Afneitun Biskups

Allt bendir til að aðskilnaður ríkis og kirkju verði eitt umdeildasta málið á stjórnlagaþinginu komandi. Það er gott, breytinga er þörf.  Biskup vill samt þæfa málið.  Hann segir að hér sé ekki eiginleg ríkiskirkja. Gaman væri að heyra skilgreiningu hans á "ríkiskirkju". Ljóst er að Biskup er í algjörri afneitun þegar kemur að því að horfast í augu við þá þróun.

Biskup segir líka að fólk treysti prestum sínum, bara ekki kirkjunni. Kannski hann ætti að skilgreina líka hvað kirkjan er ef ekki prestar hennar og biskupar. Hann segir mikið af fólki sem noti þjónustu kirkjunnar treysti henni. Þjónustan sem almenningur notar aðallega eru skírnir, fermingar, giftingar og greftranir. Flestir þurfa ekki að treysta kirkjunni eða prestunum til að þiggja þessa þjónustu. Hún er innbyggð í samfélagið. Fólk þiggur telur þessa þjónustu sjálfsagða, eins og vatn og rafmagn og þess vegna er notkun hennar ekki mælikvarði á traust almennings til kirkjunnar.


mbl.is Þverrandi traust áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ólýðræðislega aðför að kirkjunni. Fjöldi manns býður sig fram til stjórnlagaþings til þess eins að koma að sínum einkahugmyndum, aðskilnaði ríkis og kirkju. GAMLA Stjórnarskráin tryggir að hægt sé að skipta um sið, EF meirihluti landsmanna vill það, í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU. Fjöldi frambjóðenda til Stjórnlagaþings vill bæði aðskilnað og losna við áhrif forseta, sem þýðir að það verður enginn að biðla til vilji þjóðin slíka atkvæðagreiðslu. Hvernig sem niðurstaðan verður er ólýðræðislegt að grípa frammi fyrir hendurnar á þjóðinni með þessum hætti og ákveða fyrir hana, án þjóðaratkvæðagreiðslu, að aðskilja ríki og kirkju. Það er ELÍTÍSMI! Og það án þess að eiginleg "elíta" komi til, en EKKI LÝÐRÆÐI! Stjórnlagaþing má ekki verða bara angi af alþingi og ólýðræðislega andanum sem ríkir þar, að grípa frammí fyrir hendurnar á fólki og vanvirða lýðræði þess. Þjóðin ræður sjálf hvort hún vill aðskilja ríki og kirkju, EKKI einhver sjálfskipuð elíta á Stjórnlagaþingi. Vilji hún það, er það lýðræðislegur réttur hennar, tryggður í gömlu stjórnarskránni. Vilji hún það ekki, þá er ekkert glæpsamlegt við að þjóð velji sinn sið sjálf. Við færum varla til Laos og myndu hneykslast gífurlega á Búddhismanum þar. Hópar eins og hópurinn á Facebook um að kjósa sérstaklega til stjórnlagaþings til að kjósa burt Þjóðkirkjuna eru dæmi um fáfræði og aðför gegn lýðræðinu. Þjóðin ræður sjálf! Stjórnlagaþing á ekki að vera hérna til að "ákveða fyrir fólkið", Alþingi hefur gengið nóg fram af þjóðinni með elítisma, bæði núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn og þjóðin hefur fengið nóg af slíku! STÖNDUM VÖRÐ UM LÝÐRÆÐIÐ!

VARIST ÚLFA Í SAUÐARGÆRUM Á STJÓRNLAGAÞINGI! (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband