30 millj. króna slysagildra í boði Þingvallanefndar

holanÍ lok vetrar 2011 kom í ljós sprunga í Kárastaðastíg, efsta hluta Almannagjár þar sem þjóðvegurinn lá fyrrum. Sprungan þótti svo stór að mati Einars Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa í þjóðgarðinum að hann kallaði hana "hálfgert Ginnungagap."

Í stað þess að fylla upp í holuna með svipuðu jarðefni og er í veginum niður gjánna, eins og beint lá við, sá Þingvallarnefnd þarna tækifæri á að bruðla dálítið með almannafé. Ákveðið vara að loka þessum hluta gjárinnar fyrir ferðafólki í því næst heilt ár án þess að taka hið minnsta tillit til þess að gangan niður Kárastaðastíg er mikilvægur liður í ferðaáætlun þúsunda ferðamanna sem sækja heim þessa vinsælu og sögulegu náttúruparadís.

Brúin 2Síðan var efnt til samkeppni um brúar hönnun og smíði yfir holuna. 24 milljónir voru áætlaðar til verksins. Vitanlega þótti holan sem myndaðist of ræfilsleg til að réttlæta heila brú og því var tekið til við að moka gamla jarðefninu í burtu og hreinsa holuna.

Nú var pjakkað og pælt þar til komin var þarna myndarleg sprunga, sem nú nær alla leið upp á gjábarminn en er afar álík þeim sem gjám og sprungum sem víða sjá má þarna í grenndinni. Loks var tekið til við brúarsmíðina og í hana notað ryðgað járn og íslenskur eðalviður eða sitkagreni úr Stálpastaðaskógi í Skorradal.

Þegar upp var staðið var búið að sóa 30 milljónum í verkið, sex milljónum yfir áætlun sem sækja þurfti í aukafjárlög en þykir víst hófstillt miðað við íslenskar hefðir. 

Brún hallar vitanlega niður í gjána og snemma kom í ljós að íslenski eðalviðurinn er afar háll, einkum í rigningu. Að auki smitar handriðið ryðinu mjög út frá sér í fatnað þeirra sem vilja notast við það þegar þeir klöngrast niður brúnna.

Eitthvað hafa brúarsmiðirnir verið í vafa um handrið mundu þjóna þeim tilgangi sem því var ætlað, því fyrir neðan brúna er komið fyrir öryggisneti úr grænu næloni.

BrúinNú á haustdögum við fyrstu frost, kom í ljós að brúargólfið úr íslenska gæðaviðnum tekur auðveldlega á sig ísingu og gerir brúna að glerhálli slysagildru. 

Ég hef þegar orðið vitni að því að ferðamenn missa þarna fótanna þótt þá hafi farið betur en áhorfði.

Þetta mannvirki er hreint út sagt eitt allsherjar klúður sem ætti að fjarlægja sem fyrst, áður en það veldur verulegu tjóni á lífum og limum þeirra sem heimsækja vilja náttúrudjásnið Þingvelli.

30 millj. króna slysagildra í boði Þingvallanefndar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var lán í óláni að þessi skandall var ekki gerður 2006. Þá hefðu auðveldlega horfið 300 milljónir í þetta "þjóðþrifamál".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.11.2012 kl. 15:23

2 identicon

Ég hef ekki séð þessa brú, en mér finnst reyndar þingvallanefnd ekki sérlega öfundsverð af því að finna lausn á lagfæringum á blessaðri sprungunni, því hana sá ég á sínum tíma. Á yfirborðinu var hún ekki stór eða mikil að sjá, en hún var djúp og einhverskonar hellir undir.

Dagný (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 16:38

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta er skólabókardæmi um hvernig hægt er að gera einfalt mál flókið og rándýrt.  Auðvitað átti bara að fylla holuna af grjóti og slétta yfir. Eins og Svanur bendir á er þetta mannvirki slysagildra og forljótt að auki.  Svona vinnubrögð og peningasóun er einmitt algengt að sjá í þjóðgörðunum og friðlýstu svæðunum. Það er ekki undarlegt þó lítið verði úr nauðsynlegum framkvæmdum á þessum stöðum með svona vinnubrögðum.

Þórir Kjartansson, 21.11.2012 kl. 17:15

4 Smámynd: Hlynur Snæland

Svo til að toppa þetta, þá var hringtenginguni af Hakinu lokað. Núna er ekki hægt að ganga beint af Hakini og niður í Almannagjá, heldur verður ferðafólk að fara sama göngustíginn í báðar áttir. Þegar nokkrar rútur með ferðafólk mæta samtímis verður algjört kraðak og troðningur á Hakinu. Fína gegnumrenslið var rofið og núna treðst fólk um þarna. Seinasta myndin sýnir vel hvar klippt var á tenginguna. Þetta var það heimskasta sem hægt var að gera til að mæta aukinni umferð.

Hlynur Snæland, 21.11.2012 kl. 20:21

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hlynur; þetta er hárrétt hjá þér. Útsýnispallurinn á Hakinu var á sínum tíma gerður með það fyrir augum að hægt væri að ganga beint af honum niður Kárastaðastíg og ofaní Almannagjá. Fyrir tveimur árum var lokað fyrir þá leið og eðlilegt gegnumstreymi útilokað.

Sammála þér Þórir.

Dagný; Nú þegar búið er að fjarlægja allt jarðefni úr holunni og nágrenni hennar sést greinilega hvað þetta "Ginnungagap" var djúpt.

Það hefði átt að gera eins og Þórir og flestir aðrir sem hafa tjáð sig um þetta mál segja; aka nokkrum bílhlössum af möl ofaní holuna.

Axel; thank God for small mercies  :=)

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.11.2012 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband