Framtíð vonarinnar um að græða á heimildarmynd um Ísland

Að flagga Frú Vigdísi Finnbogadóttur í kynningarmyndbandinu er sterkt áróðursbragð hjá þessum krökkum frá Bretlandi, sem segjast hafa langað til að búa til kvikmynd sem sýndi afleiðingar hrunsins frá annarri hlið. Það sem Vigdís hefur að segja eftir hrun, er það sama og hún hafði að segja fyrir hrun. Það voru og eru sígild sannindi.

Ég læt alveg milli hluta liggja hvernig kvikmundin var fjármögnuð, en í fljótu bragði sýnist mér hún líta út eins og hvert annað auglýsingamyndband fyrir ferðamenn þar sem gömlu góðu klisjurnar eru lesnar yfir myndefnið. 

"Glöggt er gests augað", málshátturinn sem Íslendingar nota til að réttlæta allskonar vitleysu sem haldið er fram af útlendingum, á við þetta framtak að því leiti að krakkarnir eru naskir í að tína upp og tyggja klisjurnar allar sem gengið hafa þennan venjulega jórturhring meðal almennings. Að spila á grunnhyggna þjóðernisrembu landans er greinilega orðið að ágætri tekjulind fyrir útlendinga.

Ég hélt satt að segja að það hefði verið ein af lexíum hrunsins að láta það ekki henda okkur aftur.

En það er vel mögulegt að Íslendingar fjölmenni enn í kvikmyndahús til að heyra útlendinga taka viðtöl við sig.  Það er einnig mögulegt að krökkunum takist að selja ræmuna til BBC eða Channel 4, eða ef ekki vill betur til Discovery Channel. Sem slík á hún þá eftir að virka, rétt eins og gosið í Eyjafjallajökli, sem ágætis auglýsing fyrir landið.


mbl.is Framtíð vonarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Tek undir þetta með þér.

TARA, 29.8.2010 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband