Hver er að hlusta

Fyrirgef oss vorar skuldir,

í samfélagi hinna kristnu gilda.

Þær eru hvort eð er

aðeins til í sýndarveruleikanum

og eiga sér enga raunveru,

tákna ekki neitt,

nema óhamingju mína og áþján.

VampíruepliÞær eru aðeins flökkt rafboða á milli örgjafa,

eplavampírublóð

sem drýpur úr æðum rafheilanna

yfir rautt yfirlitið

sem ég fékk  í póstinum 

nóttina sem þrumveðrið skall á.

Gerviblóðsugurnar skjálfa

í svartri moldinni,

þrá áfram nóttina,

og mig milli tannanna.

En þær hafa heldur enga tilveru,

ekki neina raunveru,

og allt sem þeim tilheyrir

er ekki af þessum heimi

en gerir mig samt að undirmálsmanni

og börnin mín að kreppudýrum,

sérhönnuðum þrælum,

til að þjóna þeim.

En hver er að hlusta?

Fórnarlömbin æpa öllBankablóðsuga

á Austurvelli

langt fram eftir nóttu.

Hás og rám að lokum

skreiðast þau í burtu,

upp í fletin þar sem þeirra bíða draumar

um raunverulegar blóðsugur, alvöru blóð

áþreifanlegt líf og ekta dauða,

þar sem einhver hlustar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband