það lögreglan sem er að veita fréttamönnum upplýsingar um málið eða er hún að tala af sér, eins og svo oft áður. - Fréttir eru skoðanamyndandi og ekki síst fréttir af sakamálum. Til að byrja með veittu lögregluyfirvöld afar litlar upplýsingar um málið, enda rannsóknin þá enn á fullu. Nú koma þessar upplýsingar, rétt eins og málið sé þegar upplýst.
![]() |
Blóð fannst á skóm mannsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.8.2010 | 09:58
Ljósanótt í skugga skulda
Þetta er gersamlega óskiljanlegt. Fáir bæjarstjórar hafa notið eins mikillar hylli meðal bæjarbúa og bæjarstjóri Reykjanesbæjar sl. ár og fáir bæjarstjórar landsins fengið jafn óskorað umboð til verka og Árni og flokkur hans. Allt virtist ganga svo vel. Alla vega fyrir kosningar. Nú blasir bara við gjaldþrot.
Þetta eru skelfileg tíðindi og ljósanótt á næsta leiti. Ætli að það verði að spara að lýsa upp bergið?
Annars mátti alveg segja sér að það mundi kosta eitthvað að fegra bæinn eins og Árni hefur gert. Allar þessar grjóthrúgur á hringtorgunum og eiginlega hvar sem hægt hefur verið að sturta þeim, hafa þurft sitt.
![]() |
Rukkaður um 1,8 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2010 | 02:07
Lausnir fyrir kirkju í vanda
Ég hlustaði þolinmóður á konuna vaða elginn;
"Oh, er ekki hægt að loka þessu leiðinda máli einhvern veginn. Er ekki nóg komið? Á svo að fara að skipa einhverja nefnd til að draga málið enn meir á langinn. Er ekki maðurinn sem á að hafa gert alla þessa hræðilegu hluti, löngu dáinn? Því var ekki hægt að grafa þetta mál með honum? Hverjum á að refsa ef nefndin segir að hann sé sekur. Og hver á biðja hvern afsökunar ef hann er það ekki? Og hvað vilja allar þessar kerlur sem eru eða klaga hann upp á pall? Ætla þær að draga alla prestastéttina inn í þetta mál, eða hvað? Hvað ætla þær að halda þessu lengi áfram? Hvar ætla þær að stoppa? Á kannski að svipta bæði dómkirkjuprestinn og biskupinn hempunum. Mér sýnist allt stefna í það. Annars er mér alveg sama hvað margir prestar voru viðriðnir þetta mál. Það breytir því ekki að ég ætla að halda áfram að vera í þjóðkirkjunni. Ég ætla ekki að láta einhvern kjólklæddan biskupsperra hrekja mig í burtu úr kirkjunni minni." -
Gamla konan leit mæðulega upp í himininn og dæsti. -
Ég greip tækifærið og sagði; "Það eru til tvær lausnir á þessu máli. Aðeins tvær lausnir sem komið geta í veg fyrir að svona nokkuð gerist nokkurn tíman aftur. - Það er hægt að leggja kirkjuna algerlega niður. Hvernig lýst þér á það?"
Gamla konan hristi höfuðið ákaft.
"Hin lausnin er að banna körlum að gerast prestar innan hennar. Þá yrðu aðeins til kvennprestar. Það mundi vera ákveðið réttlæti eftir allar aldirnar sem konum var meinað að gerast prestar kirkjunnar."
Gamla konan leit á mig með rönken-augnaráðinu sínu, fórnaði höndum og gekk síðan sveiandi í burtu.
![]() |
Segir allt stjórnkerfið hafa stutt Ólaf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2010 | 20:09
Bretar tapa alltaf fyrir Íslendingum
Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingar fá tækifæri til að lúskra á Bretum, alla vega ekki á löglegan hátt. En þegar það gerist notum við tækifærið út í ystu æsar. Utanríkisráðherra sakaði á dögunum Breta um að hafa gert ólöglega árás á Ísland. Þarna komum við loks höggi á þá fyrir það óréttlæti. Gunnar Nelson heldur uppi heiðri þjóðarinnar sem samanstendur af afkomendum manna og kvenna sem eitt sinn voru fræg fyrir að láta aldrei tækifæri úr hendi sleppa til að hefna sín á óvinum sínum. (Það kom okkur reyndar á kaldan klaka og undir Noregskonung, en það er önnur saga)
Annars líkar okkur sem þjóð, ágætlega við Breta sem þjóð.
Þrátt fyrir að þeir gerðu heiðarlega tilraun til að ná hér völdum á fimmtándu öld og settu meira að segja enskan biskup yfir okkur
og að þeir eru eina þjóðin sem hertekið hefur landið
og eru einnig eina þjóðin sem við höfum átt í stríði við (ef stríð má kalla) eru Bretar nokkuð vel þokkaðir á meðal okkar.
Ég held að það sé vegna þess að þeir hafa ætíð tapað þessum viðureignum við okkur.
Íslendingum líkar vel við þá sem þeir geta borið sigurorð af á einhvern hátt.
Alla vega tókst þeim ekki að ná hér varanlegum völdum og "enska öldin" leið undir lok þegar þeir fundu enn gjöfulli fiskimið úti fyrir Nýfundnalandi.
Hernám þeirra endaði líka þegar við kölluðum til stóra bróðir okkar í vestri, hvers lönd við höfðum numið og síðan gefið honum eftir,
og auðvitað töpuðu Bretar líka þorskastríðunum eins og frægt er.
Núna bætir Gunnar fyrir árásina sem þeir gerðu á okkur þegar þeir beittu á okkur hryðjuverkalögunum og gerðu skálkunum sem þá voru við stjórn bankanna ókleyft að flytja meira fjármagn úr sjóðum þeirra á Bretlandseyjum til Tortóla.
![]() |
Gunnar sigraði einn efnilegasta Bretann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2010 | 14:24
Framtíð vonarinnar um að græða á heimildarmynd um Ísland
Að flagga Frú Vigdísi Finnbogadóttur í kynningarmyndbandinu er sterkt áróðursbragð hjá þessum krökkum frá Bretlandi, sem segjast hafa langað til að búa til kvikmynd sem sýndi afleiðingar hrunsins frá annarri hlið. Það sem Vigdís hefur að segja eftir hrun, er það sama og hún hafði að segja fyrir hrun. Það voru og eru sígild sannindi.
Ég læt alveg milli hluta liggja hvernig kvikmundin var fjármögnuð, en í fljótu bragði sýnist mér hún líta út eins og hvert annað auglýsingamyndband fyrir ferðamenn þar sem gömlu góðu klisjurnar eru lesnar yfir myndefnið.
"Glöggt er gests augað", málshátturinn sem Íslendingar nota til að réttlæta allskonar vitleysu sem haldið er fram af útlendingum, á við þetta framtak að því leiti að krakkarnir eru naskir í að tína upp og tyggja klisjurnar allar sem gengið hafa þennan venjulega jórturhring meðal almennings. Að spila á grunnhyggna þjóðernisrembu landans er greinilega orðið að ágætri tekjulind fyrir útlendinga.
Ég hélt satt að segja að það hefði verið ein af lexíum hrunsins að láta það ekki henda okkur aftur.
En það er vel mögulegt að Íslendingar fjölmenni enn í kvikmyndahús til að heyra útlendinga taka viðtöl við sig. Það er einnig mögulegt að krökkunum takist að selja ræmuna til BBC eða Channel 4, eða ef ekki vill betur til Discovery Channel. Sem slík á hún þá eftir að virka, rétt eins og gosið í Eyjafjallajökli, sem ágætis auglýsing fyrir landið.
![]() |
Framtíð vonarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2010 | 01:14
Pyndingar í Sádí-Arabíu
Ef til vill verður frétt eins og þessi til að vekja athygli á hlutskipti tugþúsunda kvenna sem vinna við húsþrif og þjónustu fyrir auðugar Sádi-fjölskyldur. Vegna fátæktar leita mikill fjöldi Srí Lanka búa, ekki síst kvenna, sér að atvinnu fjær heimalandi sínu. (1.5 milljón) 350-450.000 þeirra eru taldir starfa í Sádi-Arabíu. Þar vinna þeir fyrir litlum launum og búa við mjög erfið skilyrði. Líkamsmeiðingar og barsmíðar eru daglegt brauð.
Í mörgum tilfellum er um að ræða lítt dulbúið þrælahald, þar sem fólki, sér í lagi konum, er haldið gegn vilja sínum og er alls varnað vegna fjárskorts og skeytingarleysis Sádi-Arabískra stjórnvalda.
Til dæmis er haldið að stjórnvöld hafi ekki veitt þeirri konu sem greinin fjallar um, neina aðhlynningu þegar hún loks komst á flugstöð til að fljúga heim til sín. Þvert á móti var henni haldið einangraðri í fjóra tíma án matar eða drykkjar, áður en henni var hleypt upp í flugvél til Srí Lanka.
Rúmlega 300 Srí Lanka-búar sitja í fangelsum í Sádi-Arabíu en fangelsin þar fyrir útlendinga eru alræmd fyrir illa meðferð á föngum.
Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um þetta ástand á alþjóðlegum vettvangi. Sádi-Arabía hefur eins og kunnugt er hreðjatak á Bandaríkjunum og Evrópu í krafti olíunnar sem þeir framleiða og selja. Að ræða um meint mannréttindabrot í Sádí við stjórnvöld í Sádí- Arabíu er ígildi þess að segjast ekki þurfa að kaupa lengur af þeim olíu.
Spurningin er hvað lengi almenningur getur staðið hjá í forundran yfir þeim óvenjulegu og grimmu refsingum sem í landinu tíðkast. Ekki er langt síðan frétt barst frá Sádi-Arabíu um að til stæði að hegna brotamanni með því að fá lækna til að lama hann.
![]() |
19 naglar fjarlægðir úr konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.8.2010 | 21:24
Móbergshellur og málverk
Því er ekki logið upp á Árna J. Hann er fremstur reddara á meðal þingmanna og fremstur þingmanna á meðal reddara. Í þessu málverki á Grænlandi í félagi við pólitíska andstæðinga sína, er honum lifandi lýst.
Og það sem meira er, í þetta sinn, er ekkert að því þótt það komist í hámæli hvað aðhafst er.
Svo hefur ekki verið um öll greiðaverk Árna.
Stundum hefur hann aðeins fengið bágt fyrir greiðvikni sína og hjálpsemi.
Árni J. er einn af gömlu fyrirgreiðslupólitíkusakynslóðinni sem réði þingheimi fyrir 15 árum og höfðu gert frá því að þingið var endurstofnsett.
Að redda málningu á hús, grús í grunn, hellum í hlaðið eða tönnum upp í Gústa, þótti sjálfssögð fyrirgreiðsla sem aðeins öfundarmenn höfðu eitthvað við að athuga og þá aðeins í stuttan tíma, eða þar til metingurinn var jafnaður með einhverri reddingu fyrir þá.
Mér finnst það vel til fundið hjá Árna að sína hversu smásmugulegt fólk getur verið, með því að taka upp á eigin arma og kostnað, að fegra heimili ókunnugs manns á Grænlandi þegar honum sjálfum var fyrir skömmu meinað um fáeinar móbergshellur til að fegra eigið heimili út í Vestmannaeyjum.
![]() |
Þingmenn máluðu húsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2010 | 12:48
Hann er ekki 112 ára
Þessi mynd sannar að þessi maður ( Ahmed Muhamed Doreer) er ekki 112 ára.
Mér er alveg sama þótt hann borði kíló af Ginsengi á dag, ef hann væri 112 ára mundi hann ekki hafa rautt skegg.
Heyrðu, nema að hann liti það.
Svo er hann með skjannahvítar tennur eins og George Clooney.
Jú, þær gætu svo sem verið falskar.
Svo er hann óvenju sléttur í framan....Já þú meinar...lýtaaðgerðir
Hvernig kemst annars svona vitleysa í heimspressuna?
![]() |
112 ára maður giftist 17 ára stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2010 | 00:13
Heyrði hann enginn hrópa á hjálp?
Ungur maður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Þessi ungi maður valdi að tjá hugrenningar sínar á myndböndum og birta þau á youtube. Þegar þetta er skrifað eru þau enn þar að finna.
Að horfa á myndböndin er vægast satt átakanlegt. Hugarástand hans endurspeglast í titlum myndskeiðanna; Játning til Hildar, Hvernig þetta endaði, Ringulreið, Nýtt upphaf.
Ég horfði á öll myndböndin og get ekki betur heyrt og séð að síðasta myndbandið "Nýtt upphaf" hafi verið angistarfullt hróp á hjálp. Heyrði það einhver?
Myndböndin tala sínu máli fyrir utan það sem drengurinn er að segja. Svo til berir veggirnir á bak við hann, myndirnar á bolnum hans og í síðasta myndbandinu "Nýtt upphaf", eru allir litir horfnir úr herberginu hans.
Með þessu er ég ekki að fella neinn dóm á það hvort þessi ungi maður er sekur eða saklaus, en Það er búið að birta nafn þessa drengs opinberlega svo framhaldið verður erfitt hvernig sem fer. Alla vega á hann og fjölskylda hans alla mína samúð, hver sem útkoman úr þessu hörmungarmáli verður.
![]() |
Neitar sök í morðmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |