Það sem Kínverjar fá ekki að sjá - Frétt China Forbidden News um Grímsstaði

China Forbidden News eða NTDTVTV,  sjónvarpsfréttastöðin sem sem flytur fréttir frá og um Kína en er bönnuð  í sjálfu landinu, segir frá misheppnaðri tilraun fyrirtækis Huang Nubo  til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum í langri frétt. Stöðin leitar m.a. til sérfræðinga í kínverskum efnahagsmálum og fær hjá þeim álit um áform Huangs og Kína á Íslandi. Myndskeiðið er ekki hægt að finna með venjulegri leit á youtube og ekki hægt að setja hér inn eftir venjulegum leiðum. Koma þar til takmarkanir Kína á vissu efni á netinu. Aðeins er hægt að nálgast efnið með sérstökum link. Hér er fréttin. Ísland hafnar kínverska auðjöfrinum.

Og svo kemur þessi frábæra umfjöllun;

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér bjó afi og amma
eins og pabbi og mamma.
Eina ævi og skamma
eignast hver um sig.
-- stundum þröngan stig.
En þú átt að muna
alla tilveruna,
að þetta land á þig.

Ef að illar vættir
inn um myrkragættir
bjóða svikasættir
svo sem löngum ber
við í heimi hér,
þá er ei þörf að velja:
þú mátt aldrei selja
það úr hendi þér.

Göngum langar leiðir,
landið faðminn breiðir.
Allar götur greiðir
gamla landið mitt,
sýnir hjarta sitt.
Mundu, mömmu ljúfur,
mundu, pabba stúfur,
að þetta er landið þitt.

Guðmundur Böðvarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2011 kl. 12:12

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eg held að það sé mikilvægara fyrir Íslendinga að sjá en Kínverja að heyra.

Til dæmis að sjá að liðið á bak við kommaþjófinn Nubo á Íslandi eru föðurlandssvikarar sem draga ætti fyrir landsdóm.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.11.2011 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband