5.12.2011 | 13:02
Goðsagan um íslenska hrunið breiðist út
Eftir að Íslendingar höfnuðu Icesave samningunum í Þjóðaratkvæðagreiðslu hefur smá saman orðið til í útlöndum, goðsögnin um þjóðina í norðri sem neitaði að greiða skuldir bankanna, líkt og t.d breska ríkisstjórnin gerði þegar Northern Rock og aðrir breskir bankar komust í hann krappann.
Goðsögnin um að Íslendingar hafi á einhvern hátt staðið upp í hárinu á peningavaldinu, með forseta landsins í fararbroddi, hefur orðið til, einkum hjá glaðbeittum þjóðernissinnuðum pennum Evrópulanda, sem oftar en ekki virðast ekki þekkja mikið til mála á Íslandi, en eru ekki smeykir við að herma eftir og endurtaka það sem þeir hafa heyrt fleygt og virðist verða málstað þeirra sjálfra til framdráttar. Þetta á einkum við þá möguleika sem Íslendingar höfðu til að stjórna handvirkt gengi krónunnar. -
Viðhengi við mítuna er að Íslendingar hafi sótt bankaræningjana til saka og velt úr sessi þeim ráðmönnum og pólitíkusum sem gerðu svikamillurnar og hrunið í kjölfar þeirra mögulegt. -
Auðvitað verða goðsagnir ekki til úr engu en þær eru oftast ýkjusögur.
Íslendingar höfnuðu að greiða Icesave á þann hátt sem þingið vildi, en borga þarf nú skuldirnar samt eftir öðrum leiðum.
Íslensku ríkisstjórnirnar dældu vissulega almannafé í að endurreisa bankanna, þótt það hafi verið gert með þeim formerkjum að mögulegt væri ða ná því til baka.
Og þótt fjöldi manna hafi verið rannsakaðir í tengslum við hrunið, hefur ekki einn einast hlotið dóm fram að þessu.
Að hrunflokkunum hafi verið hegnt fyrir sinn þátt í hruninu, er rétt á vissan hátt en sú hegning virðist ekki ætla að vera langvarandi. Aðal hrunflokkurinn er aftur orðin stærsti flokkurinn í landinu og hinn hefur setið við völd allan tímann.
Írar horfi til Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2011 | 03:18
Skammbyssu í jólagjöf
Fyrsti föstudagurinn eftir þakkargjörðardaginn er kallaður Svarti föstudagur í Bandaríkjunum. Á þessum degi hefjast jólainnkaupin fyrir alvöru og sumir verslunareigendur opna verslanir sínar löngu fyrir sólarupprás og fólk flykkist í þær til að verða ekki af góðum kaupum. Nafnið á víst rætur sínar að rekja til borgarinnar Fíladelfíu og var upphaflega notað til að lýsa umferðinni, menguninni og mannþrönginni sem skapaðist í borginni á þessum degi, þegar jólatilboð verslananna byrjuðu.
Skotvopnasölumenn vilja ekki fara varhluta af jólastemningunni og bjóða einnig vörur sínar á góðum verðum fyrir jólin. - Nokkrum sinnum hafa sölumet í skotvopnasölu verið slegin á þessum degi. - Bandaríkjamenn margir trúa því að "vopnað samfélag sé kurteist samfélag" og það er ekki ólagengt skotvopn eru keypt til jólagjafa.
En eins og kemur fram í fréttinni, virðist áróður sterkustu hagsmunasamtaka Bandaríkjanna, sem er samband riffilseigenda, hafa náð yfirhöndinni. Slagorð þeirra er vel þekkt; "Byssur drepa ekki fólk, fólk drepur fólk".
Önnur útfærsla er; Byssur drepa ekki fólk, kúlur drepa fólk. Byssur fá aðeins kúlur til að fara mjög hratt"
Nýtt met í vopnasölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2011 | 22:52
Konungakvæðið
Það getur verið ansi snúið að muna í réttri röð nöfn allra konunga og drottninga sem ríkt hafa í Englandi frá því að Vilhjálmur I komst þar til valda árið 1066.
Ef til vill er besta leiðin til að henda reiður á öllum Vilhjálmum, Eðvörðum, Ríkhörðum, Georgum, Hinrikum og Elísabetum sem setið hafa á konungsstóli þar í landi með því að læra konungakvæðið við þetta "hræðilega" lag.
1.12.2011 | 14:45
Froðusnakk um fátækt
Séra Bjarni Karlsson tjáir sig fjálglega um fátækt á Íslandi, og skyldi þá ætla að hann viti hvað hann er að tala um þar sem hann situr í velferðarráði Reykjavíkur, sem er stofnun sem ætti reyndar að endurnefna og kalla Fátæktarráð Reykjavíkur.
Það er orðin hefð á landinu, að í byrjun desember, rétt í þann mund sem hin mikla neysluherferð í tengslum við jólin er að hefjast, stígi á stokk umvandarar og talsmenn góðgerðastofnana til að benda okkur á hversu mikil fátækt er á Íslandi.
Alla hina mánuðina er lítið minnst á fátæka hópinn sem er svo fámennur, að sögn Bjarna, að það væri hæglega hægt að "banka upp á" hjá þeim öllum, hvað sem það þýðir.
Eftir fáeins daga verður örugglega viðtal við fulltrúa Mæðrastyrknefndar sem bendir okkur á að biðraðirnar hafi aldrei verið eins langar eftir aðföngum fyrir jólin og nú. -
Bjarni segir hinsvegar að hópur fátækra á Íslandi sé ekki stór og að hann samanstandi af sama fólkinu og var fátækt fyrir hrun. Að hans áliti gerði hrunið sem sagt engan fátækan á Íslandi.
Bjarni slær um sig með hugtökum eins og "félagsauði" og "valdeflandi menningu" sem hluta af lausn á málefnum fátækra, ef ég skildi hann rétt. - Hann virðist reyna að nálgast fátæktarmálin frá nýrri hlið. Að litlar tekjur og atvinnuleysi haldist í hendur eru þó ekki ný tíðindi. Og að heilsufar, félagsleg einangrun og lítil menntun komi þar við sögu eru það ekki heldur.
Hann minnist ekkert á að stór hluti fátækra á Íslandi eru öryrkjar og aldraðir og að hið opinbera viðheldur fátækt í landinu með að rýra stöðugt lífeyri þeirra.
Hann minnist ekkert á að orsök atvinnuleysis og fátæktar af þess öldum, er að bankarnir halda að sér höndum við að fjárfesta í atvinnutækifærum vegna of mikillar ávöxtunarkröfu.
Hann minnist ekkert á úrræðaleysið sem linflytjendur standa frammi fyrir í tengslum við aðgengi að menntun og á stóran þátt í að gera þá að undirstétt í landinu.
Fátæktin hefur mörg andlit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2011 | 20:20
Íslenska undirstéttin
Íslendingar virðast vera á góðri leið með að skapa varanlega undirstétt ákveðinna borgara í landinu. Það er ekki tilviljun að hvar sem maður kemur í fyrirtæki þar sem þrif eru fyrirferðamikill hluti af rekstri, eru það innflytjendur sem sinna þeim störfum. Að sinna láglaunastörfunum hvers konar er hlutskipti þeirra.
Til innflytjenda teljast einstaklingar sem eru fæddir erlendis og eiga báða foreldra af erlendum uppruna. Og á meðal þeirra er skólasókn miklu lægri en meðal annarra Íslendinga. Aðeins rétt um 50% þeirra sækir skóla eftir 18 ára aldur, miðað við 78% annarra landsbúa. Og ef miðað er við 16 ára aldur, er hlutfall innflytjenda sem sækja skóla, líka talsvert undir meðaltali.
Flestir eru samála um að besta leiðin til að forðast félagslegt misrétti, myndun fátækrastétta og öll þau flóknu vandmál sem því fylgir, er að tryggja jafna aðstöðu til mennta fyrir alla þjóðfélagsþegnana. Hér virðist pottur brotinn og grípa þarf til ráðstafanna strax áður en ástandið verður enn verra.
Þótt ætíð hafi verið talsvert bil milli fátækra og ríkra í landinu, hefur það bil, eftir að þjóðin komst á legg, ætíð verið temprað af möguleika allra landsmanna til að mennta sig og skapa með menntun sinni mannsæmandi lífsviðurværi og lífsstíl fyrir sjálfa sig.
Að leyfa undirstéttum að festa sig í sessi á Íslandi væri mikill skaði fyrir þjóð sem grundvölluð var á stéttleysi og jöfnuði.
30.11.2011 | 13:50
Foreldrar sem spilla heilsu barna sinna
Íslendingar hlæja oft að Bandaríkjamönnum fyrir hversu feitir þeir eru og kalla þá hamborgararassa eða einhverjum öðrum uppnefnum. Samt eru Íslendingar að verða meðal feitari þjóða og eru börn okkar þar engin undatekning. Landlæknisembættið segir að fjórðungur barna á tíunda ári séu of þung.
Í nýlegri B.S. lokaritgerð tveggja íþróttafræðinga, Áslaugar Ákadóttur og Steinunnar Þorkelsdóttur, þar sem skoðað var heilsufar 300 níu ára barna í Reykjavík og nágrenni, kom í ljós að 26% níu ára barna eru of þung eða of feit. Í könnun þeirra kemur einnig fram að við 6 ára aldur var hlutfall of þungra og of feitra barna 21%, sem er mjög hátt hlutfall hjá svona ungum börnum.
Ljóst er af þessum staðreyndum að ofþyngd og offita meðal barna og unglinga á Íslandi eykst með hverju ári og er orðið alvarlegt heilbrigðisvandamál. Þessi börn eru oft mjög illa á sig komin og eiga í miklum vandræðum bæði líkamlega og ekki minnst félagslega. Mikilvægt er að gripa til fyrirbyggjandi aðgerða á komandi árum einkum þegar haft er í huga að stór hluti barna, sem eiga í vandamálum sem tengjast offitu, eiga einnig í sömu vandamálum þegar þau verða fullorðin og erlendar rannsóknir sýna að 50-60% feitra barna eru einnig of feit sem fullorðnir einstaklingar.
Spurningin er að sjálfsögðu hvort barnaverndaryfirvöld eigi að grípa í taumana þar sem offituvandi barna verður foreldrum ofviða.
Og einnig hvort ekki eigi að vera viðurlög í lögum við því þegar foreldrar spilla heilsu barna sinna á þennan hátt.
8 ára og 90 kíló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2011 | 01:16
Forfeður Dorrit snúa sér við í gröfunum
Fréttir af ákvörðun alþingis um að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki, vekur mikla athygli um allan heim, enda fyrsta vestur-Evrópu landið sem til þess varð.
Reiðin sýður í þeim sem eru mótfallnir sjálfstæði Palestínu og tjá sig um ákvörðun alþingis í athugasemdum við fréttina á hinum ýmsu netmiðlum. (dæmi)
Íslandi eru ekki vandaðar kveðjurnar og er augljóst að sumir þekkja talvert til Íslands, en aðrir minna. -
Nokkrir hafa minnst á að forsetafrúin íslenska sé gyðingur frá Jerúsalem og segja að forfeður hennar hljóti að snúa sér við í gröfunum við þessar fregnir.
Bent er á að Ísland hafi veitt gyðingnum Bobby Fischer íslenskan borgararétt en hann hafi verið mikill gyðingahatari og látið það óspart í ljós. -
Þá benda einhverjir á að ekki sé neins góðs að vænta frá landi sem spúir ösku ösku yfir umheiminn í tíma og ótíma.
Margir minnast þess að Ísland var mikið í fréttum vegna bankahrunsins og leiða að því líkur að ríkir Arabar hafi keypt þessa yfirlýsingu af Íslandi.
Samþykktu að viðurkenna fullveldi Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2011 | 15:12
Reglur mannréttindaráðs teygja sig inn fyrir veggi kirkjunnar
Breiðagerðisskóli reynir að koma á móts við reglur Mannréttindaráðs Reykjavíkur um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila borgarinnar við trúar- og lífsskoðunarfélög. Í fyrirhugaðri heimsókn skólabarna i Bústaðarkirkju á aðventunni, hefur orðið samkomulag milli prestsins Pálma Matthíassonar og skólastjórans Guðbjargar Þórisdóttur um að ekki skuli farið með einu bænina sem Kristur kenndi fylgjendum sínum að biðja, faðirvorið.
Þeir liðir reglnanna sem við eiga í þessu tilfelli eru;
d) Heimsóknir á helgi- og samkomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá. Þar sem ekki er sérstaklega getið um vettvangsheimsóknir leikskólabarna á helgi- og samkomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga sem lið í fræðslu um trú og lífsskoðanir í aðalnámskrá leikskóla er eðlilegt að miða fjölda slíkra heimsókna við það sem fram kemur í aðalnámskrá grunnskóla til að gæta samræmis milli skólastiga.e) Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og
lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni.
Nú er það svo að liður í helgihaldi kristinna manna sem fer fram í kirkjum er að fara með faðirvorið. Þótt samverustundin sem fyrirhuguð er í kirkjunni, sé ekki guðþjónusta sem slík, verður hún að flokkast undir kristið helgidagahald.
Tilgangur fararinnar er að viðhalda hluta gamalgróinni hefð í árstíðabundnu starfi skólans. En þar sem mikil óvissa ríkir um túlkun reglananna í þessu tilviki, ákváðu bæði sóknarprestur og skólastjórar að gera einhverskonar málamiðlun, "rugga ekki bátnum" og sleppa faðirvorinu í samverustundinni. Þarna eru reglur skólayfirvalda farnar að teygja sig inn í hefðbundið helgihald kirkjunnar innan hennar eigin veggja.
En hver er tilgangur heimsóknar í tilbeiðsluhús eða kirkju, ef að ekki má verða þar vitni að neinu sem byggingin er ætluð fyrir?
Nú mætti hugsa sér að Skóli mundi ákveða að heimsækja mosku á Ramadan og til að koma á móts við reglurnar á sama hátt, þá væri farið fram á við klerkinn í moskunni að engar bænir yrðu tónaðar á meðan að heimsókninni stæði.
Í fyrsta lagi ættu skólayfirvöld að athuga hvort það sé hlutverk skólans að standa fyrir helgihaldi og samverustundum í samráði við trúfélög í húsakynnum þeirra, yfirleitt.
Í öðru lagi ættu trúfélög sem fallast á að taka á móti skólabörnum til að taka þátt í helgihaldi þeirra, ekki að þurfa að sníða helgihald sitt í samræmi við reglugerðir borgarinar fyrir skóla.
Bannað að fara með faðirvorið á aðventu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
29.11.2011 | 02:00
Það sem Kínverjar fá ekki að sjá - Frétt China Forbidden News um Grímsstaði
China Forbidden News eða NTDTVTV, sjónvarpsfréttastöðin sem sem flytur fréttir frá og um Kína en er bönnuð í sjálfu landinu, segir frá misheppnaðri tilraun fyrirtækis Huang Nubo til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum í langri frétt. Stöðin leitar m.a. til sérfræðinga í kínverskum efnahagsmálum og fær hjá þeim álit um áform Huangs og Kína á Íslandi. Myndskeiðið er ekki hægt að finna með venjulegri leit á youtube og ekki hægt að setja hér inn eftir venjulegum leiðum. Koma þar til takmarkanir Kína á vissu efni á netinu. Aðeins er hægt að nálgast efnið með sérstökum link. Hér er fréttin. Ísland hafnar kínverska auðjöfrinum.
Og svo kemur þessi frábæra umfjöllun;
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 30.11.2011 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2011 | 19:41
Vændiskonur eða nauðgarar
Nauðga körlum til að safna sæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 29.11.2011 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2011 | 16:17
Heima í tölvuleikjum
Á öllum fjölförnum ferðamannastöðum heimsins getur oft að líta ungar japanskar stúlkur fimm sex saman, skrafandi og smellandi af farsímunum sínum og myndavélum.
Japanskir drengir eru hins vegar mun sjaldséðari þótt vissulega komi það fyrir að þeim bregði fyrir.
Lengi velti ég því fyrir mér hvar allir japönsku drengirnir væru og hversvegna þeir væru ekki eins gjarnir á að leggja land undir fót og stúlkurnar.
Að lokum ákvað ég að spyrjast fyrir. Svarið sem ég fékk, næstum einróma hjá stúlkunum, var; heima að spila tölvuleiki. -
Niðurstöður könnunarinnar sem birtar eru í þessari frétt koma því ekki á óvart. Sýndarveruleikinn er greinilega mun meira aðlaðandi en raunheimurinn. -
Hafa ekki áhuga á samböndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2011 | 15:13
Elliglöp Jóhönnu
Lesa má út úr orðum Jóns Bjarnasonar að búið sé að setla málin í bili og að upphlaup forsætisráðherra í gær hafi algerlega verið ástæðulaust. Jóhanna þekkir ekki lengur munn á vinnuplöggum vinnuhóps og lagafrumvarpi. Sökin á þessu gönuhlaupi liggi hennar megin, ekki hans. Að auki er ljóst að samstarfið verði að halda áfram, hvað sem það kostar.
Vonandi á Jóhanna eftir að biðja Jón opinberlega afsökunar á harðri gagnrýni sinni á vinnulagi hans. Vinnuhópsplaggið sem Jóhanna hélt að væri frumvarp, var bara innlegg hans inn í áframhaldandi umræðu og það er allt og sumt.
Gönuhlaup Jóhönnu og digurbarkalegar yfirlýsingar annarra þingmanna SF í tengslum við málið eru byggðar á tómum misskilningi. - Fyrir bragðið lítur út fyrir eins og Jóhönnu sé heldur betur farið að förlast því sumt af því sem hún segi er meira í ætt við elliglöp en ígrundaðar skoðanir.
Fullkominn misskilningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2011 | 12:55
Salvör Nordal ekki í forsetaframboð
Pressan.is segir frá því að Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands hafi verið hvött til að fara í forsetaframboð. Salvör neitar því ekki að einhverjir hafi komið að máli við hana og hvatt hana til framboðsins. En hún sjálf hafi ekki á því neinn áhuga og sé ekkert að pæla neitt í því. Salvör segist ekki viss um hvort hún í hjarta sínu gæti nokkurn tíma orðið forseti. -
Þetta eru mikil tíðindi. Einhver hefur hvatt konu út í bæ til að fara fram til forsetakosninga, konu sem er ekki "á þeim stað í lífinu" núna að hún vilji það og ekki viss um í hjarta sínu að hún geti nokkru sinni orðið það. - Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið fyrir þjóðina að vita, hverjir það eru sem ekki ætla að gefa kost á sér í forsetakosningum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2011 | 02:40
Má banna græðgi með lögum
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir gerir sér grein fyrir því að það skiptir miklu máli hver á landið og hefur rétt til að nýta auðlindir þess. í heimi þar sem auðlindir eins og finna má á Íslandi verða æ sjaldgæfari og eftirsóttari, er afar mikilvægt að lög og reglugerðir um nýtingu þeirra séu afar skýrar en taki jafnframt mið af menningu þjóðarinnar og kröfur hennar til sjálfbærra og heilbrigðra lífshátta.
Ef að markaðsöflin ein og vald peninganna á að ráða ferðinni, skipta lögin og reglugerðirnar ekki miklu máli. Það er sama hversu nákvæm lögin eru, því þeir sem látast stjórnast af öflum auðhyggjunnar hafa lag á að komast hjá og fara í kring um slík "smáatriði".
Grundavallarreglan í sambandi við nýtingu auðlinda á Íslandi, hvort um er að ræða Íslendinga sjálfa eða erlenda samstarfsaðila þeirra, er sú að ávalt skuli tekið tillit til þeirrar staðreyndar að landið og auðlindir þess og menning þjóðarinnar eru samofnir þættir sem ekki verða sundurskildir.
Í heimi sem verður einsleitari með hverjum degi sem líður af völdum svo kallaðrar alheimsvæðingar, er meir þörf á því enn nokkru sinni fyrr að varðveita menningu, sérstæði og um leið sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar.
Alheimsleg samvinna er nauðsynleg og sjálfsögð, en yfirtaka auðlinda þjóða og markaða heimsins með fjölþjóðahyggju að yfirvarpi er það ekki. Það sem við höfum áhuga á er samvinna milli þjóða sem varðveitir fjölbreytileika þeirra.
Fólk ætti ekki að fara i neinar grafgötur með að þau öfl sem vilja taka okkur í átt til óhefts aðgangs að auðlindunum landsins, eru fullkomlega á valdi auðhyggjunnar. Og að baki hennar býr aðeins einn mannleg kennd, græðgi. - Af fenginni reynslu, tiltölulega ódýrri reynslu miðað við aðrar þjóðir, ættum við Íslendingar að hafa vit á að hafna henni sem megin driffjöðrinni við nýtingu landsins. -
Vill endurskoða lög um landakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2011 | 18:45
Leppalúðar allra landa sameinist
Letihaugurinn og mannleysan Leppalúði skrýðir jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að þessu sinni. Þessi hægláta karltuska sem engan hemil hefur á hrekkjalómunum sonum og fóstursonum sínum, er ekki kunnur af neinu nema að vera þriðji eiginmaður Grýlu, eftir þá Gust og Bola.
Hann hefur sig lítið í frammi, virðist frekar ósjálfbjarga og verður að sætta sig við það sem frekju-skassið Grýla úthlutar honum. -
Sægur er til að ljóðum og vísum um Grýlu og samtíningur einhver um jólasveinana sjálfa. Kveðskapurinn lýsir því venjulega, hvernig þeir allir fara á stjá um jólin, ásamt Grýlu, til að hafa í sig og á með gripdeildum og brögðum, nema Leppalúði sem sig hvergi getur hrært.
Lítið sem ekkert er að finna um Leppalúða. Hann situr heima, óásjálegur og fýldur og bíður þess sem verða vill, augljóst olnbogabarn þessarar þjóðsögu.
Þar ætla þær Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir að gera á bragarbót, hvort sem sá gjörningur nær að festa sig í sessi og bæta hlut Leppalúða, á eftir að koma í ljós.
Það læðist að manni sá grunur að valið á Leppalúða á óróana þetta árið, hafi ekki alveg verið tilviljun. Sérstaklega í ljósi þess að yfirvofandi er óhóflegur niðurskurður á framlögum ríkisins til lífeyris öryrkja og aldraðra. -
Er verið að minna okkur á að líta ekki á öryrkja og aldraða sem Leppalúða þessa heims? Eða er aþýðan það kannski öll, gagnvart þeim sem tekið hafa að sér ráðsmennskuna í þessu landi?
Kveikt á jólatré á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2011 | 15:33
Undarleg stjórnarkreppa í aðsigi
Stjórnarsamstarfið er í uppnámi. Ágreiningsmálin verða fleiri of fleiri og nú er svo komið að þau eru fleiri en þau sem einhver samstaða er um milli flokkanna tveggja. Kornin sem fylltu mælin eru Grímsstaðarmálið og þessi makalausi gjörningur Jóns Bjarnasonar.
Það hlakkar í stjórnarandstöðunni, þeir sjá að dagar þessar ríkisstjórnar eru loksins taldir. - En hvað tekur þá við?
Staðan er afar slæm fyrir Samfylkinguna sem var að vonast til að geta klárað EB málið og gera það klárt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, áður en að til almennra kosninga kemur. -
Ef að til stórnarslita kemur og boðað verður til nýrra kosninga fljótlega, verður EB megin kosningamálið. -
Ef að þjóðn hafnar stefnu Samfylkingar er ljóst að Sjálfstæðsflokkur og Framsókn, munu vinna kosningarnar og þá mun þjóðin hafa kosið aftur yfir sig hrunflokkana tvo með marga beina þátttakendur í hruninu enn innanborðs, flokka sem enn fyrra sig alla á byrgð á öllu því ferli. En eins og komið hefur margoft fram hafnar Sjálfstæðisflokkurinn því t.d. að hafa gert nokkuð rangt í tengslum við hrunið.
Fyrir þjóðina væri því best að fá að leiða EB málið til lykta svo hún geti kosið um það í sér-kosningum eins og til stóð. Eftir að niðurstöður úr því máli eru ljósar, er hægt að boða til kosninga. - En fram að þeim tíma er spurning hver á að stjórna landinu, því ríkisstjórnarstarfið er í raun sprungið. - Ljóst er pólitísk óeining er helsta mein þessarar þjóðar og hún heldur áfram að standa, annars auðugu og sællegu landi, fyrir þrifum.
Hefnd og pólitísk gíslataka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2011 | 03:32
Nubo segir erjur milli pólitískra andstæðinga á Íslandi ástæðu höfnunarinnar
Það er fróðlegt að lesa viðtal Huang Nubo við China Daily í kjölfarið á að umsókn fyrirtækis hans um jarðarkaup á Íslandi var hafnað. Nubo segir að ósýnilegur veggur komi í veg fyrir kínverskar fjárfestingar í öðrum löndum.
Hann segir að neitunin sé tap fyrir kínverska fjárfesta og Íslendinga en sjálfur hafi hann ekki tapað neinu.
Huang heldur því fram að höfnunin sé undarleg því í könnunum hafi það sýnt sig að 60% íslensku þjóðarinnar hafi verið kaupunum fylgjandi.
Huang segir að ráðuneytið sem fjallaði um umsóknina hafi ekki verið mjög hjálpssamt og erfitt hafi verið að fá upplýsingar um hvað gæti orðið til að hraða meðferð málsins.
Huang gefur lítið fyrir þær ástæður fyrir höfnuninni sem ráðuneytið gaf út og segir að ástæðan fyrir henni geti verið pólitískar erjur milli stjórnmálamanna á Íslandi. Hann vitnar í Sigmund Ernir í því sambandi og umsögn forsætisráðherra um málið.
Þá varar Huang við tvískinnngshættinum sem kemur fram í þessari ákvörðun, því vesturlönd sækist eftir að koma vörum sínum á kínverska markaði en loka um leið fyrir fjárfestingar Kínverja í sínum löndum.
Hann hvetur kínverska fjárfesta að kynna sér vel aðstæður og lög landa áður en þeir láta til skarar skríða því ekki sé mikið að marka það sem sum þeirra predika um stöðugleika fyrir erlenda fjárfesta.
Þá segir Huang að Jóhannes Hauksson, einn af eigendum landsins, muni verða af miklum peningum vegna höfnunarinnar.
Ekki hlutverk ráðuneytisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.11.2011 | 01:54
Beijing Zhongkun Investment Group Co
Hér að neðan er listinn yfir fyrirtækin sem Beijing Zhongkun Investment Group Co eru eigendur að. Huang Nubo er aðaleigandi Zhongkun Investment og hann vill bæta Grímsstöðum á fjöllum við þessa súpu. Nokkur af þessum fyrirtækjum eru sögð ferðaþjónustufyrirtæki en þegar þau eru googluð líta flest þeirra út fyrir að vera skúffufyrirtæki í aðalstöðvum Zhongkun Investment í Beijing.
Huang sem segist hafa orðið ríkur á fasteignaviðskiptum, vill greinilega reyna að ýta undir þá ímynd að hann sé mikill mannvinur. Á heimasíðum þeirra fyrirtækja sem hann á og yfirleitt hafa heimsíðu, er langur listi yfir þær viðurkenningar sem fyrirtæki hans og hann sjálfur hefur hlotið prívat og persónulega, aðallega frá kínverskum yfirvöldum. Annað sem er einkennilegt við prófíl Huang er að hann virðist ekki vera til fyrir árið 1999.
Eitt fyrtækja hans sem virðist vera ferðaþjónustufyritæki hefur enska netsíðu, en nánast engar upplýsingar um ferðirnar sem það býður. Síðan er með langa rullu um Huang Nubo, ferðir hans um heiminn og hversu mikill leiðtogi hann er.
Myndir af Huang sýna einatt snyrtilegan mann sem er að tefla skák eða lesa ljóð. Huang er fyrst og fremst ímyndarsmiður en kann sér samt ekki hóf eða ofmetur hreinlega hversu ginkeyptir vesturlandabúar eru fyrir þessari ímynd mannvinar og milljónamæringsins sem hann vil gefa af sér.
En hver er þá þessi Huang Nubo sem ólmur vill kaupa Grímsstaði á fjöllum. Kannski þessi glans ímynd sem Huang varpar fram af sjálfum sér og fyrirtækjum sínum, hafi eitthvað með fortíð hans að gera.
Herra Huang er kínverskur auðmaður sem lengst af ævi sinnar starfaði fyrir Áróðursdeild kínverska Kommúnistaflokksins.
Áróðursdeild kínverska Kommúnistaflokksins er ekki sögð hluti af kínversku ríkisstjórninni. Samt er hún mjög valdamikil stofnun sem farið getur sínu fram án sérstakra lagaheimilda. Hlutverk hennar er að sjá um að allir fjölmiðlar landsins leggi áherslu á það í fréttaflutningi sínum, sem er í samræmi við þá ímynd sem ríkistjórnin og kommúnistaflokkurinn vill að gefin sé af samfélaginu í Kína. Deildin er oft kölluð "Sannleiksráðuneytið".
Til að framfylgja þessum markmiðum heldur deildin m.a. vikulega leynifundi með helstu ritstórum kínverskra fjölmiðla þar sem komið er á framfæri "réttu línunni" í öllum mikilvægum málum. Viðurlögin fyrir að framfylgja ekki stefnmörkun deildarinnar út í hörgul, eru starfleyfissviptingar og útilokun starfsmanna frá frekari afskipum af fjölmiðlun.
Mikil áhersla hefur verið lögð á það að halda tilmælum "Sannleikráðuneytisins" leyndum, enda mörg þeirra fram sett til að fela sannleikann. Með tilkomu netsins og twitter hafa margar af gerræðislegum fyrirskipunum deildarinnar komist í hámæli. Fræg urðu t.d. fyrirmæli hennar um að "allar vefsíður í Kína skyldu nota skærrauðan lit til að fagna 60 ára afmæli lýðveldisins og að neikvæð umfjöllun um gíruga forsprakka í flokknum megi ekki fara yfir 30%."
Þeir sem starfa fyrir deildina hafa hlotið sérþjálfun og pólitískt uppeldi innan kommúnistaflokksins. Reglulega eru haldin námskeið fyrir starfsmennina þar sem tryggð við flokkinn er áréttuð og flokkspólitískri innrætingu er viðhaldið.
Í samræmi við "breytta tíma" í Kína, hafa í seinni tíð nokkrir af dyggustu tarfsmönnum "Sannleiksráðuneytisins" komið sér fyrir sem athafnamenn í "einkageiranum" og náð þar undramiklum árangri á afar skömmum tíma.
Umsýsla þeirra og skjótur uppgangur í hinum mismunandi geirum athafnalífsins í Kína og einnig í öðrum þjóðlöndum heimsins hafa vakið mikla athygli og greinilegt að þar fer fólk sem hefur réttu samböndin og kann til verka við að sannfæra viðsemjendur sína um að áhugi á verndun mannlífs á náttúru séu megin hvatinn að áhuga þeirra á viðkomandi verkefni.
Hér kemur fyrirtækjalistinn;
Beijing ZhongKun-JinXiu Real Estate Development Co., Ltd ● Beijing ZhongKun-ChangYe Real Estate Development Co., Ltd ● Beijing ZhongKun-YuHe Property Management Co., Ltd ● Beijing ZhongKun-ChangHe Estate Brokerage Co., Ltd ● Beijing Zhongkun Hongye Culture Communication Co., Ltd. ● Beijing ZhongKun Online Network Technology Co., Ltd ● DaZhongsi Commercial Co., Ltd ● Beijing DaZhongsi International Plaza Property Management Co., Ltd ● Beijing ZhongKun-TaGe Tourism Landscape Planning & Design Co., Ltd ● Beijing Gold Sorghum Cateing Managment Co., Ltd ● Beijing ZhongKun-TaGe International Travel Service Co., Ltd ● Beijing ZhongKun-BlueSun Advertising Co., Ltd ● Beijing Zhongkun-Lingchuan Tourism Development Co., Ltd ● Beijing ZhongKun Kangxi Grassland Tourism Development Co., Ltd ● Beijing ZhongKun Luoying Wine Chatean Co., Ltd ● China Tennis School ● Beijing ZhongKun Tennis Club Co., Ltd ● Beijing Daxing ZhongKun Training Centre ● Beijing Meiya School ● Beijing Daxing Meiya School ● Huangshan JingYi Tourism Development Co., Ltd ● Huangshan JingYi Tourism Development Co., Ltd Hongcun Tourism Development Branch Company ● Huangshan JingYi Tourism Development Co., Ltd Nanping Tourism Development Branch Company ● Huangshan JingYi Tourism Development Co., Ltd Guanlu Tourism Development Branch Company ● Huangshan Jing Yi Real Estate Development Co., Ltd ● Huangshan Zi Lu Yuan Cemetery Co., Ltd ● Hunan Zhongkun Dongtinghu International Tourism Co., Ltd ● Tongcheng ZhongKun Resort Development Co., Ltd Of Tongcheng in Anhui Province ● Muztagata - Hongcun in Kun Tourism Group Co., Ltd ● Kezhou ZhongKun Tour Service Bus Co., Ltd ● Kezhou ZhongKun Mountaineering & Exploration Club Co., Ltd ● Kashgar ZhongKun Real Estate Development Co., Ltd ● Kashgar ZhongKun Hotel Co., Ltd ● Kashgar ZhongKun International Travel Service Co., Ltd ● Kashgar ZhongKun Golf Club Co., Ltd ● Kashgar ZhongKun Properties Limited Co., Ltd ● Kashgar ZhongKun Travel Co., Ltd ● Kashi Zhongkun Earthenware Products Co., Ltd. ● AkeSu Zhongkun Travel Co., Ltd ● Kuche Travel Co., Ltd ● ZHONGKUN GROUP USA INC ● ZHONGKUN GROUP INC.
Kanni áhuga Huang á fjárfestingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
25.11.2011 | 16:51
Vill Jóhanna að Ögmundur brjóti lögin?
Ögmundur fullyrðir að umsókn Huang eða réttara sagt fyrirtæki hans hafi ekki "uppfyllti ekki lög og reglugerðir á Íslandi."
Hvað vill Jóhanna að hann geri?
Vill hún meina að Ögmundur hefði átt að brjóta íslensk lög.
Átti hann að finna leið fram hjá þeim, af því að einhverjir flokkshestar þekkja Huang.
Eða er Jóhanna að meina að Ögmundur sé ekki að segja satt og að engin lög hefðu verið brotin ef umsókn hans hefi verið samþykkt.
Umsókn Huang var fyrir undanþágu frá gildandi lögum og reglugerðum og allir eiga að vera jafnir fyrir þeim.
Hvers konar rassavasa ríkisstjórn rekur Jóhanna annars?
Andvíg ákvörðun Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2011 | 02:30
Kanadísk Nessí
Risaeðlubeinin sem fundust í Alberta í Kanada (sjá mynd) eru af Plesiosaur risaeðlu samkvæmt því sem Donald Henderson, yfirmaður Alberta's Royal Tyrrell Museum segir.
Plesiosaur (skriðdýrslíki) voru lagarskriðdýr og kjötætur sem lifðu á júra tímabilinu eða miðlífsöld.
Svæðið þar sem beinin fundust er ævaforn sjávarbotn en sumar tegundir "skriðdýrslíkja" lifðu einnig í ferskvatni.
Því hefur t.d. verið haldið fram að Loc Ness skrmímslið, Nessie, sé af slíkri tegund og er þá stuðst m.a. við ljósmyndina sem hér fyrir neðan.
Hún var tekin árið 1934 og er eina góða ljósmyndin sem náðst hefur af fyribærinu sem sýnir haus og háls. Þeir sem hafa rýnt í myndina telja hana ekki falsaða.
Fréttaritari mbl.is heldur greinilega Maggy Horvath, sú er kom niður á beinin sé karlmaður. Það rétta er að hún er kona. Hún er heldur ekki "verkstjóri" eins og fram kemur, heldur gröfustjóri.
Fundu risaeðlu í olíusandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)