Sukkið orðið eins og áður og aftur glatt í höllinni

Það er gott veganesti fyrir nýkjörna meðlimi stjórnlagaþings að fá þessar fréttir á kjördegi. Landsbankinn, banki allra landsmanna, er aftur kominn á fulla ferð í fjármálsukkið sem einkenndi ferilinn sem leiddi til hrunsins. 

Eins og áður, reiðir bankinn sig á að fólk telji sig ekki hafa nægilegt vit til að gagnrýna starf hans og til vara, passar hann sig á að hafa málin svo flókin að enginn getur með góðu móti komist til botns í þeim án þess að hafa aðgang að öllum gögnum.

Eins og áður er brask með auðlindir þjóðarinnar, skuldsetning umfram eignir, flókið kennitöluflakk og massífar afskriftir eru helstu  hráefnin í þessa skuldasúpu. - 

Eins og áður koma hér við sögu íslenskir kvótabraskarar sem þegar er búið að afskrifa nokkra milljarða fyrir persónulega, og auðvitað lenti sá skellur á þjóðarbúinu og almenningi í landinu.

Eins og áður er langlundargeð Íslendinga gagnvart þeim bankamönnum sem leiða þessa hersingu og þessum bröskurum sjálfum, með ólíkindum.

Eins og áður er engra viðbragða er að vænta frá ríkisstjórn eða þingi. Þar er fólk orðið svo samduna að það finnur ekki rotlyktina. -

Ekki nema vona að fólk bindi miklar vonir við stjórnlagaþingið til að koma með tillögur að lögum yfir þetta misferli.


mbl.is Skuldsetning hafin á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

minna bara fólk á 7 des og tæma helvítis bankann án okkar er hann ekkert

Magnús Ágústsson, 27.11.2010 kl. 12:16

2 identicon

Gerið eins og Kínverjar, geimið peningana undir dýnunni í staðinn fyrir í bankanum ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 00:22

3 identicon

þá kannski fara menn að gera eitthvað í þessu spillingarfeni, það hefur sýnt sig að menn hreyfa sig ekki spönn frá rassi hérna á Fróni nema íslendingar sjálfir hristi í skútunni og stilli mönnum upp að vegg.

olgeir (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 09:22

4 Smámynd: corvus corax

Hvað á að gerast 7. des? Ég hef ekki efni á því að endurnýja eldhúsáhöldin mín enn eina ferðina. Og ekki á ég peninga í Landsbankanum, ég tapaði þeim í peningmarkaðssjóði Landsbankans í hruninu. En ég á fyrir eldspýtum ef það má koma að gagni.

corvus corax, 28.11.2010 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband