Rannsókn fyrir opnum tjöldum

Sem fyrr er mér umhugsað um það hvers vegna rannsókn þessa máls fer nú fram fyrir svo til opnum tjöldum. Óttast menn ekkert að sá grunaði verði dæmdur fyrirfram af almenningi? Ef að rannsóknin væri á lokastigum og sekt hans þætti nægilega sönnuð til að gefa út ákæru, mundi þurfa að greina frá helstu þáttum ákærunnar. En nú virðist málið afar snúið, ýmsir möguleikar í stöðunnni og yfirheyrslur yfir sakborningi tæpast hafðar. Þá er algjörlega ósvarað spurningum um sakhæfi. - Fólk gæti alveg spurt sig, hver verður staða þessa unga manns ef hann reynist saklaus eða ósakhæfur?  


mbl.is Myndir frá Vogum skoðaðar í morðrannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju ætti hann að vera ósakhæfur?

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 15:34

2 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Veit ekki hvernig þetta er hér á landi en menn eru ósakhæfir í t.d. usa ef þeir þjást af einhvers konar geðröskun sem leiðir til þess að viðeigandi viti ei af broti sínu.

Guðni Þór Björnsson, 1.9.2010 kl. 15:45

3 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

verð að vera sammála með rannsóknaraðferðirnar, það er ekki búið að dæma manninn en almenningur fær þetta nánast live í æð. Skrítin vinnubrögð!!

Guðni Þór Björnsson, 1.9.2010 kl. 15:51

4 identicon

Verð að vera sammála þessu, án þess að fylgjast neitt sérstaklega með þessu máli eða vera tengdur þessu á nokkurn hátt,

Þá fynnst mér fáranlegt að það séu fréttir fram og til baka um hugsanlega mögulega og fræðilega möguleika á hinu og þessu.

Hvernig væri að rannsaka þetta bara og láta okkur vita um útkomuna og fara þá í útskýringar á smáatriðinum.

Guðni Freyr Pétursson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 19:14

5 identicon

Fyrir opnum tjöldum er varla rétta orðalagið. Staðreyndin er sú að það rétt tekst að toga nokkrar setningar upp úr lögreglunni og almennt er hún ekkert að draga nein tjöld frá og halda sviðinu opnu.

Það er alls ekki rannsókn fyrir opnum tjöldum þótt einstaka atriði fari í fjölmiðlana.

Ef lesin eru Norræn sakamál, sést hvernig sum lögregluembætti hafa fikrað sig í átt að því að hafa morðrannsóknir fyrir opnum tjöldum og það er mjög ólíkt Hannesarmálinu.

Steini. (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband