Hið undarlega mál varðandi morðin á albínóum í Tansaníu

albino Í Tansaníu var tilkynnt  í gærkveldi um eitt  morðið enn á einum af albínóum landsins. Að þessu sinni réðist hópur manna inn á heimili mannsins og hjó af honum fætur og kynfæri  með sveðju.  Á þessu ári hafa 26 albínóar horfið eða verið drepnir í Afríkulandinu Tansananíu. Albínóar saka nú stjórnvöld um að gera ekkert í málinu þótt augljóst sé að þeir séu í bráðri hættu en í landinu eru meira en 8000 albínóar skráðir.

Eftir því sem næst verður komist tengjast þessi hvörf og morð hjátrú alþýðufólks sem trúir því að albínóar séu einskonar andaverur. Seiðmenn ala sumir hverjir á þessum hindurvitnum og eru grunaðir um að eiga þátt í hvarfi þeirra.

Þeir telja fólki trú um að með líkmashlutum úr albínóa sé hægt að gera fólk ríkt og auka velgengi þess á allan hátt. - Kennari einn í borginni Arusha var handtekinn fyrir skömmu fyrir að drepa eigið barn sem var albínói. Nýlega hafa fundist fjögur lík af albínóum og eitt þeirra hafði verið sundurlimað. -

Gamlar rauðeygðar konur hafa verið drepnar í þessum hluta Tansaníu grunaðar um galdra en þetta er í fyrsta sinn sem albínóar hafa verið notaðir til fórna, að sögn talsmanns albínóa.

witch_crafts

Albínóar í  Tansaníu eiga við mikil heilbrigðisvandmál að stríða og húðkrabbamein er afar algengt meðal þeirra.

Við höfum gert ýmislegt til að vernda albínóana segir inniríkisráðherra landsins Lawrence Marsha.

"Við höfum gengið svo langt að skrá alla sem stunda lækningar í landinu og vinsa úr þeim skottulæknana og greina þá frá þeim sem stunda raunverulegar lækningar. " sagði hann.

"Við höfum gert okkar besta til að mennta alþýðuna um hætturnar sem leynast hvarvetna og við höfum reynt að kenna albínóunum að verja sig. "

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Máttur trúarbragða!!

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Gulli litli

Enn einn afar fræðandi pistill...

Gulli litli, 28.7.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nei DrE, vanmáttur hjátrúar og vanþekking :(

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.7.2008 kl. 13:52

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skelfilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2008 kl. 16:03

5 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Það er hræðilegt að heyra frá því hvað hjátrú og vanþekking getur gert mikinn skaða. Ég hafði að vísu ekki heyrt um þessi dráp.
Álíka sorglegt er að heyra um nauðganir í lækningarskyni í S-Afríku. Þar trúa menn því að með því að eiga mök við hreina mey megi læknast af HIV. Í því skyni hafa menn nauðgað allt niður í nokkurra mánaða gömlum stúlkum. Í huga þessara manna er þetta ekki kynlíf heldur lækning. Sorglegt en satt.

Aðalsteinn Baldursson, 28.7.2008 kl. 16:43

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hræðilegt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.7.2008 kl. 16:58

7 Smámynd: Skattborgari

Því miður þá er þetta oft svona þegar fólk hefur litla menntun þá er auðvelt að fá það til að trúa ýmisi vitleysu. Skelvilegt að heyra af þessu.

Skattborgari, 29.7.2008 kl. 09:51

8 identicon

Geta drepið sitt eigið barn er eitthvað sem ég get ekki skilið.

Ingó (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband