Færsluflokkur: Spaugilegt

"Og hvað gefið þið lundunum að borða"?

puffin_1007777i.jpgÞeir sem starfa við ferðaþjónustu skemmta sér stundum við að segja sögur af viðskiptavinunum.  Það er t.d. sagt um rútubílstjóra að þeir tali aldrei saman, heldur segi bara hverjum öðrum sögur. Reyndar held ég að þetta eigi við um leiðsögumenn líka. Rútubílstjórar geta þó alla vega talað endalaust um ákveðið efni; rútur og aðra bíla. Þá er eins gott fyrir menn að hafa vit á málunum og þá sem ekki hafa það, að halda sig til hlés. - Það geri ég alla vega.

rvscl.jpgSögurnar spinnast oft um ákveðið þema og verða að einskonar pissukeppni um svæsnustu frásögnina. Fáfræði útlendinga um land og þjóð og kjánalegar spurningar þeirra, eru eitt vinsælasta söguefnið.

Á nokkuð löngum starfsferli sem leiðsögumaður hef ég fengið minn skammt af kjánalegum spurningum, jafnvel þótt tekið sé með í reikninginn að viðkomandi viti nánast ekkert um landið.

1069987_10151525581849007_1379570735_n.jpgHér koma nokkur dæmi.

"Hvaða haf er þetta"? (Spurði farþegi á ferð um Reykjanesskaga um leið og hann benti út á sjóinn. Viðkomandi hafði komið til landsins á skemmtiferðaskipi)

"Og hvað gefið þið lundanum að borða"? (Spurði bandarísk kona um leið og hún horfði upp í lundabyggðina í Heimakletti í Vestmannaeyjum)

"Þessi norðurljós eru ekki eins og ég hef séð á myndum. Geturðu gert þau skærari"? (Spurt í fullri alvöru af ítölskum farþega í norðurljósaferð)

gtl-puffin.jpg"Eru Íslendingar ekki allir hlynntir hlýnun jarðar, að þurfa að  lifa ætíð við þetta veður."? (Spurt í roki og rigningu á Þingvöllum)

"Það hlýtur að hafa verið rosalega kalt í nótt fyrst það er snjór á veginum. Mér var sagt að allir vegir landsins séu upphitaðir"  (Fullorðin Bandaríkjamaður að leggja upp í Gullna hringinn frá Reykjavík)

"Hvað gerir fólk eiginlega af sér í skammdeginu þegar engin er dagsbirtan"? (Spurt af bandarískum unglingi á ferð um landið að sumarlagi)

"Trúa allir Íslendingar að allir í hljómsveitinni Sigur Rós séu álfar"? (Breskur strákur í skólaferð um Suðurlandið)

svanur_hvitarvatn_og_logfr.jpg"Er það satt að meira en 40% af íslensku þjóðinni sé samkynhneigður"? (Hollensk stúlka sem var að hugsa um að fá sér vinnu á bóndabæ á Íslandi)

"Hvar er Gullni hringurinn"? (Spurði ungur maður staddur á bílastæðinu hjá Geysi í Haukadal)


Bestu í ár

Bestu myndskeið ársins á youtube. Annað er af hundinum sem allir mundu vilja eiga og hitt af giftingarathöfninni sem allir vildu hafa verið viðstaddir.

 

 


Darth Vader versus skoskur smalahundur

VW Darth Vader auglýsingin er svo sem vel að þessari útnefningu komin. Hún er skemmtileg og það er meira en hægt er að sega um 90% af sjónvarpsauglýsingum. Maður getur horft á hana nokkrum sinnum áður en maður fær leið á henni.

Eina auglýsingu hef ég samt séð sem mér finnst alltaf jafn góð og fyndin. Hún er fyrir gleraugnabúðirnar Specsavers í Bretlandi. Kannski er það bara hversu "íslensk" hún er sem mér finnst hún svona skemmtileg.


mbl.is Besta auglýsing ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konungakvæðið

Það getur verið ansi snúið að muna í réttri röð nöfn allra konunga og drottninga sem ríkt hafa í Englandi frá því að Vilhjálmur I komst þar til valda árið 1066.

Ef til vill er besta leiðin til að henda reiður á öllum Vilhjálmum, Eðvörðum, Ríkhörðum, Georgum, Hinrikum og Elísabetum sem setið hafa á konungsstóli þar í landi með því að læra konungakvæðið við þetta "hræðilega"  lag.

 

 


Rót alls ills er ekki peningar, heldur leiðindi.

Já, mikið hefur þessi norðræna partýstelpa mátt þola af heiminum og því alls ekki of mikið í borið að Hilton mæðgurnar brynni músum saman í sjónvarpinu yfir örlögum Parísar.

paris_hilton99Fáar ungar konur hafa lifað lífi sínu jafn opinberlega og hún. Einkalíf hennar sem aðallega samanstendur af gjálífi með nýjum kærustum sem koma og fara eins kúkúfuglar á klukku, hafa verið helsta að ferð Parísar við að halda athygli fjölmiðlanna við að öðru leiti heldur viðburðasnautt líf sitt.

Eða eins og París orðaði það sjálf, "ég er hrifin af Barbídúkkunni sem gerir sjálf ekki mikið en lítur samt ansi vel út við það."

Og nú grætur hún að stóra trompinu hennar, sem hún hafði hugsað sér að nota einhvern tíman seinna þegar hún virkilega þurfti á að halda,  var sóað af einhverjum strákasna sem setti myndband af henni og sjálfum sér við rúmbragðaglímuiðkun á netið, ENDURGJALDSLAUST!!!

Ekkert getur sviðið París sárar en að fá ekki borgað fyrir að sýna sig, enda ekki margar blondínur í heiminum sem þjéna eina milljón af dollurum á ári bara fyrir að mæta í nokkur partý og sýna sig

Þegar hafa hrotið af munni Parísar nokkur fleyg gullkorn sem eiga að lýsa henni vel. Eitt þeirra notaði ég í fyrirsögnina á þessum pistli; Rót alls ills er ekki peningar,  heldur leiðindi. Ef einhver fer í einhverjar grafgötur með djúphyggni þessarar dömu fylgja hér nokkur í viðbót.

Ef þú hefur fagurt andlit, þarftu ekki gervibrjóst til að ná allra athygli.

Fólk heldur að ég sé heimsk. En ég er gáfaðri en flest annað fólk.

Það er engin í heiminum eins og ég. Ég held að hver áratugur hafi sína ofur-ljósku, eins og Marilyn Monroe og Diana prinssessa, og nú er ég það.

Það besta við að hafa eigin næturklúbb er að allt er frítt og þú getur sagt plötusnúðnum að spila hvað sem þig langar.

Klæddu þig krúttlega hvar sem þú ferð. Lífið er of stutt til að láta ekki taka eftir sér.


mbl.is Paris Hilton miður sín vegna kynlífsmyndbandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níræður brandarakall og drottningarmaður

prince-philip-with-parents-ca-1923Philip, eiginmaður Elizabetu Bretadrottningar sem er kunnastur undir titlinum Hertoginn af Edinborg en var fæddur Grikklands og Danmerkurprins á eyjunni Korfu 10 júní 1921, verður á næstunni níræður.

Philip er eini sonur prins Andrésar af Grikklandi og Alisu prinsessu af Battenberg sem flýðu Grikkland seint á árinu 1922. Philip gekk í breska sjóherinn og fékk um síðir tign flotaforingja. Philip giftist Elizabetu Bretlandsdrottningu 1947 og var þá gefinn titillinn Hertoginn af Edinborg.

Allt frá því að Philip hóf að koma fram opinberlega sem drottningarmaður hefur hann haft orð á sér fyrir að hafa frekar gróft skopskin og látið ýmislegt flakka sem varla hefur þótt sæmandi. Oft hafa brandarar hans verið mettaðir af því sem margir vilja meina að séu römmustu fordómar. Hér koma nokkrar glósur sem Philip hefur látið hafa eftir sér á löngum ferli sem opinber erindreki bresku konungsfjölskyldurnar.

Prins Philip1. "Ógeðsleg".Skoðun Prins Philips á Beijing í heimsókn til borgarinnar árið 1986.

2. "Ógeðsleg". Skoðun Prins Philips á borginni Stoke í Trent, árið 1997.

3. "Heyrnarlaus? Ef þið eruð nálægt þessu, er ekki að furða þótt þið séuð heyrnarlaus". Sagt við hóp heyrnarlausra barna sem stóð nálægt karabískri stáltrommu hljómsveit árið 2000

4. "Ef þú dvelur hér mikið lengur ferðu skáeygður heim". Sagt við Simon Kerby, breskan nema í heimsókn til Kína árið 1986.

5. "Þér tókst að vera ekki étinn".Sagt við breskan nema sem ferðaðist um Papúa í Nýu Ginníu og sem Philip heimsótti árið 1996.

6. "þú getur ekki hafa verið hér lengi - Þú ert ekki kominn með kúlumaga" Sagt við breskan ferðamann á ferð til Búdapest árið 1993.

7. "Hvernig heldurðu innfæddum nógi lengi frá brennivíninu til að þeir náið prófinu" - spurði Philip skoskan ökukennara árið 1995.

8. "Kastið þið enn spjótum að hvor öðrum?"- spurði Philip innfæddan Ástralíumann þegar prinsinn var á ferð um álfuna 2002.

9. "Það lítur út fyrir að Indverji hafi sett hann upp". Sagt um öryggis og rafmagnskassa í skoskri verksmiðju sem prinsinn skoðaði árið 1999.

10. "Nú ert það þú sem áttir þennan ógeðslega bíl. Við höfum of séð hann á ferð til Windsor." Sagt við Elton John þegar að prinsinn heyrði að hann hefði selt Watford FC - Aston Martin bifreið sína 2001.

11. "Þetta er flott bindi...Áttu nærbuxur úr sama efni?" Philip við Annabellu Goldie, þá leiðtoga skoskra íhaldsmanna,  þegar hann ræddi heimsókn páfa við hana á síðasta ári.

12. "Þetta lítur út eins og svefnherbergi druslu". Philip um vistarverur sonar síns, hertogans af York og þáverandi eiginkonu hans.

13. "Og frá hvaða framandi hluta heimsins kemur þú" Spurði Philip árið 1999, Lord Taylor af Warwick sem á ættir að rekja til Jamaica. Taylor svaraði; Birmingham.

14."Ah, svo þetta er kvenréttindakonuhornið."Sagt um leið og Philip vék sér að hópi þingkvenna fyrir verkalýðsflokkinn í boði í Buckingham höll árið 2000.

15. "Með hverju skolarðu hálsinn - möl?"  Philip við Tom Jones eftir konunglegu listasýninguna 1969.

16. "Ég væri til í að fara til Rússlands jafnvel þótt þessir bastarðar hafi myrt hálfa fjölskyldu mína". Árið 1967 þegar Philip var spurður hvort hann langaði til Rússlands.

17. "Það er mikið af fjölskyldu þinni hér í kvöld." Eftir að hafa lesið á barmspjald kaupsýslujöfursins Atul Patiel á boði fyrir 400 áhrifamikla kaupmenn af indverskum ættum árið 2009 í Buckingham höll.

18. "Ef að það hefur fjórar fætur og er ekki stóll, éta Kínverjar það". Philip á fundi Alþjóðvega dýraverndarsjóðsins árið 1986.

19. "Þú ert kona, er það ekki?" Philip við konu sem færði honum gjöf í Kenía árið 1984.

20. "Veistu að nú hafa þeir hunda sem éta fyrir anorexíu sjúklinga". Sagt 2002 við Susan Edwards sem er bundin við hjólastól og hefur sér til aðstoðar hundinn Natalíu.


Hvað er svona fyndið?

09571bgFátt tekur meira á taugarnar en að fara í viðtal vegna atvinnuumsóknar. Sérstaklega ef þú ert umsækjandinn. Mikilvægt er að kunna að koma fyrir sig orði og láta ekki hanka sig á neinu, jafnvel þótt laga þurfi sannleikann dálítið til. Best er auðvitað að segja aldrei neitt sem ósatt en að láta hlutina samt líta út eins mikið þér í hag og mögulegt er. Eftirfarandi er dæmi um hvernig þetta er gert;

Þetta starf krefst mikillar ábyrgðar.

Ég er pottþétt rétti maðurinn. Á síðasta vinnustað mínum var ég sagður ábirgur í hvert sinn sem eitthvað fór úrskeiðis.

Það krefst þess líka að að viðkomandi geti starfað við mjög fjölbreyttar aðstæður.

Eins og ég segi ég er rétti maðurinn. Síðust fjóra mánuði hef ég haft 15 mismunandi störf.

Miðað við mann sem ekki hefur neina reynslu finnast mér launakröfur þínar heldur háar.

Ja, það er jú miklu erfiðara að vinna við eitthvað þegar þú veist ekki hvað þú ert að gera.

Ef ég ræð þig verður þú að leggja þig 100% fram.

Það er sjálfsagt, 12% á mánudögum, 23% á þriðjudögum, 40% á miðvikudögum, 20% á fimmtudögum og 5% á föstudögum.

 


Úr dagbókum Osama bin Laden

DagbækurHvernig varði eftirlýstasti maður heims, tímanum í rammlega afgyrtu húsnæði sínu í Pakistan? Hér koma nokkrar færslur úr dagbók Osama bin Laden sem varpa ljósi á bæði athafnir hans og pólitísk viðhorf.

14. ágúst 2009

Horfði á sjónvarpið í nokkrar klukkustundir til að gá að hvort fjallað væri um mig í fréttum. - Ekkert í dag. - Ég sá samt gáluna Söru Palin á CNN, nánast nakta eins og venjulega. Með úlnliðina bera, kálfana og hárið...Allt! - Merkilegt nokk, hún var að tala um dauðarefsingar. Ég hef ætíð verið hlynntur þeim sem fljótlegri og markvissri refsingu fyrir fólk sem stelur ávöxtum og brauði en mér fannst Sara vera frekar vingulsleg í skoðunum sínum. Eitt sinn mismælti hún sig og sagði "dauðadóm yfir Obama" í stað "dauðadóm yfir Osama". En það fór fram hjá fréttmanninum. Heimsk kona Palin.

19. janúar 2010

Varði morgninum í að skipuleggja árásir á nokkur þéttbýl svæði í Bandaríkjunum. Eitthvað verður maður að hafa fyrir stafni á svona stað, annars er hætt við því að maður brjálist. - Við þurfum fleiri fjöldamorð. Öll þessi smáu tilræði þar sem fáir deyja koma ekki til með að breyta stefnu Bandaríkjanna. Slíkar uppákomur eru daglegt brauð þar í landi. Ég efast um að þeir taki nokkuð eftir þeim. - Þessa dagana er ég mikið með hugann við járnbrautarlestir og árásir á helgidögum Ameríkana. Ég á við 4. júlí, þegar Vanity Fair Óskarsverðlauna-partýið fer fram og á dögum sem Lindsay Lohan þarf að mæta fyrir rétti sem dæmi. Ef maður orðar þetta eins og feitu kokkarnir á BBC þá er kominn tími til að hefja drápin upp á hærra plan. - Þegar ég lauk við skipulagsmálin, kallaði ég alla saman til að segja þeim frá nýju áætluninni um hvernig sigra eigi heiðingjanna. Við ætlum að gera árás á samgöngukerfið í Los Angeles og knésetja þessa nýju Sódómu. Sumir hlógu mikið og sögðu "Gangi þér vel með það". Þá sagði ég "Jihad gerist ekki erfiðara" og svo hlógum við öll saman. Það er góð tilfinning að vera aftur miðdepillinn í atburðarrásinni.

26. apríl 2010

Allt í drasli hjá OsamaSá sjálfan mig í sjónvarpinu í gamalli klippu frá því ég veit ekki hvenær, þar sem ég var að hvetja fylgjendur mína til að uppræta vestrænu heimsvaldasinnanna. - Svo ungur.- Hvað varð eiginlega um þennan snaggaralega pilt með reyklituðu augun og bústnu varirnar? - Hann situr hér og rær í gráðið sveipaður sjali og nartar í fræ um leið og hann horfir á Larry King. Æi jæja..

5. júní 2010

Mikið er heitt. Brá mér síðdegis út í bakgarðinn. Það er eitthvað svo einmannalegt hérna um þessar mundir en það hvílir friður yfir öllu. Stríð, dauði og heimsvaldastefna vesturveldanna eru svo fjarlæg þar sem ég sit undir ólívutrénu og hugsa. - Ef að þau sparka fótboltanum eina ferðina enn yfir vegginn ætla ég að setja í hann kúlu áður en ég sparka honum aftur yfir.

15. ágúst 2010

Sendillin kom í dag. Leynileg skilaboð frá Al-Qaida, meira af AA rafhlöðum fyrir fjarstýringuna, eintak af Newsweek og IKEA bæklingur. (Þeir senda mér tvö eintök þótt ég hafi aldrei verslað við þá) Hann kom einnig með DVD sjóræningjaútgáfu af "Finding Nemo". Horfði á hana og hló mjög mikið,- og bannfærði hana svo.  - Í kvöld er leshringurinn og allir grautfúlir út í mig fyrir að velja Kóraninn aftur. Þau segjast öll hafa lesið hann. En ég spyr á móti; "kunnið þið hann utanbókar, ha?" Þau saka mig líka um að einoka umræðurnar. Það er nokkuð til í því býst ég við. Abu segir að það sé komið að honum að velja bók. Ég sagði honum; Nei aldrei aftur, ekki eftir þennan Harry Potter.

3. nóember. 2010

Veit ekki hvort ég á að gleðjast yfir úrlitunum í bandaríku kosningunum. Kerfið hjá þeim er svo flókið. Tvær þingdeildir, forseti, ráðuneyti og sér dómskerfi. Fyrir mína parta er þetta allt einn stór SATAN. Ég býst við að ef Repúblikanar vinna sé það vont fyrir endurbæturnar á heilbrigðiskerfinu og þess vegna gott. (Því fleiri Ameríkanar sem deyja því minna fyrir okkur að gera) Ég á samt einhvern veginn erfitt með að gleðjast.

22. nóvember 2010

Mjög þreyttur í dag. Var sein á fótum að rífast við kunningja mína um hvort uppþvottavélar væru óguðlegar eða ekki. Og þú getur aldrei sagt bara "já" og látið það nægja.  Allir vilja fá einhver rök. Að lokum sagði ég þeim að með Guðs vilja, ættum við að einbeita okkur að upprætingu stærri illra afla eins og Ameríku, Ísrael og tónlist og láta minniháttar guðfræðilegar spurningar bíða betri tíma. Hús OsamaHassan hélt því fram að sumar af nýrri gerðunum notuðu minna vatn en þær eldri og væru því minna óguðlegri leið til að vaska upp. En að sjálfsögðu er þetta ekki málið. - Seinna um daginn, e.t.v. vegna þess að ég var þreyttur, urðu mér á mistök við að lita á mér skeggið. Ég notaði súkkulaði brúna litinn í stað hins munaðarlega svarta en gleymdi að setja á mig gúmmíhanskana. Það fór allt of langur tími í að koma þeim á mig og liturinn var of lengi í skegginu. Ég get ekki látið sjá mig svona á myndbandi svo upptakan verður að bíða.

8. mars 2011

Guð minn góður. Hvað er að gerast hjá Arsinal  ??? 3-1  !!!

 30. apríl 2011

Það er eitthvað mjög undarlegt á seyði í hverfinu. Get ekki alveg áttað mig á hvað það er en það er búið að setja upp auka loftnet á húsið beint á móti og hvíti sendibíllinn á horninu er búinn að vera þar í marga, marga daga. Ég hafði svo miklar áhyggjur að ég hringdi í pakkistanísku leyniþjónustuna en þeir sögðu bara að ég væri með ofsóknarbrjálæði.

PS.

Þessar "dagbókarfærslur" voru skrifaðar af Tim Dowling og birtust í aukablaði The Guardian í dag.

 


Heyrt í dómsalnum

Dómarinn; Þú varst sem sagt staddur á verkstæðinu þegar að sakborningurinn kom inn. Hvað svo?

Vitnið; Ég sá hann koma inn, og þá segi ég; ég segi nú bara svona, hvað svo með bílinn?. Og þá segir hann að hann muni gefa mér fimm þúsund kall fyrir að segja ekkert um hann.

KvendómariDómarinn; Hann sagði ekki;  hann muni að gefa þér fimm þúsund kall?

Vitnið; Jú, hann gerði það; það var nákvæmlega það sem hann sagði.

Dómarinn: Hann getur ekki hafa sagt "hann". Hann hlýtur að hafa talað í fyrstu perónu.

Vitnið; Nei, ég var fyrsta persónan sem talaði. Hann kemur inn á verkstæðið og ég segi;  ég segi nú bara svona, hvað svo með bílinn? Og hann segir segir að hann muni gefa mér fimm þúsund kall fyrir að segja ekkert um hann.

Dómarinn; En talaði hann í þriðju perónu?

Vitnið; Það var engin þriðja persóna viðstödd. Aðeins hann og ég.

Dómarinn; Geturðu ekki endurtekið nákvæmlega orðin sem hann sagði?

Vitnið; Jú, það hef einmitt gert, ég sagði þér þau.

Dómarinn; Heyrðu mig nú. Hann getur ekki hafa sagt; hann muni gefa þér fimm þúsund kall fyrir að segja ekkert um hann. Hann hlýtur að hafa sagt;  ég mun gefa þér fimm þúsund kall.

Vitnið; Nei, hann sagði ekkert um þig. Ef hann sagði eitthvað um þig heyrði ég það ekki. Og ef það var einhver þriðja prsóna inni á verkstæðinu, sá ég hana aldrei.


Ellý Blanka smá

Elly Blanksma HeimasíðumyndHún heitir Petronella Johanna Maria Godefrida Blanksma-van den Heuvel og situr á hollenska þinginu fyrir guðhrædda krata.  Hún á tvö börn og eiginmann. Hún kallar sig Ellý (lái henni það  hver sem vill) og stendur nú í því að "hóta"  Íslendingum því að ef þeir standi ekki við Icesave lll samninginn munu Hollendingar fara í mál við þá.

Ellý hefur orð á glundroðanum í innanríkismálum Íslands og segist hafa fylgst vel með þeim. Samt virðist hún ekki gera sér grein fyrir að hluti af ástæðunni fyrir því að samningnum var hafnað er einmitt til að fá úr því skorið fyrir rétti hvort íslenskir þegnar eigi að vera ábyrgir fyrir Icesave greiðslum til Hollendinga. Íslendingum er því lítil ógn í þeim orðum hennar.

Elly Blanksma fyrir skömmuSvo held ég líka að Ellý sé bara að plata. Ég held að hún sigli dálítið undir fölsku flaggi í svörum sínum eins og hún gerir á heimasíðu sinni. (Efri myndin er tekin af heimsíðunni og sú neðri er nýlegt fréttaskot)  

Ég held að hún viti ekki neitt um Icesave. Ég held að Morgunblaðið hafi beðið hana um þessa yfirlýsingu vegna þess að þeir á ritstjórninni vissu að hún vissi ekki neitt um málið en sem pólitíkus mundi hún ekki geta staðist að fá tækifæri til að segja eitthvað við erlent blað.

Hún féll í gildruna og á Íslandi hlægja allir sig máttlausa af Ellý blönku smá.


mbl.is „Sjáumst í réttarsalnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband