Hver lekur?

Spurningin sem vaknar við lestur þessarar fréttar, og reyndar einnig þeirrar sem birtist fyrr í dag um málið, er hvers vegna þessar upplýsingar leka svona glatt í fjölmiðlana.  Auðvitað eru fjölmiðlar gráðugir í að komast í fréttir tengdar þessu máli, en hver lekur og hvers vegna? -

Er það lögreglan sem er að veita fréttamönnum upplýsingar um málið eða er hún að tala af sér, eins og svo oft áður. - Fréttir eru skoðanamyndandi og ekki síst fréttir af sakamálum. Til að byrja með veittu lögregluyfirvöld afar litlar upplýsingar um málið, enda rannsóknin þá enn á fullu. Nú koma þessar upplýsingar, rétt eins og málið sé þegar upplýst.


mbl.is Blóð fannst á skóm mannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki er ólíklegt að einhver bráðabirgðaniðurstaða vegna DNA hafi borist frá Svíþjóð, en rétt hjá þér. Alltaf skal einhver leka!

Björn Birgisson, 30.8.2010 kl. 17:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var forkastanlegt hvernig fréttaflutningurinn var þegar manngarmurinn var handtekinn í fyrrasinnið. Var dreginn af því lærdómur?, Nei.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2010 kl. 17:20

3 Smámynd: Hannes

Ef maðurinn er sekur þá er hann fáviti að henda ekki skónum sem hann framdi morðið í enda óþarfi að gera lögreglunni auðveldara að finna sig.

Ég vona að morðinginn finnist hver sem hann er.

Hannes, 30.8.2010 kl. 22:56

4 identicon

Hvada endemis aulahattur er thad ad losa sig ekki vid bloduga sko? Thad eitt bendir til sakleysis mannsins nema hann se algerlega tomur.

Pall (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 23:32

5 Smámynd: Dingli

Sæll Svanur.

NEMA!?

Dingli, 31.8.2010 kl. 01:24

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Nákvæmlega, þessi lekandi virðist þrálátur og viðvarandi.  Alveg hreint með ólíkindum, að á sama tíma og rannsakendur búa sig undir yfirheyrslur yfir grunuðum manni, skuli almenningur getað smjattað á öllum staðreyndum, sem yfirheyrslur munu fjalla um.   Fjölmiðlarnir þrír, skipta á milli sín að segja frá staðreyndum máls, og vísa svo hvorn á annan um heimildir.

Á meðan situr sá grunaði í meintri einangrun!

"Réttarríkið" Ísland, heldur áfram að valda undrun og stórfurðu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.8.2010 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband