Settu peningana þar sem munnurinn er..

russell-brand-2Orðatiltækið "Put your money where your mouth is" kemur upp í hugann við lestur þessarar fréttar. Russell Brand er ekki á flæðiskeri staddur. Spurningin er hvort hann sjái sér ekki fært að fjárfesta í fótboltaliðinu West Ham sem hann elskar svo mikið, úr því að íslendingarnir valda honum svona miklum vonbrigðum.

Hann er reyndar á margan hátt ekki ólókur þeim í lund og Þegar hann  og hin syngjandi Katy Perry, giftu sig fyrir skömmu, minnti brúðkaupsveislan um margt á veislur íslenskra útrásarvíkinga, þegar þeir voru upp á sitt besta. Slíkur var íburðurinn.

Russel hefur þénað vel á síðustu misserum og ekki léttist buddan neitt við að giftast Katy Perry. Saman gætu þau rekið West Ham með glæsibrag. Hann gæti sagt brandara í leikhléinu og Katy tekið lagið. Það mundi trekkja,  því að fótboltinn sem liðið spilar gerir það ekki.


mbl.is Óheppnir með milljarðamæringa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Put your money where your mouth is".  Hér er átt við, að þú skalt veðja eigin fé á það sem þú ert að segja.  Ekki að þú eigir að setja peningana þína í munninn á þér.

"Veðjaðu eigin fé á það, sem þú bullar".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 09:50

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bjarne, takk fyrir skýringuna. Ég sem hélt að hún væri augljós af textanum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2011 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband