Heima í tölvuleikjum

Á öllum fjölförnum ferðamannastöðum heimsins getur oft að líta ungar japanskar stúlkur fimm sex saman, skrafandi og smellandi af farsímunum sínum og myndavélum.

Japanskir drengir eru hins vegar mun sjaldséðari þótt vissulega komi það fyrir að þeim bregði fyrir.

Lengi velti ég því fyrir mér hvar allir japönsku drengirnir væru og hversvegna þeir væru ekki eins gjarnir á að leggja land undir fót og stúlkurnar.

Að lokum ákvað ég að spyrjast fyrir. Svarið sem ég fékk, næstum einróma hjá stúlkunum, var; heima að spila tölvuleiki. -

Niðurstöður könnunarinnar sem birtar eru í þessari frétt koma því ekki á óvart. Sýndarveruleikinn er greinilega mun meira aðlaðandi en raunheimurinn. -


mbl.is Hafa ekki áhuga á samböndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband