Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.9.2012 | 13:14
Er ekki allt gott að frétta?
Um þessar mundir berast fréttir svo til daglega af fólki sem hyggist í næstu kosningum gefa kost á sér til setu á hinu virðingarsnauða og trausti rúna alþingi Íslendinga.
Í hönd fara hinnar venjulegu lágkúrulegu innanhúss-deilur flokkanna þegar atvinnuskrumararnir reyna að koma sér sem best fyrir í sem öruggustu sætunum. Framsóknarflokkurinn ríður að þessu sinni fyrstur á eðjuvaðið og landsmenn fylgjast forviða með aurslettunum í fjölmiðlum.
Þeir sem ekki fá viðunandi sæti í fjórflokknum geta ætíð leitað á náðir einverra af hinum mikla fjölda smáframboða sem eru í deiglunni.
Og enginn hörgull virðist vera á fólki sem enn lifir í matrixinu og þyrstir í vegsemd og völd sjónhverfinganna og tilkynnir hátíðlega að það ætli að gefa kost á sér í þetta eða hitt sætið á listum flokkanna. Fjölmiðlunum finnst þetta svo merkilegt að þeir keppast við að færa okkur líka fregnir af þeim sem ekki ætla að láta ginnast og ætla ekki í framboð til alþingis.
En það er hætt við að sumir af þeim sem völdin þrá, verði fyrir vonbrigðum.
Þrátt fyrir óvinsældir alþingis, hefur verið haldið til þessa að það hafi haft ákveðin völd. Nú er þeim völdum einnig ógnað. Forseti vor á Bessastöðum segist ætla að hafa góðar gætur á þinginu og til að kenna því að haga sér skikkanlega muni hann ekki hika við að virkja málskotsréttinn. Forsetaræðið er á næsta leiti og það sem meira er að margir sem sjá það sem lausn á glundroðanum sem ríkir í stjórnmálum þjóðarinnar.
Kröfur almennings í eftirskjálftum hrunsins um aukið lýðræði, persónuval í kosningum og gagnsærri stjórnsýslu heyrast nú aðeins sem hjáróma raddir fáeinna "sveimhuga" sem láta sig enn dreyma um skarkala í olíutunnum og búsáhöldum niður við Austurvöll.
Stærsta stjórnmálflokki landsins, hinum sama og eignuð var mesta ábyrgðin á hruninu, hefur vaxið slík ásmegin að hann hikar ekki við að vísa á bug helstu viðleitni stjórnvalda til að koma á móts við kröfur "búsáhaldabyltingarsinna" um nýja stjórnarskrá sem fæli í sér það lýðræðislegar umbætur að það tækist að losa það kverkatak sem stjórnmálaflokkseigendurnir hafa á þjóðinni.
Í skjóli þessarar ringulreiðar nota hýenur fjármálalífsins tækifærið og hrifsa til sín milljónir úr þrotabúum bankanna og þeir sem komust undan og úr landi með féð sem þrotabúunum tilheyrðu réttilega, snúa nú aftur hróðugir með fullar hendur fjár og vilja fjárfesta í eignum sem verðhrun hefur orðið á.
Á Íslandi hefur ekkert ekkert breyst. HFF!!
![]() |
Björgvin gefur áfram kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2012 | 12:06
ESB, nei takk, ESB peninga, já takk
Andstæðingar ESB í Bretlandi gráta krókódílatárum yfir þeim fjarmunum sem breska ríkið lætur af hendi rakna til Evrópusambandsins. Bretar hafa vanist því í gegnum aldirnar að geta fengið alla hluti fyrir ekki neitt, sogið til sín auð og auðlindir annarra þjóða og kallað þær nýlendur sínar, án þess að borga fyrir það krónu. -
Nú bregður svo við að þeir eru ein margra þjóða sem standa verður straum af kostnaði við fjölþjóðlegt samstarf og það finnst þeim skelfilegt. Þeir gæta þess vel að láta kveinstafi sína yfirgnæfa þá sem benda á hina mörgu styrki sem Bretland fær á móti framlögum sínum til Brussel, styrki sem hreint og beint halda uppi fjölda sveitafélaga og verkefnum sem tengjast ferðaþjónustu í Bretlandi. Félagsmiðstöðvar, upplýsingamiðstöðvar, sundlaugar og söfn eru yfirleitt ekki byggð í Wales og Cornwall nema fyrir styrki sem fengnir eru frá Evrópusambandinu.
En eins og Íslendingar vita Bretar að engin er búmaður nema hann kunni að barma sér.
Ísland sem fyrir hrun var sagt vera auðugasta ríki jarðarinnar, hefur vissulega þegið styrki frá Evrópusambandinu um nokkurt skeið. Íslendingar runnu snemma á lyktina af auðsóttum peningum frá ESB og sumir höfðu á orði að sem mundi lítið muna um að halda uppi allri þjóðinni sem ómögum, ef til þess kæmi. -
Mörgum Íslendingum líst svo vel á þetta styrkjakerfi ESB að þeir vilja ólmir að Ísland gerist varanlegur styrkþegi sem fullgildur meðlimur sambandsins.
Aðrir segja það algjörra firru því þá verðum við engu betur settir en Bretar sem þurfa að borga fyrir að fá að vera með. Best sé að halda sig fyrir utan sambandið og hirða af þeim peningana svo lengi sem þeir vilja láta okkur hafa þá.
Sem stendur virðist það viðhorf eiga mestan hljómgrunn í landinu því ekki heyrist neinn minnast á um að hafna fjárstyrkjum ESB til þjóðarinnar hvað þá að skila því sem þegar hefur verið þegið.
![]() |
Ísland á meðal þiggjenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2012 | 20:40
Skemmdarstarfsemi stjórnvalda
Ferðaþjónustan hefur fram að þessu verið talið hálfgert vandræðabarn af stjórnvöldum. Fram að þessu hafa þau viljað sem minnst af þessum bastarði vita og algjörlega hunsað hana hvað varðar stefnumótun á öllum mikilvægustu sviðum hennar. Ferðþjónustan hefur reyndar á vissan hátt notið þess að stjórnmálamenn og aðrir slíkir vitleysingar hafa látið hana í friði og fram að þessu látið nægja að minnast á hana við hátíðleg tækifæri sem einn af þeim möguleikunum sem vort auðuga land býður upp á til atvinnusköpunar og atvinnuþróunar.
Greinin er auðvitað löngu komin fram úr slíkum frösum og þeir sem nota þá sýna aðeins fram á vanþekkingu sína.
Ferðaþjónustan á Íslandi er því að stærstum hluta sjálfsprottin atvinnugrein, þar sem fólk hefur oft af þröngum kostum og meira af hugsjón en gróðahyggju, byggt upp fyrirtæki sín. Nú loks þegar að það sér fram á að þau geti á næstunni orðið arðbær, þrátt fyrir áhugaleysi hins opinbera, hugsa stjórnvöld sér gott til glóðarinnar. - Þau byrja á að gera að því skóna að mikil skattsvik séu stunduð í greininni. En ekki skal bregðast við þeim með aðferðum sem hingað til hafa dugað best til að sporna við skattsvikum, þ.e. með að lækka skattana. Nei, heldur skal hækka skatta. -
Fólk sem vinnur fyrir stofnun sem minna en 10% þjóðarinnar ber traust til, heldur allt í einu í sjálfhverfu sinni að að sé hæft til að hefja afskipti að hlutum sem það hefur ekki hundsvit á. Þessir sömu rugludallar að tala um að endurnýja þurfi lögin um ferðaþjónustuna og vinna að stefnumótun fyrir hana, allt til að breiða yfir að það eina sem þeir hafa áhuga á er að næla í nokkrar krónur fyrir ríkissjóð sem á að fá fólk til að halda að það sé starfi sínu vaxið.
Í raun er verið að leggja grunn að stórfelldri skemmdarstarfsemi á atvinnugrein sem réttilega er einn af fáu vaxtarsprotum íslensks atvinnulífs um þessar mundir. Starfsgreininn á að fá að þróast í friði fyrir afskiptum pólitíkusa sem eins og venjulega eru aðeins að hugsa um eigin rassa og stóla fyrir þá, rétt eins og Oddný Harðardóttir gerir um þessar mundir.
![]() |
Tímabært að afnema afslátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.7.2012 | 00:33
Ees laand..Ees laand.. Óli.. Óli
Ólafur Ragnar sýnir strákunum okkar mikla virðingu með að mæta á leikina þeirra í London. Það skemmir ekki fyrir að hann fær tækifæri til að baða sig í sviðsljósinu sem beint er að þeim. Ólafur heldur áfram að gefa sínar heimatilbúnu freestyle söguskýringar í erlendum fjölmiðlum.
Í hans huga er það svo snjallt að Íslendingar hafi eftir hrunið fundið falda fjársjóði í föllnu bönkunum, þ.e. mannauðinn sem frelsaðist úr fjötrum þeirra eftir að þeir fóru á hausinn. Þetta sama fólk segir Ólafur, varð drifkrafturinn í enduruppbyggingunni.
Ólafur Ragnar er ekkert að minnast á makríl eða túrista, handstýrt gengi og gjaldeyrishöft. Hvað þá aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt Ólafi Ragnari er afturbati íslenska hagkerfisins fyrst og fremst að þakka öllum kláru tölvustrákunum sem sátu niðrí kjallara í Landsbankanum gamla og bjuggu til Netbanka fyrir útlendinga að leggja inn á. Það er rétt að þeir eru aftur komnir á kreik og sumir þykjast þegar sjá þess merki að þeir hugsa ekki ósvipað og þeir gerðu 2007, rétt eins og Ólafur Ragnar sjálfur. En að þeir drífi batann eins og Ólafur heldur fram, er af og frá.
Paradoxically, the Icelandic banks, like banks in America and Europe, had in fact become high-tech companies, hiring engineers and mathematicians, computer scientists, Grimsson says. When they collapsed, all of a sudden this pool of technical talent was available. A lot of high-tech and IT companies were then able to get the people to drive the growth forward.
![]() |
Mikilvægasta liðið á ólympíuleikunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2012 | 21:33
Hver fer best að boðum Krists; Davíð Þór, Guðni Ágústsson eða Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar segir; "Ég tilheyri þjóðkirkjunni eins og flestir, en þrátt fyrir það er ég nokkuð sannfærður um, að Guð sé ekki til. (1980)
Ólafur Ragnar segir; "Auðvitað er ég kristinn maður eins og þorri þjóðarinnar og hef verið í þjóðkirkjunni, skírður og fermdur og trúi á þann Guð, sem að sérstaklega amma mín kenndi mér að trúa á. (1996)
Kristur segir; "Þú skalt ekki vinna rangan eið, en halda skaltu eiða þína við Drottin."
Davíð Þór segir; "Enn átakanlegra hefur mér þó þótt að sjá hve lyga- og rógsherferð hans fyrir endurkjöri virðist eiga greiða leið að atkvæðum Íslendinga."
Guðni segir; "Ég sagði við hana (biskupinn) að mér þætti þetta vera ófær framkoma hjá hennar þjóni. Ég gerði kröfur til þess sem heiðarlegur maður og kristinn að þessi maður gjaldi fyrir orð sín bæði í minn garð og forsetans.
Kristur segir;"Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.' En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina."
Biskup segir: "Ef Guðni er ósáttur þá getur hann að sjálfsögðu farið með málið fyrir dómstóla eða rætt við höfundinn sjálfan"
Kristur segir;"Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka."
Davíð Þór segir; "Ef hann telur að það sé eitthvað í skrifum mínum sem fellur undir meiðyrðalöggjöf, þá getur hann gert það,
Guðni segir; "Maður gerir meiri kröfur til manna sem hafa gengið í guðfræðideild og lært siðfræði og ætla að boða hið góða orð kirkjunnar en annarra."
Biblían boðar; "Gjörið yður eigi mannamun í dómum, hlýðið jafnt á lágan sem háan. Hræðist engan mann, því að dómurinn er Guðs."
![]() |
Skilur ekki afstöðu Guðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.7.2012 | 20:31
Hið skítlega eðli Davíðs
Sáttin sem forseti vor vill að komist á í samfélaginu, eftir að hann vissi að það var öruggt að hann hlyti kosningu, verður víst að bíða eitthvað. Illindi og deilur í tengslum við kosningarnar ráða ríkjum þessa dagana.
Öryrkjabandalagið ætlar að kæra sjálfar kosningarnar og láta dómsstóla kveða á um hvort þær hafi verið löglegar eða ekki.
Einn af aðal hvatamönnum framboðs forsetans, Guðni Ágústsson, hugleiðir að kæra Davíð Þór fyrir að hafa skrifað eitthvað ljótt um forsetann og jafnvel Guðna sjálfan í aðdraganda kosninganna.
Guðni fer framsóknarleiðina í þessu máli. Hann talar ekki við þann sem hann þykist eiga sökótt við, en fer beint í atvinnurekandann sem Davíð vinnur hjá og kvartar við hann. Vill sjálfsagt láta reka Davíð fyrir það skítlega eðli að tala um forsetann eins og hann sé einhver loddari og segja líka svo eitthvað slæmt um hann sjálfan í leiðinni.
Þegar að Davíð Oddson kallaði fram í fram í þingræðu Ólaf Ragnars, "hvers konar loddari ert þú" sá Guðni Ágústsson ekki ástæðu til að kæra. Og þegar að Ólafur Ragnar sagði að Davíð Oddson hefði "skítlegt eðli" sá Guðni heldur ekki ástæðu til að kæra. Þá voru þeir allir þingmenn og á þingi mega þingmenn segja ýmislegt sem leikmenn geta átt á hættu að verða kærðir fyrir.
![]() |
Davíð svarar Guðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2012 | 22:31
Forsetaembætti í mótun
Þjóðin, eða alla vega 35% kosningabærs hluta hennar, hefur veitt Ólafi Ragnari Grímssyni áframhaldandi umboð til að móta embættið eftir eigin túlkun. Hann hefur þegar látið reyna á þanþol hefðbundinnar túlkunar á tilgangi þess og valdsviðs og engin ástæða er til að ætla að hann haldi því ekki áfram.
Líkast til munu flestir una þessu vel því ekki var einu sinni hlustað á raddir sem í aðdraganda þessara kosninga, vörðu við þessari sjálftöku valds.
Svo lauslega virðist forsetaembættið skilgreint í lögum og stjórnarskrá landsins að ekki verður betur séð en að sitjandi forseti geti mótað það á hvern þann veg sem honum þóknast. -
Sjái forseti t.d sér akk í því að sækja stuðning sinn til ákveðinna stjórnmálaflokka og gera þannig embættið að flokkpólitísku bitbeini, er ekkert sem mælir á móti því, eins og nýafstaðnar kosningar bera reyndar vitni um. -
Kjósi forsetinn að halda úti eigin stefnu í samskiptum sínum við erlenda fjölmiðla og stjórnvöld annarra ríkja, frekar en stefnu stjórnvalda, er honum það heimilt. -
Ákveði hann að einhver mál eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, getur hann gert það án nokkurs samráðs og ekkert ræður því annað en geðþótti hans sjálfs. -
Vilji forseti sitja í embættinu um lífstíð, er erfitt að ímynda sér að nokkur geti komið í veg fyrir það, slíkir eru yfirburðir aðstöðu sitjandi forseta þegar kemur að því að kljást við aðra frambjóðendur.
Það er greinilegt að forsetaembættið, eins og það hefur verið túlkað af forsetum landsins fram að þessu, getur verið annað hvort valdminnsta eða valdamesta embætti þjóðarinnar. Hvort það er, ræðst af forsetanum sjálfum, persónunni og hvern mann hún hefur að geyma.
Ekkert bendir til að Ólafur haldi ekki áfram að auka völd embættisins enn meir á næsta kjörtímabili, gera það enn pólitískara og hleypa þannig inn í það þeim glundroða og þeirri sundrungu sem pólitíkin er þekkt fyrir að skapa.
Vísast er Ólafur "sterkasti" forseti sem þjóðin hefur eignast, en það er hann einkum í krafti þess sundurlyndis sem er harðkóðuð í stefnu hans sem stjórnmálamanns, sem er af nákvæmlega sama meiði og pólitíkin sem stunduð er á alþingi og hefur orðið til þess að 90% af þjóðinni vantreysta því.
![]() |
Ólafur Ragnar ótvíræður sigurvegari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2012 | 12:36
Hvað hugsar fólk
Það ku veramikil list að vita hvað og hvernig fólk almennt hugsar. Sérfræðingar í þeirri grein er gjarnan að finna á stóru auglýsingastofunum og þá bestu, (að eigin mati) ráða sig sem spunameistara til fólks sem hyggur á frama sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. - Þeir færustu telja sig ekki aðeins vita hvað fólk hugsar, heldur geta haft mikil áhrif á hugsun þeirra og skoðanir.
Forsetakosningarnar sem nú standa fyrir dyrum, bera þess nú aukin merki, að auglýsinga og skrummeistararnir hafa fengið frjálsar hendur a.m.k. hjá einum frambjóðandanum.
Eftir að skoðanakannanir sýndu a fylgið var að hrynja af Þóru og örvæntingin greip um sig í herbúðum hennar, var greinilega ákveðið að hleypa þeim og nýta aðgang hennar að vel digrum sjóðum framboðsins,(sem hljóta að telja talvert fleiri milljónir en þær 12-14 sem framboðið segist hafa til umráð) til að reyna leiðrétta þann leiða misskilning almennings að fleiri en Þóra og Ólafur Ragnar séu í framboði.
Skilaboðin eru þau, að viljirðu ekki Ólaf áfram sem forseta, verðir þú að kjósa Þóru. Ekki kjósa þann sem þér finnst hæfastur, ekki kjósa eins og samviska þín býður þér, hinir frambjóðendurnir eiga enga möguleika, kjóstu taktískt, kjóstu Þóru.
Og ef þú nærð ekki þessari einföldu reglu og ert einn þeirra sem kærir þig kollóttann um hver verður forseti, en ætlar sem að kjósa, kýstu vitanlega þann sem mest berst á.
Þeir stóla á að þegar fólk sér myndirnar í öllum strætóskýlunum, hugsi það, "já mikið er hún frambærileg, í stað, "eitthvað hlýtur þetta að hafa kostað"
Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar eiga það sameiginlegt að hafa öll orðið landsþekkt í gegnum sjónvarpið. Ari Trausti og Þóra njóta einnig slíks meðbyrs enda í öðru og þriðja sæti í skoðanakönnunum. Það er því ekki nema von að spunameistararnir haldi sér við gömlu klisjurnar og álykti sem svo að þjóðin muni kjósa það andlit sem oftast ber fyrir augu almennings.
Ein af áherslunum í málflutningi Herdísar Þorgeirsdóttur er að skilja beri að eins og kostur er, auðvaldið frá fjölmiðlavaldinu. Enginn ætti t.d. að geta orðið sér út um opnbert embætti með ótakmörkuðum aðgangi að fjölmiðlum í krafti peninga, þótt það sé löngu orðið alsiða eins og dæmin sanna.
Til að vekja þá umræðu enn frekar opnaði Herdís bókhald framboðs síns upp á gátt og skoraði á aðra frambjóðendur að gera það sama. - Í ljós hefur komið að bæði Þóra og Ólafur sjá sér ekki fært að gera það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.6.2012 | 00:50
Vilja Íslendingar raunverulega gera upp hrunið?
Flestir Íslendingar jánka því að það þurfi "Að gera upp hrunið" eins og oft er komist að orði. Þetta uppgjör sem stendur enn yfir, felur m.a. í sér að draga þá til ábyrgðar sem ábyrgir reynast fyrir stærstu skakkaföllunum sem þjóðin varð að líða, bæði efnahagslega og andlega.
Fram að þessu hefur það fallið í hlut Alþingis og sérstaks saksóknara að finna hina seku og veita þeim makleg málgjöld, þótt allir séu ekki sammála um hvort vel hafi til tekist í öllum þeim málaferlum.
En 30. Júní n.k. gefst þjóðinni allri tækifæri á að gera eitthvað í málunum. Alþingi lét vinna fyrir sig skýrslu í kjölfar hrunsins þar sem reynt vara að skilgreina orsakir hrunsins og gera tillögur að úrbótum. Þar kemur m.a. fram mikill áfellisdómur yfir störf herra Ólafs Ragnars Grímssonar, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda eins og lesa má hér að neðan.
Spurningin er hvort þjóðin ætli að láta sér þetta tækifæri úr greipum renna og gera um leið ómerkt allt þetta fjálglega tal um að nauðsyn beri til að "gera upp hrunið" svo hún þurfi ekki að lifa áfram í löngum skugga þess.
Hlutur forseta Íslands.
Niðurstöður kafla 11.4, bls. 178 í 8. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis:
Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008.
(http://www.rannsoknarnefnd.is/html/vidauki1.html)
Ályktanir og lærdómar
Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli. Þótt stjórnkerfið í heild beri með margvíslegum hætti ábyrgð á því sem gerðist verður ekki hjá því komist að skoða embætti forseta Íslands sérstaklega, svo hart gekk forsetinn fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki. Forsetinn kom ekki að stjórnvaldsákvörðunum en hann ber ásamt fleirum siðferðilega ábyrgð á því leikriti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra. Þau reyndust ekki vera í neinu frekar en keisarinn í sögu H.C. Andersen.
Ljóst má vera að forsetinn gekk mjög langt í þjónustu við einstök fyrirtæki og einstaklinga sem stýra þeim eins og hann hefur sjálfur viðurkennt nokkrum sinnum eftir hrunið.1 Forsetaembættið var óspart nýtt í þágu einstakra aðila til að koma á tengslum víða um lönd. Þegar lýðræðislega kjörinn forseti lands talar á opinberum vettvangi sem fulltrúi þjóðar sinnar er jafnan hlustað og því skiptir máli hvað hann segir og við hverja hann talar. Þar liggur ábyrgð forseta Íslands.Forsetinn beitti sér af krafti við að draga upp fegraða, drambsama og þjóðerniskennda mynd af yfirburðum Íslendinga sem byggðust á fornum arfi. Það er athyglisvert að nokkrir þeirra eiginleika sem forsetinn taldi útrásarmönnum til tekna eru einmitt þeir þættir sem urðu þeim og þjóðinni að falli. Í ljósi sögunnar hefði þurft mun meiri aga og reglufestu við ákvarðanatöku, hófsemi í framkvæmdagleðinni, reglur um skráningu fundargerða sem og óæskileg tengsl milli einstaklinga.
Þrátt fyrir að kenningar forsetans væru harðlega gagnrýndar hélt hann áfram að lofa útrásina. Hann tók þátt í að gera lítið úr þeim röddum sem vöruðu við hættulega miklum umsvifum íslenskra fyrirtækja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.6.2012 | 23:11
Er Herdís snobbuð
Sumir segja að Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi sé snobbuð og þess vegna eigi hún ekkert erindi á Bessastaði. Ef spurt er nánar út í hvernig meint snobb Herdísar lýsi sér, verður samt fátt um svör.
Þetta virðist vera einhver tilfinning sem fólk fær sem séð hefur hana í sjónvarpi eða jafnvel aðeins á mynd og aldrei hitt hana í eigin persónu. -
Nú er kannski ekki auðvelt að skilgreina snobb í fljótu bragði en við getum öll verið því sammála að það felur í sér mismunun og óheilbrigt verðmætamat. - ´
Það skýtur því afar skökku við að manneskja sem sækist eftir forsetaembættinu á grundvelli þess að hún hyggist tala fyrir mannréttindum og lýðræði og er einkum kunn fyrir störf sín í þágu slíkra gilda, skuli af einhverjum vera talin endurspegla andstæðu þeirra.
Hvað sér þá fólk í fari Herdísar sem fær það til að halda að hún sé snobbuð. Einhverjir nefndu sem dæmi að hún klæddi sig bara í merkjavöru og talaði ekki við hvern sem er í samkvæmum og á mannafundum.
Herdís er vel menntuð og kann að koma fyrir sig orði. Hún er fræðimaður og á það til að grípa til hugtaka og orðfæra sem heyra til þeim fræðigreinum sem hún hefur numið. Hún er háttvís og hefur afar fágaða framkomu. Sem kennari og fyrirlesari hefur hún tileinkað sér fas sem virkar stundum ekki eins hversdagslegt og við flest erum vön.
Allt þetta kann að koma fólki fyrir sjónir sem snobb en er það alls ekki.
Þvert á móti vitna vinir hennar og kunningjar ætíð um hlýleika nærveru hennar, einlæga samúð hennar og alþýðleika þegar kemur að daglegu amstri.
Herdís er nú á ferð um landið þar sem hún gerir sér far um að hitta fólk og kynna áherslur sínar fyrir löndum sínum. - Ég hvet alla til að nýta sér þetta tækifæri til að kynnast Herdísi persónulega og sannfærst um, hvaða álit þeir kunna að hafa á málflutningi hennar, að snobbuð er hún ekki.