Pyndingar í Sádí-Arabíu

Ef til vill verður frétt eins og þessi til að vekja athygli á hlutskipti tugþúsunda kvenna sem vinna við húsþrif og þjónustu fyrir auðugar Sádi-fjölskyldur. Vegna fátæktar leita mikill fjöldi Srí Lanka búa, ekki síst kvenna,  sér að atvinnu fjær heimalandi sínu. (1.5 milljón) 350-450.000 þeirra eru taldir starfa í Sádi-Arabíu. Þar vinna þeir fyrir litlum launum og búa við mjög erfið skilyrði. Líkamsmeiðingar og barsmíðar eru daglegt brauð.

Í mörgum tilfellum er um að ræða lítt dulbúið þrælahald, þar sem fólki, sér í lagi konum, er haldið gegn vilja sínum og er alls varnað vegna fjárskorts og skeytingarleysis Sádi-Arabískra stjórnvalda.

Til dæmis er haldið að stjórnvöld hafi ekki veitt þeirri konu sem greinin fjallar um, neina aðhlynningu þegar hún loks komst á flugstöð til að fljúga heim til sín. Þvert á móti var henni haldið einangraðri í fjóra tíma án matar eða drykkjar, áður en henni var hleypt upp í flugvél til Srí Lanka. 

Rúmlega 300 Srí Lanka-búar sitja í fangelsum í Sádi-Arabíu en fangelsin þar fyrir útlendinga eru alræmd fyrir illa meðferð á föngum.

Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um þetta ástand á alþjóðlegum vettvangi. Sádi-Arabía hefur eins og kunnugt er hreðjatak á Bandaríkjunum og Evrópu í krafti olíunnar sem þeir framleiða og selja. Að ræða um meint mannréttindabrot í Sádí við stjórnvöld í Sádí- Arabíu er ígildi þess að segjast ekki þurfa að kaupa lengur af þeim olíu.

Spurningin er hvað lengi almenningur getur staðið hjá í forundran yfir þeim óvenjulegu og grimmu refsingum sem í landinu tíðkast. Ekki er langt síðan frétt barst frá Sádi-Arabíu um að til stæði að hegna brotamanni með því að fá lækna til að lama hann.


mbl.is 19 naglar fjarlægðir úr konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Í Sádi Arabíu er litið öðruvísi á mannréttindi en er gert á vesturlöndum hvort sem að okkur líkar það eða ekki.

Mér líst vel á þá hugmynd að lama afbrotamann ef hann er búinn að fremja alvarlegan glæp og er til vandræða í fangelsinu.

Hannes, 29.8.2010 kl. 02:49

2 identicon

Sádi-Arabía er það land þar sem finna má íslam í sinni tærustu mynd.  Þrælahald og ill meðferð á konum, hvað þá kafír-konum, er heldur talið til dyggða í hinum vanheilaga kóran.

Sádi-Arabía fjármagnar moskur um allan hinn vestræna heim í því augnamiði að öll lönd fá sama stjórnarfar og Sádi-Arabía í fyllingu tímans.  Lög íslams.

marco (í táradalnum) (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 11:04

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi frásögn kemur þeim ekki á óvart, sem kynnt hafa sér undirgefni við Mána-gvuðinn Allah. Hindurvitni þeirra, sem aðhyllast sömu skoðanir og Muhammad, á sér engin takmörk. Til dæmis er öruggt að naglarnir urðu að vera 24, af trúarlegum ástæðum. Múslimar telja tölur vera tákn frá Allah og Kubburinn (al-Kabah) í Mekka er uppspretta þessarar hugmyndar.

 

Flestir Vesturlandamenn hafa barnalega afstöðu til þessa myrka átrúnaðar. Jafnvel sumir einfeldingar, í trúarsöfnuðum sem mátt hafa þola fjöldamorð af völdum einhvers Abdullah (þræll Allah), tala áfram um einn gvuð. Þessi ótúlega afstaða, á sérstaklega við um Bahá-Allah trúna, sem virðist vera einhvers konar tilraun til að ljúga Islam (undirgefni við Allah) inn á Vestræna menn.

 

Hvað þurfa að koma upp mörg tilvik eins og þessi negling á Ariyawathi, til að fólk taki upp alvöru baráttu gegn öllu sem tengist Allah ? Neglingar eru örugglega alþekkt pyntingaraðferð í heimi Allah, þótt ég hafi ekki heyrt minnst á hana áður. Að minnsta kosti er ljóst að flugvallar-yfirvöld í Riyadh vissu fullvel hvers eðlis var. Sjálfsagt hafa margir flúið Saudi-Arabíu eftir svipaðar pyntingar.

 

Annars skrifa ég þessar línur til að hæla þér Svanur. Þessi færsla þín er sönn og kraftmikil. Getur verið að þú hafir öðlast nýgjan skilning á Islam ? Getur verið að þú hafir fengið þig saddan af boðskap Mírzá Husayn-Alí Nuri ? Ef þú svarar þessum spurningum játandi býð ég þig velkominn í samfélag siðaðra manna.

 

 

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 12:13

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað þurfa að koma fram margir "Loftar Alticear Þorsteinssynir" til að fólk taki upp baráttu gegn þeim sjúku hugsunum sem hann stendur fyrir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2010 kl. 13:17

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það gustar af stráknum Axeli, en allt hans hjal er heimskunni undirgefið. Þannig ritar hann núna blogg undir því geðslega heiti: Stjórnarskrárnauðgarar. Þar reynir Axel að færa rök fyrir því að það sé nauðgun á Stjórnarskránni að samþykkja breytingar á henni í þinglok. Kjáninn virðist telja að breytingar á stjórnarskrá skulu gerðar á miðju þingi eða í upphafi þings  - eða að minnsta kosti ekki í lok þings. Hann segir meðal annars:

 

Það er gert þannig að breytingartillagan er síðasta mál sem er samþykkt er á Alþingi fyrir hefðbundnar kosningar og tillagan síðan samþykkt af þeim sömu flokkum að loknum kosningum án þess að stjórnarskrárbreytingarnar hafi fengið nokkra sérstaka umræðu í kosningabaráttunni. Þannig hefur stjórnmálapakkið fótum troðið og nauðgað stjórnarskránni hvenær sem það hefur séð sér hag í því og þjóðin látið það viðgangast.

 

Ekki þess að vænta að Axel Jóhann skilji muninn á breytingum á Stjórnarskránni og því að semja nýgja Stjórnarskrá. Það hefur svo sem vafist fyrir meiri mönnum en honum. Í Stjórnarskránni stendur:

 

79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.

 

Þarna er talað um “breytingu eða viðauka” sem merkir minniháttar breytingar. Fram að þessu hefur verið staðið eðlilega að breytingum á Stjórnarskránni og ekki verið um neina “nauðgun” að ræða. Framundan virðist hins vegar vera samning nýrrar stjórnarskrár og um hana verður að halda þjóðaratkvæði. Ekki dugar að Alþingi samþykki nýgja stjórnarskrá á tveimur þingum í röð. Ekki búast samt við að Axel skilji þetta.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 14:33

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vá!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2010 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband