Færsluflokkur: Íþróttir

Fylgt af höfrungum

amd_swim_philippe-croizonEins og sést á þessari mynd notaði Philippe Croizon sérhannaðar blöðkur sem festar eru á fætur hans til að knýja sig áfram. Þá fylgir einnig fréttinni að stóran hluta ferðarinnar hafi Philippe verið fylgt af höfrungum.

Við lestur fréttarinnar varð mér hugsað til þess að þótt vísindunum fleyi fram á degi hverjum, hefur okkur ekki tekist að fá fá útlimi mannsins til að endurýja sig.

Sum froskdýr búa yfir þeim eiginleika að geta endurnýjað útlimi sína. Ef útlimur er skorinn af salamöndru, þá geta frumurnar sem eftir verða myndað nýjan útlim. Það sem meira er, hinir mismunandi hlutar útlimanna verða til á réttum stað. Ef skorið er af við fót endurnýjast einungis fóturinn en ef skorið er við hné endurnýjast bæði leggurinn og fóturinn og tærnar snúa rétt og eru á réttum stað. Fyrst eftir að útlimur salamöndru hefur verið skorinn af vex þunnt lag af útlagsfrumum yfir sárið og lokar því. Eftir nokkra fjölgun þessara fruma hefst afsérhæfing frumanna beint undir sárinu, þær losna frá hver annarri og genatjáning þeirra breytist. Frumurnar hafa í raun fengið aftur einkenni fósturfrumanna og geta því hafið myndun vefja á ný.

 


mbl.is Ótrúlegt afrek fatlaðs manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar tapa alltaf fyrir Íslendingum

Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingar fá tækifæri til að lúskra á Bretum, alla vega ekki á löglegan hátt. En þegar það gerist notum við tækifærið út í ystu æsar. Utanríkisráðherra sakaði á dögunum Breta um að hafa gert ólöglega árás á Ísland. Þarna komum við loks höggi á þá fyrir það óréttlæti. Gunnar Nelson heldur uppi heiðri þjóðarinnar sem samanstendur af afkomendum manna og kvenna sem eitt sinn voru fræg fyrir að láta aldrei tækifæri úr hendi sleppa til að hefna sín á óvinum sínum. (Það kom okkur reyndar á kaldan klaka og undir Noregskonung, en það er önnur saga)

Annars líkar okkur sem þjóð, ágætlega við Breta sem þjóð.

Þrátt fyrir að þeir gerðu heiðarlega tilraun til að ná hér völdum á fimmtándu öld og settu meira að segja enskan biskup yfir okkur

og að þeir eru eina þjóðin sem hertekið hefur landið

og eru einnig eina þjóðin sem við höfum átt í stríði við (ef stríð má kalla) eru Bretar  nokkuð vel þokkaðir á meðal okkar.

Ég held að það sé vegna þess að þeir hafa ætíð tapað þessum viðureignum við okkur.

Íslendingum líkar vel við þá sem þeir geta borið sigurorð af á einhvern hátt.

Alla vega tókst þeim ekki að ná hér varanlegum völdum og "enska öldin"  leið undir lok þegar þeir fundu enn gjöfulli fiskimið úti fyrir Nýfundnalandi.

Hernám þeirra endaði líka þegar við kölluðum til stóra bróðir okkar í vestri, hvers lönd við höfðum numið og síðan gefið honum eftir,

og auðvitað töpuðu Bretar líka þorskastríðunum eins og frægt er.

Núna bætir Gunnar fyrir árásina sem þeir gerðu á okkur þegar þeir beittu á okkur hryðjuverkalögunum og gerðu skálkunum sem þá voru við stjórn bankanna ókleyft að flytja meira fjármagn úr sjóðum þeirra á Bretlandseyjum til Tortóla.


mbl.is Gunnar sigraði einn efnilegasta Bretann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdalaus kolkrabbi

Palli Kolkrabbi fær greinilega engu að ráða orðið. Það er búið að bjóða honum í skemmtiferð í lífvarðafylgt til Spánar og hann er ekki einu sinni spurður hvort hann hafi áhuga á að fara. Þetta er nú einum of mikil forræðishyggja finnst mér. - En kannski eru Oberhausen sædýrasafnsstjórar bara hræddir um að upp komist um allt svindlið. Alla vega hefur ekki fengist skýring á því að hvers vegna hann var sagður af "þjálfara" sínum nokkra mánaða gamall og veiddur í ítölskum sjó, en átti samt að hafa spáð fyrir um úrslitin í síðasta Evrópumóti í knattspyrnu.


mbl.is Kolkrabbinn Páll ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hommar gera knattspyrnuna betri

Það hlaut að vera einhver dulin ástæða fyrir því að mér líkaði svona vel við þetta léttleikandi þýska lið á HM. Ég hef aldrei haldið með Þjóðverjum áður. Og þarna kemur skýringin. (sjá frétt)

Liðið lék svo fallega knattspyrnu, rétt eins og evrópski stíllinn hefði verið bræddur saman við þann suður ameríska á snilldarlegan hátt. Leikurinn um bronsið var besti og skemmtilegasti leikur mótsins.

Stundum hefur suður amerískum liðum tekist þetta sama og orðið heimsmeistarar fyrir vikið. Hvað skyldu hafa verið margir samkynhneigir í liðum þeirra?

Ef að það er rétt að hjá þessum "talsmanni Ballacks" að skortur á grófleika beri vitni um kynhneigð leikmanna verður maður að álykta að liðið  með fæst gul spjöldin í keppninni miðað við fjölda leikja, séu með flesta samkynhneigða knattspyrnumenn innanborðs. Og það er einmitt liðið sem vann keppnina. Ætli að það séu ekki bara allir hommar í liði Spánar?


mbl.is Kynhneigðin að falli?
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Er kolkrabbakuklarinn Páll raunverulega áll!

Kaupsýslumenn viða að úr heiminum, keppast nú um að gera kauptilboð í Pál kolkrabbakuklara, hina heimsfrægu knattspyrnuvéfrétt sem spáði og kannski réði, úrslitunum í nýafstaðinni heimsmeistarakeppni.

Þótt vafi leiki á aldri og uppruna Páls og að möguleiki sé á að fleiri en einn kolkrabbi hafi stundað knattspyrnukukl í sædýrasafninu í Oberhausen í Þýskalandi, hefur gripið um sig, einkum á Spáni, einskonar kolkrabbamanía, ekki ólík þeirri sem gekk yfir Ísland þegar að selja átti uppstoppaðan Geirfugl á uppboði í útlöndum fyrir margt löngu sem Íslendingar urðu hreint og beint að eignast og sem þeir og gerðu eftir landsöfnun mikla.

Þar sem þessi vafi leikur nú á uppruna Páls, má fastlega búast við að fleiri þjóðir en Ítalir geri á næstunni til hans tilkall. Englendingar gætu t.d. heimtað að fá hann til baka miðað við gömlu söguna af uppruna hans, einkum til að hjálpa  Beckham sem líklega verður næsti þjálfari landsliðsins, til að velja í hópinn.  Englendingar vilja nefnilega alls ekki að Posh geri það fyrir hann.

E.t.v. væri fræðilegur möguleiki fyrir okkur Íslendinga að blanda okkur í forræðisdeiluna á þeirri forsendu að skyggni og forspáreiginleikar séu algengastir í heiminum á Íslandi, hvort sem er á meðal fólks eða dýra. 

Hvergi sé algengara að fólk hafi starfsheitið "miðill" og "spákona" en hér um slóðir eins og sjá má í símaskrám landsins. Þá eru íslenskir kettir og hundar þekktir fyrir að vita miklu lengra en nef þeirra nær. 

Um það vitna fjölmargar reynslusögur sem þið ágætu lesendur eru hvattir til að bæta við í athugasemdum ykkar.

Ef að það gengur ekki getum við haldið því fram til vara að Páll sé raunverulega íslenskur áll í dulargrefi eins og títt er um marga Íslendinga sem um þessar mundir reyna að villa á sér heimildir á erlendri grundu með því að þykjast vera fátæklingar þegar þeir eiga margar matarholur í bönkum út um víða veröld. 

Ef við verðum aftur eins heppin, eins og þegar við fengum Keikó manstu,  getum við sko sparað okkur ýmislegt.

T.d. óþarfa karp í nefndum um hvort kaup og sala hlutabréfa í orkufyrirtækjum landsmanna til skúffufyrirtækja í Svíþjóð eru lögleg iðja eða ekki.

Það er nefnilega haft fyrr víst að Palli sé algjörlega ópólitískur og litblindur í þokkabót.

 


mbl.is Páll sest í helgan stein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spáði Páll kolkrabbi rétt?

Ótrúlegt en satt, Spánverjar orðnir heimsmeistarar og Páll kolkrabbi sá það allt fyrir. Sjá Kolkrabbar raunverulega fyrir framtíðina eða bara Páll? Eða er hann bara að giska? Kannski eru allir kolkrabbar skyggnir?

Reyndar held ég að Páll hafi ekki séð úrslitin fyrir heldur hafi hann ráðið þeim.

Spánverjar voru greinilega betri að spila hollenska knattspyrnu en Hollendingar sjálfir. Þess vegna unnu þeir Hollendinga og um leið alla sem Hollendingar hafa unnið á leiðinni að þessum úrslitaleik.

Spánverjar eru vel að þessum sigri komnir, jafnvel þótt leikurinn hafi lengstum verið hundleiðinlegur og ekki sambærilegur t.d. við leikinn um bronsverðlaunin.

Verst að Hollendingar verða áfram besta liðið sem aldrei hefur unnið heimsmeistaratitilinn og eru nú orðnir einir um þá nafnbót.

Til hamingju Spánverjar og Palli.


mbl.is Spánverjar heimsmeistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Zinedine Zidane skallaði Marco Materazzi

ZidaneEftirminnilegasta atvikið úr heimsmeistarakeppninni í Knattspyrnu er í margra hugum þegar Zinedine Zidane skallaði Marco Materazzi í úrslitaleik HM 2006.

Því hefur aldrei verið uppljóstað hvað Marco sagði nákvæmlega við Zinedine þótt mikið væri um málið fjallað.

Marco hefur látið hafa eftirfarandi eftir sér um atvikið.

“Þetta var sú tegund móðgana sem þú heyrir oft og virðast renna úr jörðinni"

“Ég kallaði Zidane ekki hryðjuverkamann og nefndi alls ekki móðir hans"

“Zidane leit á mig með miklu yfirlæti...og það er satt að ég skaut á hann til baka með móðgun"

“Ég er ófróður, ég veit ekki einu sinni hvað íslamskur hryðjuverkamaður er, eini hryðjuverkamaðurinn sem ég þekki er hún (bendir á 10 mánaða gamla dóttur sína)

"Móðir Zidane bar ekki á góma; mæður eru mér heilagar",

“Ég togað í peisu hans í nokkrar sekúndur."

“Hann snéri sér að mér með fyrirlitningu og renndi augunum upp og niður með miklu yfirlæti".

“Hann sagði; ef þig langar í peisuna getur þú fengið hana seinna."

“Það er satt að ég skaut til baka með móðgun."

BBC Radio Five Live fékk varalesarann Jessicu Rees til að lesa af vörum Marcos.

Hún túlkaði móðgunarorðin á þessa lund; "Þú ert sonur hryðjuverkahóru"

Tíuféttir BBC fengu einnig sérfræðing til að lesa af vörum Materazzi. Hann sagði að fyrstu orð Materazzi hafi verið "Nei" og síðan "slappaðu af".  

Síðan ásakar hann Zidane um að vera "lygari" og segir síðan  "ég vona að fjölskylda  þín fái slæman dauðdaga". Þess ber að geta að móðir Zidane hafði þennan sama dag verið flutt mjög veik á sjúkrahús. Þessu fylgdi Marco eftir með "Go fuck yourself."

Mikið var spáð og spekúlerað í fjölmiðlum hvað hefði farið þeim köppum á milli áður en Zidane skallar Materazzi. Fjölmargar tilgátur voru settar fram, m.a. þessi.

Eftir að  Materazzi togaði í peisu Zidane býðst Zidane háðslega til að gefa honum peisuna sem minjagrip eftir leikinn.  Ítalinn svarar að Zidane sé best að geyma hana handa systur sinni sem væri hryðjuverkahóra.

Sumir segja að fyrr í leiknum hafi Materazzi snúið upp á geirvörtur Zidane þegar hann hélt honum aftan frá. Ef það er satt fá móðgunarorðin um systur Zidane mun klúrari merkingu.


mbl.is Vissu ekki allir að Zidane væri geðbilaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Albínóar United

albino1Heimsmeistaramótið í Knattspyrnu hefur orðið til að vekja athygli á lífi fólks víða um Afríku, ekki aðeins í tengslum við fótboltann heldur einnig almenna menningu Afríkulandanna. Ein athyglisverðasta sagan sem ég hef heyrt er samt tengd fótbolta og galdratrú.

Í Tansaníu og reyndar víðar í Afríku ríkir sú hjátrú að líkamshlutar albínóa búi yfir miklu töframætti. Talvert hefur verið um að Albínóum sé rænt, þeir drepnir og galdramönnum seldir líkamar þeirra til að nota i seyði sína eins og lesa má um hér. 

Síðasta haust fékk kaupsýslumaðurinn Oscacr Haule þá hugmynd að hægt væri að berjast gegn fáfræði og hjátrú í tengslum við Albínóa ef þeir yrðu gerðir sýnilegri í samfélaginu við iðju sem allir könnuðust við.

Albino 2Oscacr tók sig til og stofnaði knattspyrnulið eingöngu skipað albínóum.

Liðið var fyrst kallað Töfralið Albínóa. En sú nafngift virkaði andstætt tilgangi liðsins og var fljótt breytt í Albino United. 

Liðið ferðast nú um Tansaníu og spilar fótbolta við hin ýmsu lið við góðar undirtektir.

 


Galdurinn við að vinna leikinn er að vera alltaf fyrri til að skora jöfnunarmarkið.

Breska landsliðið er á leið til Suður Afríku og með sér taka þeir vonir og drauma Bresku þjóðarinnar.

Okkur Íslendingum finnst við stundum vera dálítið kjánalegir þegar við spáum okkar lagi góðu gengi í Júró, eða "strákunum okkar" fyrsta sæti á stórmóti og svo fer allt í klessu.

Samt komumst við ekki í hálfkvist við Breta sem alltaf virðast sannfærast um það að þeir geti unnið heimsmeistarakeppnina knattspyrnu með smá heppni.

Fram að keppninni mun knattspyrnumanían breiðast út og heltaka þjóðina. Ólíklegasta fólk mun breytast í knattspyrnusérfræðinga og fleygar setningar  munu verða til eins og þessi; "Galdurinn við að vinna leikinn er að vera alltaf fyrri til að skora jöfnunarmarkið." Nokkuð satt í því.

Ef að England vinnur fyrsta leikinn við Bandaríkin munu margir fullyrða að England geti vel orðið heimsmeistarar. Ef þeir ná upp úr riðlinum, munu Englendinga telja það mjög líklegt. Nái þeir í undanúrslit munu þeir telja sigurinn öruggan.

Og ef þeir komast í úrslitaleikin munu væntingarnar og spenningurinn verða svo yfirþyrmandi að bráðdeildir sjúkrahúsa munu fyllast af of drukknu og  meiddu fólki og karlmönnum á miðjum aldri aðframkomnum vegna hás blóðþrýstings hvort sem England vinnur eða ekki.

 


mbl.is Eru á leið til Suður-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiður Smári áfram á bekknum?

Þetta fer að verða dálítið vandræðalegt með hann Eið Smára Guðjohnsen. Eiður en langþekktasti og eflaust enn besti knattspyrnumaður Íslands. En vandræðagangurinn á ferli hans eftir að hann fór fá Chelsea hefur ekki farið fram hjá neinum. - Á íþróttaþulum í bresku sjónvarpi í vetur eftir að hann kom til Spurs, er helst að heyra að þeim finnist Eiður sé komin af léttasta skeiði og hans besti tími sé liðinn.

Ég get ekki betur séð ( í þessi fáu skipti sem Eiður hefur fengið að spila) en að hann sé enn í fantaformi og skil ekki hvers vegna þjálfarar nota hann ekki meira. Ég veit að samkeppnin er hörð um allar stöður hjá þetta stórum félögum, en er þetta rétt að Eiður sé "over the hill"?


mbl.is Eiður áfram hjá Spurs að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband