Hvað veit Stephen Hawking?

Stephen Hawking segir ljóst að Guð skapaði ekki heiminn, sé eftir honum rétt haft í þessari frétt. Mér sýnist hann samt aðeins vera að fást við þá tegund af Guði sem sagður er hafa valið jörðina sem heimili fyrir mannkynið og skapað allt í röð og reglu fra upphafi. -

Hugmyndir fólks um Guð eru mjög mismunandi og til eru hugmyndir sem ná langt út fyrir þá skilgreiningu sem Hawking virðist taka mið af í þessari nýju bók sinni. Til dæmis gefur Hawking sér að tilvist þyngdarafls geri skapara óþarfan og að "sjálfsurð" sé því möguleiki. Væntanlega hefur Hawking verið ljóst að þyngdaraflið var til, þegar hann lýsti því yfir í fyrri bók sinni að Guð væri ekki ósamrýmanlegur vísindalega skoðuðum heimi. Hvernig sem því er varið verður næsta spurning þá; hvaðan kom þyngdaraflið?


mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessu er auðsvarað: Þyngdaraflið er Guð

Hetjan (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 13:14

2 Smámynd: Arnar

Ef þyngdaraflið er guð þá er það engin af þeim fleirri þúsund guðum sem mannkyn hefur skáldað sér upp síðustu 100.000 árinn eða svo.

Og já, þið allir kristnu, bahá, etc. eruð þá eintómir trúvillingar eins og við efasemdamenn :)

Hvernig væri að kasta frá sér villitrúnni og fara að tilbiðja þyngdaraflið.

Arnar, 2.9.2010 kl. 13:27

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þyngdaraflið hefur ef til vill fallið af himnum ofan.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.9.2010 kl. 13:28

4 identicon

Því miður eru þessar staðhæfingar hans án efa réttar.

Þá því miður fyrir trúað fólk sem hefur trúað á skáldsagnapersónu mest allt sitt líf.

Að geta lifað svona í sjálfsblekkingu skil ég ekki.

Þið hljótið að vita betur svona innst inni. :)

Einar (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 13:43

5 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hvernig sem því er varið verður næsta spurning þá; hvaðan kom þyngdaraflið?

Það verða alltaf til spurningar. Svarið við þeim er bara aldrei guð, því guð er andstæðan við svar, guð er nafn á ósvaraðri spurningu.

Kristinn Theódórsson, 2.9.2010 kl. 13:53

6 identicon

Eins og bubbi morthens sagði. "Að reina sannfæra mann um að Guð sé ekki til er álíka að Reyna drekka sand."

Af hverju þarf eitthvað að hafa búið til þyngdaraflið? Er það ekki bara lögmál, eitthvaðs sem er og verður alltaf til. 

Jakob Ó (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 13:53

7 identicon

Steven Hawkins er einn af mestu hugsuðum okkar samtíma og þegar hann lætur eitthvað frá sér þá hlusta menn.

Tvennt á ég ákaflega erfitt með að skilja.

1.  Af hverju trúaðir eyða öllu þessu púðri í að sannfæra vantrúarmenn um að Guð sé til. Ef þeir vita og trúa að Guð sé til er það ekki nóg fyrir þá. Ef Guð er til og er almáttugur þá ætti það litlum máli að skipta hvort einhverjir örfáir kjósa að trúa eða ekki. Guð er ekkert minni fyrir það.

2. Af hverju vantrúaðir eyða öllu þessu púðir í að sannfæra trúaða um að Guð sé ekki til. Ef Guð er ekki til þá skiptir það bara engu máli þótt einhverjir trúaðir vilja trúa því að hann sé til. Það er algerlega þeirra vandamál. Vantrúaðir eru í raun að rísast um hlut sem er ekki til í þeirra augum. Þetta er svona svipað og að ræða um það hvort kýr geti flogið. Fyrir venjulegan mann þá trúir hann því alls ekki og ef annar maður trúir því þá yrði það tímaeyðsla fyrir þá að fara að rífast um það.

Er kannski svarið við báðum spurningum að allt þetta umstang og rifrildi á báða bóga er í raun og veru trúboð. Þ.e. vantrúarmenn eru að boða út sína vantrú og trúaðir eru að boða út sína trú. Þá kemur spurningin hvor hópurinn er betri??? Ég ætla ekki að svara því heldur leyfa öðrum um að dæma um það.  

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 14:08

8 identicon

Þorvaldur..

The difference between an Atheist and a Christian (or whatever religion he preaches) is that the Atheist is trying to get his point across with knowledge and from a scientific standpoint but the Christian from pure faith and ignorance towards all of our findings these past 300 years. 

(I can read Icelandic but I'm awful at writing it ;D)

Paul... (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 14:22

9 identicon

Hver skapaði lögmálin sem að komu stórahvelli af stað, þ.m.t. massa?  Það er alveg ótrúlegt hvað við manneskjan getum verið fyndin, það er ekkert langt síða að Oxford einn virtasti háskóli í heim viðurkenndi að jörðin væri ekki flöt, eigum við eitthvað að ræða þetta?  Það eina sem að við getum verið full viss um að við vitum er að við vitum ekki neitt, þ.a.l. erum við stanslaust að læra eitthvað nýtt   "You miss too much these days if you stop to think" ...

Kv.

Atlinn

Atlinn (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 14:27

10 Smámynd: Arnar

Þorvaldur, get ekki svarað fyrir allan en varðandi nr. 2: Þá snýst þetta engan vegin um að fá trúaða til að kasta trúnni.  Trúleysingjar vilja bara fá frið fyrir trúnni, hvort sem það er í skattheimtu (við borgum sóknargjöld sem renna beint í ríkissjóð meðan félagsgjöld trúaðra eru dregin frá þeirra skattgreiðslum), skólum eða daglegu lífi.

Mér er alveg sama hvort fólk trúi því að kýr geti flogið, ég vill bara ekki borga mönnum laun fyrir að boða það, ég vill ekki að alþingi hefjist á því að menn dásami fljúgandi kýr, ég vill ekki þurfa að hlusta á það eða horfa á það í ríkisfjölmiðlum og ekki að börnunum mínum sé kennt það í ríkisskólum.. nema viðkomandi geti með staðfestanlegum hætti sýnt flugtækni kúa svo ég geti prófað það sjálfur. 

Fljúgandi kýr og fólkið sem trúir á þær eiga ekki að fá forgang í samfélaginu.

Arnar, 2.9.2010 kl. 14:28

11 identicon

Leyfið mér að þýða fyrir ykkur það sem félagi Svanur er raunverulega að segja
"Grenj Hawking veit ekker, ég á extra líf; Ég mun aldrei deyja; Ég er Svanur sérstaki sem master of the universe elskar"

Ta da

doctore (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 14:29

12 identicon

Þorvaldur, þessi fljúgandi belju samlíking er að einfalda vandamálið svolítið mikið, en allt í lagi, notum hana áfram.

Finnst þér í lagi að fólk sem trúir á fljúgandi beljur sölsi undir sig dýrmætar klukkustundir í hverri viku úr skólastarfi barna þinna til að kenna um og boða trú á þessar skepnur?

Finnst þér í lagi að milljarðar af skattpeningum okkar fari í að reisa byggingar sem tileinkaðar eru fljúgandi beljum?

Finnst þér í lagi að fólk myrði og meiði hvort annað í deilum um það hvaða spámaður fer réttast með frásagnir af hinum fljúgandi beljum?

Finnst þér í lagi að höfundar námsbóka og kennarar hundsi alla okkar vísindalegu þekkingu á flug- og lofteðlisfræði vegna þess að það stangast á við allt sem skrifað hefur verið um fljúgandi beljur?

Ef þú hefur svarað einhverju af ofangreindu játandi verð ég að játa mig sigraðan við að reyna að útskýra fyrir þér af hverju trúleysingjar berjast við það að fólk sé hugsandi verur og gagnrýni þúsund ára gamlar hugmyndir þegar nýrri og áreiðanlegri heimildir liggja fyrir.  

Vésteinn (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 14:41

13 identicon

Ég veit að ég trúi ekki á guð, ekki í eina mín og það sem Arnar segir hér fer alveg gífurlega í taugarnar á mér líka. Það sem pirrar mig ennþá meira eru ofurlaunin sem prestar eru á. Presta útá landi fá allan ágóða af presta lóðinni. Það er að segja þeir fá allt úr æðavarpi, fiskveiði ám og svo framvegis í sína vasa + það að fá laun + þurfum við að borga fyrir þjónustu þeirra við skírnir, fermingar, brúðkaup, jarðafarir og so on.. afhverju þurfum við að borga þeim og kirkjunni fyrir að vinna vinnuna sína þegar þeir eru nú þegar að fá laun

Brynja (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 14:41

14 identicon

Einstein sagði að eftir hans löngu rannsóknir á alheiminum '' in the end, there has to be a god ''. Hver hefur þá rétt fyrir sér, Hawking eða Einstein ? Svarið er BÁÐIR ! En GUÐ er ekki það sem mannskepnan hefur ímyndað sér, heldur er alheimurinn samsettur af mörgum og óendanlegum alheimum (parallel universes) og allt líf í þesum alheimum er endalust ( perpetual continuation ).

Það er því óþarfi að staðhæfa einhverjar kenningar svokallaðra sérfræðinga því allt er eilíft. Maðurinn, skepnurnar, heimurinn allur.

Verið því róleg, því þið haldið öll áfram !

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 14:45

15 identicon

Baldvin...Það er nú bara einn möguleiki af mörgum :P

Skil nú ekki hvað þú meinar með að líf sé endalaust. Líf er bara aukaafurð alheimsins. Alheimurinn getur alveg verið til án lífs, skil ekki hvað líf kemur þessu við.

Davíð (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 15:05

16 identicon

"It was, of course, a lie what you read about my religious convictions, a lie which is being systematically repeated. I do not believe in a personal God and I have never denied this but have expressed it clearly. If something is in me which can be called religious then it is the unbounded admiration for the structure of the world so far as our science can reveal it." - Albert Einstein in Albert Einstein: The Human Side, edited by Helen Dukas (Einstein's secretary) and Banesh Hoffman, and published by Princeton University Press.

Hans (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 15:06

17 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Atlinn":

það er ekkert langt síða að Oxford einn virtasti háskóli í heim viðurkenndi að jörðin væri ekki flöt, eigum við eitthvað að ræða þetta? 

Já, endilega ræðum þetta: http://en.wikipedia.org/wiki/Myth_of_the_Flat_Earth

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.9.2010 kl. 15:16

18 identicon

Bottom læn: Allir sem trúa á guð trúa raunverulega ekki á guð, þeir einfaldlega finnst þeir sjálfir vera svo rosalega spes að þeir eigi að lifa að eilífu.
Cry-Baby stuff; Mjög svo LAME í alla staði...

Ég er sáttur við að vera dauður þegar ég er dauður.. ég get ekkert gert, allar síst fer ég að kaupa heimskulegust sögur allra tíma...

Ég segi það og skrifa Svanur og þið hin sem trúið að þið séuð eilíf... þið hafið fallið fyrir "Yfirnáttúrulegu" "nígeriu" svindli... þið félluð vegna eigin græðgi..

P.S. Guð hatar gráðuga.. .;)

doctore (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 15:19

19 identicon

Herrar mínir og frúr! Allir endurskodi nú líf sitt í snarhasti thví nýr sannleikur er fram kominn. Hér eftir trúa menn á Stórahvell Hawkings, atómkrafta, mólikúl og addráttaraflid og thá verdur heimurinn allur annar og betri og vid vitrari og skynsamari.

krissi (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 15:23

20 identicon

Ég trúi ekki að heilvita fólk sé enn að ræða um guðshugtakið. Geta ekki bara þeir sem vilja farið í Krossinn og fengið andlegt detox eða sökkt sér niður í Bækurnar og horfið aftur til steinaldar?

Stephen Hawking þarf kannski eðlisfræðileg rök til þess að afneita glórulausri hugmynd um guðlegan mátt. Ég þarf ekki annað en hugsa málið rökrétt til þess að sjá ranghugmyndirnar á bak við slíka kenningu. "Trúarbrögðin eru ópíum fyrir fólkið" (Karl Marx) Ég er ekki í dópi.

eldhúsfífl

Eldhúsfífl (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 15:23

21 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ef fólk sem tryði á guð hlustaði á rök, þá tryði það ekki á guð.

Jón Ragnarsson, 2.9.2010 kl. 15:39

22 identicon

Það er náttlega hlægilegt að Svanur "spyrji" hvað Hawking viti...

Því svo elskaði maðurinn sjálfan sig að hann bjó til guð sem elskar hann... Það má öllum vera ljóst að þegar trúmenn tala um guð, þá eru þeir að tala um sjálfa sig.

doctore (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 15:50

23 Smámynd: Mofi

Kristinn
Það verða alltaf til spurningar. Svarið við þeim er bara aldrei guð, því guð er andstæðan við svar, guð er nafn á ósvaraðri spurningu
Hvað ef það er einfaldlega rétta svarið?  Ætlar þú að hafna rétta vísindalega svarinu vegna þinnar trúar?

Mofi, 2.9.2010 kl. 16:12

24 identicon

Á ég að blanda mér í þetta og peppa upp stemninguna?

Hólímólí (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 16:21

25 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi

Hvað ef það er einfaldlega rétta svarið?  Ætlar þú að hafna rétta vísindalega svarinu vegna þinnar trúar?  

Þú virðist ekki átta þig á því að guð er óskilgreinanlegt orð sem fólk leikur sér með eftir eigin hentisemi og duttlungum. Einn daginn þýðir það þetta, hinn daginn eitthvað annað. Guð þýðir þannig allt og ekkert og öllum virðist vera gefið að ætla orðinu að þýða það sem þeim finnst vanta upp á þekkingu sína um alheiminn.

Guð = það er spurning.

Hvað orsakaði heiminn? Það er spurning.

Merkingarlaust svar og þar af leiðandi ekki svar í neinum vitrænum skilningi. Ekki frekar en það er vitrænt að kalla meinta frumorsök heimsins guð og þykjast þá hafa svarað einhverju. Guð sem óskilgreinanlegt orð er bara merkimiði og spurningunni er ekki svarað með því að gefa svarleysinu nafn.

Kristinn Theódórsson, 2.9.2010 kl. 16:22

26 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Algerlega sammala nafna minum her ad ofan skil ekki tessar trætur.

Þorvaldur Guðmundsson, 2.9.2010 kl. 16:28

27 identicon

Vésteinn:Ef þú hefur svarað einhverju af ofangreindu játandi verð ég að játa mig sigraðan við að reyna að útskýra fyrir þér af hverju trúleysingjar berjast við það að fólk sé hugsandi verur og gagnrýni þúsund ára gamlar hugmyndir þegar nýrri og áreiðanlegri heimildir liggja fyrir. 

Vésteinn ég var alls ekki að taka afstöðu í þessu máli en ef þú vilt fá mitt persónulega svar þá mundi ég svara öllu ofangreindu neitandi.

Mér finnst bara ótrúlega mikill tími fara í þessar umræður og hvað er búið að sannfæra marga??? Ég er ekki viss um að til dæmis menn eins og Mofi hafi náð því að sannfæra einn einasta vantrúaðan um að trúa með öllu því sem hann er búinn að skrifa. Ég er heldur ekki viss um að doctore hafi tekist að aftrúa neinn trúaðan.

Ég hef mestan áhuga á vísindalegu hliðinni á tilurð alheimsins því að í mínum augum er eingöngu hægt að líta á hann út því sjónarmiði.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 16:30

28 identicon

Til hamingju Svanur... þú ert nú orðin Mofi þinnar trúar...

Hvetjum Svan og Mofa og alla trúmenn til að segja okkur frá.. ekkert er betra til að sýna fólki hversu mikil vitleysa trúarbrögð eru

doctore (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 16:33

29 Smámynd: Mofi

Kristinn
Guð sem óskilgreinanlegt orð er bara merkimiði og spurningunni er ekki svarað með því að gefa svarleysinu nafn.
Að þú skiljir eitthvað ekki eru ekki rök fyrir einhverju. Þú síðan svarar ekki spurningunni, hvað ef Guð þess vegna Guð Biblíunnar er rétta svarið, ætlar þú þá að hafna rétta svarinu vegna þess að þú hefur ákveðnar trúar skoðanir?

Mofi, 2.9.2010 kl. 16:36

30 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi

Að þú skiljir eitthvað ekki eru ekki rök fyrir einhverju.

Hvað er það sem ég skil ekki, Mofi? Guðinn þinn og t.d. Ólafs í Hvarfi eiga einfaldlega ekkert sameiginlegt, þið talið varla sama tungumálið. Hvað eruð þið þá að tala um þegar þið notið orðið guð? Það er einfaldlega ekki ljóst.

Þú síðan svarar ekki spurningunni, hvað ef Guð þess vegna Guð Biblíunnar er rétta svarið, ætlar þú þá að hafna rétta svarinu vegna þess að þú hefur ákveðnar trúar skoðanir?

Hvað er guð biblíunnar? Þú og Jóhanna guðfræðingur eruð bæði trúðu á guð biblíunnar, en það er sama sagan með þig og hana eins og með þig og Ólaf í Hvarfi. Guðshugmyndir ykkar eiga lítið sem ekkert sameiginlegt og þið talið varla sama tungumálið.

Guð er merkingarlaust orð og því ekki skýring á neinu.

En ef einhvern tíman tekst að skilgreina guð eitthvað og sanna á hann einhverja eingileika, þá getur hann vel verið svar við einhverri spurningu.

Kristinn Theódórsson, 2.9.2010 kl. 16:47

31 identicon

Orðið "guð" er orðskrípi, orðskrípi sem trúaðir nota yfir græðgi sína og ótta...

doctore (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 16:49

32 identicon

Nýjustu vísindafréttir: Hver sá sem trúir að þróunakenning sé rétt.. mun hljóta eilíft líf í lúxus.

Þetta er það eina sem gæti fengið trúmenn til að færa sig í átt að sannleikanum.. það er að ljúga að það séu verðlaun.. extra líf í lúxus.

Einn góðan verðurdag í framtíðinni munu vísindin hugsanlega getað gefið ykkur "eilíft" líf... mun Mofi og Svanur + aðrir trúmenn hafna að fara í slíkt... Myndu þeir segja: Nei ég ætla að deyja núna.. vegna þess að Guddi er með vara-líf fyrir mig....

Það er alveg ljóst að 99.9% trúmanna myndu ekki stóla á Gudda í þessu dæmi, þeir myndu hlaupa á vísindalega "lausn"
Já Svanur og Mofi eru á lífi í dag, þökk sé vísindalegum framförum; Án vísindana er góður möguleika á að Svanur og Mofi hefðu aldrei fæðst... eða hefðu drepist í kringum 20 ára aldur.. drepist úr auðlæknanlegum sjúkdómum.

Samt dissa Svanur og Mofi það sem raunverulega gerir þeim kleift að lifa... slík er græðgi þeirra

doctore (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 17:17

33 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég vil byrja á að þakka þeim sem hér hafa lagt orð í belg.

Ég spurði einfaldrar spurningar; " hvaðan kom þyngdaraflið?" fyrir  hvers sakir alheimurinn varð til ef rétt er vitnað í Hawking.  Hawking virðist gefa sér að þyngdaraflið teljist ekki með þegar talað er um "alheiminn" og það hafi verið til áður en alheimurinn varð til.

Svörin hér eru flest á einn veg; Við vitum það ekki, en það á ekki uppsprettu sína í neinum Guði. - Hvernig fólk kemst að þeirri niðurstöðu er látið liggja á milli hluta.

Doctore heldur áfram að hatast út í hugmyndir fólks um tilvisst Guðs og breiðir út í staðinn gleðiboðskap dauðahyggjunnar með íbexastílnum sem hann er orðin frægur fyrir. Það er svo sem allt í lagi, svo fremi sem hann fer ekki yfir strikið :) 

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.9.2010 kl. 17:30

34 identicon

Ég skil ekki þega menn eru að tala um það að verið sé að boða ákveðna trú í grunnskólum, kennarar kenna trúarbragðarfræði í skólum þeir eru ekki að boða ákveðna trú og síðan í yngri bekkjum sleppa kennarar að kenna kristinfræðsluna sem þeir eiga að gera samkvæmt aðalnámsskrá.

Skækill (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 17:37

35 identicon

Dauðahyggja... bíddu snúast trúarbrögð ekki vel flest um dauðann... ég veit ekki betur.

Það sem ég segi snýst um lífið... að ykkar EINA líf er of mikilvægt til þess að sóa því í fáránlega ímyndaða undankomuleið frá því óhjákvæmilega, dauðanum.

Gafst mér líka aðvörun undir rós Svanur... það er eitt af trúarheilkennunum... Við sjáum td Jóhönnu/Naflaskoðun sí og æ að vera að afsaka sig með að ég noti einhver orð sem eru særandi...

Sad

DoctorE (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 17:46

36 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hawking virðist gefa sér að þyngdaraflið teljist ekki með þegar talað er um "alheiminn" og það hafi verið til áður en alheimurinn varð til.

Eins og þú "virðist" gefa þér að guð - sem þú veist ekkert um - teljist ekki með þegar talað er um "alheiminn" og hann hafi verið til áður en alheimurinn varð til.

Hawking er þó líklegri til að vita hvað hann er að segja.

Kristinn Theódórsson, 2.9.2010 kl. 17:59

37 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Doctore. Ég hef ekki amast við ópersónulegum athugasemdum frá þér, og heldur ekki þeim sem að mér persónulega er beint. Ég bið þig aðeins að gæta þess hvað þú segir um aðra en mig. Það er allt og sumt, svo ekkert sé á milli okkar "undir rós". -

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.9.2010 kl. 18:01

38 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ekkert skrítið að sú hugmynd hafis sprottið fram að endurfæðing ætti sér stað og sálinn smá saman þroskaðist og/eða útvíkkaðist við hvert jarðneskt skeið - uns einhverri ,,fullkomnun"  væri náð o.s.frv.  og þá væri færsla á annað level.  Það eiginlega meikar mikinn sens.  Þessvegna eiga einhverjir erfitt með að skilja hvern annan.  Menn eru þá að tala á mismunandi hæðum og heyra ekki til hvors annars.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2010 kl. 18:07

39 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kristinn; Það er ekki rétt að ég viti ekkert um Guð. Ég veit nægilega mikið til að geta dregið þá ályktun að hann sé upphafsorsök alheimsins. Ég veit líka að tómhyggjan sem er rökrétt lífskoðun  svo fremi sem enginn er Guð, er afar slæm fyrir einstaklinginn og samfélagið.

Hins vegar veit ég ekki hvað Hawking veit, þess vegna er fyrirsögnin á pistlinum "Hvað veit Hawking". Um að Hawking sé líklegri til að vita hvað hann segir ég um það sem ég segi, finnst mér furðuleg ályktun. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.9.2010 kl. 18:14

40 identicon

Hinn endanlegi sannleikur mun aldrei koma í ljós. Svo lengi sem fólkið ákveður hvað sé og hvað ekki.

Ægir (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 18:19

41 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Svanur

Það er ekki rétt að ég viti ekkert um Guð. Ég veit nægilega mikið til að geta dregið þá ályktun að hann sé upphafsorsök alheimsins. Ég veit líka að tómhyggjan sem er rökrétt lífskoðun  svo fremi sem enginn er Guð, er afar slæm fyrir einstaklinginn og samfélagið.

Orðið guð er svo gott sem merkingarlaust og því ekki hægt að vita neitt um það - annað en hvað menn segja að það þýði.

Hvort tómhyggja sé óheppileg kemur málinu ekkert við, hvort sem það er satt eða ekki. Ef sannleikurinn verður til þess að eyða öllu lífi í alheiminum, þá breytir það því ekki hver sannleikurinn er, en það breytir því náttúrulega hvort við eigum að eltast við hann. Það er hinsvegar ekki spurt að því þegar spáð er í hvað sé og hvað ekki.

Kristinn Theódórsson, 2.9.2010 kl. 18:39

42 identicon

Kristinn,

þar sem þú nefnir mig varðandi orðtakið "guð", þá í fyrsta lagi nota ég það orð helst ekki og mikið þar sem það er hlaðið meiningum úr öllum áttum...ég hef persónulega skilgreinst það orð þó nokkrum sinnu í samtölum okkar út frá þeirri merkingu sem ég legg í það.  Ég er sáttastur við skilgreininguna úr hebresku með orðunum

"Gomer - Oz - Dabar" ( G.O.D.) eða "vitund-vilji - vitsmunir"

Ég tel þessa skilgreiningu sennilega og raunhæfa að því leiti að tilvera okkar er nákvæmlega þetta í raun og því getur maður skilið margt úr fornum ritum eins og að maðurinn sé skapaður í guðs mynd, semsagt sem vitund-vilji og vitsmunir.

Ég tel einnig að orðið guð sé ekki rétt notað almennt þegar verið er að ræða hið svo abstrakt hluti eins og hið algera absolúta, þetta sem enginn hugur getur hugsað og engin mælt af munni, ekkert frekar en að hugurinn geti framkallað mynd af eilífð eða óendanleika.

Trúarbrögðin eru mótuð úr frumspeki og til að skilja fúndamentin á bakvið trúarbrögðin þurfa menn að kafa í frumspekina, allt annað verður tilfinningagrautur og illrekjanlegt orðasalat.

Guð er skilgreinanlegt orðtak en þó að mestu óhlutbundin meining rétt eins og þyngdaraflið og tíminn.  Við erum guðir.... segja sumir :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 18:51

43 identicon

Ekki botna ég í Stephen Hawking. Að segja að allt verði til úr engu vegna "eðlisfræðilögmála" virkar nú bara eins og trúarjátning. Enda fullyrðir hann að menn "muni" komast að þeirri niðurstöðu. Seinna meir.

Þetta er viðlíka þvættingur eins og þegar hann hélt því fram að víð ættum að óttast geimverur, og fara að vinna að því að finna okkur nýja reikistjörnu til búsetu.

Rétt eins og efnishyggja er innantómt rökskraut.

Jóhann (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 19:13

44 identicon

Ekki skil ég hvað mönnum finnst illskiljanlegt við alheiminn, allt sem í honum er og lífið í heild. Eins og þetta liggur ljóst fyrir - beint fyrir framan nefið á öllum.

Hólímólí (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 19:18

45 identicon

Kannski það sé tilgangur í sjálfu sér að sem fæstir viti sannleikann?

Hólímólí (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 19:20

46 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég er ekki búinn að lesa allt hér fyrir ofan, en langar að svara Þorvaldi Þórissyni kl. 14:08.

Af hverju vantrúaðir eyða öllu þessu púðir í að sannfæra trúaða um að Guð sé ekki til (sic).

Alltaf skulum við vera við sama heygarðshornið.  Menn geta ekki skilið að við erum ekkert að segja að Guð geti ekki verið til, enda vitum við ekki einu sinni hvað orðið þýðir.  Við erum bara að benda á að það er asnalegt að trúa á hann, eða það, ..... eða hvað þetta Guð er nú annars.

Áherslan er semsé ekki hvort Guð er til eða ekki, heldur það að trúa á hann, þvert ofan í alla skynsemi.

Theódór Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 20:22

47 identicon

úff, að þið skulið ekki átta ykkur á þessari þvælu sem þið eruð að spjúa yfir samlanda ykkar. Að geta einfaldlega gefið sér að guð hafi alltaf verið til og sé uppruni alls með þessari rökleysu sem þið standið fyrir er meira en nokkur heilvita maður getur þolað.

Svanur, þú hefur minna en ekkert á bakvið það sem þú ert að segja, náhvæmlega ekki neitt til að styðja þessar fráleyddu hugmyndir sem þú ert svo haldinn.

Spáum aðeins í þessu:

""Ég spurði einfaldrar spurningar; " hvaðan kom guð?" fyrir  hvers sakir alheimurinn varð til ef rétt er vitnað í Svan.  Svanur virðist gefa sér að guð teljist ekki með þegar talað er um "alheiminn" og hann hafi verið til áður en alheimurinn varð til.""

Hljómar þetta kunnuglega?

eh..

"" Um að Hawking sé líklegri til að vita hvað hann segir ég um það sem ég segi, finnst mér furðuleg ályktun""

Ég bara veit ekki hvort sé frekar við hæfi, að flokka þetta sem eitthvert mikilmennskubrjálæði í þér Svanur, eða hvort þú sért virkilega að gera svona lítið úr þessum manni, einum mesta hugsuði okkar tíma. 

Ef þú hefiðr ef til vil eytt öllum þínum tíma jafn líkamlega hamlaður og Hawking, bundinn í stól með hugann einann, þá já, þú gærit hugsanlega vitað jafn mikið um það sem þú segir og það sem hann veit um það sem hann segir. En við getum einnig gefið okkur það að þú hefðir all sennilegast komist að sömu niðurstöðu og Hawking.

Legato (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 20:28

48 identicon

Ef menn hefðu ekki trúað á ýmislegt fyrirfram, "þvert ofan i alla skynsemi" þá er ég nú hræddur um að við værum ekki komin með þá þekkingu sem við erum komin með í dag.

Hólímólí (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 20:29

49 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Guðbergur,

Komdu með dæmi, bara svona til gamans.  Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt, en bara svona til að þú sýnir okkur fram á að þú hafir haft eitthvað í huga.  Svo væri gaman ef það væri eitthvað viðlíka eins heimskulegt eins og að álíta að Guð sé svarið.

Theódór Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 20:37

50 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ólafur,

Þetta var mergjað innskot hjá þér. Mér finnst ég skilja hvað þú meinar og get alveg sætt mig við að það sé speki í þessu.  Þarna finnst mér þú lýsa ákveðnum skilningi, sem er hógvær og opinn.

Þú færð plús í kladdann.

Theódór Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 20:55

51 identicon

Menn gleyma því að vísindin opinbera enga heildstæða hugmynd sem hægt er að trúa á. Trúarþörf mannsins beinist ekki að því að skilja heiminn í smáatriðum heldur að finna merkinguna með lífinu og finna Guð. Það er ekki hægt að trúa á eðlisfræðiþekkingu þó hún sé vísindalega sönn. Þekkingin um aðdráttaraflið eða atómkjarnan getur því ekki fyllt rúm trúarinnar því að trúin fjallar um allt annað. Hundurinn minn lyktar af hamrinum til að skilja hann og ég brosi bara að því. Hawkins hugsar heiminn út frá eðlisfræðiformúlum, hann mun aldrei skilja hann.

Arezzo (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 20:57

52 identicon

Theódór, að trúa að Guð sé til er ekkert asnalegra en að trúa því að aðdráttaraflið sé til. Eða er aðdráttaraflið líka á skjön við skynsemi?

bassi (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 21:03

53 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Varðandi spurninguna um hvað skapaði þyngdarkraft, þá vil ég byrja á að segja þetta: Þyngdarafl er ekki rétt að segja og á ekki við.  Afl er orka á tímaeiningu og hefur lítið að gera með fyrirbærið sem við í daglegu lífi skynjum sem þyngdarkraft.  Þyngdarafl væri vinnan sem væri unnin af þyngdarkrafti á tíma.

Massi skapar þyngdarkraft og þyngdarkrafturinn fylgir alltaf massanum.  Svo massi Mikla-hvellsins gat skapað þyngdarkraftinn sem skapaði Mikla-hvell.  Massi sveigir tímarúmið, en þar sem við getum ekki skynjað sveigjuna þá skynjum við í staðinn þyngdarkraft.

Varðandi það að spyrja út í það óendanlega, eins og margir trúaðir gera en reyna síðan ekkert að skilja eðlisfræði alheimins, en efast þó ekki sjáfir um eigin trúarsetningar og slangur, þá er þetta vitað:

Í alheiminum eru til ákeðnir alheimsfastar sem ekki er hægt að búa til úr öðrum eðlisfræðilegumföstum, sem dæmi ljóshraði.  Úr þeim má búa til náttúrulegan lengdarskala alheimsins, sem er svo smár að við höfum enga leið til að skoða hann núna.  Þar gæti legið leyndarmálið á bak við allt.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.9.2010 kl. 21:03

54 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Sérdeilis djúpt.

Hundurinn minn lyktar af hamrinum til að skilja hann og ég brosi bara að því.

Skemmtileg setning.  Fyrst skildi ég hana einfaldlega ekki.  Það er sennilega bjórnum að kenna.  Vona það allavega.

Svo fór ég að velta fyrir mér hvernig lykt væri af hömrum.  Hvort það væri bara svona eins og af mold og jörð.  Mér fannst samt dálítið einkennilegt að það gæti verið svona hamralykt af hundinum.  En, svo áttaði ég mig á því hvað ég er tregur.  Auðvitað var hundurinn að þefa af verkfærinu hamri.  Semsé svona áhaldi sem maður notar til að reka inn nagla.

En, Arezzo.  Ert þú viss um að þú vitir með hverjum hætti Steven Hawkins hugsar og sér heiminn?

Theódór Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 21:06

55 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Bassi,

Theódór, að trúa að Guð sé til er ekkert asnalegra en að trúa því að aðdráttaraflið sé til. Eða er aðdráttaraflið líka á skjön við skynsemi?

Ég geng útfrá að þú sért að grínast.

En svona til öryggis, hefur þyngdaraflið, eða til að fara rétt með (sjá innskot Margrétar hér fyrir ofan) þyngdarkrafturinn einhvernvegin farið alveg fyrir ofan garð og neðan hjá þér.  Hefur þú aldrei dottið?  Hefur þú aldrei misst eitthvað á gólfið?  Hefur þú aldrei gengið á fjall?

Jú annars.  Þú ert auðvitað bara að fíflast.  Ekki satt?

Theódór Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 21:13

56 identicon

Já, Theodór ég er nokkuð viss um að hann getur ekki innlimað hugmyndina um Guð í kenningar sínar um heiminn - einmitt af því að hann er raunvísindamaður. Hann myndi ógilda öll sín fræði ef hann færi að tala um Guð ( í guðfræðilegri merkinu)  í sömu andrá og Stórahvell eða aðdráttaraflið. Þetta sem Hawking segir er meira í ætt við skemmtilega ögrandi staðhæfingu fyrir almenning en einhverja sérstaka vísindalega niðurstöðu sem hefur guðfræðilega og tilvistarlega þýðingu. Hann er að leika sér maðurinn. Það er augljóst.

Arezzo (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 21:32

57 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég dreg í efa að við getum vitað hvort og hve mikið Seven Hawkins hefur velt Guði fyrir sér.  Hann er töluvert yfir meðalag sem spekúlant.  Ég gæti trúað að hann hafi hugsað mikið um þetta orð og hafi svo bara komist að skynsamlegri niðurstöðu.

Hvað er þetta Guð annars?

Theódór Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 21:42

58 identicon

Theódór,

takk fyrir hrósið :)

Margrét,

Massi sveigir tímarúmið, en þar sem við getum ekki skynjað sveigjuna þá skynjum við í staðinn þyngdarkraft.

frábær setning, ég var einmitt að vangaveltast með tímarúmið og massann til að finna setningu sem væri vert að íhuga... þú komst með hana :)

Skemmtileg pæling tengd Þessu og tilheyrir kannski öðrum þræði og það er samspil vitundar, þyngdarafls og tímarúms.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 21:48

59 identicon

Ég er einungis að vísa til þess að hann verður að notast við vissa aðferðafræði (aðffr. raunvísindanna), innan þeirrar aðferðarfræði finnst enginn Guð og er til óþurftar að blanda honum í málið. Ég kann vel við hófsamar athugasemdir þínar Theodór og þakka fyrir ágætt spjall. Zzz

Arezzo (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 21:52

60 identicon

Gott og vel Theodór, byggir þessi trú þín á tilvist aðdráttaraflsins því að þú sjáir það berum augum, eða einmitt vegna þess að þú finnur í sífellu fyrir áhrifum þess á heiminn: þú dettur, þú missir eitthvað á gólfið o.s.frv.?

bassi (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:04

61 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Arezzo,

Takk og sömuleiðis.

Theódór Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 22:06

62 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Æji, bassi,

Ég nenni ekki að fara að röfla um þetta við þig.  Annað blarsir við og er augljóst þegar Newton er búinn að benda manni á það, en hitt er bara orð.

Theódór Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 22:08

63 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Varðandi það sem ég skrifaði hér fyrir ofan, þá kemur það frá tvítugum syni mínum sem er eðlisfræðisnillingur Aðeins meira á blogginu hjá mér.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.9.2010 kl. 22:14

64 identicon

Já Newton var nógu klár til að þagga í þér varðandi aðdráttaraflið. En kallinn sá arna trúði nú reyndar heldur betur á Guð, sem gerir hann að asnalegum hálfvita samkvæmt þér. Enginn furða að þú nennir ekki að röfla um þetta...

bassi (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:20

65 identicon

Það er stöðugt verið að reyna að skilja úr hverju hlutir eru gerðir. T.d. hvað skapar heimin. (ekki hver=) Ok, við getum og munum eflaust eftir ekki allt of langan tíma(stjarnfræðilega það er að segja=) skilja heimin til fulls. Eða svona eins og mögulegt er fyrir manneskjur að skilja. En mun nokkurn tíma vera hægt að skilja hvað heimurinn "er"? Er heimurinn "eitthvað" ákveðið? Er eitthvað "handan heimsins"? Er eitthvað sem heitir "handan heimsins"? Ef svo er þá skiljum við í raun ekki heimin því að í hugtakinu "heimurinn" felst sjálkrafa allt sem er til! Pæliði í því...

Í raun mun aldrei vera hægt að skilja "heiminn" því hann er allt sem er og það er ekki hægt að segja svona; þetta er allt sem er(allur heimurinn)!

 Við getum í raun alveg hætt að röfla um Guð fyrr en við sammælumst um hvað "hann" eða "það" er. Ég held að allt fólk með heilu viti skilji að það er ekki verið að tala um manneskju eða veru með eiginleika manneskja sem stýrir öllu eins og manneskja stýrir t.d. tölvunni sinni. Kannski er boðskapurinn með Guði einfaldlega kærleikur? Það skiptir e.t.v. ekki öllu "hvort Guð sé raunverulega til", ef það má yfir höfuð segja þannig. Kannski er Guð heimurinn sjálfur? Kannski býr Guð einfaldlega í hverjum og einum. Kannski er Guð bara tákngerfingur kærleikans, alheimskærleikans? Mér er í raun sama hvort Guð sé til eða ekki bara að ég trúi á boðskapin sem Guð stendur fyrir= kærleikur. Vísindin eru mjög mögulega það merkilegasta og mikilvægasta sem maðurinn hefur gert, en mér gæti ekki verið meira sama um þau ef þau fjarlægja kærleikan. Frá honum erum við öll sprotinn!

Bjartur Máni (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:42

66 identicon

Eg vil lítið tjá um þetta umræðuefni, þar sem ENGINN okkar veit neitt um þetta mál í raun og veru (ekki gleyma að jörðin er flöt ;). En ég skil vel afhverju hann trúir ekki að Guð sé til, horfið á hann,ekki illa meint,ég veit að hann hefur afrekað mikið. Myndir þú trúa að Guð væri til ef þú værir hann ? Ef svo, myndi maður halda að Guð hljóti þá að vera illa við mann.

H.K.Þ (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:59

67 identicon

Theódór ... hversu heimskulegt heldur þú að þér hefði fundist það árið 710 ef ég hefði sagt þér þá að jörðin sem við gengjum á væri kúla? Já, já ... ég veit hvað þú ætlar að segja ... en sjáðu til ... það er auðvelt að vera vitur eftirá.

Það trúðu því ekki allir í einu um leið og þeir heyrðu það í fyrsta skipti að jörðin væri hnöttur en ekki flatneskja. Fyrir mörgum var augljóst að jörðin var flöt svo langt sem hún náði. Annars myndum við líka bara renna fram af henni. Rökrétt ályktun sem erfitt er að eiga við án beinna sannanna.

Samt hafa einhverjir smám saman á sínum tíma fengið trú á kenningunni um kúlulaga jörð, nógu mikla trú til að rísa gegn fáfræði og fordómum trúleysingja. 

Hafðu í huga áður en þú æsir þig að enn hefur enginn getað skilgreint Guð eða hvað "það" er þannig að allir séu sammála. En með þvi að nota innbyggða heilbrigða skynsemi hafa mjög margir komist að þeirri niðurstöðu, miðað við núverandi gögn og þá vitnisburði sem fyrir liggja, að alheimurinn geti ekki annað en verið sköpunarverk einhvers ... og að það sé mun líklegra að hann hafi verið búinn til úr einhverju en að hann hafi orðið til fyrir tilviljun og úr engu.

Þú kallar þessa skoðun/ályktun fólks "heimskulega". Ertu viss um hvað heimska er?

Hólímólí (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 23:01

68 identicon

Var það þá Satan sem kom miklahvelli af stað?

ET (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 23:07

69 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

 42 er svarið

Haraldur Rafn Ingvason, 2.9.2010 kl. 23:08

70 identicon

Eitthvað er a.m.k. svarið ... um það geta flestir verið sammála.

Hólímólí (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 23:17

71 identicon

Guð er ekki til.

SS pylsur (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 23:21

72 identicon

Skoðum málið aðeins í sögulegu samhengi:

Kirkjan segir: jörðin er flöt - tók það til baka

Kirkjan segir: sólin snýst í kringum jörðina - tók það til baka

Kirkjan segir: galdrar eru til og galdrafólk er af hinu illa - tók það til baka

Kirkjan segir: samkynhneigð er synd - tók það til baka

Mér hefur sýnst trúarsamfélagið hafa haft ansi rangt fyrir sér í gegnum tíðina. En annars finnst mér engu máli skipta hver skapaði hvað. Elskum bara hvort annað, ekki satt?

Jón Flón (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 23:35

73 identicon

Trúmál eru snúinn skratti og oftar en ekki er rætt um guðdóm eins og verið sé að leita að vitsmunaveru í geimnum, ef við viljum fína vitsmunaveru í geimnum, þá þarf maður ekki annað en að faðma börnin sín og akaba dabra .... fundinn !

Fyrir þann sem hefur þörf á að leita guðdóms og eða að skilja hvort eða hvað guðdómur er, þá má læra mikið af ekki aðeins vinnubrögðum vísinda heldur að koma auga á það hvað eðlisvísindin eru að leitast eftir að skilja...

Eðlisvísindin eru að reyna að uppgötva eðlislögmál tilverunnar, þau eðlislögmál sem gera okkur kleift að skilja og útskýra heiminn.  Því er það aðeins rökrétt að að nálgast rannsóknir á "guðdóm" með sama hætti, þ.e.a.s. að reyna að uppgötva þau eðlislögmál sem gera okkur kleift að skilja og útskýra "guðdóm".

Ég er nokkuð sannfærður um það að til þess að ná fram kenningu um "allt" þarf að sameina rannsóknir annarsvegar á  upplifandanum sjálfum eða "sjáandanum" og hinsvegar hinu upplifaða, heiminum eða hinu séða... ef grannt er skoðað og djúpt er hugsað má komast að þeirri niðurstöðu að ekkert er til ef það er ekki upplifað, jafnvel hugtakið " að vera til " er upplifun, ekkert annað.

Spurning:
Úr hverju er efni drauma okkar og hvort triggerar sjáandinn/vitundin drauminn, eða draumurinn sjáandann :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 23:51

74 identicon

Hólímólí, ef þú hefðir sagt mér árið 710 að jörðin væri kúla mundi ég segja "Uhh, dö! Förum að plægja akur". Það er almennur misskilningur að fólk í fyrndinni hafi haldið að jörðin væri flöt og alla tíð síðan Forn-Grikkland blómstraði hefur kúlulaga lögun jarðarinnar verið almenn vitneskja. Tékkaðu t.d. á þessu: http://en.wikipedia.org/wiki/Myth_of_the_Flat_Earth

En svo ég komi með svipuð rök í hina áttina. Það var almenn skoðun kristinna manna að jörðin væri miðjan á alheiminum (jarðmiðjukenningin) og þrjóskuðust þeir á þeirri skoðun sama hvað vísindamenn á borð Kepler og Galilei voru með sannfærandi rök gegn henni. Árið 1621 hrakti Kópernikus þessa kenningu endanlega með óhrekjandi staðreyndum en það sannfærði samt ekki kirkjunnar menn jafnvel þó að sannleikurinn blasti fyrir framan þá. Það tók t.d. kaþólsku kirkjuna heilar tvær aldir til þess að leyfa birtingu á bókum sem kenndu sólmiðjukenninguna. Í dag eru allir menn, kristnir eður ei, sammála um að jörðin er ekki miðjan í alheiminum.

 Það er spurning hversu langan tíma það mun taka að sannfæra kristna um að guð sé ekki til. Ef sagan kennir okkur eitthvað er það að þrjóska trúaðs fólks er ótrúleg (no pun intended).

Móses (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 00:10

75 Smámynd: Theódór Norðkvist

  1. Hvernig varð heimurinn til?
  2. Hvernig skilgreinum við Guð?

Þetta eru tvær spurningar, ekki satt? Tökum eina fyrir í einu.

Þeir sem trúa því að Guð hafi skapað veröldina (eða komið henni af stað fyrir kraft sinn og viðhaldi með anda sínum) eru ekki að þykjast vita svör við öllum spurningum, þó þeir fari oft í vörn við að vantrúaðir dembi heimskulegum spurningum yfir þá.

Þvert á móti eru þeir fyrrnefndu að lýsa því yfir að þeir viti ekki allt og geti haldið áfram lífinu þrátt fyrir það. Það táknar samt ekki að trúaðir vilji ekki rannsaka umheiminn og vilji demba mannkyninu í miðaldamyrkur vanþekkingar.

Ofsatrúarmenn meðal trúlausra eru hinsvegar að skálda upp alls konar skýringar til að losna við Guð úr dæminu. Ég á mjög bágt með að skilja þá afstöðu. Til hvers er verið að finna upp nýja trú til að losna við guðstrú? Ef upphaflega markmiðið var að losna við trú og láta þekkingu koma í staðinn.

Theódór Norðkvist, 3.9.2010 kl. 00:40

76 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, margt í þessu.  Kenningin er sem sagt sú að fyrir u.þ.b. 15 milljörðum ára verður svokallaður miklihvellur - og það var enginn hvellur þannig séð eða sprenging, heldur byrjar efnið,  sem var í einhverju óskiljnlegu ,,ekkert"  formi, að þenjast út og mynda alheiminn.  Þetta er í sjálfu sér afar mystískt.

Nú síðan gerist það á þessum milljörðum ára, að allt heldur áfram að þenjast út og samkv. nýustu kenningum þennst alheimurinn sífellt hraðar út og það sem er lengra í burtu þennst mun hraðar en það er nær. Og þetta er talsverður hraði sko.  það sem er milljón ljósár í burtu fjarlægist 70.000 kílóetra á hverri klukkustund og það sem er helmingi lengra í burtu um helmingi hraðar (segja þeir spekingarnir)  Og nú er því haldið fram að alheimurinn muni bara endalaust þenjast út.  þannig að fyrir rest verði hann einskonar auðn vegna of mikillar útþennslu.

Það sem gerir þessa útþennslu að verkum er hulduorka sem kölluð er. (e. dark energy) þeas að það er reiknað með að hún sé orsakavaldurinn en tæplega hægt að fullyrða það alfarið á þessu stigi því hún er náttúrulega ósýnileg og erfitt að festa fingur á henni, allavega enn.  Hulduorka er álitin um 70% af efnisþéttleika alheimsins.  Venjuegt efni er um 5% og 25% er líka eitthvað huldudæmi.

Þarna finnst mér að sko, altso,  vakni ákv. spurning, að ef í upphafi er allt óendanlega þéttur massi sem byrjar að þenjast út  - að í hverju er hann þá að þenjast út?  þeas að það hlýtur þá að vera ,,rými"  til staðar sem gefur efninu færi á að þenjast svona í sífellu út - nema rúmið verði til af sjálfu sér jafnhliða útþennsluni einhvernveginn.  Þarna kemur auðvitað inní spurningin, endar alheimurinn og hvað er þá hinummeginn o.s.frv.  Hvað er handan útþennslunnar og þá frá byrjun til núdags.

Jaá, það er nefnilega allt sem bendir til mikils galdurs á bak við þetta dæmi allt saman.  Fólk ersumt að segja svona, ja við vitum ekki allt enn og þetta er alltaf að skýrast o.s.frv.  Það er ekkert rétt.  Þetta er alltaf að flækjast bara meir og meir.  Maðurinn eða mannshugurinn getur aldrei fest fingur á skpöpunarverkinu.  Það er svo magnað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.9.2010 kl. 02:00

77 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=7ImvlS8PLIo

Vill endilega nota tækifæriđ og thakka doctore fyrir ad senda thetta inn á annan minna lesinn thráđ hérna og endilega biđja alla lesendur um ađ horfa á thetta. Mjög skemtilegur fyrirlestur sem allir ættu ad hafa gagn og gaman ađ.

Legato (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 05:44

78 identicon

Kannski einhver geri linkinn klikkanlegan fyrir okkur, kann thad ekki sjalfur (^^,)

Legato (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 05:54

79 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Guðbergur,

Ég var gersamlega með að á hreinu að ef þú kæmir með dæmi, þá yrði það einmitt þetta sem þú myndir nefna.  Dettur þér virkilega ekkert skárra í hug?

Þessi Wikipedia grein sem Móses bendir á hér fyrir ofan svarar þér ágætlega.  Málið er auðvitað að fjöldi manna gerði sér fulla grein fyrir að jörðin væri kúlulaga.  Sjómenn sáu t.d. hvernig sjóndeildarhringurinn hagaði sér og drógu af því réttar ályktanir, og svo höfðu menn tunglið fyrir augunum, sem er augljós kúla.

Með öðrum orðum þá er þetta dæmi engan vegin sambærilegt við að trúa á Guð.  Ég ítreka að ég er ekkert að segja að þetta Guð geti ekki verið til, en sé bara ekkert sem bendir til þess og eins og þú bendir sjálfur á þá hefur Guð ekki verið skilgreindur.  Hvernig er hægt að trúa á merkingarlaust og óskilgreint fyrirbæri.

Orðið Guð er einfaldlega ekki skýring á neinu.

Theódór Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 06:57

80 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Nafni,

Ofsatrúarmenn meðal trúlausra eru hinsvegar að skálda upp alls konar skýringar til að losna við Guð úr dæminu. Ég á mjög bágt með að skilja þá afstöðu. Til hvers er verið að finna upp nýja trú til að losna við guðstrú? Ef upphaflega markmiðið var að losna við trú og láta þekkingu koma í staðinn.

Hver er þessi nýja trú?

Hverjar eru þessar uppskálduðu skýringar?

Hvernig getur trúleysingi verið ofsatrúaður?

Theódór Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 07:33

81 identicon

Kannski einhver geri linkinn klikkanlegan fyrir okkur, kann thad ekki sjalfur (^^,)

Legato (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 07:56

82 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Theódór Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 08:06

83 identicon

Takk kærlega. Seinni beiđnin kom óvart inn thegar eg opnadi siđuna aftur. Biđst afsökunnar á thví

Legato (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 09:23

84 identicon

Það er ekki margt sem hægt er að vera öruggur með í þessum heimi... eitt er þó algerlega kristaltært, engir guðir eru til...
Þegar trúaðir fara til kirkju, þegar þeir dýrka guðinn sinn... þá eru þeir að dýrka sjálfa sig... þetta er open and shut case.

Og já, endilega að horfa á fyrirlesturinn með Lawrence Krauss

doctore (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 09:30

85 identicon

Það eru ofsalega margir hér að stunda skoðanakúgun þeas að ekki sé í lagi að hafa sína skoðun á málinu og að það verði að niðurlægja og koma fram af vanvirðingu gagnvart þeim sem maður er ekki sammála. Þetta er mjög slæmt og í raun mikilvægara fyrir okkur flest hér á Íslandi að laga heldur en það að vita hvort að kenning Hawkins sé rétt eða ekki.

Tryggvi (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 10:04

86 Smámynd: Mofi

Kristinn
Hvað er það sem ég skil ekki, Mofi? Guðinn þinn og t.d. Ólafs í Hvarfi eiga einfaldlega ekkert sameiginlegt, þið talið varla sama tungumálið. Hvað eruð þið þá að tala um þegar þið notið orðið guð? Það er einfaldlega ekki ljóst

Já, þú skilur ekki Guð og ekkert við það að athuga nema þegar þú heldur að það skilningsleysi er rök fyrir einhverju. Minn Guð er Guð Biblíunnar og Ólafur í Hvarfi trúir á guð sem hann bjó til sjálfur, ég að minnsta kosti veit ekkert hvaðan hann fær upplýsingar um þennan guð.

Það sem þeir sem trúa á Guð hafa sameiginlegt er aftur á móti er að til er vera sem orsakaði heiminn.

Kristinn
Hvað er guð biblíunnar? Þú og Jóhanna guðfræðingur eruð bæði trúðu á guð biblíunnar, en það er sama sagan með þig og hana eins og með þig og Ólaf í Hvarfi. Guðshugmyndir ykkar eiga lítið sem ekkert sameiginlegt og þið talið varla sama tungumálið.

Nei, Jóhanna er á móti Guði Biblíunnar, það ætti að vera nokkuð ljóst. Hún býr til sinn eigin guð eftir hennar eigin löngunum. Ef Biblían segir eitthvað um Guð sem hún er ósammála þá ræður hún ekki Biblían. Ef Biblían segir eitthvað um Guð sem hún er sammála þá fær það að sleppa, en þú gætir líka sagt eitthvað um Guð sem hún er sammála og þá fengi það líka að sleppa svo Biblían kemur hennar skoðunum lítið sem ekkert við.

Þí svaraðir ekki spurningunni síðan :)

Kristinn
Guð er merkingarlaust orð og því ekki skýring á neinu.

En ef einhvern tíman tekst að skilgreina guð eitthvað og sanna á hann einhverja eingileika, þá getur hann vel verið svar við einhverri spurningu.

Að eitthvað hafi ekki merkingu fyrir þig er ekki rök fyrir einhverju. Þú getur síðan notast við þá merkingu, eilíf vera sem er fyrir utan þennan alheim sem orsakaði tilvist hans.  Hvernig sú vera er, er önnur spurning...

Mofi, 3.9.2010 kl. 10:17

87 Smámynd: Mofi

Arezzo
Hundurinn minn lyktar af hamrinum til að skilja hann og ég brosi bara að því.
Snilld! :)   ég verð að muna eftir þessari gullnu setningu.

Mofi, 3.9.2010 kl. 10:20

88 Smámynd: Mofi

DoctorE
Já Svanur og Mofi eru á lífi í dag, þökk sé vísindalegum framförum; Án vísindana er góður möguleika á að Svanur og Mofi hefðu aldrei fæðst... eða hefðu drepist í kringum 20 ára aldur.. drepist úr auðlæknanlegum sjúkdómum.

Já, og eins og einn af þeim sem lögðu mikið til vísindalegra framfara og bjargaði ótal mannslífum sagði "Science brings men closer to God"  - Louis Pasteur

Mofi, 3.9.2010 kl. 10:23

89 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi

Þetta er skondið hjá þér, þeas. að kalla innlegg mitt tilraun til að nota þekkingarleysi sem rök. Ég er náttúrlega ekkert að því, heldur ert þú að snúa út úr.

Málið er ekki að ég sé eitthvað minna fær um að kalla guð "veru sem orsakaði heiminn" en aðrir, heldur er ég að benda á að þú veist ekkert í hvaða skilningi guð er "vera" eða hvernig eða hvort sú vera gat "orsakað" heiminn.

Síðan staðfestir þú að hugmyndir annarra trúaðra um hvað guð þýðir séu ólíkar þínum að mörgu leyti - en styðst eins og ævinlega við biblíuna, eins og hún hafi einhverja þýðingu þegar að þessu kemur, sem hún hefur vitaskuld ekki, ekki frekar en símaskráin.

Þetta er sem sagt spekin:

Það sem þeir sem trúa á Guð hafa sameiginlegt er aftur á móti er að til er vera sem orsakaði heiminn.

Lof mér að umorða fyrir þig:

Það sem þeir sem trúa á eitthvað sem menn kalla guð hafa sameiginlegt er aftur á móti er að til er eitthvað sem kannski má líkja við hugmyndir okkar um vilja eða veru sem í einhverjum óræðum skilningi orsakaði heiminn.

þú ert að sjálfsögðu engu nær að færa rök fyrir því að það hafi nokkra einustu vitræna merkingu að fullyrða nokkurn hlut um þetta guð.

Þetta er nafngjöf á því sem ekkert er vitað um og ekki einu sinni hægt að skilgreina svo vit sé í.

Ef guð er upphafið og "viljinn" til upphafsins, þá er það gott og blessað, það er þá nafn á þeirri hugmynd. En þú getur ekki með nokkru móti sýnt fram á að það sé vitrænt að tala um biblíuna eða önnur trúarrit í því samhengi, og þar með hefurðu engna þekkingargrunn til að tala um guð með.

Hugtakið upphaf fær ekki nýja merkingu við það að vera kallað guð. Upphafið er eftir sem áður óútskýrt.

Kristinn Theódórsson, 3.9.2010 kl. 11:39

90 Smámynd: Theódór Norðkvist

Theódór G. kl. 07:56, þessi trú (með orðum Richards Dawkins, smellið á textann fyrir neðan til að sjá nánar:)

I believe, but I cannot prove, that all life, all intelligence, all creativity and all “design” anywhere in the universe is the direct or indirect product of Darwinian natural selection.

Uppskáldaðar skýringar eru t.d. kenningin um marga alheimi sem á sér a.m.k. ennþá enga stoð.

Ofsatrúin lýsir sér í ofsafenginni boðun á meintri skaðsemi trúhneigðar inni á nánast öllum bloggum sem fjalla um trúmál.

Theódór Norðkvist, 3.9.2010 kl. 11:44

91 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Nafni,

Þetta sem þú nefnir sem trú, er engan vegin trú í sama skilningi og það er trú að trúa á Guð.  Þetta veistu vel og þetta hefur verð rætt í ræmur á þessum slóðum.  Þetta er skoðun sem byggir á gríðarlegum grunni þekkingar og gagna.

Ég kannast ekki við að trúleysingjar séu öðrum fremur að halda fram að þessi multiverse pæling sé staðreynd.  Þetta er bara möguleiki sem sérstaklega hefur látið á sér bæra í strengjakenningunni.  Í stærðfræðilegum skilningi er þetta möguleiki, en það er enginn að halda því fram að þetta sé staðreynd.

Þetta síðasta er náttúrulega bara bull.  Í fyrsta lagi er enginn að halda fram að trúhneigð sé skaðleg.  Það er hinsvegar skoðun margra, ef ekki flestra trúleysingja, að skipulögð trúarbrögð séu ekki æskilegt fyrirbæri.  Vésteinn kl. 14:41 lýsir tilfinningum trúlausra mjög vel, svo dæmi sé tekið.

Theódór Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 12:16

92 identicon

Ómar,

Jaá, það er nefnilega allt sem bendir til mikils galdurs á bak við þetta dæmi allt saman. 

Ég las í flýti að þú værir að vitna til "Mikla-Galdurs"...  kann eiginlega ágætlega við það orðasamband frekar en "Mikla-Hvell"  ....  "Big-Magic" .... Há ;)

Mofi,

Minn Guð er Guð Biblíunnar og Ólafur í Hvarfi trúir á guð sem hann bjó til sjálfur, ég að minnsta kosti veit ekkert hvaðan hann fær upplýsingar um þennan guð.

Sannleikurinn er sá að ég ber trú, en trúi ekki á nokkurn hlut og nú reynir á þig að skilja hvað ég á við með því.  Ég ber virðingu fyrir trú en hef af því afþreyingu að takast á við hugmyndir manna um alla hluti sem þeir ímynda sér út frá trú sinni og heimsmynd, þó mest við eigin hugmyndir.

Ég vil meina að ég búi ekki til guð, ég ímynda mér allskyns hluti í hugskoti mínu en legg ekki átrúnað á þá hluti, en ég leitast við að skilja eðli hlutanna og finna fyrir þeim samsvörun í því óhlutbundna.

Ég sé trúarrit svolítið eins og kúta í sundlaug fyrir ósynda, fyrir þeim er kúturinn af guði sendur og heldur þeim á floti... þeir láta börnin sín fá kút strax við fæðingu og ráðleggja þeim að halda fast, annars ! .... þeir óttast að ef þeir sleppa kútnum að þá sökkvi þeir í dýpið og glatist að eilífu.....  það vil ég meina að er veik trú. 

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 12:19

93 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Theódór Norðkvist

Byrjum á að gefa þér prik.

Ofsatrúin lýsir sér í ofsafenginni boðun á meintri skaðsemi trúhneigðar inni á nánast öllum bloggum sem fjalla um trúmál.

Séu menn skilyrðislaust sannfærðir um að trúarbrögð séu slæm, þá er kannski ekki óeðlilegt að kalla það ofsatrú. En menn eru yfirleitt alls ekki þannig þenkjandi svo ég viti, heldur tala aðallega um bókstafstrú og trúarstofnanir sem böl, sem margt bendir til að sé tilfellið og því alls ekki undarleg ályktun. Hófleg persónuleg trú er hinsvegar svo fjölbreytileg að slíkt er ómögulega hægt að amast út í sem neinu nemur.

Ég skil ekki að þér þyki þú vera heiðarlega manneskja þegar þú í sífellu bendir á þessa tilvitnun í Dawkins. Hann er einfaldlega að segja að hann trúi því sem gögnin benda til  - og í bókinni útilokar hann einmitt ekki guð í anda þess sem Einstein trúði á, það kemur fram í greininni sem þú vísar í.

Ekkert verður endanlega sannað, en það sem endurtakanlegar tilraunir benda til að sé tilfellið vitum við öll af reynslu, að er áreiðanlegri þekking en ágiskanir og hugarleikfimi. Orðalagið i believe segir okkur ekkert um hvernig komist er að niðurstöðu um eitthvað og gerir því í sjálfu sér ekkert við afstöðu Dawkins.

Lítt rökstutt stökk á trúarrit, sérstaklega sköpunartrú, er hinsvegar dálítið annað en það sem Dawkins er að tala um.

Uppskáldaðar skýringar eru t.d. kenningin um marga alheimi sem á sér a.m.k. ennþá enga stoð.

Sú kennig byggir á stæðrfræði og mælingum, en er vssulega bara kenning eins og margar aðrar. Málið er ekki að ein kenning sé sönnuð umfram guðs-kenninguna, heldur að spurninguni hefur ekki verið svarað og því undarlegt að stökkva á guðskenninguna frekar en eitthvað annað.

Multiverse, hringrás, þetta og hitt, og guðskenningin; allt er þetta opið og ekki trú fyrr en fullyrt er að eitt af þessu sé svarið án þess að gögn séu fyrir hendi sem benda meira til þess en annars.

Kristinn Theódórsson, 3.9.2010 kl. 12:20

94 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Multiverse, hringrás, þetta og hitt, og guðskenningin; allt er þetta opið og ekki trú fyrr en fullyrt er að eitt af þessu sé svarið án þess að gögn séu fyrir hendi sem benda meira til þess en annars.

Og hér er að sjálfsögðu gengið út frá því að Hawking hafi slík gögn og skilning á þeim og því sé hans kenning líklegri en guðs-kenningin (eftir því hvaða guðskenningu er átt við).

Kristinn Theódórsson, 3.9.2010 kl. 12:34

95 identicon

Jæja krakkar mínir... þið sem afneitið raunveruleikanum... Er nokkur munur á ykkur per se og þeim sem ráðust að' fórnarlömbum biskups...
Fyrir mér er afneitun ykkar nákvæmlega sú sama... nákvæmlega sama græðgi keyrir ykkur áfram í að afneita sannleikanum og svo hjá þeim sem afneituðu fórnarlömbum biskups..

Same thing... same sickness.. same greed..

So sad

doctore (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 12:57

96 Smámynd: Mofi

Kristinn
Ef guð er upphafið og "viljinn" til upphafsins, þá er það gott og blessað, það er þá nafn á þeirri hugmynd. En þú getur ekki með nokkru móti sýnt fram á að það sé vitrænt að tala um biblíuna eða önnur trúarrit í því samhengi, og þar með hefurðu engna þekkingargrunn til að tala um guð með.

Hljómar vel og ef einhver kemst að þeirri niðurstöðu þá er hægt að rökræða hvort að Guð Biblíunnar er þetta upphaf. Fyrir mitt leiti tel ég að gögnin bendi til anda sem er persóna og er handan tíma og rúms þar sem andinn hafði vilja og getu til að orsaka tilvist tíma og rúms.

Þú virðist láta sem svo að það er rökrétt að afskrifa þetta vegna þess að menn hafa mismunandi skilning á eðli guðs eða hver hann er. Virkar í mínum augum eins og fyrirfram helgun ákveðinnar hugmyndafræði, guðleysis, sama hvað tautar eða raular.

  • Hefur þú eitthvað á móti því að eitthvað bendi til tilvist Guðs? 
  • Skilur þú af hverju ég sé þessa byrjun og þessi fínstilltu lögmál benda til tilvist Guðs?

Theódór
Þetta sem þú nefnir sem trú, er engan vegin trú í sama skilningi og það er trú að trúa á Guð.  Þetta veistu vel og þetta hefur verð rætt í ræmur á þessum slóðum.  Þetta er skoðun sem byggir á gríðarlegum grunni þekkingar og gagna

Sýndu fram á að þetta er rétt með því að gera grein þar sem þú týnir til bestu gögnin fyrir þessu.  

Ólafur
Ég sé trúarrit svolítið eins og kúta í sundlaug fyrir ósynda, fyrir þeim er kúturinn af guði sendur og heldur þeim á floti... þeir láta börnin sín fá kút strax við fæðingu og ráðleggja þeim að halda fast, annars ! .... þeir óttast að ef þeir sleppa kútnum að þá sökkvi þeir í dýpið og glatist að eilífu.....  það vil ég meina að er veik trú.
Ertu að segja mér að þín skoðun á guði kemur aðeins frá sjálfum þér en engum ritum?  Ef svo er, af hverju heldur þú að þú sem uppspretta sannleikans um guð er eitthvað áreiðanleg?

Mofi, 3.9.2010 kl. 13:01

97 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ástæðan fyrir því að ég nefndi margalheimakenninguna er að trúleysingjar hafa notað hana sem rök gegn guðstrú.

Ef hún er ósönnuð, þ.e. skáldskapur, ættuð þið kannski að sleppa því að halda henni fram sem rökum gegn guðstrú?

Theódór Norðkvist, 3.9.2010 kl. 13:02

98 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hvet Hauk til að banna doctore. Þvílíkur drullusokkaháttur hjá manninum. Hann er að líkja þeim sem trúa á Guð við þá sem verja nauðgun.

Ég allavega tilkynni að ég tek ekki meiri þátt í umræðum undir svona formerkjum.

Theódór Norðkvist, 3.9.2010 kl. 13:03

99 Smámynd: Theódór Norðkvist

Svan til að banna...

átti þetta að vera.

Ég er búinn að fá nóg.

Theódór Norðkvist, 3.9.2010 kl. 13:04

100 Smámynd: Mofi

Theódór, ég les ekki athugasemdirnar hans doctore. Skil engann sem nennir að lesa þær sem hefur einhverja þekkingu á hans málflutningi. Samt sammála uppástungunni, algjör óþarfi að eyðileggja umræðuna með svona ómerkilegu rugli.

Mofi, 3.9.2010 kl. 13:09

101 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Theódór, hvernig væri að þú myndir svara því sem þú sagðir um daginn áður en þú hneykslast á doctore? Eða svo ég vitni í þig úr athugasemdum við blogg Svans Sigurbjörnssonar á Eyjunni:

> Svo er þetta lið [trúleysingjar] ropandi á öllum bloggsíðum og ég hef jafnvel séð þetta slekti ráðast að fólki í sorg

Þetta þykja mér með ljótustu dylgjum sem ég hef séð um mig og aðra trúleysingja á netinu. En auðvitað svaraðir þú engu þegar ég gekk á þig.

Settu þig því ekki á háan hest gagnvart doctore eða öðrum, þú ert ekkert skárri.

Matthías Ásgeirsson, 3.9.2010 kl. 13:10

102 identicon

FAIL Theodór... trúleysingjar hafa ekkert að segja um margheimakenningu... þetta er einnig varla kenning.... Mofi hefur sagt Theodór þettta.. .Mofi hefur tekið þetta af heimskustu vefsíðu internetsins.. answersingenesis... <-- Insane site


Takið eftir að Theodór hinn kristni vill láta banna mig... Theodór er alveg eins og trúhausar voru í den og líka í dag; Vilja banna alla sem segja þeim að þeir fái ekki eilíft líf í lúxus.

Ef guð er til Theodór... þá er öruggt að þú ferð ekki til hans, ekki mofi heldur; Því þið eruð ekkert nema ass-kissers...

Hvað með presta sem ráðast að fólki í sorg og SELJA því lygasögu... það er það ógeðslegasta af öllu ógeðslegu.

doctore (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 13:17

103 identicon

Er það eitthvað nýtt að Mofi lesi ekki athugasemdir... hver hefur ekki bent Mofa á fræðigreinar og annað sem Mofi dissar algerlega...

Því svo elskaði Mofi sjálfan sig að hann gerð guð sinn að pinku ponsu fjöldamorðingja og fávita...

Það er ekki ég sem segi þetta: Biblían segir þetta, að guð hennar sé smámenni, fjöldamorðingi, nauðgari, barnamorðingi... Já allt þetta dýrka Mofi og Theodór...

doctore (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 13:22

104 identicon

Mofi,

Ertu að segja mér að þín skoðun á guði kemur aðeins frá sjálfum þér en engum ritum?  Ef svo er, af hverju heldur þú að þú sem uppspretta sannleikans um guð er eitthvað áreiðanleg?

Kannski er það þannig að ég svamla milli kúta og finn að það er loft í þeim mörgum og þægilegt að fljóta með þeim um stund :)

Þú ert að lesa rangt í það sem ég er að reyna að segja, ég tel að guð verði ekki skoðaður, þú getur skoðað vasa og fólk á förnum vegi... guð er skilgreinanlegur en óskoðanlegur að mínu mati en guð er ekki nokkur hlutur í mínum huga þó allir hlutir verði til í guði.... virkar eins og gestaþraut :) 

Trúðu mér að Ólafur í Hvarfi er ekki uppspretta sannleikans um guð... það eina sem Ólafur í Hvarfi getur gert er að blása í kúta með mismiklu lofti í og öruggara að svamla með til að sökkva ekki :)

En ef þú trúir þinni biblíu þá segir þar að þú ert musteri guðs og andi guðs er með þér.... ef eitthvað er að marka þau orð, þá hlýtur að vera rökrétt að skoða musterið áður en maður fer út að leita.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 13:46

105 identicon

Mjög bráðlega mun enginn setja athugasemdir á bloggið hans Mofa.. nema kannski sjálfsblekkingarbræður hans...

Staðan er sú að ALLIR eru nú að fara í þann gír að virða menn eins og mofa einskis, ætla ekki að ræða við þá eða neitt slíkt... menn eru nefnilega að komast að þeirri niðurstöðu að það að tala við svona menn skili akkúrat engu, sé bara tímasóun... Best sé að láta trúhausa og sköpunarsinna eina um að jarða trú sína...

doctore (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 13:50

106 identicon

Ég hvet Hauk til að banna doctore. Þvílíkur drullusokkaháttur hjá manninum. Hann er að líkja þeim sem trúa á Guð við þá sem verja nauðgun.

Ef aðeins það væri allur sorinn.. En jú, ætli trúarstofnanirnar hafi nú ekki gert meira en að legja verndarvæng yfir greyið nauðgarana.. svo lengi sem þeir breiða út boðskapinn. Ætli fallega bókin sem þið byggið siðferðiskenndina ykkar á lofi ekki og dásami aðeins verri gjörðir; mannfórnir, slátrun saklausra barna, þjóðarmorð, mannfyrirlitning, kvennahatur og andlega kúgun.. svona svo fá eitt sé nefnt. 

Ef einhvern ætti að banna Norkvist, þá eru það menn eins og þú. Menn sem upphefja þennan viðbjóðslega boðskap &#39;ástar og kærleika&#39;. 

Auðvitað geri ég mér grein fyrir að það er hægt að finna "fallegar" senur í bókinni. Alveg eins og það eru rómantískar senur í flestum öðrum horror/fiction, en ekkert getur réttlætt allan þann hrylling sem er í þessari skáldsögu. 

Að reyna að verja biblíuna segir margt um einstaklinginn.

 Já, ég vill taka upp hanskann fyrir Doctore. Auðvitað er þetta bara hatur og fordómar í þér Norðkvist. Ef eitthvað er var doctorinn frekar mildur.

Legato (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 13:53

107 Smámynd: Odie

Trúaðir óttast fátt meira en þekkingu. Ekki af ástæðulausu.

If the ignorance of nature gave birth to such a variety of gods, the knowledge of this nature is calculated to destroy them.  (Baron d&#39;Holbach)

Odie, 3.9.2010 kl. 13:53

108 Smámynd: Kristinn Theódórsson

lol

Fyrir mitt leiti tel ég að gögnin bendi til anda sem er persóna og er handan tíma og rúms þar sem andinn hafði vilja og getu til að orsaka tilvist tíma og rúms.

Það er svo kostulegt hvernig trúmenn eins og Mofi hugsa.

Hvað er "andi" utan tíma og rúms?

Hvað er "persóna" utan tíma og rúms? Hvaða skilgreining á persónu er hér höfð í huga?

Hvað er "vilji" utan tíma og rúms?

Þetta eru allt merkingarlausar þverstæður miðað við þekkingu okkar.

Þetta er meira að segja mun langsóttara en að fullyrða að steinn úti á götu sé andi, persóna og hafi vilja.

Það eitthvað sem hugsanlega má segja að hafi orsakað tilveruna er hugsanlega algjörlega laust við það að hafa einginleika sem svipa til persónuleika eða vilja.

Um það vitum við bara ekkert.

Kristinn Theódórsson, 3.9.2010 kl. 13:54

109 Smámynd: Theódór Norðkvist

Matti minn, ég gat alveg svarað þér hef bara mjög slæma reynslu af umræðum við þig og vil því forðast þær. Ég kalla það einelti sem þú réðist á mig með á sínum tíma. Þess vegna hef ég viljað forðast umræður við þig. Finnst þú lítið hafa skánað síðan.

Hér er ein umræða sem sýnir að doctore er mjög ómerkilegur gagnvart manneskju í sorg.

Síðan veit ég að manneskja sem er mér náin varð fyrir því að mjög þekktur trúleysingi réðist að henni með geðvonskutali um að enginn Guð væri til, manneskju sem var að missa náinn ástvin af völdum krabbameins. Þetta gerðist í raunheimi ekki á blogginu.

Það er nú bara þannig að fólk í sorg fær styrk úr trúnni og það er skítaframkoma að ráðast að trú fólks undir svoleiðis kringumstæðum. Þið vitið aldrei hvort einhverjir sem eru að ganga í gegnum ástvinaminni eru að lesa trúmálaumræður.

Þannig að ég hef alveg dæmi til að rökstyðja mitt mál og þau eru örugglega fleiri.

Theódór Norðkvist, 3.9.2010 kl. 14:03

110 identicon

Ég er búinn að vera frekar mildur hér... en Theodór var að líkja mér við eitthvað dýr, það sama gerði Svanur... Kannski þessir 2 ættu að lesa biblíu, kannski eitthvað í "Matthew 7:1-5 "

Bjálkinn í auga þessara bakkabræðra blokkar alla sýn á allt nema þann ímyndaða gróða sem þeir telja sig fá fyrir að haga sé eins og fífl, eftir að þeir eru dauðir.

Ég er faktískt með kurteisari mönnum... en setning eins og "Guð er ekki til" er víst móðgun dauðans, að biblían sé lygasaga = móðgun dauðans.
Svona er siðgæði útrásarjesúlinga, þeir sjá ekkert nema sjálfa sig og þann gróða sem þeir telja sig fá
Ert þú útrásarjesúlingur?

doctore (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 14:06

111 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

"Ég er faktískt með kurteisari mönnum...". Þessi lína frá doctoere er setning ársins í bloggheimum.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.9.2010 kl. 14:18

112 identicon

Þú ert þá að meina þetta vegna sannleikans sem felst í þessari setningu Guðmundur...

Ég er mjög kurteis í alla staði, ég ber umhyggju fyrir Guðmundi og öðrum trúuðum, það er eina ástæða þess að ég er að tala gegn trúarbrögðum... ég get ekki setið hjá aðgerðarlaus þegar er verið að draga Guðmund um á asnaeyrunum... ég bara verð að láta í mér heyra þegar ég sé Guðmund og aðra verða að fórnarlömbum svikamyllu trúarbragða.

Ég er svona eins og góði tvíburinn hans Sússa... og ég segi ykkur að meintur tvíburabróðir minn... hann var aldrei til, allt sem hann á að hafa sagt var skáldað upp af kuflum... til þess að leiða Guðmund og aðra í gildru... hafa af honum peninga...

doctore (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 14:26

113 Smámynd: Kristinn Theódórsson

TN

Ástæðan fyrir því að ég nefndi margalheimakenninguna er að trúleysingjar hafa notað hana sem rök gegn guðstrú.

Ef hún er ósönnuð, þ.e. skáldskapur, ættuð þið kannski að sleppa því að halda henni fram sem rökum gegn guðstrú?

Menn hafa notað hana sem dæmi um kenningu sem stærðfræðingar sumir segja að sé líklegri en margt annað og því mögulegur valkostur, rétt eins og guðs-kenningin. Spurningin er af hverju menn ættu að hoppa á guðs-kenninguna þegar aðrar kenningar eru til og ekkert er sannað um tilveruna handan mikla-hvells.

"Eitthvað orsakaði heiminn" er ekki sönnun fyrir guði þegar guð er í fyrsta lagi ekkert svar og í öðru lagi ekki ljóst að um neitt upphaf eða orsök sé að ræða í neinum skilningi sem við erum fær um að tala um.

Kristinn Theódórsson, 3.9.2010 kl. 14:27

114 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

theódór, doctore réðst ekki að manneskju í sorg í þessari umræðu sem þú vísar á.

> Síðan veit ég að manneskja sem er mér náin varð fyrir því að mjög þekktur trúleysingi réðist að henni með geðvonskutali um að enginn Guð væri ti

Þetta er algjörlega marklaust. Við vitum ekkert um hvað þú ert að tala, í hvaða samhengi þetta gerðist eða um hvern verið er að ræða.

> Það er nú bara þannig að fólk í sorg fær styrk úr trúnni og það er skítaframkoma að ráðast að trú fólks undir svoleiðis kringumstæðum.

Alveg rétt. Þér finnst skítaframkoma að "ráðast á trú fólks".

Eftir standa dylgjur þínar og rógburður um trúleysingja í umræðum um trúmál.

Ég endurtek: Ekki setja þig á háan hest.

Matthías Ásgeirsson, 3.9.2010 kl. 14:27

115 identicon

er það virkilega Guðmundur? Ég verð nú að segja að ég er ekki alveg sammála. Doctore er yfirleitt kurteis. Hann lýgur ekki blint að mönnum, hann segir það sem honum er á hjarta og er ekki að mála það fallega til að skemma ekki ranghugmyndir fólks. Af öllum vantrúarmönnunum sem eru að commenta hér, þá er Doctore sá sem reynir mest að hjálpa þeim sem lifa í sjálfsblekkingu og ef það þarf að hrista þá hressilega til að koma skilaboðunum í gegn,þá verður bara að hafa það. 

Auðvitað eigum við öll að takast höndum saman og reyna að stöðva skipulagða útbreiðslu ranghugmynda og geðveilu.

Legato (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 14:33

116 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég vil ekki nefna nafn manneskjunnar af persónuverndarástæðum. Nokkuð sem sumir virðast hafa mjög lítinn skilning á.

Leiðbeiningar í hestamennsku geturðu átt fyrir sjálfan þig.

Theódór Norðkvist, 3.9.2010 kl. 14:43

117 Smámynd: Mofi

Kristinn
Hvað er "andi" utan tíma og rúms?

Þú ert andi þó þú sért budinn tíma, rúmi og efni. Heldur þú að það er ekki hægt að vera til fyrir utan tíma og rúms?  

Kristinn
Hvað er "persóna" utan tíma og rúms? Hvaða skilgreining á persónu er hér höfð í huga?

Persóna vegna þess að persónur hafa vilja, þær geta ákveðið að gera eitthvað eða gera það ekki. 

Mofi, 3.9.2010 kl. 14:48

118 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> Ég vil ekki nefna nafn manneskjunnar af persónuverndarástæðum. Nokkuð sem sumir virðast hafa mjög lítinn skilning á.

M.ö.o. þá ertu að ljúga. Ekkert að því. Sumir trúmenn gera það oft.

Matthías Ásgeirsson, 3.9.2010 kl. 14:48

119 Smámynd: Theódór Norðkvist

Matthías alltaf er ályktunargáfa þín jafn aðdáunarverð.

Theódór Norðkvist, 3.9.2010 kl. 14:52

120 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Eftir stendur grófur og ómerkilegur rógburður þinn um hóp trúleysingja (þú nefndir doctore ekki á nafn í athugasemd þinni).

Annars hef ég bloggað um þetta enda á umræðan ekki heima hér.

Matthías Ásgeirsson, 3.9.2010 kl. 14:57

121 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi

Þú ert andi þó þú sért budinn tíma, rúmi og efni. Heldur þú að það er ekki hægt að vera til fyrir utan tíma og rúms?  

Ég hef ekki orðið var við að þess séu þekkt dæmi, nei, né heldur að forsendur slíkrar tilvistar séu þekktar eða taldar mögulegar.

Persóna vegna þess að persónur hafa vilja, þær geta ákveðið að gera eitthvað eða gera það ekki. 

Jamm, ef gengið er út frá hugmyndinni um frjálsan vilja. Hann er þó hugsanlega ekki til og því ekki um neitt raunverulegt val að ræða, heldur aðeins atburðarás. Sú atburðarás er e.t.v. óendanleg, nú eða hringur, en við a.m.k. ófær um að gera grein fyrir því til eða frá.

Kristinn Theódórsson, 3.9.2010 kl. 15:02

122 identicon

Ég er algerlega með eitt á tæru... það eiga ekki eftir að líða mjög mörg ár þar til trú verður skilgreind sem geðveiki... geðveiki sem nokkrir geðveikir menn bjuggu til.. fengu óeðlilega mikla virðingu vegna þess að trúin var notuð í stríðsrekstri...

Hvernig nennir þú Kristinn að tala við Mofa um svona... þú getur bara farið á answersingenesis, þar fær Mofi mest allt ruglið sem hann er að pósta... Go to the source ;)

doctore (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 15:14

123 Smámynd: Mofi

Kristinn
Ég hef ekki orðið var við að þess séu þekkt dæmi, nei, né heldur að forsendur slíkrar tilvistar séu þekktar eða taldar mögulegar.

Hvað sem orsakaði alheiminn verður að vera fyrir utan tíma og rúm þar sem hvorki tími né rúm var eitt sinn til; samkvæmt okkar skilningi eins og er.

Kristinn
Jamm, ef gengið er út frá hugmyndinni um frjálsan vilja. Hann er þó hugsanlega ekki til og því ekki um neitt raunverulegt val að ræða, heldur aðeins atburðarás. Sú atburðarás er e.t.v. óendanleg, nú eða hringur, en við a.m.k. ófær um að gera grein fyrir því til eða frá.

Ef að þú telur að þú hafir ekki frjálsan vilja og hann sé ímyndun þá virkar það eins og þú haldir að þú sjálfur sért ímyndun. Hvað erum við annað en verur með vilja til að vilja rökræða eða ekki? Kannski meðvitund er betra orð, þú veist að þú ert til. Hjálpar það eitthvað?

Mofi, 3.9.2010 kl. 15:22

124 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi

Hvað sem orsakaði alheiminn verður að vera fyrir utan tíma og rúm þar sem hvorki tími né rúm var eitt sinn til; samkvæmt okkar skilningi eins og er.

Þetta er bara orðasallat. Við skiljum ekki heiminn utan tíma og rúms, eða hvort rétt sé að tala um "utan tíma og rúms". Kannski er heimurinn hringrás sem fellur til og frá og er og er ekki og eitthvað blaður. Orðið "orsök" handan alls hefur hugsanlega einfaldlega ekki merkingu.

Ef að þú telur að þú hafir ekki frjálsan vilja og hann sé ímyndun þá virkar það eins og þú haldir að þú sjálfur sért ímyndun. Hvað erum við annað en verur með vilja til að vilja rökræða eða ekki? Kannski meðvitund er betra orð, þú veist að þú ert til. Hjálpar það eitthvað?

Ég held þú sért svo pikkfastur í trúarlegum hugmyndum um frjálsan vilja að þú getir ekki rætt þessa hluti. Lestu smá Dennet og farðu á fyllerí úti í heimi, svindlaðu á uppeldinu og svíktu guð, reyktu eina jónu, pissaðu í saltan sjó og opnaðu augun.

Við vitum ekki hluti sem gefa okkur tilefni til að fullyrða um eðli guða. Það er einfaldlega augljóst hvernig sem á þetta er litið.

Kristinn Theódórsson, 3.9.2010 kl. 15:31

125 identicon

Uhh Mofi þú hefur alveg örugglega ekki frjálsan vilja... allt sem þú vilt er það sem gaurarnir sem skrifuðu biblíu sögðu að þú myndir vilja... Þeir fóru í lægstu hvatir mannkyns.. og þú féllst fyrir því, féllst á græðginni.


Að auki ertu ekki að rökræða mofi, þú ert bara að copy/paste það sem þú sérð á answersingenesis... or öðrum álíka svindlsíðum sem gera út á græðgi manna.

doctore (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 15:35

126 Smámynd: Mofi

Kristinn
Þetta er bara orðasallat. Við skiljum ekki heiminn utan tíma og rúms, eða hvort rétt sé að tala um "utan tíma og rúms". Kannski er heimurinn hringrás sem fellur til og frá og er og er ekki og eitthvað blaður. Orðið "orsök" handan alls hefur hugsanlega einfaldlega ekki merkingu.

Við neyðumst til þess vegna þeirra ályktunar að eitt sinn var tími og rúm ekki til. Hvernig eitthvað er fyrir utan það er auðvitað eitthvað sem við vitum ekkert um en hérna er um mjög rökrétta álytun að ræða. Eitthvað sem ótal vísindamenn hafa fjallað um og er einmitt ástæðan fyrir því að Hawkins er þarna að tala um þetta.

Kristinn
Ég held þú sért svo pikkfastur í trúarlegum hugmyndum um frjálsan vilja að þú getir ekki rætt þessa hluti. Lestu smá Dennet og farðu á fyllerí úti í heimi, svindlaðu á uppeldinu og svíktu guð, reyktu eina jónu, pissaðu í saltan sjó og opnaðu augun.

Ég hef gert heilan helling sem má kalla "svik við guð" og sömuleiðis migið í saltan sjó og sitthvað fleira.  Af hverju hvarlar það ekki einu sinni að þér að kannski ert það þú sem ert pikkfastur í trúarlegum hugmyndum að þú getur ekki rætt svona hluti?

Prófaðu að horfa á þessar rökræður hérna milli Philip Johnson og William Provine, þeir koma dáldið inn á þessar pælingar, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=AM-H6NxdCd4&feature=related

Mofi, 3.9.2010 kl. 15:56

127 identicon

Mikið ósköp geta menn rætt þetta!!!

Mér finnst málið ósköp einfallt.

Ég treysti bestu hugsuðum okkar tíma mikið betur fyrir þessum málum heldur en bók sem rituð var fyrir þúsundum ára af mörgum mismunandi (sennilega þá vitrum mönnum á þeim tíma) einstaklingum og hefur síðan verið þýdd, ritskoðuð og ég veit ekki hvað í gegnum aldirnar.

Það sem mér finnst bera þarna á milli er að bókstafstrúaðir segjast vera með hinn eina sanna sannleik(strax orðið svolítið vafasamt) en vísindamenn viðurkenna að þeir eru bara með kenningar í höndunum og þær gætu breyst um leið og nýjar vísindaniðurstöður koma í ljós. Steven Hawkins er eingöngu að tala útfrá þeim upplýsingum sem vísindamenn hafa í dag. Samkvæmt þeim gögnum bendir ekkert til þess að um einhvern skapanda sé að ræða.

Mitt persónulega mat á mönnum sem trúa því að við lifum eftir dauðann sé einfaldlega að menn neita að horfast í augu við staðreyndir og halda í vonina fram í rauðan dauðann að eitthvað annað taki við. Það er mjög erfitt fyrir suma að gera sér grein fyrir því að yfirgnæfandi líkur eru fyrir því að við lifum bara einu sinni og að þetta sé allt búið eftir það. Enginn auka séns eða neitt slíkt.  Sem betur fer fyrir þá verða þeir ekkert fyrir neinum vonbrigðum þegar þeir deyja því þeir eru ekki til staðar til að upplifa slíkt.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 15:57

128 identicon

Nei nei er Mofi að benda á video á youtube.. þar sem er BANNAÐ AÐ SETJA ATHUGASEMDIR.

Það vita allir hverskonar bull það er á bakvið slíkt Mofi,.... hahahaha

doctore (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 16:05

129 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi 

Við neyðumst til þess vegna þeirra ályktunar að eitt sinn var tími og rúm ekki til. Hvernig eitthvað er fyrir utan það er auðvitað eitthvað sem við vitum ekkert um en hérna er um mjög rökrétta álytun að ræða. Eitthvað sem ótal vísindamenn hafa fjallað um og er einmitt ástæðan fyrir því að Hawkins er þarna að tala um þetta.

Nei, það er alls ekki um rökrétta ályktun að ræða þegar orðin vilji og persóna eru notuð um það eitthvað sem er handan tíma og rúms. Hawking er t.d. einmitt að segja að það sé ekki um upphaf að ræða af því tagi sem krefst first mover í trúarlegum skilningi og e.t.v. eiga í framtíðinni eftir að koma fram fleiri hugmyndir um þessa hluti og gögn, nú eða í hina áttina.

Af hverju hvarlar það ekki einu sinni að þér að kannski ert það þú sem ert pikkfastur í trúarlegum hugmyndum að þú getur ekki rætt svona hluti?

Það hvarflar einmitt alveg heilmikið að mér, einmitt þess vegna slæ ég þessu ekki föstu, heldur segi að gátunni sé ekki svarað, m.a. af því að við vitum ekki hvort við séum með frjálsan vilja, eða hvort guð sé til - sem dæmi.

Það ert þú, Mófi, sem ert bókstafstrúarmaður með eina ákveðna sýn á þessa hluti og eina mjög afgerandi von um útkomu hlutanna. Ég er ekki sá okkar sem er búinn að negla niður leiðina, gefa mér að orsök alls sé guð sem elski mig og mína útfærslu af vinsælustu trúarbrögðunum á vesturlöndum.

Ég er ekki að halda því fram að eitt svar sé rétt, heldur að benda á að sú hugmyndafræði sem gefist hefur best við að ákvarða eðli hluta (vísindi) bendir ekki til guða sem orsaka neins, heldur hefur sú hugmynd æ ofan í æ verið afsönnuð og engin sérstök ástæða fyrir hendi til að ætla að það breytist neitt héðan af.

Kristinn Theódórsson, 3.9.2010 kl. 16:38

130 identicon

Þorvaldur skrifar: Steven Hawkins er eingöngu að tala útfrá þeim upplýsingum sem vísindamenn hafa í dag.

Ályktanir hans eru samt í líki véfréttar. Hann segir að sá dagur muni upp rísa, bjartur og fagur, þegar hægt verður að sanna, að allt varð til úr engu. 

Það verður, að mati Hawkings, gert með eðlisfræðina að vopni. Hann er þó ekki svo vongóður að það muni finnast eitt eðlisfræðilögmál, sem skýra kann hvernig viðlíka firn megi eiga sér stað.

Þess í stað heldur Hawking, að fram muni birtast  e.k. sett af lögmálum. Bland í poka. Hvað þau þurfa að vera mörg er ekki enn vitað. Þessi lögmál munu þó reiða sig á þyngdaraflið í ríkum mæli.

Þá höfum við þennan spádóm Hawking. Góða skemmtun.

En hann hefur í raun ekki sannað eitt eða neitt.  

Þetta er sami maðurinn og heldur því fram að fjandsamlegar geimverur sitji um auðlindir okkar. Og hvetur okkur til að finna nýja reikistjörnu til að nema, eigi mannkyn að eiga sér einhverja von. Margvísleg er von manna!

---

P.S. Og ég vona að þessar eðlisfræðilögmáls-væntingar Hawkings, verði til þess að doktore svari mér ekki.

Jóhann (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 19:57

131 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jóhann,

Hawkins heldur því hvergi fram að fjandsamlegar geimverur sitji um auðlindir okkar.  Hann er bara að benda á að ef hingað kæmu verur frá öðrum hnöttum, þá væru þær að öllum líkindum verulega mikið þróaðri en við, þar sem þær byggju yfir þeirri tækni sem þarf til að ferðast um geiminn.  Fyrir slíkum verum værum við sennilega afar vanþróuð og lítilfjörleg kvikindi.  Við þyrftum því ekki að búast við að þær kæmu betur fram við okkur heldur en við komum fram við þau dýr sem okkur eru skyldust hér á jörðinni.  Við erum t.d. langt komin með að útrýma öllum okkar nánustu ættingjum meðal mannapa.  Þessar geimverur myndu ekki einu sinni finna til skyldleika við okkur, sem við finnum þó til apanna.

Þetta er einfaldlega raunsæi.

Theódór Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 20:32

132 identicon

Þetta svar þitt, Theódór, er ekkert annað en ítarefni um þessa setningu mína:

Þetta er sami maðurinn og heldur því fram að fjandsamlegar geimverur sitji um auðlindir okkar.

Það að þú kennir það við raunsæ, er ekki neitt annað en von þín um að Hawking hafi á réttu á að standa.

Af þessu má draga þá ályktun, að von þín, og Hawkings, geti mögulega verið útskýranleg með því setti af eðlisfræðilögmálum sem Hawking vonast til að komi í ljós innan tíðar.

Það er ekki ljóst, enn sem komið er.

Jóhann (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 20:58

133 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jóhann,

Hvar heldur hann því fram að geimverur sitji um auðlindir okkar?

Og af hverju ætti það að vera mér eitthvert sérstakt kappsmál að Steven Hawking hafi rétt fyrir sér?

Hver er von mín?

Theódór Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 21:09

134 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Stundum misstígur þú þig gjörsamlega, þrátt fyrir klárheitin, Jóhann.

Kristinn Theódórsson, 3.9.2010 kl. 21:10

135 identicon

Nú, þið feðgarnir eruð vakandi. Það er gott.

Af virðingu fyrir aldri manna, þá svara ég pabbanum fyrst. Hann spyr: "Hvar heldur hann því fram að geimverur sitji um auðlindir okkar?"

Að því marki að þú viðurkennir, Theódór, að Stephen Hawking hafi yfirhöfuð haldið því fram að mannkyn ætti að óttast geimverur, þá hvet ég þig til að koma með haldbetri hugmynd en þá, að sá ótti sé grundvallaður á ásókn í auðlindir. (og ég bið þig að hafa ekki í huga fordæmi liðinna biskupa).

Og nú svara ég syninum. Hann segir: "Stundum misstígur þú þig gjörsamlega, þrátt fyrir klárheitin, Jóhann."

 Klárheit - schmárheit.

Vertu, væni minn, ekki að nudda utan í mig einhverjum meintum ávirðingum.

Tjáðu hug þinn.

Þó hann kunni að vera bundinn af mögulegum eðlisfræðilögmálum í anda Hawkings.

Jóhann (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 21:25

136 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ekki skil ég hvað Jóhanni gengur til að blanda geimverum í málið. Þær eru trúlega til og hugsanlega gætum við átt eftir að hitta á þær, viðvörun Hawking er því eðlileg. Margir aðrir, bæði innan vísinda en einnig ríkisvalds, hafa hugsað sömu hugsun og þess vegna er almennt viðurkennt bann við sendingum héðan af því tagi sem SETI hlustar eftir annars staðar frá. Sem sýnir auðvitað að SETI er frekar vonlítil tilraun til að finna geimverur.

Mofi virðist telja að frjáls vilji sé það sama og meðvitund. Einhvern veginn finnst mér hann hafa farið framhjá ótrúlega miklu af því sem skrifað hefur verið um þessi mál. Meðvitund er óhrekjanlega til í að minnsta kosti einu tilfelli. Frjáls vilji er ekki bara óskilgreinanlegur (eða Mofi vill kannski koma með skilgreiningu?), hann er jafnframt ómögulegur í þeirri mynd sem flestir skilja hugtakið (þar á meðal ekki minni menn en Sartre og Kierkegaard).

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2010 kl. 21:37

137 identicon

Það var Hawking sem blandaði geimverum í málið, Brynjólfur. Ekki ég. Rétt eins og það var awking sem hjalaði um mikilvægi þess að við mennirnir færum að huga að landnámi nýrra pláneta.

Þú segir fréttir!: "Margir aðrir, bæði innan vísinda en einnig ríkisvalds, hafa hugsað sömu hugsun og þess vegna er almennt viðurkennt bann við sendingum héðan af því tagi sem SETI hlustar eftir annars staðar frá."

Almennt viðurkennt bann? Þú ert að djóka, ekki satt?

Jóhann (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 21:50

138 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jóhann,

Maður fyllist djúpri lotningu yfir visku þinni og speki.

Theódór Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 22:04

139 Smámynd: Jóhann H.

Þetta hefur kannski komið fram áður. Og kemur þyngdarlögmálinu við. Spurningin er þessi; Getur Guð skapað svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum sjálfur.  Ef svo er (hann er almáttugur), brýtur Hann þá ekki öll lögmál (þ.m.t. þyngdarlögmálið)?. Og ef Hann brýtur það (lögmálið),er Hann þá almáttugur?

Jóhann H., 4.9.2010 kl. 02:28

140 identicon

Jóhann H..   það þarf vilja til sköpunar og til að vilja þarf einnig að vera mögulegt að vilja ekki....  þannig að þessi guð sem þú ímyndar þér þarf að vilja að steinninn sé ólyftanlegur... ef hægt er að vilja að eitthvað sé ógerlegt verður það að vera gerlegt í sömu andrá, því annað er ekki án hins.

"Observation killed god"... sorry "the cat"

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 10:15

141 identicon

Þetta er ekki einu sinni kenning.. og sumir alveg að fara á límingunum; OMG guð er ekki til, ég verð dauður þegar ég er dauður.

Auðvitað eru geimverur til, við erum geimverur... Kannski það heppilegasta fyrir mannkyn sé einmitt að aðrar geimverur ráðist á okkur... þá kannski hætta menn í hlægilegum trúarbragðatribalisma.

Þegar ég sé og heyri í trúuðum tala um guði sína... þá horfi ég á mjög frumstætt fólk, hreinlega villimenn í jakkafötum og með tölvur... Apamenn dauðans

DoctorE (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 12:18

142 identicon

Spáðu í smá orðasalat doctore .... ef við hefðum haft vit á því að senda mannað geimskip út í geiminn fyrir nokkru síðan og látið það ferðast nálægt hraða ljóssins, þá væru geimfararnir búnir að lifa flesta sem nú hýsa plánetuna, en þeir væru vart farnir að grána í vöngum :) 

Ef þeir síðan ýta á túrbótakkann og ná hraða ljóssins þá stöðvast tíminn og allt hefur þá væntanlega þegar gerst.... í kjölfarið eftir að ljóshraðinn er brotinn og þeir fara hraðar þá koma þeir til baka afturábak í tímann og ná kaffitímanum rétt fyrir lift off :)

Eitt smá vandamál í þessu er að geimskipið hefur við ljóshraðann sankað að sér allri orku og þar með öllum massa og kramist niður í nánast núllpunkt sem er frekar þröngt, en það er gjaldið ef maður vill vera með í stórahvellinum við ljóshraðarof....  en síðan fer allt í gott horf aftur til tímans.

Eða þannig :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 13:48

143 identicon

Við værum með menn á Mars.. ef kristni hefði ekki rústað vísindum og þekkingu í árhundruð...

Þetta er það sem biblían segir um þekkingu og menntun
Proverbs, 1:7 The fear of the LORD is the beginning of knowledge: but fools despise wisdom and instruction.

Skiljið þið ensku... ÓTTI er mál málanna, óttinn á að stoppa fólk af í að leita sannleikans... ef fólk leitar hans þá mun hinn miskunnsami og ástkæri einræðisherra pynta þig...

doctore (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 16:33

144 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Það á að banna Theódór að tjá hugsanir sinar. Núna er hann búinn að eyðileggja nætursvefninn mínn með hugmynda hans um geimveru sem muna koma fram við mig eins og skepnu.

Jakob Andreas Andersen, 4.9.2010 kl. 18:06

145 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Jóhann H er með skemmtileg pæling. Ég vil bæta við: Gæti Guð framja sjálfmorð? -Ok, krakkar, been there, done that, seen that (upps auðvitað, ég skapaði allt draslið sjálfur!). Nenni þessu ekki lengur. Er farinn, kemur ekki aftur!

Jakob Andreas Andersen, 4.9.2010 kl. 18:21

146 Smámynd: TARA

Fyrir mér er þetta ekkert nýtt. Ég hef alla mína ævi vitað að Guð skapaði ekki heiminn...jæja, næstum því alla ævi. Þ.e.a.s. eftir að ég komst til vits og ára.

Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að ég haldi smávegis í mína gömlu barnatrú, því við erum nú einu sinni þannig gerð, alla vega flest okkar, að við þurfum að trúa einhverju eða á eitthvað.

Ég trúi hinu og þessu, en ég hef mesta trú á því góða í manneskjunni sjálfri.A.m.k. í flestum okkar.

En þrátt fyrir mismunandi trú, þá er það staðreynd að enginn Guð kom nálægt sköpun heimsins né mannsins. Hverju aðrir trúa, er algjörlega þeirra mál og mér dettur ekki til hugar að reyna að breyta því, alveg eins og ég kæri mig ekki um að aðrir reyni að breyta minni trú.

Hins vegar er eitthvað til sem við getum ekki útskýrt, hvorki á trúarlegan né vísindalegan hátt.

TARA, 4.9.2010 kl. 20:37

147 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jakob,

Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
ég læt sem ég sofi,
en samt mun ég vaka.
Bíum bíum bamba,
börnin litlu ramba
fram um fjalla kamba
að leita sér lamba.

Bara þylja þetta í huganum þegar þú leggst út af til að fara að sofa.  Þá sofnar þú eins og ljós.

Dreymi þig vel.
 

Theódór Gunnarsson, 4.9.2010 kl. 21:17

148 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Theódór,

Börnin litlu að ramba fram um fjalla kamba?! Ég var kominn í sjálfheldu siðast ég fór upp á Esjuna. Nú geti ég alls ekki sofnað...Takk fyrir hjálpið!

Jakob Andreas Andersen, 4.9.2010 kl. 22:35

149 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jakob,

Ég reyndi þó.

Theódór Gunnarsson, 4.9.2010 kl. 22:40

150 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Jóhann, ég nefndi "almennt viðurkennt bann" við sendingum út í geim. Kannski illa orðað, mér vitanlega er ekkert slíkt bann í gildi opinberlega. Það sem ég var með í huga þarna var grein sem ég las fyrir ekki alls löngu um viðbrögð innan bandaríska stjórnkerfisins við Arecibo skilaboðunum (1974). Nú finn ég ekki þessa grein aftur. Mjög fáar tilraunir hafa verið gerðar til að senda skilaboð út í geiminn með rafsegulbylgjum en hugsanlega er það spurning um hversu mikla orku þyrfti til þess og aðrar tæknilegar pælingar.

Clinton hjónin eru miklir áhugamenn um geimverur skv. því sem ég hef lesið og Hillary á víst að hafa formúlerað viðbrögð við hugsanlegum skilaboðum - en þetta gæti allt eins verið tómt bull!

Hawking benti réttilega á að okkur stafar hugsanlega hætta af geimverum. Hann benti einnig á að til að tryggja framtíð mannkyns þyrftum við að dreifa okkur um geiminn. Hvort tvegga er rétt ef litið er til mjög langs tíma - og reyndar gæti stór loftsteinn eytt mestöllu lífi á jörðinni strax á morgun.

Annars er mín afstaða til tæknivæddra geimvera sú að annaðhvort eru þær ekki til (eða halda sig alfarið heima hjá sér) eða þær eru þegar í sólkerfi okkar, þá trúlegast í formi sjálfvirkra könnunarfara. Við ættum því að beina SETI augum að sjálfu sólkerfinu!

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.9.2010 kl. 14:29

151 identicon

Sæll, Brynjólfur. Þú segir:

Jóhann, ég nefndi "almennt viðurkennt bann" við sendingum út í geim. Kannski illa orðað, mér vitanlega er ekkert slíkt bann í gildi opinberlega.

Nú, þá er það ekki einungis "illa orðað", heldur ósannindi gegn betri vitund þinni. Þú varst því að ljúga að sjálfum þér.

Þú hefur, vænti ég, heyrt um sjónvarps- og útvarpssendingar.  Þær eru ekki bannaðar, en senda þó marvísleg skilaboð út í geim. (...sem mögulega fjandsamlegar geimverur geta numið).

Þú segir ennfremur:

Annars er mín afstaða til tæknivæddra geimvera sú að annaðhvort eru þær ekki til (eða halda sig alfarið heima hjá sér) eða þær eru þegar í sólkerfi okkar, þá trúlegast í formi sjálfvirkra könnunarfara.

Þú gætir trúlega ritað skemmtilega vísindaskáldsögu um þetta efni.

Þakka þér síðan fyrir fróðleiksmolann um Clinton-hjónin.

----

En svo ég komi með nokkur hughreystingarorð fyrir ykkur Hawking-aðdáendur, þá vil ég vitna í þann mikla speking Yoda (með mínum breytingum):

May the wannabee-Hawking-Set of Laws of Physics be with you

Jóhann (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 22:23

152 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jóhann,

Enn fellur maður í stafi yfir snilli þinni.  Sérstaklega er þessi Yoda tilvitnun meistaraleg.

Theódór Gunnarsson, 5.9.2010 kl. 22:51

153 identicon

Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð, Theódór. En þú veist nú að oflof má teljast háð.

Sjálfur vil ég hrósa þér fyrir að vera kominn með nýja mynd af sjálfum þér, sem er mun viðkunnarlegri en sú fyrri. Vonir mínar standa til að við næstu breytingu verðir þú brosandi.

Í millitíðinni, þá gætir þú haft gaman af þessu (og þú mátt setja inn guð í staðinn fyrir spaghettísósu að vild):

http://www.youtube.com/watch?v=iIiAAhUeR6Y

Jóhann (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 23:14

154 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jóhann,

Já, það var kominn tími til að skipta um mynd, en góðir hlutir gerast hægt.  Hver veit nema það verði brosvipra á þeirri næstu.

Annars mættir þú sjálfur skipta dálítið um stíl og draga úr þessum botnlausa pirringi sem oftast einkennir skrif þín.

Ég kíki á þennan hlekk í dag.

Theódór Gunnarsson, 6.9.2010 kl. 06:48

155 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jóhann H reit:

Þetta hefur kannski komið fram áður. Og kemur þyngdarlögmálinu við. Spurningin er þessi; Getur Guð skapað svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum sjálfur.  Ef svo er (hann er almáttugur), brýtur Hann þá ekki öll lögmál (þ.m.t. þyngdarlögmálið)?. Og ef Hann brýtur það (lögmálið),er Hann þá almáttugur?

Það er órökrétt að gera ráð fyrir heimi þar sem tvö absalút öfl eru til samtímis. Spurningin er eð innbyggða mótsögn í sér sem gerir hana merkingarlausa.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.9.2010 kl. 14:49

156 Smámynd: Mofi

Fyrir áhugasama, sjá:  John Lennox um rök Stephen Hawkins

Mofi, 6.9.2010 kl. 15:37

157 Smámynd: ThoR-E

já.. það er án efa fínt að vera prestur.

Maður fær borgað fyrir að vera í vinnunni og síðan fær maður aftur borgað fyrir að vinna vinnuna sína, sbr. skírnir, giftingar, jarðarfarir osfrv.

Kæmist í feitt í þessu djobbi.

ThoR-E, 6.9.2010 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband