Dæmigert fyrir stríðið

Ef þú spyrð bandarískan hermann í Afganistan hvað ISAF standi fyrir svarar hann með nokkrum einnar línu bröndurum;  "I Saw Americans Fight," eða "I Suck at Fighting" og "I Sunbathe at FOBs" (FBOs eru vel varðar bækistöðvar hersins)

Í raun stendur skammstöfunin ISAF fyrir "International Security Assistance Force" sem er fjölþjóðaherinn undir stjórn NATO í Afganistan. Meðal þeirra eru Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadamenn, Holllendingar, Þjóðverjar auk hermanna af 35 örðum þjóðernum.

Brandarar bandarísku hermannanna hafa brodd því þeir bera megin þungan af átökunum við afganska vígamenn og bandamenn þeirra sem taldir eru vera frá ekki færri en 20 öðrum þjóðernum. 

Breskir hermenn og auðvitað stórnarhermenn koma einnig nokkuð við sögu beinna átaka, en flestir hermenn hinna þjóðanna taka litið sem ekkert þátt í átökunum. Sumum er t.d. bannað að berjast í snjó og öðrum er bannað að yfirgefa herstöðvarnar sem þeir búa í nema að þeir fái leyfi til þess frá heimalandi sínu. -

Breskir og bandarískir Heforingjar keppast við að lýsa því yfir að þetta stríð sé óvinnandi. Þeir hafa rangt fyrir sér. Stríðið mun vinnast af afgönsku vígamönnunum og félögum þeirra.

Yfirlýsingarnar koma engum á óvart. Allir vita af fremur tempruðum áhuga  flestra NATO ríkja fyrir stríðinu. Að auki ríkir svo mikil ringulreið meðal allra þessara stríðsmanna í Afganistan að það eru jafn miklar líkur á því að NATO hermaður verði drepinn af samherja og af óvini.

Fréttin fjallar um nýjasta dæmið; Afganskur lögreglumaður sem vinnur við landamæragæslu skýtur til bana sex bandaríska hermenn, óviljandi.  Á sama tíma á öðrum stað drepa tveir afganir, klæddir sem lögreglumenn, 12 aðra afgani sem allir voru lögreglumenn.


mbl.is Skaut sex NATO-hermenn til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wikileaks á lista yfir hryðjuverkasamtök

Bandaríska utanríkisþjónustan veit ekki sitt rjúkandi ráð. Ógrynni leyniskjala sem sendiráð og herstöðvar Bandaríkjanna vítt og breytt um heiminn, í allt meira en þrjár milljónir manns hafa aðgang að, hafa verið gerð opinber á Wikileaks.

Sjölin koma úr samskiptakerfi sem komið var á þegar það kom í ljós eftir árásirnar á tvíburaturnanna í New York , að upplýsingaflæðinu milli stofnana bandarísku utanríkiþjónustunnar, var verulega áfátt.

Wikileaks síðan er óvirk sem stendur, enda eru greinilega í gangi umfangsmiklar tilraunir til að tefja birtingu skjalanna. Talmenn Wikileaks segja að síðan muni komast aftur í gagn innan skamms.

Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum segja að skjótt muni holskefla af díplómatískum hneykslismálum skella á utanríkisþjónustunni og stjórn Obama forseta. Af því fáa sem þegar hefur komið fram, bera launráð, umræða um innrásir og fyrirætluð morð á þjóðarleiðtogum óvinaríkja, hæst.

Peter King, þingmaður Repúblikana frá New York hefur kallað eftir því að Wikileaks verði sett á lista Bandaríkjanna og bandamanna þeirra yfir erlend hryðjuverkasamtök. Verði það raunin munu aðstæður Wikileak og starfsmanna þeirra breytast svo um munar. - Hryðjuverkamenn sem ógna öryggi Bandaríkjanna eru rétmæt takmörk hersins og leyniþjónustunnar.


mbl.is Wikileaks birtir skjölin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin má vel við una

40% þátttaka er alls ekki slæmt þegar tekið er tillit til þess að þjóðin hefur aldrei fyrr gengið til slíkra kosninga. Á kjörseðlinum voru engir bókstafir sem fólk er búið að harðkóða í flokkspólitíska heilastarfsemi sína. Pólitíska uppalninginn, hefðir og áhrif fyrirgreiðslupólitíkur kikkaði aldrei inn fyrir þessar kosningar.

 Hefðbundnar þrætur farmbjóðenda í sjónvarpi og útvarpi,fóru ekki fram og lítið var um auglýsingar og loforðaskilti blaðskellandi frambjóðenda með uppbrettar ermar sem lofuðu gulli og grænum skógum.

Samt lagði 40% þjóðarinnar það á sig að kynna sér stefnu meira en 500 einstakra frambjóðenda, og taka þátt í persónukosningum sem í raun eru algjör nýlunda að undantöldum forsetakosningum þar sem aðeins fáeinir eru í framboði þegar best lætur. 

Þá útkomu tel ég því nokkuð góða.

Margir verða eflaust til að gagnrýna hana og segja að ekki hafi nægilega vel til tekist. Þeir sömu ættu að hugleiða það að þetta er aðeins byrjunin. Á þessari reynslu er vel byggjandi í  framtíðinni.

 Að gagnrýna "dræma" þátttöku í kosningunum og telja hana rýra umboð þingsins á einhvern hátt, er dálítið likt því að gagnrýna ungabarn fyrir að pissa á sig.


mbl.is Kosningaþátttaka líklega um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sukkið orðið eins og áður og aftur glatt í höllinni

Það er gott veganesti fyrir nýkjörna meðlimi stjórnlagaþings að fá þessar fréttir á kjördegi. Landsbankinn, banki allra landsmanna, er aftur kominn á fulla ferð í fjármálsukkið sem einkenndi ferilinn sem leiddi til hrunsins. 

Eins og áður, reiðir bankinn sig á að fólk telji sig ekki hafa nægilegt vit til að gagnrýna starf hans og til vara, passar hann sig á að hafa málin svo flókin að enginn getur með góðu móti komist til botns í þeim án þess að hafa aðgang að öllum gögnum.

Eins og áður er brask með auðlindir þjóðarinnar, skuldsetning umfram eignir, flókið kennitöluflakk og massífar afskriftir eru helstu  hráefnin í þessa skuldasúpu. - 

Eins og áður koma hér við sögu íslenskir kvótabraskarar sem þegar er búið að afskrifa nokkra milljarða fyrir persónulega, og auðvitað lenti sá skellur á þjóðarbúinu og almenningi í landinu.

Eins og áður er langlundargeð Íslendinga gagnvart þeim bankamönnum sem leiða þessa hersingu og þessum bröskurum sjálfum, með ólíkindum.

Eins og áður er engra viðbragða er að vænta frá ríkisstjórn eða þingi. Þar er fólk orðið svo samduna að það finnur ekki rotlyktina. -

Ekki nema vona að fólk bindi miklar vonir við stjórnlagaþingið til að koma með tillögur að lögum yfir þetta misferli.


mbl.is Skuldsetning hafin á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona ættu þingkosningar að vera

Í dag gengur íslenska þjóðin til persónukosninga og sannar þar með að þær eru raunhæfur valkostur til að velja hóp af fólki til ábyrgðaverka fyrir hana.  Í þetta sinn er valið fólk til að semja tillögur að nýrri stjórnarskrá með aðferð sem gæti hæglega getið af sér nýja tegund lýðræðis.

Ekkert mælir á móti því að nota sama fyrirkomulag til að velja fólkið sem á að fylgja stjórnarskránni öðru fremur, þ.e. þingmenn þjóðarinnar.

Atgervi og persónukostir, skoðanir og hæfni frambjóðenda ættu að ráða vali kjósenda í stað steinrunnins fylgi við pólitíska flokka þar sem leiðtogavaldið er mikilvægasti hluti kerfissins. 

Persónukjör til þings mundi losa þjóðina undan hinum fjölmörgu neikvæðu áhrifum flokkakerfisins. Það mundi gera þingið að starfandi heild án sérstaks meiri og minnihluta og með persónukjöri til þings yrði hver ríkisstjórn sem mynduð væri í raun þjóðstjórn mínus flokkræðið.


Vantrú og stjórnarskráin

74. grein stjórnarskrárinnar tryggir rétt manna til að stofna með sér félög.

Hún segir;

"Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi."

En hvað um félög sem hafa það eitt á stefnuskrá sinni að vinna gegn öðrum ákvæðum stjórnarskrárinnar.  - Hafa slík félög löglegan tilgang?

Í stefnuskrá félagsskaparins Vantrú segir svo;

2.gr. Tilgangur félagsins er að vinna gegn boðun hindurvitna í samfélaginu, s.s. skipulögðum trúarbrögðum, skottulækningum og gervivísindum.

Fyrir utan að flokka skiplögð trúarbrögð sem "hindurvitni" sem er gróf vannirðing við lífskoðanir mikils meirihluta almennings, er tilgangur félagsins að vinna gegn boðun þeirra. . - Í ljósi umræðu síðustu vikna um að banna trúaráróður í skólum, gætu sumir haldið að þetta markmið Vantrúar ætti sérstaklega við það, en svo er ekki. Það á við alla boðun skipulagðra trúarbragða, hvar og hvenær sem hún fer fram.

Stór hluti starfsemi skipulagðra trúarbragða snýst einmitt um boðun þeirra og rétturinn til að ástunda og tilheyra slíkum trúarbrögðum er verndaður með ákvæði í stjórnarskrá landsins.

63. grein hennar hljóðar svona;

"Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu."

Ef Vantrú væri félagsskapur fólks sem kemur saman til að iðka vantrú sína, væri ekkert við það að athuga. Þvert á móti hefur Vantrú á stefnuskrá sinni að vinna gegn trúarsannfæringu annarra og þeim félögum sem trúaðir tilheyra. 

Í þriðju grein markmiða félagsskaparins er því lýst hvernig hann hyggist ná markmiðum sínum.

3.gr. Tilganginum hyggst félagið m.a. ná með því að stuðla að gagnrýninni umræðu um trúmál og halda úti vefsíðu sem fjallar um trúmál, trúleysi og efahyggju. Félagið skal einnig vinna að tilgangi sínum með öðrum hætti s.s. útgáfustarfsemi eða fyrirlestrahaldi eða aðild að fyrirlestrum sem varða markmið þess.

Ætla mætti af þessu að megin áherslur félagsins eigi að vera á almenna fræðslu um trúleysisstefnuna. Raunin er allt önnur. Megináhersla þeirra sem skrifa fyrir félagið eru grófar árásir á málflutning og skrif þeirra sem tilheyra skipulögðum trúarbrögðum. Fjallað er um pistla og ræður einstakra manna á þann hátt að það jaðrar við eineltistilburði svo ekki sé meira sagt. - Þess vegna er full ástæða til að spyrja hvort félagið Vantrú hafi löglegan tilgang.


Pólitíkin í Krossinum

Gunnar Þorsteinsson segir að ásakanir á hendur sér um kynferðisbrot séu af "safnaðarpólitískum toga". Mér er spurn, hvers konar pólitík er stunduð í Krossinum?

Krossinn er einn af þessum kristnu sértrúarsöfnuðum þar sem predikaður er sannleikurinn einn ala forstöðumaðurinn. Mállfluttningur hans virkar yfirleitt þannig á fólk eins og hann hafi fundið stóra sannleikann sem aftur gefur gefið honum  umboð til að túlka hann og predika yfir öðrum. Og eftir höfðinu dansa limirnir.

Forstöumaðurinn hefur einnig á sér yfirbragð þess sem stendur á siðferðislegum stalli, skör ofar en sauðirnir í söfnuðinum. -

Þegar þetta tvennt kemur saman, blandsast persónudýrkun sterkt inn í safnaðarstarfið.  Einingin og samheldnin í söfnuðum þar sem persónudýrkun er látin viðgangast er venjulega mjög brothætt. Um leið og óánægja kemur upp, beinist hún að forstöðumanninum.

Í Gunnars tilfelli teygir "safnaðarpólitíkin" sig inn í fjölskyldu hans sem gerir málið enn flóknara.

Óeiningin í Krossinum er greinilega orðin svo mikil að ásakanirnar á hendur forstöðumanninum hafa tekið á sig  mynd mjög alvarlegra ávirðinga. 

Hversu heilsteyptur og gagnlegur er boðskapur safnaðar þar sem svona alvarlegar ásakanir flokkast undir "Safnaðarpólitík"?


mbl.is Forstöðumaður Krossins sakaður um kynferðislega áreitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisveislan sem aldrei verður haldin

DagbjörtDagbjört varð snemma afar rökvís á lifið og tilveruna. Ung að árum hóf hún að vanda um fyrir meðborgurum sínum standandi á kassa niður á Lækjartorgi.

Hún var síður en svo ánægð með það þegar að foreldrar hennar, sem var mjög áreiðanlegt fólk, sögðust ætla að koma henni á óvart með að halda henni afmælisveislu einhvern tíman í vikunni fyrir 18. afmælisdaginn hennar.

Til að byrja með fylltist Dagbjört skelfingu. Veislan var sóun á tíma og fjármunum. Síðan fór hún að hugsa nánar út í hverju nákvæmlega foreldrar hennar höfðu lofað og varð þá ljóst að hún hafði ekkert að óttast. Það mundi enginn veisla verða haldin.

Rökhugsun hennar var á þessa leið. Foreldrar hennar sögðust á sunnudegi ætla að halda veisluna einhvern daginn í vikunni fyrir afmælið hennar sem yrði á laugardeginum næsta og veislan átti að koma henni á óvart.

Föstudagurinn kom ekki til greina vegna þess að á fimmtudeginum mundi hann vera eini dagurinn sem eftir væri og þá kæmi boðið ekki á óvart.

Dagarnir sem komu þá til greina voru; mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur.

Ef ekkert hefði gerst fyrir klukkan 24.00 á miðvikudegi, kom fimmtudagur heldur ekki til greina.

 Þannig afgreiddi Dagbjört alla dagana koll af kolli og útkoman var að enginn þeirra kom til greina. 

Þessi rök nægðu til þess að Dagbjört varð sannfærð um að veislan mundi aldrei verða haldin.

Hafði Dagbjört rétt fyrir sér?


þúsundkallinn sem hvarf

Þrír sölumenn komu samtímis á Hótel Húsavík. Til að spara dagpeningana sína ákváðu þeir að deila saman einu herbergi. Herbergið kostaði 30.000 krónur sem þeir staðgreiddu. Rétt í þann mund sem sölumennirnir komu upp á herbergið, uppgötvaði stúlkan í afgreiðslunni að hún hafði gert mistök. Sumarverðin voru runnin úr gildi og vetrarverð tekin við.

Herbergið kostaði í raun 25.000 krónur en ekki 30.000.

Stúlkan kallaði þegar í stað á einn þjóninn úr matsalnum og bað hann að taka strax 5000 krónur upp á herbergi til sölumannanna. Þjónninn tók við fimm þúsund króna seðlum og hélt með þá upp á herbergið til sölumannanna.

ÞúsundkallÁ leiðinni varð honum hugsað til þess að það mundi verða erfitt fyrir hann að skipta 5000 krónunum jafnt á milli manna þriggja. Hann ákvað því að stinga tveimur þúsundum í vasann og láta sölumennina hafa aðeins 3000 krónur, eða 1000 krónur hvern.

Þetta gerði svo kauði. -

En við þetta kom upp óvænt staða. Það lítur út fyrir að 1000 krónur (þúsundkall) hafi einfaldlega horfið.

Förum aðeins yfir dæmið;

Sölumennirnir greiddu fyrir herbergið 30.000 krónur, 10.000 hver.

Stúlkan sendi þjóninn með 5000 krónur af þessum 30.000 sem sölumennirnir greiddu með, sem hann átti að færa þeim. Þjónninn stakk tveimur þúsundum í vasann og lét sölumennina aðeins hafa 3000 krónur, eða eitt þúsund hvern.

Hver sölumaður greiddi upphaflega 10.000 (3 X 10.000= 30.000), og hver fékk eitt þúsund til baka sem þýðir að hver sölumaður greiddi í raun 9.000 krónur fyrir herbergið.

3 X 9000 gera 27.000. Tvö þúsund enduðu uppi í vasa þjónsins, eins og áður segir. Það gera samtals 29.000 krónur.

Getur einhver sagt mér, hvar er þúsundkallinn sem upp á vantar?


Hinn laglausi, sú afkáralega og sú skelfda

Vinsælustu sjónvarpsþættirnir í Bretlandi,  The X Factor, Strictly come dancing og I’m A Celebrity... Get Me Out Of Here,  eiga það sameiginlegt að almenningur ræður nokkru um framvindu þáttana.

Í X factor ráða símakosningar því hvorn af tveimur neðstu,  dómararnir fá að velja um að reka heim. 

Í Strictly come dancing, ræður atkvæðafjöldi algerlega hver fer heim.

Í I’m A Celebrity... , ræður almenningur hver þátttakenda verður að takast á við að leysa þrautirnar sem ræður fjölda matarskammtanna til hópsins.

Í öllum þessum þáttum sem nú eru í sýningu í Bretlandi og víðar, hefur almenningur tekið völdin og gert alla þættina heldur pínlega á að horfa. Afkáraleikinn er greinilega mun vinsælla sjónvarpsefni en hæfileikar og atgervi.

WagnerÍ X factor nær Simon Cowell varla upp í nefið á sér fyrirvandlætingu yfir því að Wgner Carrilho 54 ára gamall einkaþjálfari,sem er upprunalega frá Brasilíu skuli komast áfram á kosnað frambærilegra söngvara. Simon hefur nokkuð til síns máls, því Wagner getur tæpast haldið lagi. Fram að þessu hefur hann ekki lent einu af  tveimur neðstu sætunum og þess vegna fær Simon ekkert að gert.

Almenningur heldur Wagner inni og mann grunar að hann geri það bara til að gera Simon gramt í geði.

AnnaSama er upp á tenngnum í danskeppninni Strictly come dancing. Þar greiðir almenningur Önnu Widdecombe, 63 ára fyrrum þingmanni Íhaldsflokksins atkvæði sín, þrátt fyrir að konan sé vita taktlaus og stirð fram úr hófi.

Dómararnir gefa henni alltaf lægstu einkunnir sem sést hafa í keppninni, en hún kemst ætíð áfram. Reyndar gerir hún sjálf út á afkáraleikann og hefur gaman að. Dómararnir sem líta á þetta sem "alvöru" danskeppni, vita ekki sitt rjúkandi ráð.

GillianI’m A Celebrity... Get Me Out Of Here þættirnir eru búnir að vera í gangi í viku að þessu sinni. Sama konan hefur á verið valin á hverjum degi til að gangast undir ógeðslegar þrautirnar sem þeir bjóða upp á í þeim þáttum. Hún heitir Gillian McKeith og er 52 ára næringarfræðingur.

Gillian í yfirliðiGillian er haldin mikilli skordýra-fóbíu og er grænmetisæta þar að auki. Þrautirnar fela það gjarnan í sér að skríða á meðal fjölda skordýra, nagdýra og skriðdýra, nagdýra og leggja þau sér til munns, ósoðin blönduð saman við leðju og drullu. (Spurning hvað hún er að gera í þætti sem þessum.)

Gillian varð svo miður sín í gærkveldi að hún fékk aðsvif og hné niður meðvitundarlaus í beinni útsendingu. Hún var borin burtu en fréttir herma að hún ætli sér ekki að gefast upp.


Björguðu víkingar Evrópu úr miðaldaruglinu

Víkingagull

Þegar að breskur og hollenskur almenningur sem lagt hafði sparifé sitt inn á Icesave reikninn varð ljóst að þar voru í reynd á ferð snjallir bankaræningjar sem notuðu þá aðferð að ræna banka innanfrá, voru fréttahaukar ekki lengi að líkja þeim við víkinga fyrri tíma.

Og þegar að það fréttist að Íslendingar sjálfir kölluðu þá "útrásarvíkinga" var ekki aftur snúið með það.  Þrátt fyrir að víkingarnir til forna hafi haft á sér afar illt orð, sérstaklega hjá þeim sem urðu fyrir barðinu á þeim, verður það að segjast eins og er, að þessi samanburður samlíking er frekar ósanngjarn og hallar mjög á gömlu víkingana, því ólíkt höfðust þeir að.

Víkingar hafa nefnilega aldrei notið sannmælis fyrir framlag sitt til efnahagsþróunar Evrópu.

Eftir fall Rómaveldis áti Evrópa við langvarandi efnahagslega kreppu að stríða. Miðaldasagan er saga fólks sem þurfti að strita frá morgni til kvölds til að hafa ofaní sig og á. Og stundum dugði það ekki til. Hagvöxtur í löndum álfunnar var enginn.

Hið skammlífa veldi Karlamagnúsar náði ekki að binda endi á afar slæman aðbúnað almennings víðast hvar um álfuna og þegar það hrundi, festu lénsherrarnir sig í sessi og samræmdu fátæktina hvarvetna í  Evrópu.

Samt var til mikill auður í álfunni. Hann lá engum til gagns í fjárhirslum kirkjunnar og  klaustra sem sankað höfðu að sér miklum fjársjóðum og gagnaðist engum. Peningar þá, eins og í dag, virkuðu eins og blóð líkamans. Það þarf stöðugt að vera á hreyfingu til að gera gagn. Samansöfnun blóðs á einum stað, kallast blóðtappi og getur verið lífshættulegur. Út um alla Evrópu voru til slíkir "blóðtappar"   það þurfti ofbeldi, ófyrirleitni og ofurefli til að ráðast á þá og leysa þá upp. 

Og einmitt þetta þrennt höfðu norrænir sjóræningjar í ríkum mæli. Þeir hófu árásir sínar árið 797 með strandhöggi á klaustrið á Lindisfarne  og gerðu mikinn usla víðs vegar um álfuna næstu þrjú hundruð árin.   Ránsferðirnar hófust rétt í þann mund sem heitara loftslag vermdi norðurhvel jarðar og því viðraði vel til rána, verslunar og landafunda. Þessir sjóræningjarnir kölluðu sig Víkinga.

StrandhöggÍ næstum þrjár aldir sigldu þeir um höfin blá, ár og vötn Evrópu, rændu óávöxtuðu og rykföllnu fé kirkjunnar og byggðu fyrir það fjölfarnar verslunarmiðstöðvar og borgir langt inn í austur Evrópu, keyptu sér sambönd suður í Miklagarði og fundu ný lönd í vestri og gerðu mið-Evrópuþjóðir að framsæknum þjóðum.  Þeir lánuðu fé, jafnvel til annarra álfa,  og innheimtu af því ávöxtun og arð. - Þeir lögðu grunninn að því verslunarveldi sem öll lönd norður-Evrópu áttu hlut í.

Þessi afgerandi aðkoma þeirra að "földu fjármagni", svona einskonar "fé án hirðis",  hrundi af stað hagvexti í álfunni sem síðan var enn aukið við með landafundunum miklu.

Víkingar höfðu reyndar þegar fundið þessi lönd, en gleymdu þeim aftur ef því að Evrópa ´hafði ekki þörf fyrir þau´ þá stundina, svo vitnað sé í Henri Pirenne, en það er sönnur saga.


Grínframboð Repúblikana

Donald-Trump--41056Repúblikanar í Bandaríkjunum eira sér ekki á meðan Barack Hussein Obama býr í Hvíta húsinu þeirra í Washington. Samt hafa þeir engann líklegan kandídat sem gæti sigrað forsetann í kosningunum 1012. Það mun ekki koma í veg fyrir að þeir reyni.

Þrír kunnir trúðar úr flokknum segjast ætla að fara fram.

Donald Trump, milljónamæringurinn sem er þekktastur fyrir að greiða hnakkahárið yfir enni sér og leika í leiknum raunveruleikaþætti, langar að bjóða sig fram. Hann verður að sigra tvo kventrúða til að verð aðal.  

Önnur er tepokakellingin Sarah Palin.

Sarah-Palin-Pitbull-With-Lipstick-46860Sarah segist halda að hún geti unnið Obama. Hún sagðist líka á sínum tíma hafa mikla reynslu í utanríkismálum því hún sæi Rússland út um eldhúsgluggann hjá sér þar sem hún býr í Anchorage í Alaska.

Hitt grínkvendið er Michele Marie Bachmann er reyndar líka tepokakella eins og Palin. Ekki er samt hægt að segja að þær séu samherjar eða vinkonur.   Michele vill endilega reyna við Obama 1012 en veit að hún þarf á tegenginu að halda til að ná einhverjum árangri. 

Hún sagði nýlega að Obama eyddi 200.000.000.dollurum daglega í ferð sinni til Indlands á dögunum. Það sýnir hversu vel hún er raunveruleika tengd. Seinna sagðist hún bara hafa verið að vitna í indverskt dagblað.

demon bachmannEf að það verður ofan á að einn af þessum grínistum Repúblikana reyni að sigra Obama í komandi kosningum, er von á góðri skemmtun á næstunni í bandarískum fréttatímum


mbl.is Trump íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauðskinnar meðal bleikskinna og öfugt

SkrælingjarÞað er ekki fyrr búið að kveða niður með DNA rannsóknum, getgátur Vilhjálms Stefánssonar um að hinir bláeygu og ljóshærðu Kopar-frumbyggjarnir við Krýningar-flóa í Norður Kanada gætu verið blandaðir norrænum mönnum, en að sannað þykir að þessu er öfugt farið. Nú segja vísindamenn okkur að skrælingjar þ.e. frumbyggjar norður Ameríku hafi sest að á Íslandi í kring um árið 1000 og eignast hér börn og buru.

Hvernig það bar til nákvæmlega veit enginn, en Þegar að íslenskir menn gáfust upp á að nema land í L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi fyrr 2000 árum og snéru til baka, er ekki ólíklegt að einn eða tveir frumbyggjar hafi slegist með í för. E.t.v. voru þeir í föruneyti Guðríðar Þorbjarnardóttur, konu Þorfinns Karlefnis , móður Snorra Þorfinnssonar,  sem fyrstur vestrænna manna var borinn í N-Ameríku svo vitað sé. 

Í Eiríks sögu rauða segir svo:

Þofinnur og félagar"Þá er þeir silgdu af Vínlandi, tóku þeir suðræn veðr ok hittu þá Markland ok fundu þar Skrælinga fimm, ok var einn skeggjaðr, konur váru tvær ok börn tvau. Tóku þeir Karlsefni sveinana, en hinir kómust undan, ok sukku þeir Skrælingar í jörð niðr. Sveina þessa tvá höfðu þeir með sér. Þeir kenndu þeim mál, ok váru skírðir. Þeir nefndu móður sína Vethildi ok föður Óvægi. Þeir sögðu, at konungar stjórnuðu Skrælingum, ok hét annarr þeira Avaldamon, en annarr Avaldidida. Þeir kváðu þar engin hús. Lágu menn þar í hellum eða holum. Þeir sögðu þar liggja land öðrum megin gagnvart sínu landi, er þeir menn byggðu, er váru í hvítum klæðum ok báru stangir fyrir sér, ok váru festar við flíkr ok æpðu hátt, ok ætla menn, at þat hafi verit Hvítramannaland eða Írland it mikla."

Í Landnámu er einnig sagt frá ferðum Ara Marssonar til Hvítramannalands sem einnig er nefnd Mikla Írland. Það liggur í sex daga siglingu vestur af Írlandi nálægt Vínlandi hinu góða. Ari dvaldist þar meðal fólks sem bjó meðal frumbyggjanna, kannaðist við hann og tók vel á móti honum.

Mikmaq kanttleiks-kapparFrumbyggjar Nýfundnalands, þeir er norrænu landnemarnir gáfust upp fyrir á endanum,  kölluð sjálfa sig Lnu. Þeir eru í dag þekktir sem Míkmaq þjóðin (Micmac) en nafnið  kemur af kveðju á tungu þeirra (níkmaq)  og þýðir "ættingi minn".

Míkmaq indíánar léku m.a knattleik sem meðal þeirra gekk undir nafninu "leikur skaparans" (baaga'adowe) og var í raun trúarathöfn. Leikurinn var mjög vinsæll og upp úr 1200 e.k. var hann orðin mjög úbreiddur meðal margra frumbyggjaþjóða í norðurhluta álfunnar.

Franskur Jesúítaprestur á ferð um Nýja England, á nokkra Mikmaq Indjána leika þennan leik árið 1637 og kallaði hann La crosse (le jeu de la crosse sem merkir á Frönsku engja-knattleikur).

Talið er að nútíma ísknattleikur (Hockey) hafi þróast út frá þessum knattleik sem leikinn var meðal Mikmaq frumbyggja Nýfundnalands og Nova Scotia.

Vinsælastur leikja meðal víkinga var ísknattleikur. Hann mun eiga rætur sínar að rekja til hins forna írska knattleiks Hurling. Það sem er merkilegt við þessa leiki sem stundaðir voru samtímis beggja megin Atlantsála fyrir 1000 árum síðan, er að leikreglur þeirra eru afar svipaðar. Þær eru það líkar að margir efast um að ekki sé sögulegt samband á milli þeirra.

Norski sagnfræðingurinn Ebbe Hertzberg setti fram tilgátu um þetta fyrir margt löngu í grein sinni "Nordboernes Gamle Boldspil". Ebbe heldur því fram að reglur knattleiksins sem norrænir menn léku og leiksins sem Míkmaq indíánar léku og þróaðist í að verða nútíma ísknattleikur (hockey) , séu of líkar til að hafa orðið til og þróast í sitt hvoru lagi. Þessi tengsl milli knattleikjanna bendir til að mun meir samskipti hafi verið milli norrænna manna og frumbyggja N-Ameríku löngu áður en aðrir Evrópubúar komust þangað, að undanskildum Írum.

Kannski var það kaldhæðni örlaganna að þegar fyrst var keppt ísknattleik á ólympíuleikum var það áhugamannalið frá Manitopa, Fálkarnir, eingöngu skipað vestur-Íslendingum, sem vann gullið fyrir Kanada

Goðsagnir frumbyggja N-Ameríku segja margar frá verum sem auðveldlega er hægt að heimfæra upp á norræna menn.

GlooscapHinn kunni mannfræðingur Dr. Franz Boas sem rannsakaði m.a. þjóðhætti frumbyggja á Baffin eyju í lok 19 aldar,  segir frá hinum bláeygu, hávöxnu og sterklegu Tornitum. Þeir iðkuðu grjótkast sem íþrótt, byggðu sér steinkofa "sem enn má sjá".

Meðal Mikmaq þjóðarinnar lifir goðsögnin um risann Glooscap, sem kom upp úr hafinu og kenndi þeim að veiða fisk og smíða báta. Hann byggði sér að lokum "stóra eyju úr við" og hvarf á henni yfir sjóndeildarhringinn.


mbl.is Eiga rætur að rekja til indíána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ópera

Feita konan syngurFólk sem segir að óperan sé ekki eins og hún áður var, hefur rangt fyrir sér. Og það er einmitt vandamálið við óperuna.

Ef það er satt að óperan sé efsta stig á tónlistar þroskaferli hvers einstaklings, er ég nokkuð viss um að þangað muni ég aldrei komast. Ekki vegna þess að ég hafi ekki reynt.

Ég hef hlustað á óperusöng af hljómdiskum og meira að segja keypt mig inn dýrum dómum á Parsifal og Niflungahringinn. Parsifal byrjaði klukkan átta og eftir þrjá tíma leit ég klukkuna og sá að hún var bara hálf níu. Og í sögunni af Sigfríði, virtist Guðrún vera eina konan í stykkinu sem ekki var frænka hans. Reyndar hafði ég lúmskt gaman af leiknum, þrátt fyrir sönginn. 

Margt gerist  á annan hátt í óperunni en á nokkrum öðrum stað. Til dæmis þegar maður er stunginn í bakið, syngur hann í stað þess að blæða.

Og það er alveg sama á hvaða tungumáli óperan er sungin á, ég skil aldrei orð. Kannski er það bara fyrir bestu. 

Og eitt eiga  allar óperur sameiginlegt, þeim lýkur ekki fyrr en feita konan hefur sungið.


Sam Hashimi og Samantha og Charles Kane

sam-hashimiÁrið 1977 kom sautján ára stráklingur til London frá Írak til að leggja þar stund á nám í verkfræði. Hann hét Sam Hashimi. Á níunda áratugnum vegnaði honum mjög vel og græddist nokkurt fé á fasteignabraski. Hann gifti sig árið 1985 og eignaðist fljótlega með konu sinni Trudi, tvö börn. 

Árið 1990 var orðin svo stöndugur að hann reyndi að festa kaup á fótboltafélaginu Sheffield United. Áhangendur Sheffield voru ósáttir við Sam og kaupin gengu aldrei í gegn. Skömmu síðar hrundi fasteignaverð á Bretlandi og fyrirtæki Sams fór á hausinn. Í kjölfarið á tapinu fór 10 ára hjónaband Sams í vaskinn.

Árið 1997 var svo komið að hann hafði hvorki samband við fyrrverandi konu sína eða börnin sín tvö, stúlku og dreng. Sam einangraðist mjög félagslega eftir skilnaðinn. Hann sagðist hafa fundið fyrir mikilli örvæntingu og fannst hann til einskis nýtur. Sam lýsir þessum tíma á eftirfarandi hátt;

Sam og Trudi"Ég fann fyrir miklu vonleysi. Ég hafði tapað fótboltafélaginu mínu, fyrirtækinu, konunni, börnunum og heimili mínu  Ég var misheppnaður karlmaður. Ég var ekki karlmaður. "

Sam leitaði til sálfræðings og tjáði honum að hann vildi ekki lengur vera karlmaður og dreymdi um að verð kvenmaður. Sjö mánuðum seinna var hann skráður inn á skurðdeild á einkasjúkrahúsi og í Desember 1997 varð Sam Hashimi að Samönthu Kane.

Kynskiptiaðgerðin heppnaðist vel. Ekki leið á löngu uns Samantha hóf að endurreisa fyrirtækið sem Sam hafði tapað.  Á örfáum árum var Samantha orðin milljónamæringur sem gat leyft sér það sem hugur hennar girntist. Hún fór í lýtaaðgerðir og lét m.a. gera nef sitt kvenlegra,  leysigeislaaðgerð á augum gerðu gleraugun óþörf, tennurnar voru skjannaðar og réttar og skeggrótin var fjarlægð. Þeir sem kynntust Samönthu eftir aðgerðina áttu bágt með að trúa því að hún hefði verið karlmaður. Hún lét minka barkakýlið og strekkja á raddböndunum og gekkst undir brjóstastækkanir.

SamanthaÁrið 2004, eftir að hafa lifað sjö ár sem kona fóru að renna tvær grímur á Samönthu. Hún fann fyrir æ ríkari hvöt til þess að haga sér eins og karlmaður og velti því fyrir sér hvort hún væri ekki frekar að leika konu en að vera það raunverulega.  Blaðamaður einn spurði hana hvort hún væri ekki hommi, því hvernig gæti hann/hún sofið hjá karlmönnum ef svo væri ekki. Samantha svaraði; Ég reyndi það nokkrum sinnum (að sofa hjá karlmönnum) en það var frekar vélrænt. Ég hætti fljótlega við karlmenn og fór að hitta konur sem lesbía.

Svo fór að Samantha lét breyta sér aftur í karlmann sem nú kallar sig Charles Kane. Fyrsta skrefið var að láta fjarlægja brjóstin.  Öllu flóknari er aðgerðin sem á að endurskapa henni ný karlmannskynfæri.  Fyrst þurfti að fjarlægja allan hárvöxt af skinninu sem notað var í að endurhanna reður á Charles. Inn í nýja tippinu er túpa sem hægt er að pumpa upp til að líkja eftir stinningu. Ný gervi-eistu eru hengd í pung fyrir neðan tippið og þarf að kreista þau til að blása það upp.Charles verður að taka inn stóra skammta af  karlmannhormónum á hverju degi því líkami hans framleiðir þá ekki. Í fimm ár hefur hann verið á ströngum hormónakúr til að fá líkama sinn til að líkjast aftur karlmannslíkama en enn má sjá í honum leifar af Samönthu.

Í viðtali sem nýlega var tekið við Charles lýsir hann muninum á því að vera kona. 

"Til að byrja með var það mjög ánægjulegt að vera kona, sérstaklega fögur kona sem stundaði viðskipti. Fólk tekur eftir þér og það er mun auðveldara að ná athyglinni á fundum. Ég var oft mjög upp með mér af athyglinni. - Ég var miklu meira skapandi sem persóna. Áður tók það mig nokkrar sekúndur að taka ákvörðun, en sem kona hugsaði ég hlutina til enda, tók allt með í reikninginn áður en ég tók ákvörðun. -

Fólk vanmetur áhrif kven- og karl hormóna. Miðað við mína reynslu hafa þeir áhrif á allt líf þitt, líkamlega og tilfinningalega.- Og svo er það kynlífið. Fyrir karlmann er kynlífið mjög líkamlegt og mun ánægjulegra. Sem kona velta gæði þess mjög á skapinu og tilfinningum.-

Sem karlmaður hugsaði ég um kynlíf á hverjum degi, en sem kona var mér sama þótt ég stundaði ekki kynlíf í nokkra mánuði. - Kynlíf sem kona, var gott á marga vegu, en það var ekki sérlega lostakennt.- Það versta við að vera kona var að karlmenn komu stöðugt fram við mig sem kynveru. Ég varð frekar pirraður á því að hluta á karlmenn sem hafði ekki minnsta áhuga á, reyna við mig með fáránlegum húkklínum. -

Þótt ég væri kona á marga lund, fannst mér eins og heili minn starfaði enn sem karlmaður. Ég hafði áfram mikinn áhuga á umheiminum, fréttum, viðskiptum og íþróttum. En konurnar sem ég átti mest samneyti við höfðu ekki áhuga á þessu að sama skapi. -

Að vera kona fannst mér í raun frekar grunnt og takmarkandi. Allt virtist velta á hvernig maður leit út á kostnað alls annars. Ég hafði því miður lítinn áhuga á að versla.- Ég hafði heldur ekki áhuga á glansblöðum en ef ég reyndi að tala við karlmenn um hluti sem ég hafði áhuga á, tóku þeir mig ekki alvarlega.- 

Og vegna þess að ég hafði áður verið karlmaður, vissi ég alveg hvernig þeir hugsuðu og mundu bregðast við. Fyrir mér var það enginn leyndardómur. Það varð allt frekar leiðinlegt á endanum. - Svo fannst mér afar erfitt að fást við skapsveiflurnar og depurðina sem ég held að fylgi því að taka inn kvenhormóna. -

Sem karlmaður fann ég aldrei fyrir depurð. Ef eitthvað angraði mig, hristi ég það ef mér og hélt áfram. Sem kona var þetta stöðugur rússíbani tilfinninga. - Rifrildi við vinkonu eða vin hafði áhrif á mig í marga daga." -

"Trudi var í mínum augum hin fullkomna kona, hún var ástin í lífi mínu, en ég var týpískur karlmaður sem einbeitti mér of mikið að vinnunni og sinnti ekki fjölskyldunni. -

Ég hélt að ef ég skaffaði henni gott hús og nóg af peningum til að spandera í Harrods, yrði hún hamingjusöm. En það var hún ekki. - Þegar hún fór frá mér vegna annars manns fór ég allur í klessu og skilnaðurinn breytti öllu.- Ég fékk ekki að hitta börnin mín, sem fór alveg með mig. "

"Sem unglingur var ég dálítið skotinn í strák og  ruglaði smá um tíma. Ég fór á homma bari og kynntist klæða og kynskiptingum. Ég fór í gengum tímabil og gerði tilraunir. Mér fannst kynhneigð mín alltaf vera á floti, þótt ég laðaðist ekki að karlmönnum eftir að ég giftist Trudi."

Ég hitti kynskiptinga og klæðaskiptinga sem voru að undirbúa kynskiptingu, sem lofuðu það í hástert að vera kona, hversu gott kynlífið væri, hversu hamingjusamar þær væru og mig langaði að verða eins. - En ég sé það nú að ég var aldrei raunverulega kynskiptingur. Sannur kynskiptingur er einhver sem er staðráðin í að verða kona jafnvel þótt hún líti út eins 200 kg vörubílsstjóri. Mig langaði að verða fullkomin kona. Líf mitt var ímyndun ein.

Í einum kynskiptingaklúbbinum heyrði Sam minnst á Dr. Russell Reid og fékk tíma hjá honum. - 

"þetta gekk allt svo fljótt fyrir sig. Við ræddum um fantssíur mínar um að verða kona og hann greindi mig sem kynhverfing og gaf mér kvenhormóna. Þetta gerðist allt og fljótt en ég ólst upp við að treysta læknum. Að auki var ég ringlaður og þjáðist ég af depurð. Ég samþykkti greiningu læknisins án þess að spyrja.  

Sam gekkst undir kynskiptiaðgerð aðeins sex mánuðum eftir að hann fór í fyrsta sinn til Dr. Reid. Samkvæmt leiðbeiningunum, sem þó eru ekki löglega bindandi, er fólki gert að vera í hormónameðferð a.m.k. 12 mánuði fyrir aðgerð.

Eftir aðgerðina var Samantha afar ánægð. Hún náði miklu árangir á skömmum tíma í viðskiptalífinu, blandaði geði við hina ríku, saup kampavín og lifði hátt í Cannes og  Monte Carlo.

Samantha varð smá saman aftur döpur, sérstaklega eftir misheppnað ástarævintýri með breskum auðjöfri sem þó vissi að hún var kynskiptingur. Það var eftir þau vonbrigði að Samantha tók þá ákvörðun að láta breyta sér aftur í karlmann.

Charles"Til að byrja með virtist það ekki trufla hann að ég hafði eitt sinn verið karlmaður. En því lengur sem við vorum saman, kom það oftar upp. Hann sagði að ég hugsaði svona eða hinsegin vegna þess að ég væri ekki raunveruleg kona. Mér varð ljóst að ég mundi aldrei verða viðurkennd að fullu sem kona."

En stærsta ástæðan fyrir því að breyta sér aftur í mann segir Charles vera að hann vonaðist eftir að fá að umgangast börnin sín aftur sem hann hefur ekki séð í 13 ár.

"Eftir aðgerðina sem breytti mér aftur í karlmann reyndi ég að hafa samband við börnin en þau aftóku með öllu að hitta mig. Það var mikið áfall. Þannig hefur eiginlega ekkert af því sem ég hef reynt gengið upp. Stundum er ég mjög einmanna. ég hélt að ef ég yrði aftur karlmaður mundu hlutirnir ganga upp. En það hefur bara gert hlutina enn erfiðar" segir Charles.

"Eftir það sem ég hef gengið í gegn um finnst mér að það eigi að banna kynskiptiaðgerðir. Við lifum í neytandasamfélagi þar sem trúum öll að við getum fengið allt sem við viljum. En of mikið valfrelsi getur verið hættulegt."

 


mbl.is Skipti tvisvar um kyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

12 ára fjöldamorðingi

El_PonchisÍ Mexíkó ríkir mikil skálmöld. Glæpaklíkur eru margar og starfsemi þeirra, bæði mannrán og eiturlyfjasmygl og sala, afar arðvænleg. Fjöldi glæpa á hverjum degi er svo mikill að lögregla og yfirvöld takast ekki á við nema brot af þeim. Almenningur er auk þess löngu hættur að tilkynna glæpi til lögreglunnar, því af þeim glæpum sem þó er tilkynnt um, enda aðeins 1,5% með sakfellingu eða refsingu.
Meðalaldur meðlima mexíkanskra glæpagenga er 16 ár. Flestir eru þeir drengir þó ungar stúlkur séu einnig hafðar með til að sinna ýmsum smáverkum.
Þessa dagana hefur ástandið í Mexíkó dregið að sér athygli heimsins vegna myndbands sem birt var á youtube sem sýnir viðtal við12 ára dreng sem kallaður er “El Ponchis”.
el-ponchisEl Ponchis er meðlimur Suður kyrrahafs glæpa-samsteypunnar sem er afar sterk í Morelos Héraði í Mexíkó. Á myndbandinu sést El Ponchis skera dreng á háls, lúskra á öðrum og stilla sér síðan upp við hliðina á líkinu. El Ponschis er sagður vera fjöldamorðingi, blóðþyrstur með eindæmum og afar grimmur við fórnarlömb sín.
Gengi El Ponchis hefur haft þann sið að setja myndir af vopnum sínum og fórnarlömbum á netið og leiddi það loks til sérstakrar rannsóknar. Sérstök hersveit var send í síðasta mánuði til borgarinnar Tejalpa þar sem nokkrir meðlimir gengisins voru handteknir.

 
GengiðEkki er vitað hvert raunverulegt nafn El Ponchis er, en hann komst undan ásamt Jesus Radilla sem einnig er frægur orðin fyrir glæpi sína. Talsmenn hersins segja að gengið hafi notið vernda yfirvalda í borginni og fengið að athafna sig þar að vild. Einnig töldu þeir glæpaklíkuna tengjast pólitískum samtökunum "Democratic Revolution Party".  (PRD).

Jesus Ralla er samstarfsmaður  El Ponchis, sem er sagður aðeins 12 ára. El Ponchis er sagður hafa tekið þátt í pyndingum og morðum á fjölda manns en nákvæm tala þeirra hefur enn ekki komið fram  Eftir að hafa drepið fórnarlömb sín, hendir drengurinn líkum þeirra gjarnan á fjölfarin vegamót eða skilur þau eftir á bílastæðum smáborga víðsvegar um héraðið.

Glæpina fremur  El Ponchis gjarnan að viðstöddum stúlkum sem eru taldar vera systur hans, þekktar í Tejalpa undir nafninu “Chavelas.” Þær eru sagðar hjálpa til við að koma líkunum af fórnarlömbum El Ponchis þangað sem ákveðið hefur verið að skilja þau eftir.

Mexíkó er ellefta fjölmennasta land í heiminum og fjölmennasta spænskumælandi þjóðin. Með um 111 milljónir íbúa er landið tiltölulega þéttbýlt. Eftir því sem næst verður komist er talið að 7,48 milljón glæpir séu framdir í landinu árlega, en rétt um 64.000 þeirra tilkynntir til yfirvalda.

15% af þeim eru rannsakaðir en aðeins 4% þeirra lýkur með dómi vegna þess hversu yfirvöldum gengur illa að fara að lögum. Hver rannsókn tekur að meðaltali 130 daga.

 


Afneitun Biskups

Allt bendir til að aðskilnaður ríkis og kirkju verði eitt umdeildasta málið á stjórnlagaþinginu komandi. Það er gott, breytinga er þörf.  Biskup vill samt þæfa málið.  Hann segir að hér sé ekki eiginleg ríkiskirkja. Gaman væri að heyra skilgreiningu hans á "ríkiskirkju". Ljóst er að Biskup er í algjörri afneitun þegar kemur að því að horfast í augu við þá þróun.

Biskup segir líka að fólk treysti prestum sínum, bara ekki kirkjunni. Kannski hann ætti að skilgreina líka hvað kirkjan er ef ekki prestar hennar og biskupar. Hann segir mikið af fólki sem noti þjónustu kirkjunnar treysti henni. Þjónustan sem almenningur notar aðallega eru skírnir, fermingar, giftingar og greftranir. Flestir þurfa ekki að treysta kirkjunni eða prestunum til að þiggja þessa þjónustu. Hún er innbyggð í samfélagið. Fólk þiggur telur þessa þjónustu sjálfsagða, eins og vatn og rafmagn og þess vegna er notkun hennar ekki mælikvarði á traust almennings til kirkjunnar.


mbl.is Þverrandi traust áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja fá að vita afstöðu frambjóðenda til aðskilnaðar ríkis og kirkju.

Það mun ekki líða á löngu þar til hin ýmsu hagsmunasamtök á landinu fara á stúfana til að forvitnast um afstöðu frambjóðenda til stjórnlagaþings til hinna ýmsu mála. Sú vitneskja getur ráðið úrslitum þegar kemur að kosningunum, sérstaklega ef vikomandi samtök ætla að beita sér fyrir vali þeirra sem eru hallir undir málstað þeirra. Formlegur fulltrúi þjóðkirkjunnar, Biskupsstofa,  hefur nú riðið á vaðið og sent beiðni til allra frambjóðendanna og beðið þá um að greina frá afstöðu sinni til aðskilnaðar ríkis og kirkju. -

Enn sem komið er styð ég aðeins einn frambjóðanda til þingsins, en hann heitir Inga Daníelsdóttir og er frá Ísafirði. Inga hefur birt á bloggi sínu svarbréf til biskupsstofu sem ég leyfi mér að endurbirta hér að neðan. Inga hefur nýlega opnað bloggsíði hér á blog.is og er hana að finna hér.

Miðað við nýlegar skoðanakannanir og niðurstöðu þjóðfundar virðist meirihluti almennings vilja rjúfa núverandi tengsl ríkis og þjóðkirkju og eðlilegt er að til þess verði horft við gerð stjórnarskrárinnar. Ástæður þess að fólk vill rjúfa tengslin eru í stórum dráttum af tvennum toga og afar ólíkar.

  • Sumir vilja einfaldlega sem allra minnst trúarleg áhrif í samfélaginu, telja trú og trúarbrögð arf fortíðar sem ekki eigi erindi við upplýsta nútímamenn.  
  • Aðrir tala um að tengsl þjóðkirkjunnar við ríkið skapi henni svo mikil forréttindi umfram önnur trúfélög að í raun sé fólki mismunað eftir trúfélögum. Það sé því í þágu jafnréttis að rjúfa þessi tengsl.

Talsmenn fyrrnefnda viðhorfsins beita raunar síðari rökunum líka óspart.

Sé litið til þess að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er í þjóðkirkjunni og notar þjónustu hennar á stærstu stundunum á lífsleiðinni, og jafnframt að meðlimir annarra trúfélaga skipta þúsundum, má ætla að nauðsynlegt sé að tryggja starfsgrundvöll trúfélaga frekar en að ýta þeim út á jaðar samfélagsins.

Sjálf er ég þeirrar skoðunar að það hversu lítið hefur verið gert úr siðferði og gildum á undanförnum árum og áratugum í samanburði við frama og efnishyggju, hafi skaðað samfélagið verulega. Við þurfum að rækta, ekki aðeins siðvit heldur siðræna færni sem undirstöðu á öllum sviðum þjóðlífsins. Allt sem gert er í lífinu byggist á einhvern hátt á skoðunum og viðhorfum. Trú og lífsviðhorf eru því ekki einkamál eins og margir halda fram.

Þótt líkur bendi til að fallið verði frá þjóðkirkju fyrirkomulaginu við gerð nýrrar stjórnarskrár vona ég að hægt verði að búa svo um hnúta að fótunum verði ekki kippt undan starfsemi kirkjunnar í einni svipan en hún fái aðlögunartíma til að fóta sig við nýjar aðstæður. Aðskilnaðurinn kann líka að vera flóknari en sumir ætla, m.a. vegna eigna sem deila má um hvort séu eign trúfélags eða þjóðareign.

Sjálfsagt er að það komi fram að ég er bahá‘íi og sit í Andlegu þjóðarráði bahá‘ía á Íslandi.


Undarleg tilviljun

Ég hef bloggað tvisvar um þetta mál og gerðist meira að segja svo djarfur að hringja í tölvu fyrirtæki Vickram Bedi til að fá frekari upplýsingar um aðkomu hans að þróun pentium fartölvunnar, sem sagt er að hann hafi á afrekaskrá sinni í Wikipedia grein á netinu.  - Ég hef verið nettengdur í fjölda ára og aldrei þurft að hafa neinar sérstakar áhyggjur af netvörnum.

Í gær brá svo við að allar varnir höfðu varla við að láta mig vita af tölvuormi sem var stöðugt að reyna að komast inn í tölvuna mína og sækja þar persónuupplýsingar, leyniorð og kreditkortanúmer. Allur gærdagurinn fór í að koma tölvunni í samt lag og kveða niður orminn. Ég er ekki sérlega tölvufróður maður, en kemst samt af. Undarleg tilviljun fannst mér samt að verða fyrir svona "árás" á sama tíma og ég er að fjalla um Bedi/Davidson málið á blogginu mínu.


mbl.is Fórnarlamb bíræfinna svikahrappa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróaði fyrstu pentium fartölvuna

Herra Vickram Bedi, sá sami og ásakaður er ásamt íslenskri konu fyrir að hafa svikið fé út úr bandarískum auðjöfri, er eigandi fyrirtækissins Datalink Computer. Datalink Computer Products Inc. og  the D.N. Bedi Property group eru bæði félög í eigu herra Vickram Bedi.

Vickram þessi ku heita fullu nafni Baba Vickram A. Bedi og er fæddur árið 1974. Hann er sagður sonur Baba Shib Dayal Bedi og komin af hinni fornfrægu Bedi ætt, (Veda) auðugra stórkaupmanna og heldrimanna frá Indlandi.

Þá er því haldið fram í Wikipedia grein um Bedi fjölskylduna (sem reyndar notast við vafasamar og órekjanlegar heimildir) að Vickram hafi þróað fyrstu pentium fartölvuna árið 1994 þrátt fyrir að fyrstu pentium örgjafarnir fyrir fartölvur hafi ekki komið á markaðinn fyrr en 1997.

Til að fá nánari upplýsingar um það sló ég á þráðinn til Datalink í New York en fékk þær upplýsingar að Herra Bedi væri vant við látinn og ekki við fyrr en einhvern tíman í næstu viku.

Þá má geta þess að í þessari frétt mbl.is er sagt frá fjárgjöfum Bedi til Demókrata, en hann er einnig á lista yfir þá sem gáfu fé til Repúblikana.


mbl.is Segir að auðmaðurinn hafi gefið sér peningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband