Kolbrabbinn Páll er dauður

Páll KolkrabbiÞær leiðu fréttir berast nú um heimsbyggðina að hið getspaka knattspyrnuáhuga-lindýr, Páll kolkrabbi, sem hýst var í tanki í sædýrasafninu í Oberhausen í Þýskalandi, hafi drepist s.l. nótt.

Kolkrabbar lifa sjaldan meira en tvö ár svo að dauði Páls kom ekki á óvart.

Samkvæmt upplýsingum þýska sædýrasafnsins var Páll orðin tveggja og hálfs árs, en honum var klakið út í sædýrasafni í Weymouth á England árið 2008.

Páll varð heimsfrægur fyrir að geta rétt til um sigurvegara í sjö leikjum Þýska landliðsins í síðustu heimsmeistarakeppni, þ.á.m. í leik liðsins gegn Spáni þar sem Þjóðverjar biðu ósigur.

Líklegt þykir að lifshlaup spákrabbans Páls verði lengi í minnum haft.  Í undirbúningi er heimildarmynd um líf hans og spádóma og bækur og leikföng honum tengd munu koma á markaðinn fyrir jól.

Þá mun minnisvarði um hann rísa fljótlega í sædýrasafninu þar sem hann átti heima.

R.I.P. Páll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumir menn eru "heimskari" en þessi kolkrabbi, kolkrabbinn er náttlega ekki heimskur, hann er bara kolkrabbi; Sýsl manna í kringum þetta er sambland af heimsku og græðgi

doctore (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 13:20

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Páll hefur nú komið sér vel fyrir í skugga einversstaðar í kolkrabbagarðinum. Hann brosir í kampinn og skemmtir sér við að horfa á gula kafbáta skjótast hjá.

Græðgi segir þú DrE....það var nú líka aðaleinkenni íslenska kolkrabbans, ekki satt?

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.10.2010 kl. 13:32

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

doctorE and the Octopussy, fínt nafn á James Bond mynd.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.10.2010 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband