Færsluflokkur: Íþróttir

Íslendingar bestir miðað við stærð

Þriðjudagurinn 19. nóvember n.k. verður örlagaríkur fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Þá ræðst endanlega hvort því tekst að komast til  Brasilíu 2014 og gera Íslendinga þar með fámennustu þjóðina í heiminum til að keppa á heimsmeistaramóti í knattspyrnu. - 

Þann heiður eiga sem stendur Trinidad - Tobago en þeirri þjóð tilheyra 1.3 milljónir manna  og á meðal hennar er þeirri staðreynd að landslið þeirra "The Socca Warriors" komst á heimsmeistaramótið 2006, dyggilega haldið til haga.

Íslendingar sem aldrei hafa náð að vinna sér inn þátttökurétt á stórmóti, eygja nú þann möguleika í fyrsta sinn. Þeir eru komnir í umspil og næstu tveir, mögulega þrír, leikir ráða þar öllu um.

Á næstu vikum fáum við eflaust að heyra allar klisjurnar og "máltækin" sem íþróttafréttamenn þjóðarinnar eru svo lagnir við að koma að. Kálið er víst ekki sopið, og það er enn langt í land og við ramman reip að draga og við öflugan andstæðing að etja og og og  .........

Og því miður eru þær allar sannar.

 

Andstæðingar íslenska liðsins, Króatíska landsliðið er í 22. sæti Elo listans en Ísland í því 79.

Íbúar Króatíu telja 4.3 milljónir og frá því að hún hlaut sjálfstæði sitt að nýju árið 1991 hefur landslið þeirra í knattspyrnu komast á öll heimsmeistaramót nema eitt og öll Evrópumeistaramót nema eitt. Á fyrsta heimsmeistaramótinu sem það tók þátt í 1998, endaði liðið í þriðja sæti.

Seinni leikur Íslands og Króatíu mun fara fram á Maksimir leikvanginum í Zagreb, þar sem króatíska landsliðið vann sér það til frægðar að tapa ekki fyrstu 36 heima-leikjum sínum. Sú heimaleikja-sigurruna endaði ekki fyrr en með tapinu gegn Englandi 2008.


mbl.is Ísland mætir Króatíu í umspilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dr. Phil spáir íslenskum sigri

Dr. Phil,  breski handboltaspámaðurinn, sem fram að þessu hefur ætíð haft rétt fyrir sér hvað varðar úrslit leikja sem Íslenska handboltalandsliðið hefur leikið,  hefur fram að þessu ekki viljað tjá sig um úrslit leikja liðsins á Ólympíuleikunum, eða annarra liða. Hann segist ekki hafa viljað spá á meðan Breska liðið var enn í keppninni.

En nú þegar Bretar hafa lokið keppni, er hann og spádómsgáfa hans aftur frí og frjáls.

Dr. Phil segist þegar sjá fyrir hverjir verði ólympíumeistarar í Handbolta árið 2012 og að sú sýn hafi verið með honum allt frá síðustu Ólympíuleikum. -

En hann fæst samt  ekki til að láta það uppi enn.

Hann spáir Íslendingum sigri gegn Ungverjalandi og segir að lykilinn að sigrinum felist í veikasta hlekk liðsins. ´' Sigurinn verður aldrei í hættu. Yngsti og veikasti hlekkurinn mun sjá til þess. ' 


mbl.is Morgunleikur gegn Ungverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afreksíþróttir, til hvers?

Jón ArnarEins og fram kemur í fréttinni er sá tími löngu liðin er hægt var að stunda afreksíþróttir í frístundum. Nú þurfa einstaklingar fjárstyrki ef að þeir eiga að ná árangri og stunda viðkomandi íþrótt eins og fullt starf.

Sumar íþróttir sem stundaðar eru, koma aldrei til að skila viðkomandi daglaunum, svo hann þarf að reiða sig á opinbera styrki og framlög frá fyrirtækjum. 

En þá má spyrja; hver er ávinningurinn af því fyrir einstakling að stunda íþrótt sem fullt starf ef það gefur ekkert í aðra hönd?- Íþróttafólk og unnendur virðast ganga að því sem sjálfgefnu að það sé bæði nauðsynlegt og gott.

Og til hvers þarf landið að eiga "afreksfólk" í þeim greinum í íþrótta sem ekki gefa keppendum neinar tekjur af iðkun sinni. Hver er tilgangurinn með slíkum afreksíþróttum yfirleitt?

Á Atvinnumennska í íþróttum ekki í raun aðeins rétt á sér í þeim greinum sem standa undir sér sjálfar með tekjum af auglýsingum og aðgangsmiðasölu?


mbl.is Af fagurgala og nýju fötum keisarans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumsóleyjarnar og enska landsliðið

799px-Poster_Papaver_2aBretar gera mikið þessa dagana úr minningardeginum um fallna hermenn sem haldin er 11. nóvember hvert ár. Sagan segir að "á elleftu stundu, ellefta dags, ellefta mánaðar, ársins 1918", hafi verið samið um vopnahlé milli stríðandi fylkinga í heimsstyrjöldinni fyrri.

800px-Anzac_poppiesDagurinn sjálfur er haldinn hátíðlegur með öllu því brölti sem herveldi á borð við Breta getur boðið upp á en mest ber á hinum eldrauðu pappírs-draumsóleyjum sem allir bera í barminum. Ekki sést kjaftur í sjónvarpinu vikur fyrir og vikum eftir daginn, sem þorir að láta sjá sig án þessa barmmerkis sem selt er af uppgjafa hermönnum landsins á hverju götuhorni.

Á laugardaginn leikur enska landsliðið í knattspyrnu gegn Spánverjum. Þeir fóru fram á við FIFA að fá að leika með draumsóleyjar bróderaðar á brjóst búninga sinna. FIFA neitaði og bar fyrir sig að slíkt væri ekki gott fordæmi og tefldi óhlutdrægni keppninnar í hættu. Englendingar gáfu sig ekki og báðu enn um undanþágu. FIFA neitaði aftur á sömu forsendum. -

Darren_bent415Þess ber einnig að gæta að enskir landsleikir hafa oft áður verið leiknir beggja megin við minningardaginn en aldrei áður hefur verið gerð krafa um að leikmenn beri draumsóleyna á búningi sínum.

Þá var kominn tími fyrir England að draga fram stóru kanónurnar. Forsætisráðherrann froðufeldi af vanþóknun í þinginu og ritaði Sepp Blatter forseta FIFA harðort bréf og krafðist þess að liðið fengi að bera blómið sem hluta af búningi sínum.  - William prins sem er heiðursforseti enska knattspyrnusambandsins lagðist líka á árina og ritaði Blatter einnig bréf sama efnis. -

_56596288_pa_cameronÞessi pressa hafði áhrif og enska landsliðinu var leyft að bera draumsóleyjar bróderaðar á svart sorgarband sem þeir hugðust einnig bera á upphandlegg. - Þetta á einnig við um lið þeirra undir 21.árs,  sem keppir við lið Íslands í kvöld.

Heimsstyrjöldin síðari átti að vera "stríðið sem endaði öll stríð". Þrátt fyrir vopnahléið sem Bretar og samveldisþjóðir þeirra halda hátíðlegt, hélt stríðið áfram og leiddi síðan af sér enn fleiri stríð í Evrópu. Þegar stríðinu lauk, voru gerðir við Þjóðverja miklir nauðungarsamningar sem fólu í sér eftirgjöf á stórum landsvæðum, þrátt fyrir að þeir höfðu  ekki tapað feti af eigin landi í sjálfu stríðinu. - Uppgjöfin og hinir svo kallaðir Versalasamningar sem fylgdu í kjölfarið voru af mörgum Þjóðverjum álitnir mikil svik við þýsku þjóðina. Þeirra á  meðal var  tví-heiðraður sendiboði fyrir fótgönguliðið, sem þá lá á sjúkrahúsi með tímabundna blindu þegar samningarnir voru gerðir og hét Adolf Hitler.

prince-william-wearing-a-poppy-pic-getty-images-373638911Pappa-draumeyjasólirnar sem styrinn stóð um og tengsl þeirra við minningardaginn, má rekja til ljóðsins"In Flanders Fields" eftir kanadíska herlækninn John McCrae sem samdi það árið 1915.

Um þessar mundir eru Bretar flæktir í afar óvinsælar og umdeildar hernaðaraðgerðir. Hermenn þeirra koma vikulega heim í líkpokum og stöðugt er haldið að almenningi í gegnum fjölmiðla að þeir hafi dáið fyrir frelsi og öryggi breskra þegna. Að sama skapi og óvinsældir stríðsbröltsins aukast, hafa stjórnvöld lagt áherslu á að almenningur sýni stuðning við hermennina sem berjast í stríðunum, jafnvel þótt hann styðji ekki stefnu stjórnvalda. Þannig eru forsendur kröfu þeirra ensku ljósar.

Þótt FIFA hafi gefið eftir að þessu sinni standast rök þeirra að fullu fyrir að hafna slíkum merkingarhlöðnum og pólitískum táknum á búninga í landskeppnum. Fordæmið er hættulegt en vonandi dregur það ekki dilk á eftir sér.


Æðsti draumurinn

lunaAllar kýr dreymir um að verða hestar. Því miður verða fáir til að veita þeim tækifæri til þess að láta þann draum rætast. Flestir eru þeirrar skoðunar að þó að margt búi í hausum þeirra, séu þær ekki hestar og eða annarskonar reiðdýr.

Sem strákur í sveit á Snæfellsnesi, gerði ég samt mitt besta til þess að gera þennan alheimslega beljudraum að veruleika og það var minn sveitapilts draumur að verða knár kúaknapi. 

Grána gamla var afar þekkur reiðskjótti og  í hvert sinn sem ég sótti kýrnar út fyrir stekk hleypti ég henni á skeið og hætti á að þola skammir afa míns í staðinn. Þess vegna er ég sérlega  ánægður að heyra að Lúna í Þýskalandi upplifi nú drauminn til fulls, jafnvel þótt ég geti ekki betur séð en að hún sé naut.


mbl.is Heldur að hún sé hross
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt fuck off getur verið dýrt

fuck off"Þú getur aðeins skorað í hóruhúsi", hrópaði einhver á Wayne Rooney þegar hann var að fagna því að hafa skorað þriðja markið í leik á móti West Ham. Andlit Rooney myndaðist af reiði. Hann veit að það er enn í fersku minni fólks þegar hann var staðinn að því að halda fram hjá konunni sinni með vændiskonu. "Fuck of" hrópaði hann beint upp í sjónvarpsmyndavélina. Félagar hans reyndu að leiða hann í burtu. Hann snýr sér við og spýti út úr sér "Twatt".

Óteljandi ungir drengir elska fótbolta. Þeir sömu elska og dá þá sem eru góðir í fótbolta og mest þá sem eru frægir fyrir a vera "bestir". Allt sem hetjurnar gera á knattspyrnuvellinum reyna þeir að apa eftir, við fyrsta tækifæri.

Þess vegna finna illa upp aldir óþekktarangar sem eru góðir í fótbolta  sig allt í einu í þeirri stöðu að vera fyrirmynd milljóna drengja og stúlkna vítt og breitt um heiminn. Herra Rooney er einn slíkur. Þess vegna verður hann að passa á sér gúlinn betur en flestir aðrir.

Wayne baðst afsökunar á að hafa í bræði, sjóðandi af adrenalíni eftir markaskorunina, viðhaft óviðeigandi orðbragð.

Enska Knattspyrnusambandið sem daginn áður hafði kýst því yfir að það ætlaði að gera átak í að bæta hegðun enskra knattspyrnumanna átti ekki annars völ, ef það vildi láta taka sig alvarlega, en að taka harkalega á máli Rooney. ÞAÐ straffaði hann í tvo leiki. Rooney á þess kost á afrýja. Tíminn sem hann hefur til þess rennur út á miðnætti. Kannski hefur hann þegar gert það.

Víst er að stjórinn hans verður ekki hress með að missa Rooney úr liðinu, sérstaklega í seinni leiknum á móti Real Madrid. Rooney setti nefnilega á svið heilmikið leikrit fyrir skömmu til að fá launahækkun frá Alex Ferguson. Ferguson gaf sig en þegar hann gefur eftir vill hann fá sitt pund af fleski á móti. Ég gæti trúað að hann hugsi Rooney þegjandi þörfina ef straffdómurinn heldur. Eitt Fuck off getur verið ansi dýrt.


mbl.is Redknapp: Heimskulegt hjá Rooney
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Settu peningana þar sem munnurinn er..

russell-brand-2Orðatiltækið "Put your money where your mouth is" kemur upp í hugann við lestur þessarar fréttar. Russell Brand er ekki á flæðiskeri staddur. Spurningin er hvort hann sjái sér ekki fært að fjárfesta í fótboltaliðinu West Ham sem hann elskar svo mikið, úr því að íslendingarnir valda honum svona miklum vonbrigðum.

Hann er reyndar á margan hátt ekki ólókur þeim í lund og Þegar hann  og hin syngjandi Katy Perry, giftu sig fyrir skömmu, minnti brúðkaupsveislan um margt á veislur íslenskra útrásarvíkinga, þegar þeir voru upp á sitt besta. Slíkur var íburðurinn.

Russel hefur þénað vel á síðustu misserum og ekki léttist buddan neitt við að giftast Katy Perry. Saman gætu þau rekið West Ham með glæsibrag. Hann gæti sagt brandara í leikhléinu og Katy tekið lagið. Það mundi trekkja,  því að fótboltinn sem liðið spilar gerir það ekki.


mbl.is Óheppnir með milljarðamæringa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Indversk súluleikfimi

Úr Erótískum súludansi spratt á sínum tíma samnefnd tegund af húsmæðraleikfimi sem fjölmargar konur fullyrða að sé afar skemmtileg útfærsla á nauðsynlegri líkamshreyfingu. - Sjálfsagt mundu samt fæstir iðkendur þess slags leikfimi, komast með tærnar þar sem iðkendur hinnar forn-indversku súluleikfimi Mallakhamb hafa hælanna. Satt að segja er ótrúlegt að sjá hvernig þessi kappar bjóða aðdráttaraflinu birginn.  - Sjón er sögu ríkari. -

 


Glíma

Glíman er elsta íþróttagreinin mannkynsins. Margt bendir til að fyrstu fangabrögðin hafi verið hluti af trúariðkun og hermigaldri.  

Í fornum helgisögnum mannkynsins, frá öllum álfum,  er að finna frásagnir af glímubrögðum trúarhetja og má yfirleitt lesa frásagnirnar á táknrænan hátt og sem lýsingu á hinni stöðugu baráttu milli góðs og ills sem mannkynið hefur háð bæði ytra sem innra með sér, frá upphafi.

Stundum er glíman háð við einhverjar óvættir, fulltrúa hins dýrslega í manninum og stundum við fulltrúa guðdómsins sjálfs eða tákngerving æðra eðlis mannsins.

Gilgames og EnkiduÞannig háði hinn súmerski Gilagames mikla glímu við villimanninn Enkidu sem hann náði að yfirbuga og gera síðan að miklum vini sínum. Í þeirri sögu nær maðurinn sátt við sitt lægra eðli.

Í hinu forna indverska trúarriti  Mahabharata sem ritað er á sanskrít, koma glímur nokkuð við sögu. Þeirra frægust er glíma tveggja þrautreyndra glímukappa, þeirra Bhima og  Jarasandha Glíman varði í 27 daga og  Bhima vann ekki sigur fyrr en Krishna sjálfur gaf honum til kynna hvernig granda mætti Jarasandha með því að slíta hann í sundur í tvo hluta.  Jarasandha var einmitt upphaflega búinn til úr tveimur líflausum búkshlutum.

Þá kannast flestir Ísendingar við söguna um heimsókn Þórs til Útgarða-Loka sem villir Þór sýn og fær hann til að glíma við Elli kellingu. Elli kom Þór á annað hnéð og var glíman þá úti.

Jakob glímir við GuðKunnastur glímukappa úr Biblíunni er Jakob Ísaks og Rebekkuson sem glímdi næturlangt við sjálft almættið sem tekið hafði á sig mannsmynd. Guð náði ekki að fella Jakob og grípur meira að segja til þess ráðs að beita belli brögðum með því að lemja Jakob á mjöðmina með þeim afleiðingum að lærleggurinn gekk úr liðnum. Sagan skýrir einnig hvaðan nafnið á Ísrael er komið og hvað það þýðir (Sá er glímir við Guð)

Og Jakob lagði af stað um nóttina og tók báðar konur sínar og báðar ambáttir sínar og ellefu sonu sína og fór yfir Jabbok á vaðinu. 23Og hann tók þau og fór með þau yfir ána. Og hann fór yfir um með allt, sem hann átti.

24Jakob varð einn eftir, og maður nokkur glímdi við hann, uns dagsbrún rann upp. 25Og er hann sá, að hann gat ekki fellt hann, laust hann hann á mjöðmina, svo að Jakob gekk úr augnakörlunum, er hann glímdi við hann. 26Þá mælti hinn: "Slepptu mér, því að nú rennur upp dagsbrún." En hann svaraði: "Ég sleppi þér ekki, nema þú blessir mig." 27Þá sagði hann við hann: "Hvað heitir þú?" Hann svaraði: "Jakob." 28Þá mælti hann: "Eigi skalt þú lengur Jakob heita, heldur Ísrael, því að þú hefir glímt við Guð og menn og fengið sigur."

Í Hadíðunum, arfsögnum múslíma, er að finna frásögn af glímu spámannsins Múhameðs við einn af hinum vantrúuðu. Glíman á að hafa farið fram í Mekka en andstæðingur Múhameðs var Rukaanah Ibn ’Abd-Yazeed al-Qurayshee sem er sagður haf verið af hraustustu ætt Araba. Fyrir glímuna á Rukaanah að hafa lofað því að viðurkenna Múhameð ef honum takist að sigra. Múhameð náði að fella andstæðinginn þrisvar sem þá lýsti því yfir að Múhameð væri galdramaður. Seinna, segir arfsögnin, gekk hann Íslam á hönd. 

Kóresk glímaElstu  (2697 F.K.) heimildirnar um glímu eru kínverskar og segja frá mannati sem kallast  jǐao dǐ. (hornastang)  Í bjǐao dǐ binda keppendur á sig höfuðbúnað búinn hornum og reyna svo að stanga hvern annan.  Þeir líkja þannig eftir hegðun hrúta, nauta og annarra hyrndra dýra. Talið er að allar helstu tegundir austurlenskra fangbragða hafi þróast út frá  bjǐao dǐ og aftur út frá þeim hinar ýmsu tegundir austurlenskra bardagalista.

Sumum austurlenskum fangbrögðum svipar mjög til íslensku glímunnar. Næst henni að formi kemur án efa kóreska glíman hin svo kallaða  Ssireum sem enn er stunduð í Norður Kóreu sem bændaglíma.

Þá eru til mjög gamlar heimildir um glímu meðal Egypta. Þær elstu frá 2300 fk. eru steinristur í grafhýsi heimspekingsins Ptahhotep sem m.a ritaði bók um hvernig ungir menn ættu að hegða sér í lífinu.

Glímumenn í Súdan (Núbíu)Glíma mun hafa verið afar vinsæl íþrótt meðal Egypta og sýna sum veggmálverkin fangbrögð milli Egypta og Núbíu-manna. Ljóst er að egypsku fangbrögðin hafa varðveist meðal Núbíu-manna því enn glíma karlmenn í Súdan á svipaðan hátt. Meðal egypsku fangbragðanna er að finna flest öll tök sem tíðkast í nútíma frjálsri glímu.

Grísk-rómverska glíman sem ásamt frjálsu glímunni er Oliympíu íþrótt, er lýst í forn-grískum heimildum, þar á meðal bæði í Illions og Ódiseifskviðu.

Heimspekingurinn Platon er sagður hafa keppt í glímu á Isthmíu-leikunum.  Meðal Grikkja og seinna Rómverja var mjög vinsælt að skreyta muni, slegna minnt með glímuköppum og gera af þeim höggmyndir.

Solidus-Basil_I_with_Constantine_and_Eudoxia-sb1703Á miðöldum berst glíman norður eftir Evrópu og var hún stunduð af leikmönnum jafnt sem konungum og keisurum. Fræg er sagan af Basil l, armenska bóndasyninum sem varð að keisara yfir Austur-Rómverska keisaraveldinu og Mikael lll keisari gerði að lífverði sínum og skjólstæðing eftir að hann sigraði glímukappa frá Búlgaríu á miklu glímumóti sem haldið var árlega þar um slóðir.

Á heimasíðu Glímusambands Íslands er þennan fróðleik að finna um íslensku glímuna.

 

Íslensk GlímaGlíman, þjóðaríþrótt Íslendinga, hefur lifað með þjóðinni allt frá Þjóðveldisöld. Talið er að landnámsmenn hafi flutt með sér hingað hin bragðasnauðu fangbrögð Norðurlanda og einnig bragðafang Bretlandseyja. Hér á Íslandi runnu þessi fangbrögð saman í fjölbreytt fang með tökum í föt og fjölda bragða. Það hlaut nafnið Glíma.

 

Íslendingasögur segja víða frá því að menn reyndu með sér í glímu og lesa má í heimildum að meira reyndi á krafta en tækni á þeim tíma. Á þeim öldum sem liðið hafa hefur glíman þróast frá frumstæðu fangi til íþróttar sem gerir miklar kröfur til iðkenda sinna um tækni og snerpu.

 

Á fyrri öldum þótti enginn maður með mönnum nema hann væri hlutgengur í glímu. Smalamenn tóku eina bröndótta sér til hita og glímt var eftir kirkjuferðir og í landlegum vermanna. Í þjóðsögum grípa afreksmenn oft til glímunnar í viðureign við tröll og útilegumenn og hafa betur með leikni sinni og íþrótt gegn hamremi og ofurafli andstæðinganna. Enn í dag þykir mikið koma til góðra glímumanna og sú stæling og þjálfun sem glímumenn öðlast hefur oft komið sér vel í lífsbaráttunni.

 

Íslensk Glíma 1Glíman telst til þjóðlegra fangbragða en af þeim eru þekktar um 150 tegundir um víða veröld. Þekktastar þeirra eru hið japanska súmó, sem er þó öllu heldur lífsstíll en íþrótt, svissneska sveiflan, (schwingen) og skoska backhold fangið að ógleymdu gouren í Frakklandi. Á seinni árum hafa glímumenn spreytt sig í þrem þeim síðastnefndu með góðum árangri.

 

Glíman sker sig úr öllum öðrum fangbrögðum á þrennan hátt:

1.Upprétt staða. Í glímunni skulu menn uppréttir standa. Staða margra fangbragða minnir helst á vinkil en í glímu heitir slíkt bol og er bannað.

2. Stígandinn. Í glímunni er stigið sem felst í því að menn stíga fram og aftur líkt og í dansi og berast í hring sólarsinnis. Stígandinn er eitt helsta einkenni glímunnar og er til þess fallinn að skapa færi til sóknar og varnar og að ekki verði kyrrstaða. Glímumenn skulu stöðugt stíga, bregða og verjast.

3. Níð. Í glímu er bannað að fylgja andstæðing eftir í gólfið eða ýta honum niður með afli og þjösnaskap. Slíkt er talið ódrengilegt og í andstöðu við eðli glímunnar sem drengskaparíþróttar. Glímumaður skal leggja andstæðing sinn á glímubragði svo vel útfærðu að dugi til byltu án frekari atbeina. Hugtakið níð er tæpast til í öðrum fangbrögðum.

Ár hvert keppa bestu glímumenn landsins um sigur í Íslandsglímunni. Þar er keppt um Grettisbeltið sem er elsti og veglegasti verðlaunagripur á Íslandi. Íslandsglíman fór fyrst fram á Akureyri árið 1906. Sigurvegari Íslandsglímunnar hlýtur Grettisbeltið og sæmdarheitið Glímukóngur Íslands.

Síðasta áratuginn hafa konur einnig tekið þátt í glímu með góðum árangri. Stórmót þeirra heitir Freyjuglíman og sigurvegarinn er krýnd glímudrottning.

Glíman er eina íþróttin sem hefur orðið til á Íslandi og hún er einstæð í veröldinni. Útlendingar sem kynnast glímu undrast mjög þessa háþróuðu og tæknilegu íþrótt og þykir mjög til hennar koma.

Á tímum hnattvæðingar reyna þjóðir mjög að halda fram sínum þjóðlegu

sérkennum. Slíkt er smáþjóð eins og Íslendingum nauðsyn til að undirstrika sérstöðu sína og þar liggur beinast við að efla glímuna, hina fornu, sérstæðu og glæsilegu þjóðaríþrótt okkar.

 

Frægust glíma úr íslendingasögunum er glíma Grettis Ásmundasonar og draugsins Gláms. Henni er lýst svona í Grettissögu;

glamur2Grettir reið á Þórhallsstaði og fagnaði bóndi honum vel. Hann spurði hvert Grettir ætlaði að fara en hann sagðist þar vilja vera um nóttina en bónda líkaði að svo væri.

Þórhallur kvaðst þökk fyrir kunna að hann væri. "En fáum þykir slægur til að gista hér um tíma. Muntu hafa heyrt getið um hvað hér er að véla en eg vildi gjarna að þú hlytir engi vandræði af mér. En þó að þú komist heill á brott þá veit eg fyrir víst að þú missir hests þíns því engi heldur hér heilum sínum fararskjóta sá er kemur."

Grettir kvað gott til hesta hvað sem af þessum yrði.

Þórhallur varð glaður við er Grettir vildi þar vera og tók við honum báðum höndum. Var hestur Grettis læstur í húsi sterklega. Þeir fóru til svefns og leið svo af nóttin að ekki kom Glámur heim.

Þá mælti Þórhallur: "Vel hefir brugðið við þína komu því að hverja nótt er Glámur vanur að rísa, ríða húsum eða brjóta upp hurðir sem þú mátt merki sjá."

Grettir mælti: "Þá mun vera annaðhvort, að hann mun ekki lengi á sér sitja eða mun af venjast meir en eina nótt. Skal eg vera nótt aðra og sjá hversu fer."

[ ... ]

Grettir og Glámur 1Og er af mundi þriðjungur af nótt heyrði Grettir út dynur miklar. Var þá farið upp á húsin og riðið skálanum og barið hælunum svo að brakaði í hverju tré. Það gekk lengi. Þá var farið ofan af húsunum og til dyra gengið. Og er upp var lokið hurðunni sá Grettir að þrællinn rétti inn höfuðið og sýndist honum afskræmilega mikið og undarlega stórskorið. Glámur fór seint og réttist upp er hann kom inn í dyrnar. Hann gnæfaði ofarlega við rjáfrinu, snýr að skálanum og lagði handlegginn upp á þvertréið og gnapti innar yfir skálann. Ekki lét bóndi heyra til sín því að honum þótti ærið um er hann heyrði hvað um var úti. Grettir lá kyrr og hrærði sig hvergi. Glámur sá að hrúga nokkur lá í setinu og ræður nú innar eftir skálanum og þreif í feldinn stundar fast. Grettir spyrnti í stokkinn og gekk því hvergi. Glámur hnykkti annað sinn miklu fastara og bifaðist hvergi feldurinn. Í þriðja sinn þreif hann í með báðum höndum svo fast að hann rétti Gretti upp úr setinu, kipptu nú í sundur feldinum í millum sín. Glámur leit á slitrið er hann hélt á og undraðist mjög hver svo fast mundi togast við hann. Og í því hljóp Grettir undir hendur honum og þreif um hann miðjan og spennti á honum hrygginn sem fastast gat hann og ætlaði hann að Glámur skyldi kikna við. En þrællinn lagði að handleggjum Grettis svo fast að hann hörfaði allur fyrir orku sakir. Fór Grettir þá undan í ýmis setin. Gengu þá frá stokkarnir og allt brotnaði það sem fyrir varð. Vildi Glámur leita út en Grettir færði við fætur hvar sem hann mátti en þó gat Glámur dregið hann fram úr skálanum. Áttu þeir þá allharða sókn því að þrællinn ætlaði að koma honum út úr bænum.

Grettir og Glámur 3En svo illt sem að eiga var við Glám inni þá sá Grettir að þó var verra að fást við hann úti og því braust hann í móti af öllu afli að fara út. Glámur færðist í aukana og hneppti hann að sér er þeir komu í anddyrið. Og er Grettir sér að hann fékk eigi við spornað hefir hann allt eitt atriðið, að hann hleypur sem harðast í fang þrælnum og spyrnir báðum fótum í jarðfastan stein er stóð í dyrunum. Við þessu bjóst þrællinn eigi. Hann hafði þá togast við að draga Gretti að sér og því kiknaði Glámur á bak aftur og rauk öfugur út á dyrnar svo að herðarnar námu af dyrið og rjáfrið gekk í sundur, bæði viðirnir og þekjan frerin, féll svo opinn og öfugur út úr húsunum en Grettir á hann ofan. Tunglskin var mikið úti og gluggaþykkn. Hratt stundum fyrir en stundum dró frá.

Nú í því er Glámur féll rak skýið frá tunglinu en Glámur hvessti augun upp í móti. Og svo hefir Grettir sagt sjálfur að þá eina sýn hafi hann séð svo að honum brygði við. Þá sigaði svo að honum af öllu saman, mæði og því er hann sá að Glámur gaut sínum sjónum harðlega, að hann gat eigi brugðið saxinu og lá nálega í milli heims og heljar.

En því var meiri ófagnaðarkraftur með Glámi en flestum öðrum afturgöngumönnum að hann mælti þá á þessa leið: "Mikið kapp hefir þú á lagið Grettir," sagði hann, "að finna mig en það mun eigi undarlegt þykja þó að þú hljótir ekki mikið happ af mér. En það má eg segja þér að þú hefir nú fengið helming afls þess og þroska er þér var ætlaður ef þú hefðir mig ekki fundið. Nú fæ eg það afl eigi af þér tekið er þú hefir áður hreppt, en því má eg ráða að þú verður aldrei sterkari en nú ertu og ertu þó nógu sterkur og að því mun mörgum verða. Þú hefir frægur orðið hér til af verkum þínum en héðan af munu falla til þín sektir og vígaferli en flestöll verk þín snúast þér til ógæfu og hamingjuleysis. Þú munt verða útlægur ger og hljóta jafnan úti að búa einn samt. Þá legg eg það á við þig að þessi augu séu þér jafnan fyrir sjónum sem eg ber eftir og mun þér þá erfitt þykja einum að vera. Og það mun þér til dauða draga."

Og sem þrællinn hafði þetta mælt þá rann af Gretti ómegin það sem á honum hafði verið. Brá hann þá saxinu og hjó höfuð af Glámi og setti þá við þjó honum. Bóndi kom þá út og hafði klæðst á meðan Glámur lét ganga töluna en hvergi þorði hann nær að koma fyrr en Glámur var fallinn.


Kolbrabbinn Páll er dauður

Páll KolkrabbiÞær leiðu fréttir berast nú um heimsbyggðina að hið getspaka knattspyrnuáhuga-lindýr, Páll kolkrabbi, sem hýst var í tanki í sædýrasafninu í Oberhausen í Þýskalandi, hafi drepist s.l. nótt.

Kolkrabbar lifa sjaldan meira en tvö ár svo að dauði Páls kom ekki á óvart.

Samkvæmt upplýsingum þýska sædýrasafnsins var Páll orðin tveggja og hálfs árs, en honum var klakið út í sædýrasafni í Weymouth á England árið 2008.

Páll varð heimsfrægur fyrir að geta rétt til um sigurvegara í sjö leikjum Þýska landliðsins í síðustu heimsmeistarakeppni, þ.á.m. í leik liðsins gegn Spáni þar sem Þjóðverjar biðu ósigur.

Líklegt þykir að lifshlaup spákrabbans Páls verði lengi í minnum haft.  Í undirbúningi er heimildarmynd um líf hans og spádóma og bækur og leikföng honum tengd munu koma á markaðinn fyrir jól.

Þá mun minnisvarði um hann rísa fljótlega í sædýrasafninu þar sem hann átti heima.

R.I.P. Páll.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband