Galdurinn við að vinna leikinn er að vera alltaf fyrri til að skora jöfnunarmarkið.

Breska landsliðið er á leið til Suður Afríku og með sér taka þeir vonir og drauma Bresku þjóðarinnar.

Okkur Íslendingum finnst við stundum vera dálítið kjánalegir þegar við spáum okkar lagi góðu gengi í Júró, eða "strákunum okkar" fyrsta sæti á stórmóti og svo fer allt í klessu.

Samt komumst við ekki í hálfkvist við Breta sem alltaf virðast sannfærast um það að þeir geti unnið heimsmeistarakeppnina knattspyrnu með smá heppni.

Fram að keppninni mun knattspyrnumanían breiðast út og heltaka þjóðina. Ólíklegasta fólk mun breytast í knattspyrnusérfræðinga og fleygar setningar  munu verða til eins og þessi; "Galdurinn við að vinna leikinn er að vera alltaf fyrri til að skora jöfnunarmarkið." Nokkuð satt í því.

Ef að England vinnur fyrsta leikinn við Bandaríkin munu margir fullyrða að England geti vel orðið heimsmeistarar. Ef þeir ná upp úr riðlinum, munu Englendinga telja það mjög líklegt. Nái þeir í undanúrslit munu þeir telja sigurinn öruggan.

Og ef þeir komast í úrslitaleikin munu væntingarnar og spenningurinn verða svo yfirþyrmandi að bráðdeildir sjúkrahúsa munu fyllast af of drukknu og  meiddu fólki og karlmönnum á miðjum aldri aðframkomnum vegna hás blóðþrýstings hvort sem England vinnur eða ekki.

 


mbl.is Eru á leið til Suður-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Eg helt ad tad væri enska landslidid sem er ad fara ad keppa en svona veit eg litid um tudruspark. En eg vona ad tjodverjar vinni ef teir eru med.

Þorvaldur Guðmundsson, 3.6.2010 kl. 10:03

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er rétt Þorvaldur. Það er enska landsliðið sem keppir. Hvorki Skotar eða Wales komust áfram svo Bretar eru bara með eitt lið í keppninni. Mér finnst eðlilegt að kalla það Breska landsliðið. Þetta er algjör vilteysa að leyfa einni þjóð , þ.e. Breska konungdæminu, að senda hugsanlega þrjú lið til keppni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2010 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband