Kórkódílatár Tony Blair.

Það er erfitt að ímynda sér Tony Blair hryggan. Sérstaklega út af ákvörðunum sem hann tók og var svo sannfærður um að "hann væri að gera rétt". Mikill meiri hluti bresku þjóðarinnar var á öðru máli. Það skipti Blair engu. Hann vildi stríð og í stríð fór hann. Margt bendir til að hann hafi haldið að honum tækist að réttlæta ákvörðun sína eftir að búið var að hengja Saddam Hussein. Það tókst honum ekki. Allt fór í kalda kol í Írak og ekki sér enn fyrir endann á ósköpunum, jafnvel þótt breskir og bandarískir hermenn séu á leiðinni heim.

Spunameistarar Blair, sem stóðu sig vel þegar hann var enn við völd, vita að ekkert gengur eins vel í Breta eins og að sjá menn sem hafa hreykt sér hátt, brjóta odd af oflæti sínu. Þeir mega heldur ekki sýnist kaldir gagnvart örlögum þeirra sem þeir hafa fórnað.

Þegar að Blair var yfirheyrður af rannsóknanefndinni sem fer nú yfir stríðsreksturinn, var til þess tekið hversu iðrunarlaus hann var. Úr þessu reynir hann að bæta í þessari bók sinni og smyr þykkt á. - Blair er sorgmæddur yfir því að fólk hefur dáið í stríðinu sem hann trúði á. Hann er sorgmæddur, en hann iðrast einskis. Hann hefur enn rétt fyrir sér.


mbl.is Hryggur vegna fórnarlamba í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það vita allir sem vilja vita- að Írakstríðið var hagsmunastríð stórveldana.

Brynjar Jóhannsson, 1.9.2010 kl. 01:45

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Blair er sorgmæddur núna yfir gerðum sínum í Írak, rétt eins og ríkiskirkjan Íslenska er sorgmædd núna yfir biskupsdurtinum, þegar allir möguleikar í bókinni hafa verið reyndir og sorgar og iðrunar aðferðin stendur ein eftir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2010 kl. 02:12

3 identicon

B-LIAR hafði aldrei neitt val. skipti engu hvað honum kann að hafa fundist. hann var strengjabrúða.

Halldór C. (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 02:38

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Halldór, Já þú segir... Margir hafa velt þessu fyrir sér en það hafa ekki komið neinar sannafærandi kenningar um hvers vegna hann er/var strengjabrúða. Íhlutun BP kemur sterkast til greina, en þessi mikla tryggð við Bush er óskiljanleg.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.9.2010 kl. 10:50

5 identicon

Bandaríski herinn er að mínu viti ekki að fara neitt. 50.000 bandarískir hermenn verða áfram í Írak, auk tugþúsunda málaliða, hverra launagreiðslur hvíla einnig á bandarískum skattgreiðendum. Bardagar og sprengjutilræði halda áfram en um leið lýsir Bandaríkjastjórn því einhliða yfir "að stríðinu sé lokið". Þetta fer að verða einum of Orwellískt.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 14:38

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þorgeir; Það er kórrétt að dátarnir frá usa eru ekki allir að fara. Obama varð samt að segja eitthvað og nú sagði hann stríðið búið, í annað sinn. Bush var búinn að segja það líka um borð í flugmóðurskipi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.9.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband