Allt í besta lagi

Af fréttum í ágúst mánuði mátti draga þá ályktun að miklu meiri fjöldi hefði sagt sig úr þjóðkirkjunni. Sagt var frá löngum biðröðum og svo miklu álagi að starfsmenn önnuðu ekki að skrá allar úrsagnirnar.

Eitthvað hefur þetta verið orðum aukið, því aðeins rúmlega þrjú þúsund manns sögðu sig úr Þjóðkirkjunni. - Þetta segir okkur að  jafnvel þeim sem þóttu ásakanirnar á hendur Ólafi Skúlasyni fyrrverandi biskupi, og frammistaða núverandi biskups Karls Sigurbjörnssonar  í því máli,  engan vegin ásættanleg, telja mikill meirihluti þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni það ekki nægjanlega ástæðu til að yfirgefa hana.

Spurningin sem situr eftir, er hvað þarf mikið af innviðum kirkjustarfsins og trausti almennings á kirkjunni að bresta til að það yfirgefi hana. Það er greinilega ekki nóg að margheiðraður leiðtogi hennar hafi reynst vera kynferðisafbrotamaður og að núverandi biskup hafi bæði í mæltu máli og riti, gert mikil mistök þegar hann reyndi að hylma yfir malið og fara með rangfærslur til þess að varpa efasemdum a framburð þeirra sem ásökuðu herra Ólaf.

Þetta hljóta að vera skilaboð til kirkjunnar þegna um að allt sé í besta lagi innan kirkjunnar og það sem úrskeiðis hafi farið sé vel hægt að leiðrétta með einhverjum hætti.


mbl.is Mikil fækkun í þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ef eg væri Gud sem væri godur miskunsamur og almattugur ta myndi eg ekki lata svona gerast i minum husum og myndi ekki horfa i gegnum fingur mer a tjona mina sem eru vigdir og blessadir i minu nafni komast upp med ad storskada børnin min sem eg skapadi i minni mynd.

Þorvaldur Guðmundsson, 4.9.2010 kl. 05:36

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er eins og svo margt annað á íslandi.. íslendingar NENNA ekki að mótmæla og hvað þá að ganga í gegnum eins eitt eyðublað sem þarf til þess að skrá sig úr þjóðkirkjunni...  það er ekkert skrítið þótt spillingin blómstri á klakanum.. það er öllum skítsama um allt nema sjálfan sig þarna á þessum grjóthólma norður í ballarhafi.

Óskar Þorkelsson, 4.9.2010 kl. 06:12

3 identicon

Ég hálfskammast mín fyrir hönd þeirra sem hafa ekki sagt sig úr kirkjunni... einnig fyrir hönd þeirra sem skrá sig inn í aðrar kirkjur.
En ég get fyrirgefið því ég veit að þetta fólk er vel heilaþvegið, langflestir frá barnsæsku...

Ég ætla bara að minna þá á sem eru enn í ríkiskirkju, eða hafa skráð sig í aðrar kristnar kirkjur; Biblían mælir 100% með nauðgunum á barnungumstúlkum sem eru hreinar meyjar.
Hver sá sem skráir sig inn í slíkan félagasskap... hann er ekki að hugsa  mikið...

doctore (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 13:02

4 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Truir tu tvi doctor i alvøru ad tessi baratta tin se ad skila einhverju. Er ekki betra til arangurs ad beita einhverju ødru en ofrægingarordum i gard kristinna. Ef eg myndi nota sømu taktik og tu gagnvart foreldrum tinum held eg ad tad væri til tess fallid ad tu stædir en tettar ad baki teim. Tu ert i besta falli kjanalegur.

Þorvaldur Guðmundsson, 4.9.2010 kl. 16:04

5 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég held að staðreyndin sé sú að meirihluta meðlima þjóðkirkjunnar sé skítsama.  Þetta fólk er ekki trúað og kirkjan þjónar því eina hlutverki í lífi þess að annast ýmsar hátíðlegar athafnir.  Þetta held ég að sé bara bláköld staðreynd, hvað sem kirkjunnar fólki finnst um það.

Theódór Gunnarsson, 4.9.2010 kl. 17:55

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eruð þið virkilega svona góðir að talnaleik í lalalandi trúarbragðanna? Gratúlera.

Hér er verið að tala um fækkun en ekki fjölda úrsagna. Þá er rétt að taka inn í þann útreikning sjálfkrafa innskráningu í költið við hverja skírn í landinu.

Það hefur ávallt verið árviss fjölgun í takti við þessar nýskráningar, sem NB eru ekki af fúsum og frjálsum vilja né segja nokkurn skapaðan hlut um trúarsannfæringu fólks. Það er ómálga munstrað inn í þetta og flestir láta sér það litlu skipta.  

Nei Svanur minn, það var mikið að gera hjá þjóðskránni, því nær lagi er að tala um 15-20.000, ef þú tekur allar tölur með í jöfnuna þína.

Ég reiknaði svo sem ekki með gáfulegri niðurstöðu frá þér, með fullri virðingu annars.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2010 kl. 18:42

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvað áttu við Jón Steinar. Þú kannt að lesa, er það ekki. Í fréttinni er bæði talað um nettó fækkun og svo þá tölu sem færði sig á milli trúfélaga eða ákvað að standa utan þeirra, þ.e. fjöldi úrsagna úr þjóðkirkju.

Hvar færðu þessar 15-20.000 eiginlegaa? Kanntu ekki að telja heldur?

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.9.2010 kl. 12:07

8 identicon

Jón þú er ótrulegur dóni og ætti að temja þér smá kurteisi.

skækill (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband