Wikileaks á lista yfir hryðjuverkasamtök

Bandaríska utanríkisþjónustan veit ekki sitt rjúkandi ráð. Ógrynni leyniskjala sem sendiráð og herstöðvar Bandaríkjanna vítt og breytt um heiminn, í allt meira en þrjár milljónir manns hafa aðgang að, hafa verið gerð opinber á Wikileaks.

Sjölin koma úr samskiptakerfi sem komið var á þegar það kom í ljós eftir árásirnar á tvíburaturnanna í New York , að upplýsingaflæðinu milli stofnana bandarísku utanríkiþjónustunnar, var verulega áfátt.

Wikileaks síðan er óvirk sem stendur, enda eru greinilega í gangi umfangsmiklar tilraunir til að tefja birtingu skjalanna. Talmenn Wikileaks segja að síðan muni komast aftur í gagn innan skamms.

Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum segja að skjótt muni holskefla af díplómatískum hneykslismálum skella á utanríkisþjónustunni og stjórn Obama forseta. Af því fáa sem þegar hefur komið fram, bera launráð, umræða um innrásir og fyrirætluð morð á þjóðarleiðtogum óvinaríkja, hæst.

Peter King, þingmaður Repúblikana frá New York hefur kallað eftir því að Wikileaks verði sett á lista Bandaríkjanna og bandamanna þeirra yfir erlend hryðjuverkasamtök. Verði það raunin munu aðstæður Wikileak og starfsmanna þeirra breytast svo um munar. - Hryðjuverkamenn sem ógna öryggi Bandaríkjanna eru rétmæt takmörk hersins og leyniþjónustunnar.


mbl.is Wikileaks birtir skjölin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Lokum sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík

Varnarmalastofnun_KEF_samn2 Ég skora á Utanríkisráðherra að kalla sendiherra bandaríkjanna á sinn fund og krefjast þess að hann loki sendiráði sínu í Reykjavík og fari með sitt hafurtask til síns heima.  Verði það ekki gert innan 7 daga muni lögreglan loka sendiráðinu og byggingar þess þjóðnýttar af Íslensku þjóðinni.

Við getum ekki sætt okkur við njósnaútibú bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttum stórblaðsins Guardian í kvöld um Wikileaks skjölin: "The cables published today reveal how the US uses its embassies as part of a global espionage network, with diplomats tasked to obtain not just information from the people they meet, but personal details, such as frequent flyer numbers, credit card details and even DNA material."


Ástþór Magnússon Wium, 29.11.2010 kl. 01:44

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Rétt, Svanur Gísli. Mbl.is var í gærkvöldi með link beint á vef Wikileaks og á tímabili komst ég þangað, en ekki lengi. Þarna er um slíkt magn af skjölum að ræða að fáir munu lesa en fjölmiðlar munu matreiða þetta og eiga að gera. 

Sæmundur Bjarnason, 29.11.2010 kl. 07:09

3 identicon

Það er ekki nein ástæða til að loka sendiráði; Þetta eru ekki bara USA; Það er allur heimurinn sem hefur þurft að lúta stjórn fávita.

Hin raunverulegu hryðjuverkasamtök eru stjórnmálamenn á heimsvísu, vanvitar og fáráðlingar; Þetta er eins og með skítinn, hann flýtur upp á topp.

doctore (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 10:26

4 Smámynd: Gunnar Waage

Ég fyrir mitt leyti álít Wikileaks vera hryðjuverkamenn eftir þetta. Engu skárri en Al Kaida.

Gunnar Waage, 29.11.2010 kl. 14:37

5 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Mér finnst það nú tvennt ólíkt, að berjast með skrifuðum orðum og skoðunum annars vegar og berjast með vopnum og manndrápum hins vegar.

Hörður Sigurðsson Diego, 29.11.2010 kl. 15:17

6 Smámynd: Gunnar Waage

ja að kála einhverjum er sem sagt annað enn að ráða einhvern annan til verksins? Ég sé engan mun.

Gunnar Waage, 29.11.2010 kl. 16:22

7 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hverjum hafa Wikileaks menn kálað, Gunnar?

Hörður Sigurðsson Diego, 29.11.2010 kl. 16:29

8 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

... eða látið kála?

Hörður Sigurðsson Diego, 29.11.2010 kl. 16:30

9 Smámynd: Gunnar Waage

Það munu verða hreinar hörmungar í kjölfar þessara birtinga, þetta er eitt það óábyrgasta og heimskulegasta sem hægt er að gera, vitlausara en 9/11. 

Þessir wiki gaurar hefðu allt eins getað byrjað að skjóta á fólk.

Gunnar Waage, 29.11.2010 kl. 16:41

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gunnar Waage, þetta er að mörgu leiti rétt hjá þér, og yfirmaðurinn er þar að auki eftirlýstur fyrir nauðganir í Svíþjóð og er þjófur. Ég fæ ekki skilið hvernig menn geta heillast af þessum aðgerðum hans.

Diego, nauðgun (ef hún hefur farið fram eins og sænsk yfirvöld halda fram) er næsti bær við morð.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.11.2010 kl. 16:49

11 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Það er fjarri mér að bera blak af sekum mönnum. En þið eruð hér báðir, Gunnar og Vilhjálmur, að lýsa yfir sekt sem hefur ekki verið sýnt fram á og því síður dæmd sönnuð. Þangað til eru mennirnir saklausir.

Hörður Sigurðsson Diego, 29.11.2010 kl. 17:03

12 Smámynd: Gunnar Waage

nei, ég er ekki sammála. Ég er ekki að segja þig bera eitt eða neitt af þessum mönnum Hörður, því fer fjarri. En þessir menn eru búnir að frmja mikið illvirki hvort sem sýnt verður fram á það með einhverjum rannsóknarniðurstöðum eða ekki.

Það mun fjöldi manns láta lífið fyrir þetta.

Gunnar Waage, 29.11.2010 kl. 17:22

13 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Gæti ekki verið Gunnar að þessar opinberanir ættu þvert á móti eftir að bjarga mörgum mannslífum og bæta mannlífið? Hvað sannfærir þig svo um að þetta sé til hins verra?

Hörður Sigurðsson Diego, 29.11.2010 kl. 17:53

14 Smámynd: Gunnar Waage

Þeir vilja meina það og vísa til Vétnam stríðsins til samanburðar. Það er þó algjör rökleysa því við höfum gríðarlegar upplýsingar um Íraksstríðið og höfum aðgang að mjög miklum upplýsingum.

Ég myndi segja að ef þessir menn vildu bæta mannlífið eins og þú orðar það þá eru þeir að ganga ansi harkalega fram í því efni. Það verður mikill skaði af þessu, morð, mannrán og fleira sem þessir tölvu-piltar eru ekki að víla fyrir sér að fórna.

Einnig ógnar þetta stöðugleika í Austurlöndum um ókomna tíð og það er merkilegt að þessir menn skuli tilbúnir að taka ákvarðannir sem þessar í algjöru ábyrgðarleysi. Þetta ógnar öryggi sendiráðsstarfsmanna og diplomata, hermanna, samstarfsfólki Bandarísku og bresku leyniþjónustunar og almennum borgurum.

Nei ég fæ ekki séð að neitt gott muni hljótast af þessu.

Gunnar Waage, 29.11.2010 kl. 18:16

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mikið af þessum upplýsingum er mjög áhugavert. Sagt er að þarna fái fólk loks að vita hvað Bandaríkjamenn hugsa og segja um umheiminn þegar enginn heyrir. Það er sumt ekkert falllegt. - USA stunda auk þess miklar persónunjósnir, safna upplýsingum um þegna annarra landa, rétt eins og Mosat, eins ekkert sé sjálfsagðara. Svo fyrtast þeir við þegar að einhver lekur því sem þeir eru að gera. Wiki gerir heiminn öruggari með því að uppljósta sannleikanum. Sannleikurinn er sagna bestur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.11.2010 kl. 19:16

16 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta er að mestu vitað Svanur, auðvitað stunda þeir persónunjósnir, það gera leiniþjónustur. Hvernig getur sannleikurinn verið sagna bestur þegar opinberaðir eru einstaklingar sem dæmi sem leynilega hafa starfað með BNA í góðum tilgangi?

Það flokkast ekki undir að segja sannleikann heldur að bregðast trúnaði.

Gunnar Waage, 29.11.2010 kl. 19:25

17 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Að upplýsa almenning um glæpi getur vissulega skapað ákveðna hættu fyrir glæpamennina og þá sem leggjast með þeim, tala nú ekki um stríðsglæpamenn. Fagna hverjum leka og í hvert skipti sem skafið er aðeins ofan af skítnum þótt fnykurinn sem fylgir sé viðbjóðslegur. Assange er maður ársins og megi Wikileaks leka mikið og lengi, nógum óþverra er víst örugglega af að taka og vonandi að rotnunarlyktina leggi um allan heim, þá er kannski von til að fólkið segi hingað og ekki lengra. En þeir sem eru hallir undir áframhaldandi vöxt og framgang illkynja æxlisins "The Military Industrial Complex" eru að sjálfsögðu ekki hressir með að óhreini þvotturinn blasi við öllum er sjá vilja.

Georg P Sveinbjörnsson, 29.11.2010 kl. 19:42

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Trúnaðarbresturinn varð á bandarískri herstöð  í Írak, ekki á skrifstofu í Svíþjóð Gunnar. -  Ef í þessum eru upplýsingar sem ógna lífi einhverra sem vinna fyrir USA á laun og eiga á hættu að vera drepnir ef upp kemst, þá ættu Bandaríkjamenn að fara betur með þær upplýsingar og ekki dreifa þeim um heiminn svo ekki færri en þrár milljónir mans hafa frjálsan aðgang að þeim.

Megnið af þessum upplýsingum sem ég hef enn séð, eru leiðinlegar glósur diplómata um kollega sína og mat diplómata á stjórnmálamönnum. Stundum er haft eftir þeim eitthvað "krassansi" en mest afhjúpa skjölin það fals og það pukur sem viðgengst í diplómatískum samskiptum landa.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.11.2010 kl. 19:45

19 Smámynd: Gunnar Waage

Ég virði alveg að fólk hafi ólíkar skoðannir á þessu Svanur. Ég er bara ekki jafn rosalega á móti BNA hernum. Það er ýmislegt sem má setja út á utanríkis og varnarmálastefnu BNA en mér þykir þetta röng aðferð og hættuleg.

Skjölunum var vissulega lekið og spurning hvort við komumst að hvaðan en eg tek ekki undir að Assange sé maður ársins. Það sem hann gerði kallaði ekki á neina dirfsku.

Auðvitað er Bandaríkjamönnum sjálfum um að kenna að passa ekki betur upp á gögnin, ekki spurning. Það eru þó gögn þarna sem gefa upp það sem farið hefur mönnum í milli varðandi Íran og ýmislegt fleira sem reynst getur eldfimt þegar fram líða stundir.

Einnig eru hlutir þarna sem koma upp um heiðarlegt og gott fólk, Assange getur ekki sagt til um hvaða hlutir það eru því það geta verið smáatriði sem réttur maður les út úr það sem hann vantr. Ég álít þetta mjög hættulegan leik og vona að Assange verði bara dæmdur fyrir njósnir.

Það á bara að dæma hann í lífstíðarfangavist.

Gunnar Waage, 30.11.2010 kl. 00:18

20 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það væru grimm örlög að vera dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að afhjúpanir, talandi um að skjóta sendiboðann! En Assange hefur fulla ástæðu til að óttast um líf sitt vegna hinnar mikilvægu vinnu sinnar við að upplýsa almenning, tala ekki um ef að hann ætlar að fletta ofan af spillingu í tengslum við risafyrirtæki í lyfjaiðnaði, bankastarfsemi og fleyri greinum þar sem roti hefur sest að, big business er næstur skilst manni og er það vel.

Antagonise governments and you make yourself unpopular, antagonise the corporations and you're really in trouble!

 http://blogs.forbes.com/andygreenberg/2010/11/29/wikileaks-julian-assange-wants-to-spill-your-corporate-secrets/

 Assange lendir samt vonadi ekki í "slysi" áður en þær mikilvægu uppljóstranir koma fyrir augu almennings.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.11.2010 kl. 18:06

21 Smámynd: Gunnar Waage

Hann afhjúpar náttúrulega ekki neitt sem skiptir máli George. Bara lekur og lekur einverri dellu. Annars er nú spurning hvort menn séu ekki að nota Assagne, plata hann. Jú jú, lífstíðarfangelsi bara, einhers staðar í Hvíta Rússlandi:).

Gunnar Waage, 30.11.2010 kl. 21:43

22 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Er sammála því Gunnar og má vel vera að Assange sé notaður í einhverjum tilgangi, ég útiloka fátt, en nærvera Kristins Hrafssonar í dæminu róar mig, læt duga í bili að fagna því að almenningur sé upplýstur á sem flestan mögulega hátt, tímarnir kalla á lok leyndarhyggju og baktjaldamakks þótt allt of margir séu enn fastir í því að það sé óbreytanlegt náttúrulögmál að einhverjir hákarlar fleyti ávallt rjómann af striti fjöldans í hverju landi.

Og þótt komin sé hefð á eitthvað rugl, kostnaðarsamt tildur og tilstand í kríngum stjórmkerfið og áherslan á kappræður en ekki rökræður og yfirvegað samtal, flækja málin en ekki einfalda, þjóðrembu og landlægan hrepparíg og blessað sundurlyndið sem aldrei lætur að sér hæða, þá tregðast margir í gamla systeminu og vilja plástra það frekar en að hugsa dæmið svolítið rótækt. Ég vona að eitthvað vitrænt komi frá þessu þingi, en er passlega bjartsýnn, flestir þarna frekar smeykir við miklar breytingar á því hvernig kaupun gerast á eyrinni held ég muni einungis bjóða...ábyggilega "haganlega orðaða" plástra til að klastra í gamla kerfið með :)

En lekinn gefur samt sem áður athyglisverða innsýn í diplómataheiminn þótt engum ætti í raun að koma margt þarna á óvart frekar en í stríðsskjölunum sem á undan komu, þeir sem fylgast vel með stríðum sem US stendur í, fengu aðeins staðfestingu á ýmsu misvafasömu sem menn grunaði og fregnir höfðu borist af eftir ýmsum leiðum.

Ég bíð samt spenntari eftir næsta stóra leka sem búið er að boða, bankar og auðhringir eru næstir og þó að fátt komi manni orðið á óvart þegar spilling er annars vegar, þá held ég að stækan fnyk eigi eftir að leggju upp úr þeirri holu þegar lokinu verður svipt af henni. En þessa holu þarf og verður að opna og lofta ærlega út þótt óþægilegt verði fyrir marga um tíma.

Georg P Sveinbjörnsson, 1.12.2010 kl. 01:40

23 Smámynd: Gunnar Waage

Það eru vissulega ýmsar hliðar á þessu Georg, mikið rétt.

Gunnar Waage, 1.12.2010 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband