Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Qui tacet consentire videtur

1. Júlí 1535 var hinn nafntogaði lögfræðingur, rithöfundur og hugsjónamaður Tómas Moore færður fyrir rétt í Englandi og dæmdur fyrir landráð. Tómasi var gefið að sök að hafa draga í efa erfðaréttarákvæði landráðalaganna sem Hinrik áttundi konungur hafði látið setja til að tryggja afkomendum sínum og Önnu Boleyn sem hann hafði tekið sér fyrir eignkonu, erfðarétt til krúnunnar.

Við réttarhöldin var helsta vörn Tómasar fólgin í því að hann sagðist aldrei hafa tjáð sig um hvort hann væri samþykkur ákvæðinu eða ekki og ef fylgja ætti viðtekinni lýðræðis og lagahefð bæri að túlka þögn hans frekar sem samþykki saman ber; "Qui tacet consentire videtur".

Með ofríki sínu fékk Hinrik áttundi konungur Tómas samt dæmdan til dauða, en leidd voru fram falsvitni sem fullyrtu að þau hefðu heyrt Tómast efast um réttmæti erfðaréttarins.

Í stjórnsýslu alþjóðlegra stofnanna, einkum þeirra sem byggja á evrópskri lýðræðishefð er farið eftir  grundvallareglunni að þögn sé sama og samþykki. Ef engar athugasemdir berast frá umsagnaraðilum um samninga eða önnur samlagsmál, er það tekið sem samþykki. Reglan virkar hvetjandi fyrir þá sem hafa eitthvað út á málefnið að setja að láta til sín taka.

Meðal þjóða þar almennar kosningar eru viðtekin leið til að kanna vilja almennings til manna og málefna, er kjörklefinn málstofa hvers einstaklings. Engin leið er til þess að segja til um vilja þeirra sem ekki "taka til máls" en hefðin er sú að túlka þögn þeirra sem samþykki frekar en hið andstæða. 

Það hefur samt gerst, einkum meðal þjóða þar sem lýðræðið hefur staðið veikum fótum,  að dræm þátttaka í kosningum hefur verið túlkuð sem almenn mótmæli við stjórnvöld eða vantraust á að farið sé eftir leikreglum lýðræðisins.

Slíku er ekki til að dreifa á Íslandi.

Samt sem áður og þrátt fyrir nefnda lýðræðishefð hafa margir andstæðingar þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á stjórnarskrá landsins og bornar voru undir þjóðaratkvæði 20 Okt. s.l , mundast við að gera þær niðurstöður tortryggilegar. Þeir benda á að meirihluti atkvæðabærra manna sat þá heima og nýtti ekki kosningarétt sinn.

Rúmlega 64% þeirra sem kusu vildu að að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá en þeir sem eru ósáttir segja samt að enn sé ekki vitað hver hinn raunverulegi þjóðarvilji sé.

Ef taka á mark á slíkum mótbárum þarf kjörsókn að vera nálægt 100% einkum ef mjótt er á mununum, til að fá úr því skorið með vissu hver vilji meirihlutans er í hverju máli. Ætla má að varla sé raunhæft að krefjast slíkrar útfærslu á lýðræðinu.

Einfaldast og vankvæða minnst er einfaldlega að halda sig í þessum efnum við grundvallarregluna sem segir að "þögn sé sama og samþykki". 


mbl.is Beinu lýðræði fylgir vandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar skrattinn gerir góðverk

Allt lítur þetta svo ágætlega út á yfirborðinu. Sjóður sem stofnaður er af auðugum olíufursta (Sheikh Zayed bin Sultan Al Nahyan) eys af alsnægtum sínum nokkrum milljörðum til vonarbarna fyrirtækja og stofnanna sem stuðla vilja að aukinni nýtingu "hreinnar orku" í heiminum. -

Til að stýra þessu PR stunti er fenginn þjóðhöfðingi smáþjóðar sem fengið hefur á sig orð í seinni tíð fyrir að vera í fararbroddi í vatnabúskap. Þjóðhöfðinginn hefur að auki sýnt að hann er ófeiminn við að básúna dómsdagshættur af öllu tagi. "You ain´t seen nothing yet" er uppáhalds ýkjufrasinn hans, hvort sem hann er að ræða væntingar sínar til íslenskra útrásavíkinga eða íslenskra eldfjalla. 

En ekki er allt sem sýnist. Sameinaða furstadæmið og forystusauðir þess hafa lengi haft orð á sér fyrir að nota vafasama sjóði sína til að kaupa sér velvild í formi styrkja og verðlauna. Frægastar urðu peningagjafir þeirra til Jimmy Carters sem fékk hálfa milljón dollara í umhverfisverðlaun frá þeim árið 2001 og  framlag til London School of Economics and Political Science árið 2008 sem olli miklum deilum.

Samt komast þessar lítt duldu mútur ekki í hálfkvisti við þá skipulögðu glæpastarfsemi sem fór fram í skjóli hins alræmda Bank of Credit and Commerce International (BCCI), sem Zaeyd átti allt að 77% hlut í á móti CIA og Bank of America. BCCI var um skeið talinn sjöundi stærsti banki heims en var eingöngu rekinn á innlánsfé og fjárfesti aldrei neitt. 

Þegar að starfsemi hans var loks stöðvuð 1990 og tekin til rannsóknar kom í ljós að bankinn var aðeins andlit fyrir peningaþvætti, mútur, vopnasölu,vændi og stuðning við hryðjuverkamenn. Bankinn var m.a. notaður í hinum frægu Iran Cntra og og El Salvador samsærum. Margir af fjölskyldumeðlimum Zayed komu við sögu í þeirri rannsókn, þeir sömu og Ólafur Ragnar Grímsson situr nú stoltur með í gullskreyttum sölum út í Abu Dhabi til að útdeila fé þeirra.


mbl.is Ólafur Ragnar: Loftslag jarðar er úr skorðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litlir sætir strákar

Sé það rétt hjá Önnu Kristínu Newton Réttarsálfræðingi að um eitt þúsund íslenskir karlmenn séu haldnir barnagirnd og séu "með hugsanir sem tengjast því eingöngu" er "svarti bletturinn" í íslensku þjóðfélagi sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra talar um, öllu stærri en sá sem Karl Vignir Þorsteinsson hefur skilið eftir sig.

Vilja og getuleysi stjórnvalda til að bregðast við þessu þjóðfélagsmeini, þrátt fyrir hversu oft hefur verið á það bent bæði af þolendum  og af alþjóðlegum stofnunum sem láta sig málefni barna varða, er óskiljanlegt.

Árið 2011 lét UNICEF frá sér fara skýrslu um stöðu barna á Íslandi. "Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að engar reglulegar mælingar hafa farið fram hérlendis á tíðni ofbeldis gegn börnum og enginn á vegum hins opinbera ber ábyrgð á forvörnum í þessum málaflokki. Leiða má líkur að því að þúsundir barna á Íslandi verði á ári hverju fyrir kynferðislegu ofbeldi, heimilisofbeldi og öðru ofbeldi , en þrátt fyrir það reyna yfirvöld ekki markvisst að kortleggja vandann með reglubundnum rannsóknum og markvissri greiningu. Einungis er haldið utan um fjölda þeirra tilkynninga sem berast til barnaverndarnefnda. Enginn opinber aðili hefur það hlutverk að berjast gegn ofbeldi á börnum."

Hvorki þessi né aðrar ábendingar hafa orðið til þess að vekja viðbrögð stjórnvalda né vakið upp teljandi umræðu í samfélaginu um "svörtu blettina".

Í samfélaginu virðist ríkja almennt andvaraleysi  og/eða meðvirkni gagnvart  barnaníðingum. Hvernig annars gat langvarandi og stöðug misnotkun barna af fólki eins og Karli Vigni Þorsteinssyni, séra A. George, sem var skólastjóri Landakotsskóla, Margétar Müller, og séra Helga Hróbjartssyni og Ólafi Skúlasyni biskups, viðgengist?

Og hvernig grefur svona mein um sig í þjóðfélaginu? Hvaða þættir stuðla að því að fólk er tilbúið til að líta fram hjá hinum augljósustu ummerkjum um þessa tegund misferlis og jafnvel heiðra þá sem það stunda fyrir vel unnin verk.

Meðvirknin endurspeglast t.d. vel í umfjöllun Jóns Halls Stefánssonar þegar hann skrifar um verk hins marg-heiðraða Megasar á Bókmenntir.is. Um lög og texta Megasar sem fjalla um barnagirnd segir Jón;

Lífsorkan og ögrunarkrafturinn leiftra skært í kjarna lagasafnsins og lengsta bálkinum, "Drengirnir í Bangkok" - skáldið virðist endurfæðast í hinu framandlega, í menningarlegu tilliti og kynferðislegu.

Hitt alþekkta lagið á plötunni er skopsöngurinn "Litlir sætir strákar"sem átti eftir að koma Megasi í koll. Textinn er vissulega ögrandi eða stríðnislegur en umfram allt reyndist tímasetningin óheppileg: þetta var í upphafi vitundarvakningar um barnagirnd og lagið hefur sennilega vakið athygli fólks sem kunni engin skil á skáldskap Megasar og þekkti kannski lítið til íroníu í bókmenntum almennt.

Í umfjöllun um tónlist Megasar á Hugi.is er þetta að finna:

Tæland átti svo eftir að koma mikið við sögu á næstu plötu hans sem nefndist Höfuðlausnir. Platan var undir greinilegum áhrifum frá Tælandi, bæði hvað lög og texta varðar. Megas hneykslaði enn og aftur með textum sínum og var það sérstaklega textinn í laginu Drengirnir í Bangkok sem fólk tók eftir. Í textanum var talað um hve gott það væri að koma við og strjúka drengina frá Bangkok, og fór það fyrir brjóstið á mörgum ekki síst eftir að þeim var litið aftan á plötuumslagið. Þar mátti sjá Megas ásamt fólki sem hann kynntist í Tælandi og fannst fólki hann halda full vinalega utan um ungan dreng. Megas kom svo með þennan dreng til Íslands og þá fóru kjaftasögurnar á fullt, meðal annars um að Megas væri að leigja drenginn út og stunda mansal. Megas sjálfur segir þetta þó algjöra fjarstæðu, hann hafi einungis verið að veita honum og móður drengsins fjárhagslegan stuðning, svo hún gæti komist á spítala og hann á námskeið. Það er svo önnur saga að sennilega hefur þetta fólk brugðist trúnaði skáldsins og ef til vill stundað einhverja þá iðju sem ekki var ætlast til af þeim.
Það var svo árið 1988 að Megas að fór aftur að vinna með Bubba Morthens og nú í meiri mæli en áður. Þeir gáfu saman út plötuna Bláir draumarog seldist platan í 6000 eintökum. Það hefði þótt fínt fyrir sólóplötu frá Megasi en hins vegar hálfgerður skandall fyrir Bubba sem var heitur á þessum tíma og var hann vanur að selja a.m.k. helmingi fleiri eintök. Ástæðan fyrir þessari slöku sölu mun hafa verið að á plötunni var að finna lagið Litlir sætir strákar, en textinn fjallaði um hvað litlir sætir strákar væru langtum betra val en kvenkynið. Í textanum kom einnig fram að stelpur væru “tælandi frá aldrinum tólf og niðrí átta” og það fór sérstaklega fyrir brjóstið á mönnum. Lagið var bannað í útvarpinu því að Barnaverndarstofa fór fram á það. Eftir þetta var Megas svotil þaggaður í hel og næstu plötur hans fóru ekki hátt.

Sjálfur afsakar Megas textagerð sína í viðtali með þessum trúverðuga hætti, eða hitt þó heldur. Eintómur reykur segir hann, enginn eldur;

Mitt hlutverk er að fjalla um hlutina og fletta ofan af þeim, ekki reka áróður fyrir þeim. „Litlir sætir strákar“ er til dæmis ekki sú ósvífni eða óþokkaskapur af minni hálfu sem margir álíta, heldur lag sem fjallar um kvenfyrirlitningu. Skömmu áður en ég samdi lagið átti ég samtal við mann sem gerði fátt annað en alhæfa um allar þessar helvítis kellingar, þær væru allar eins, þessar helvítis kellingar. Ég missti á endanum þolinmæðina og spurði hvers vegna hann fengi sér þá ekki frekar lítinn sætan strák, sem er bara „gay“ lingóið fyrir ungan samkynhneigðan elskhuga. Textinn er mjög gegnsær að þessu leiti en fólk á það til að lesa bara fyrirsagnirnar og byrja síðan að býsnast.


mbl.is „Svartur blettur á samfélaginu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Íslendingar negrar fjármálaheimsins?

Af og til deila menn um merkingu orðsins "negri" og hvort það sé á einhvern hátt ósæmilegt. Hæst risu þessar deilur í kring um endurútgáfu barnaþulubókarinnar Tíu litlir negrastrákar fyrir fáeinum árum og sýndist sitt hverjum. Margir voru og eru á því að hér sé að ferðinni orð sem aðeins sé notað til að lýsa þeldökku fólki.

Í dag er orðið notað jöfnum höndum að því er virðist, sem eðlileg skilgreining á þeldökkri manneskju, rétt eins og Þórarinn Jón Magnússon gerir í nýlegri grein á Pressunni þar sem hann kallar Obama forseta "Afríkunegra",  og sem greinilegt fúkyrði þungað kynþáttahyggju eins eins og sjá má á þessum íslensku rasistasíðum hér,  hér og hér., svo dæmi séu tekin.

Ef til vill birtist skilningur og viðhorf okkar Íslendinga til orðsins "negri" best í frægri grein Ólöfu Thorarensen sem spurði hvort konur á Íslandi væru hvítir negrar. Orðið er þar klárlega sett í samband við ánauð, undirmál og þrældóm ákveðins kynþáttar og hugsunin ekki ósvipuð  útlendinga  um okkur Íslendinga fyrr á öldum eins og t.d. glöggt kemur fram í níðriti Ditmar Blefken sem var gefið út fyrir rúmlega 400 árum.

Endurómurinn að fordómum í garð Íslendinga ágerðist aftur í kringum hrunið og er ekki þagnaður enn.

En hvernig mundum við bregðast við því ef spurt væri "Eru Íslendingar negrar fjármálaheimsins?"

Hvenær er nauðgun nauðgun?

Á Indlandi er víða pottur brotinn í mannréttindamálum. Dauði ungu konunnar sem lést eftir hópnauðgun í strætisvagni í Nýju-Delí rétt fyrir jól á síðasta ári, hefur orðið til þess að vekja athygli heimsins á því hversu mikið kynja-misrétti ríkir í landinu sem birtist í fleiri myndum en fáum nauðgunartilkynningum og vægum dómum þeirra sem þó eru sakfelldir fyrir slíkan glæp.

Konur í Indlandi eru t.d.  talvert færri en karlar því milljónum kvenfóstra er þar eitt fyrir þær sakir einar að vera kvenkyns. Ofbeldi gegn konum af mörgu tagi er hluti af menningu landsins og það er verndað af slælegu lagaumhverfi sem erfitt hefur verið að fá breytt.

Á Íslandi birtist okkur svipað misrétti hvað börn varðar og lagalega stöðu þeirra sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi og misnotkun í æsku eins og mál Karls Vignis Þorsteinssonar ber vitni um.

Talið er að ekki færri en 1000 íslenskir karlmenn séu haldnir barngirnd og séu því líklegir til að leita á börn. Samt ríkir enn talsverð óvissa um hvort heimfæra megi alvarlegt kynferðisbrot gegn barni undir nauðgunarákvæði lagnanna. Samkvæmt íslenskum lögum eru kynferðisbrot gegn börnum ekki flokkuð undir nauðgun og þess vegna fyrnast þau oft áður en þau koma til kasta lögreglu.

Hluta af þeirri almennu yfirhylmingu og meðvirkni sem ríkir í landinu með barnaníðingum, má rekja til þessa óvissuþátta laganna.

Hefði löggjafinn einhvern áhuga á að bæta þetta misrétti, væri þeim það í lófa lagt með skýrari lagasetningu.


mbl.is Segir nauðgunina konunni að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættan er enn mest á efnahgslegum hryðjuverkum

Hryðjuverk hafa svo sannarlega þegar verið framin á Íslandi. Þótt Jón F Bjartmarz geri rétt í því að vekja athygli á hættunni á hryðjuverkum af völdum einstaklinga eða hópa sem fara með vopnum gegn almenningi þar sem markmiðið er að drepa sem flesta, eru mun meiri líkur á að Ísland verði aftur að fórnarlambi efnahags-hryðjuverkamanna.

Efnahagsleg hryðjuverk eru skilgreind svona af Geneva Centre for Security Policy;

Contrary to "economic warfare" which is undertaken by states against other states, "economic terrorism" would be undertaken by transnational or non-state actors. This could entail varied, coordinated and sophisticated or massive destabilizing actions in order to disrupt the economic and financial stability of a state, a group of states or a society (such as market oriented western societies) for ideological or religious motives. These actions, if undertaken, may be violent or not. They could have either immediate effects or carry psychological effects which in turn have economic consequences.[1]

Þessi skilgreining á að öllu leiti við við hinn lausbundna hóp hryðjuverkamanna sem í daglegu tali eru nefndir Útrásarvíkingarnir. Þeir voru og eru ekki "state actors" og verk þeirra höfðu að sönnu þau áhrif að efnahagskerfi þjóðarinnar eyðilagðist.

Hugmyndafræði þeirra (nýfrjálshyggjan) var og er vissulega fjandsamleg þjóðinni. Verk þeirra skildu eftir sálræn ör á þjóðarsálinni sem seint munu mást og aftra enn þjóðinni frá djarfri enduruppbyggingu.


mbl.is Spá hryðjuverkum á næstu 5-10 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

30 millj. króna slysagildra í boði Þingvallanefndar

holanÍ lok vetrar 2011 kom í ljós sprunga í Kárastaðastíg, efsta hluta Almannagjár þar sem þjóðvegurinn lá fyrrum. Sprungan þótti svo stór að mati Einars Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa í þjóðgarðinum að hann kallaði hana "hálfgert Ginnungagap."

Í stað þess að fylla upp í holuna með svipuðu jarðefni og er í veginum niður gjánna, eins og beint lá við, sá Þingvallarnefnd þarna tækifæri á að bruðla dálítið með almannafé. Ákveðið vara að loka þessum hluta gjárinnar fyrir ferðafólki í því næst heilt ár án þess að taka hið minnsta tillit til þess að gangan niður Kárastaðastíg er mikilvægur liður í ferðaáætlun þúsunda ferðamanna sem sækja heim þessa vinsælu og sögulegu náttúruparadís.

Brúin 2Síðan var efnt til samkeppni um brúar hönnun og smíði yfir holuna. 24 milljónir voru áætlaðar til verksins. Vitanlega þótti holan sem myndaðist of ræfilsleg til að réttlæta heila brú og því var tekið til við að moka gamla jarðefninu í burtu og hreinsa holuna.

Nú var pjakkað og pælt þar til komin var þarna myndarleg sprunga, sem nú nær alla leið upp á gjábarminn en er afar álík þeim sem gjám og sprungum sem víða sjá má þarna í grenndinni. Loks var tekið til við brúarsmíðina og í hana notað ryðgað járn og íslenskur eðalviður eða sitkagreni úr Stálpastaðaskógi í Skorradal.

Þegar upp var staðið var búið að sóa 30 milljónum í verkið, sex milljónum yfir áætlun sem sækja þurfti í aukafjárlög en þykir víst hófstillt miðað við íslenskar hefðir. 

Brún hallar vitanlega niður í gjána og snemma kom í ljós að íslenski eðalviðurinn er afar háll, einkum í rigningu. Að auki smitar handriðið ryðinu mjög út frá sér í fatnað þeirra sem vilja notast við það þegar þeir klöngrast niður brúnna.

Eitthvað hafa brúarsmiðirnir verið í vafa um handrið mundu þjóna þeim tilgangi sem því var ætlað, því fyrir neðan brúna er komið fyrir öryggisneti úr grænu næloni.

BrúinNú á haustdögum við fyrstu frost, kom í ljós að brúargólfið úr íslenska gæðaviðnum tekur auðveldlega á sig ísingu og gerir brúna að glerhálli slysagildru. 

Ég hef þegar orðið vitni að því að ferðamenn missa þarna fótanna þótt þá hafi farið betur en áhorfði.

Þetta mannvirki er hreint út sagt eitt allsherjar klúður sem ætti að fjarlægja sem fyrst, áður en það veldur verulegu tjóni á lífum og limum þeirra sem heimsækja vilja náttúrudjásnið Þingvelli.

30 millj. króna slysagildra í boði Þingvallanefndar


Gremlins

Fremlin5Einhvern tíman seint á þriðja tug síðustu aldar sátu flugmenn konunglega (breska) flughersins (RAF) að sumbli á flugstöð einni á norðvestur Indlandi. Þeir ræddu hið ýmsa sem úr  lagi hafði gengið í flugferðum þeirra, einkum dularfullar bilanir í vélunum sem þeir fundu engar skýringar á. Meðal veiganna sem voru á boðstólum var enskur Fremlins bjór.

Meðal mismunandi starfstétta í Bretlandi var það lenska að kenna púkum um það sem úrskeiðis fór í starfinu. T.d. voru námumenn í Cornwall sannfærðir að í námunum byggju púkar eða hrekkjóttir búálfar sem  kölluðust knockers sem væru ábyrgir fyrir allskonar óhöppum í námunum. Í Skotlandi voru það brownies og um allt England voru það hop.

Gömul GremjaNiðurstaða RAF flugmannanna var að eina skýringin á óhöppum og bilunum væri að hrekkjóttir púkar væru þar að verki. Þei kölluðu þá Gremlins.

Nafnið varð til með að fella F framan af nafni bjórsins sem þeir voru að drekka og setja þar G í staðinn. Úr varð orð sem minnti þá á Grimmsbræður en var jafnframt ekki ólíkt forn-enska orðinu gremian sem á íslensku gæti útlagst gremja. Þannig urðu Gremjurnar til sem við þekkjum m.a. úr skáldsögunni The thin blue line eftir Charles Graves og síðar kvikmyndunum Gremlins 1 og 2.

Gremjunum var lýst sem tæplega 60 cm háum hyrndum og ófrýnilegum púkum sem bitu í sundur kapla, drukku eldsneyti og rifu í sig bolta og rær.

Þessi siður að yfirfæra sekt á yfirnáttúrulegar verur er ekki ókunnug okkur Íslendingum. Alkunna er hvernig álfar og huldufólk fengu oft að láni ýmsa gripi sem hurfu úr hirslum fólks sem lifði í þröngum húsakynnum torfbæjanna, þar sem mikilvægt var að halda friðinn á heimilinu.

Sú trúa er líklegast ennþá almennari en okkur grunar en eftirfarandi kemur fram á Vísindavef Háskólans:

Í júlí 1998 sló DV upp frétt á forsíðu sem kom mörgum í opna skjöldu. Þar kom fram að samkvæmt skoðanakönnun á vegum DV svaraði meirihluti slembiúrtaks af íslensku þjóðinni játandi, þegar spurt var um trú á álfa. Samkvæmt könnunni skiptust karlar nokkurn veginn jafnt í játendur og neitendur, en mun fleiri konur sögðust aftur á móti trúa á álfa en ekki, eða 6 af hverjum 10. Svörin voru líka borin saman við pólitískar skoðanir. Í ljós kom að stuðningsmenn flestra flokka skiptust nokkurn veginn til helminga í játendur og neitendur. Á þessu var þó ein áberandi undantekning því að mikill meirihluti Framsóknarmanna sagðist trúa á álfa, eða 64,2%.


Vitrasti kjáninn

Bjarna Ben, formanni sjálfstæðisflokksins finnast tillögur stjórnlagaráðs vera fúsk. Í orðum hans til flokksfélaga sinna liggur að honum finnist sá ferill sem að lokum gat af sér þessar tillögur, einnig vera fúsk. Kröfur Búsáhaldabyltingarinnar um nýja stjórnarskrá sem leiddi til nýrra stjórnarhátta, Þjóðfundurinn og stjórnlagaráð, allt er þetta eintómt fúsk

Bjarni telur það ennfremur ólýðræðislegt að bera þessar tillögur að frumvarpi um nýja stjórnarskrá undir þjóðina, án þess að þingið hafi fjallað um þær efnislega áður. Honum finnst það ekki lýðræðislegt að þingið fjalli efnilega um tillögurnar eftir að þjóðin hefur fengið að segja álit sitt á þeim eins og ráð er gert fyrir. 

Hann hefði svo gjarnan viljað að hans sjónarmið og flokkurinn hans hefðu fengið að hefla tillögurnar til og matreiða þær betur ofaní þjóðina eftir hans smekk. Það hefði verið miklu lýðræðislegra að mati Bjarna. Meiri umræða í þinginu hefði líka seinkað þjóðarkosningu fram yfir alþingiskosningar og eftir þær gerir Bjarni sér vonir um að vera í betri stöðu til að fara um þær höndum og gefa þeim það bragð sem honum hugnast. 

Bjarni fer ekki leynt með hverra erinda hann gengur. Öll símtölin frá LÍÚ eru loksins að kikka inn og örvænting hans leynir sér ekki.Það verður að stoppa þetta fúsk! Gerðu eitthvað drengur!

Verði tillögurnar samþykktar, táknar það endalok yfiráða valdastéttarinnar sem ráðið hefur öllu sem þeir vildu ráða á Íslandi undanfarna áratugi. Það má aldrei gerast.  Og fyrst rök og umræða duga ekki lengur, skal nú látið reyna á það eina sem eftir er, foringjaræðið.

Og skilaboðin eru skýr. Hafnið tillögunum, verjist fúskinu, fylgið foringjanum, vitrasti kjáninn hefur talað.


Klappstýran aftur á kreik

Ólafur Ragnar vílaði ekki fyrir sér að gerast klappstýra útrásarvíkinganna þegar þeir réru að því öllum árum að knésetja íslenska bankakerfið. Ólafur er ekki að baki dottinn því nú kallar hann eftir "þjóðaráætlun" til að taka á móti 2 milljónum ferðamönnum á næstu árum,  rétt rúmlega þrefalt meiri fjölda en nú heimsækir landið og ferðaþjónustuaðilar okkar eiga þegar fullt í fangi með að þjónusta.

Þegar Ólafur Ragnar byrjar að tala um "þjóðaráætlun" í tengslum við helsta vaxtarsprotann í atvinnuvegum þjóðarinnar, líkt og hann sé staddur í einhverju ráðstjórnarríki, hljóta ýmsar viðvörunarbjöllur að klingja.

Þetta er jú sami maðurinn og sagði þetta um ferilinn sem leiddi til efhagshruns þjóðarinnar fyrir aðeins fjórum árum. 

Útrásin er byggð á hæfni og getu, þjálfun og þroska sem einstaklingar hafa hlotið og samtakamætti sem löngum hefur verið styrkur okkar Íslendinga. Nauðsyn þess að allir komi að brýnu verki var kjarninn i lífsbaráttu bænda og sjómanna á fyrri tíð, fólkið tók höndum saman til að koma heyi i hús meðan þurrkur varði eða gerði strax að afla sem barst á land." ÓRG 10 janúar 2006

Eigi ferðaþjónustan að reiða sig á spádómsorð Ólafs Ragnars, eða eiga framtíð sína undir skilningi hans á  geiranum á einhvern hátt, er voðinn vís.

Ferðaþjónusta á Íslandi á vissulega glæsilega framtíð fyrir sér. En sá glæsileiki er ekki endilega fólgin í sí-auknum fjölda  ferðamanna sem aftur kallar á stöðugt meiri fjárfestingar í hafna og vegagerð auk samhliða eflingu allra hinna fjölmörgu stoða sem halda uppi innviðum ferðþjónustunnar.  

Stórfeldar fjárfestingar í greininni hljóta  nefnilega að haldast í hendur við stóraukin ágang og aukið aðgengi að viðkvæmri náttúru landsins sem er megin aðdráttarafl þess fyrir ferðamenn. Alla þessa þætti þarf að vega og meta og hafa um leið í huga að hér er fyrst og fremst stefnt að sjálfbærri atvinnugrein frekar en iðnaði sem aðeins hefur græðgina að leiðarljósi.

Nú loks þegar ferðaþjónustuaðilar vítt og breytt um landið, sem lengi hafa þurft að lepja dauðan úr skel við uppbyggingu iðnaðarins, horfa fram á þá tíma að atvinugreinin er að verða arðbær, stökkva fram á völlin gusar og gervispámenn sem þykjast hafa vit á málum og vilja ýmist skattleggja hana til ólífis eða þykjast þess umkomnir að leggja fyrir hvert atvinnugreinin eigi að stefna.

Hvorutveggja ber að vísa á bug og eins og staðan er í dag, ber reyndar að afþakka öll afskipti stjórnmálamanna og sjálfskipaðra klappstýra með vafasaman feril að baki, af geiranum.


mbl.is Tvær milljónir ferðamanna til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband